Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 45
+- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 45 Endurfundir við Strengja- sveit Tónlistarskólans Þrír af einleikurum Strengjasveitarinnar í dag, þau Sigrún Eðvaldsdóttir (frá vinstri), Bernharður Wilkinson og Áshildur Haraldsdóttir. Frá því einu sinni var ... Ætli einhveijir tónleikagestir muni ekki eftir að hafa átt góðar stundir fyrir nokkrum árum á tón- leikum hjá Strengjasveit Tónlistar- skólans í Reykjavík, sem spilaði undir stjóm Marks Reedmans? I dag kl. 17 er tækifæri til að rifja aftur upp kynnin af sveitinni því nú kem- ur hún fram í fyrsta skiptið eftir nokkurra ára hlé og Mark stjómar enn. Tónleikamir verða f Bústaða- kirkju. Á sínum tíma var í sveitinni úrval- ið af strengja nemendum skólans, sem héldu saman í nokkur ár, æfðu stíft og spiluðu af kappi. Kannski að einhver hafi kvartað þá, en stjóm- andinn vissi sem var, að öðruvísi hefðist þetta ekki. Sveitin tók þátt í alþjóðlegri strengjasveitakeppni í Júgóslavíu 1984 og lenti þar í fjórða sæti. í kjölfar þátttökunnar var þeim boðið til Aberdeen árið eftir og þang- að var haldið. En upp úr þessu leystist sveitin upp, því meðlimimir hurfu í framhaldsnám einn af öðmm, komust í góða skóla og til góðra kennara, þjuggu vísast ekki sízt að þátttökunni í strengjasveitinni. Nú er þráðurinn tekinn upp aftur í jól- Það var einmitt með Strengja- sveitinni, sem Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari vakti fyrst athygli, þá og lýkur námi þaðan í vor. Hún er með annað augað á tónlistarskólan- um í Banff í Klettafjöllum, hefur í skáld. Hinn fæst við tónlist Bachs. Meðlimimir em ungir krakkar, ný- komnir úr námi. Einhveijir í hópunum taka að sér að finna verk- efni fyrir hópinn. Slíkt gengur helst fyrir sig í gegnum sambönd, það gildir að þekkja einhvem, sem þekk- ir einhvem og svo framvegis. Einn útvegurinn er að fá að spila í skól- um, fá kannski styrki til þess. Auk þess hefur Áshildur hug á að spreyta sig á pmfuspili af kappi, þegar skól- anum lýkur, halda sig þó við New York. En í október spilar hún á norr- ænni tónlistarhátíð ungs fólks, sem er haldin hér að þessu sinni. Það var keppt um þátttöku í hveiju landi og Áshildur valin úr íslenska hópn- um í haust. Það gafst lítill tími á æfíngum í vikunni til að rifja upp gömul kynni, Mark sá til þess. Þó heyrðust tvær fíðlur bera saman bækur um aldur sinn, önnur var að verða 82 ára, en eigandinn öllu yngri... Eftir æfinguna lét Mark þess get- ið að vissulega hefðu margir íslensk- ir tónlistarmenn farið utan í góða skóla, en þetta væri fyrsti hópurinn héðan, sem hefði farið í framhalds- nám. „Það er ótrúlega ánægjulegt að fá hópinn saman aftur, gaman að sjá hvemig þau hafa þroskast. Það eykur líka á atvinnumennskuna í tónlistarlífínu hér að fá svona hóp til að spila hér öðm hveiju." Mark segist vera að æfa upp nýj- an hóp, þó það sé erfítt, því rétt þegar árangurinn farið að koma í ljós, fari krakkamir í allar áttir. En þessi fyrsti hópur hafí nú verið svo- lítið sérstakur ... ætli við heyrum* það ekki í dag ... Texti: Sigrún Davíðsdóttir Myndir: Einar Falur Mark Reedman með gamlan og góðan hóp á æfingu ... gamlan hóp, en meðlimirair þó á æskuskeiði. afríinu og dagskráin í takt við tímann. Þama getur að heyra Con- certo grosso op. 6, nr. 1 eftir Hándel, Serenöðu eftir enska tónskáldið Elg- ar, Adagio fyrir strengi eftir bandaríska tónskáldið Samuel Bar- ber, 4. Brandenburgarkonsertinn eftir Bach og eftir hlé Concerto grosso Hándels op. 6., nr. 3, Adagio eftir Albinoni og að lokum Simple Symphony eftir Bretann Britten. í Brandenburgarkonsertinum koma til liðs við sveitina þau Bemharður Wiljcinson og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikarar, Bemharður góðkunn- ur úr sinfóníunni, Blásarakvintett Reykjavíkur og víðar, Áshildur að ljúka námi í Bandaríkjunum. í öðmm verkum skiptast strengjaleikaramir á í einleikshlutverkum. bamung og hún er með í dag. Hún lýkur námi frá Curtis tónlistarskól- anum í Fíladelfíu 'í vor, ætlar þá að vera í einkatímum hjá hjónum, sem hún var áður hjá og sem búa í Illino- is, svo hún verður þar á næstu grösum. í haust vann Sigrún til verð- launa í fiðlukeppni í Þýskalandi, sem er kennd við föður Mozarts, Leopold Mozart, hlaut 8 þús. v-þýsk mörk í verðlaun, sem koma í góðar þarfír við áframhaldandi nám. Auk þess býðst henni að koma til Munchen í sept. í boði banka í Bæjaralandi og halda einleikstónleika áisamt píanó- leikara. Og svo er að heyra á Sigrúnu að fleiri keppnir séu í sigtinu ... Annar fiðluleikari úr gamla geng- inu er Gerður Gunnarsdóttir. Hún er núna á fímmta ári úti, er í Köln huga að freista þess að komast þangað næsta vetur. Nokkrir nem- endur frá Köln verða styrktir til dvalar þar, að hálfu leyti frá þýska- landi og að hálfu frá Kanada. í Amsterdam er líka spennandi fíðlu- leikari og kennari, Krebbs, sem Gerður hefur augastað á. Eins og áður er nefnt leikur Ás- hildur Haraldsdóttir flautuleikari með Strengjasveitinni í dag. Hún er á fímmta ári í Bandaríkjunum, er að ljúka námi frá Juilliard skólanum. Þá tekur óvissan við, en það er á Áshildi að heyra að hún ætli að halda sig við New York. Þar er hún í tengslum við tvo tónlistarhópa. Annar starfar í kringum tónskáld, sem er í hópnum, flytur mest tónlist eftir hann, eða önnur samtímatón- Bretland: Kvaddi jarðlífið 114 ára að aldri London. Reuter. BRESK kona, elsti maður í heimi samkvæmt Guinness- metabókinni, lést á elliheimili í Wales sl. sunnudag 114 ára að aldri. „Anna Williams fékk hægt andl- át á sunnudagskvöld," sagði Hugh Gardner, félagsmálafulltrúi í Swansea, og talsmaður Tuxedo- elliheimilisins í borginni skýrði einnig frá láti gömlu konunnar. í Guinness-bókinni segir, að Anna hafí komið í þennan heim 2. júní árið 1873 og sé þriðja mann- eskjan, sem náð hafí að lifa í 114 ár. í febrúar í fyrra lést í Japan karlmaður að nafni Shigechiyo Iz- umi og hafði hann þá lifað í stórt hundrað ára eða 120 ár. Er ekki vitað til þess með vissu, að nokkur annar hafí náð hærra aldri en Guin- ness segir einnig frá Shirali „Baba“ Mulinov, Azerbajdzhanbúa, sem var sagður 168 ára þegar hann lést árið 1973. Sovésk yfírvöld leyfðu hins vegar aldrei, að vest- rænir blaðamenn og vísindamenn fengju að kanna það nánar. Anna Williams á dóttur á lífi og fleiri afkomendur en félagsmála- fulltrúinn í Swansea hafði tölu á. lífskraftur KYOLIC er kraftaverk náttúrunnar sjálfrar sem hjálpar til að hressa upp á hversdagstil- veruna svo aö þú og fjölskyla þin verðið vel fyrir kölluð, hress og full af lifskrafti. KYOLIC er hvítlaukur, ræktaöur á Uf- rænan hátt - alveg án lyktar og bragðs. Það er þessi 20 mánaða langa kælitækni sem gerir KYLOIC að algerlega jafn- gildi hráhvítlauksins. Engin sambærileg hvíUauks- ræktun eða -framleiðsla fyrir- finnst í veröldinni. Nokkrir dropar af fjótandi KYLOIC út í uppáhalds ávaxta- safann og blandan verður fljót- andi lifskraftur. KYLOIC fæst í heUsuvöru- og í -i: lyfjaverslunum og jjk viðar. + | fSS- r P.S.KYOLICÍ ' .. fljótandi formi er tjftV ; bestur, en það er líka hægt að fá * KYOLIC i hylkj- jf - i »8 um, hylkjum L ' á && m/lesitíni eða töfl- - L- . .. Heildsölubirgðir: Logaland heUdsöluverslun Simar 12804 og 29015 -J-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.