Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 í Jesú nafni áfram enn Nýárspredikun herra Péturs Sigurgeirssonar biskups í Dómkirkjunni Texti: „Þegar átta dagar voru liðnir, skyldi umskera hann, var hann látinn heita Jesús, eins og engillinn nefndi hann áður en hann var getinn í móðurlífi." (Lúk 2:21) og lokaorð Mattheus- ar, er Kristur segir: „Sjá, eg er með yður alla daga allt til enda veraldar." (Matth. 26:20.) Alfaðir lífsis hefur af óþrjótandi gæsku sinni og forsjón gefið okk- ur nýársdag, — nýtt ár. Við tökum á móti nýársgjöfínni í trú á það að líf okkar sé í almáttugri hendi hans, „vor vagga, braut, vor byggð og gröf“. Við erum minnt á það hve lífshlaup okkar er stutt, tíminn fljótur að líða og að sama skapi dýrmætur. Aramótin eru ætíð áhrifarík og viðkvæm augnablik. Á miðnætti meðan klukkan sló höggin tólf fór gamla árið, fjarlægðist og hvarf í aldanna skaut, en nýja árið birt- ist aðsvífandi utan úr ómælis- geimnum. Bálkestir brunnu, klukkur hringdu, flugeldar bloss- uðu upp, eimpípur blésu. Meðan skilin gengu yfír skiptust á þakk- ir og óskir í fjölskyldu og vinahóp- um. Allt gerðist þetta í skjótri svipan. Tíminn flýgur. Við fínnum það best þegar árunum fjölgar. „Ár vor líða sem andvarp," — segir í Davíðs sálmum. Og Matt- hías kvað: Lífíð er fljótt líkt er það elding, sem glampar um nótt Ijósi, sem titrar á tárum tindrar á bárum. Á ytra borðinu tökum við á móti áramótum með fagnaðarlát- um. En hið innra bærist ótta- blandinn strengur við þyt líðandi stundar úr sjóði tímans, er eitt sinn tæmist, hvað okkur varðar. Hin skæru ljósblik hurfu skjótt af himni. Allt varð hljótt, nema röddin, sem nýja árið er að kynna, sá er sagði: Sjá eg er með yður alla daga, allt til enda veraldar." Nýja árið er að boða Krist. Til þess var tímatalinu breytt frá því að miðast við stofnun Rómaborg- ar. En það liðu a.m.k. fímm aldir frá fæðingu Jesú, þar til hið kristna ártal var upp tekið. Aust- urlenskum ábóta í Róm, er Dieonysíus hét, var falið það vandasama verk að tímasetja fæð- ingu Jesú. En þótt tölvís væri kom síðar í ljós, að Kristur er fæddur a.m.k. 4—6 árum áður en ábótinn gerði ráð fyrir. Honum er vor- kunn. María guðsmóðir fæddi bamið við fátækustu aðstæður, án þess að fá rúm í híbýlum manna. Enginn var til að bókfæra fæðingardag og ár hins nýfædda. Svo fátækleg var fæðing hans í fjárhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit um aldur hans ei nokkur veit. (St. G. St.) En nefndur er hann oft í daga- tali sínu — meira að segja, þegar hann er aðeins 8 daga gamall. Því veldur hinn ævafomi siður Gyðinga, að umskera öll sveinböm 8 daga gömul. Þar var um ófrávíkjanlegt ytra tákn að ræða til merkis um trú og samband Gyðinga við Drottin sinn, og mátti framkvæma þá athöfn á sabbads- degi, þó að verk í landinu væm annars Játin niður falla. Á sama degþ fékk sveinninn nafnið sitt Jesús, nafnið var algengt hjá Gyðingum og þýðir: Drottinn Guð er frelsari. Jesús samdi sig að einstaka sið og trúarvenjum Gyðinga, og trú- arbók þeirra, Gamla-testamentið, var Biblía hans. En hann gerði það, sem meira var og mestu máli skiptir. Hann uppfyllti spá- dómana, fullkomnaði lögmálið. Nýja-testamentið vottar það. Biblían varð öll. Jesús er það, sem í nafni hans býr. Fjögur orð tengjast nafni hans frá því að fyrst var um hann spáð, og gefa þau til kynna í dag, hver hann er: Undraráð- gjafi, því að svo mikið er djúp ríkdóms speki hans og þekkingar, að engin ráð jafnast á við boðskap hans, Guðhetja, því að hetja varð hann að vera til þess að taka á sig synd heimsins, snúast gegn valdhöfum þjóðar sinnar og gefa heiminum nýja Guðsmynd, enda sjálfur Guð og maður, Eilífðar- faðir, því að hann lýsti yfír mærin miklu og gaf mönnunum eilífa lífíð með upprisu sinni, Friðarhöfð- ingi, því að friður Guðs, sem er varanlegur og ekki af þessum heimi, kemur í honum, hvar og hvenær sem menn vilja við honum taka. Kirkjan kvaddi gamlársdag með þessum orðum hans: „Frið læt eg yður eftir, minn frið gef eg yður. Ekki gef eg eins og heim- urinn gefur. Hjarta yðar skelfíst ei né hræðist." (Jóh. 14:27.) Leiðum hug að því, hve brýnt erindi Jesús Kristur á til okkar, hve mikilvægt það er að við hlýð- um kalli hans: Fylg þú mér! Þjóðin þarf á hjálp hans að halda, allur heimurinn er í knýjandi þörf. Við þurfum að vernda og glæða trú okkar. Þjóð, sem gleymir Guði sínum, gleymir líka menningu sinni og siðgæði. Þess í stað kem- ur skefjalaus barátta um efnisleg gæði og skortur á siðrænni vitund og hollustu við „lands vors Guð“. Við megum ekki missa af trú á föður miskunnsemdanna, Guð allrar huggunar. Það eru nú sem fyrr margir, sem eiga um sárt að binda, þar sem nístir hel og harm- ur. Guð komi þar til hjálpar með huggun sína. Stórt er hlutverk heimila og skóla í dag, að forða bömum frá hættum og voða. Og ekki hjálpar samfélag, sem lifir í óhófi og leiðir yfír sig svall og drykkjulæti, þótt sumir líði skort. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup. Við þessi áramót er ögn frið- vænlegra í heiminum vegna samkomulags risaveldanna að sættast á það að útrýma vissri gerð kjamorkuvopna. Hér hafa mikil tíðindi gerst, þó að þáttaskilin hafi verið kölluð „lítið skref fram á við fyrir mann- kynið“. Það sem gerði samþykkt- ina mögulega var talið byggjast á nýrri hugsun, nýrri von. Sú frið- arhugsun er þó ekki ný heldur hartnær tvö þúsund ára gömul. Því að hver var það, sem sagði um vopnið, það sem nú er aug- ljóst og ekki síst hvað atóm- sprengjuna varðar? Það var Kristur: „Slíðra þú sverð þitt! All- ir sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla." (Matt. 26:52.) Það virðist annars gegna sama máli um frið Krists og Krist sjálf- an, er hann fæddist og var krossfestur, að friður hans fær ógjaman rúm í hjörtum mann- anna. Hitt er miklu nærtækara, að gjalda líku líkt — „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“. Því veldur hefndarhugur. Með þeim hætti verður aldrei friður á jörðu, heldur bæði kalt stríð og vopnuð átök. Hjartalagið þarf að breytast til þess að maðurinn nái langþráðu takmarki. Guð hefur komið á jörðu með hjálp sína. En menn verða að þiggja hjálp hans, sem kemur fram í þessari játningu: „Kærleiki Krists knýr oss.“ (2. Kor. 5:12.) „Það er nú heimsins þrautarmein, að þekkja hann ei sem bæri.“ Nýárstextinn um sveinbamið 8 daga gamatt er stysti texti allra helgidaga ársins. Hann er í raun og veru ekki nema eitt orð: Jesús. Pílatus spurði mannflöldann forðum, hvað hann ætti að gera við þennan mann. Nú kemur þessi nýársdagur með spurninguna til okkar. Kirkjan á svarið með reynslu mannlífsins á hverri tíð í aldanna rás. Kynslóðir 20. aldar hafa orðið að ganga í gegnum tvær heimsstyijaldir, og við förum ekki varhluta af að fylgjast með þeim þrengingum, sem yfír mann- kynið ganga frá degi til dags. Það var á fyrstu öld, í Postula- sögunni, sem svarið var gefíð okkur, óumdeilanlegt eftir nær 20 aldir, en þar segjr: „Því að eigi er heldur neitt nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpn- um að verða." (4:12). Við erum undir sama himni og þeir, sem þetta reyndu, á sömu jörð og auk þess þeirrar þjóðar, sem í nær þúsund ár hefur fengið að sannreyna gildi þessa boðskap- ar. Hvaða fána drógum við að húni í morgun? Fána krossins, merki krists. — Hvaða þjóðsöng syngjum við? Lofgerðina til Guðs. Guð vaki yfír landi og lýð og vemdi þjóðina. í því skyni er Kristur kominn til okkar „f gær og í dag hinn sami og um aldir". (Hebr. 1:8). Hið eina, sem við getum ekki sagt okkur, er hve óendanlega mikil náð, og mikil gæfa það er, að mega játa með allri hinni kristnu kirkju. í Jesú nafni áfram enn! Birgir Signrðsson tekur við launum út rithöfundasjóði útvarpsins úr hendi sijómarformanns Jónasar Kristjánssonar. BIRGI Signrðssyni var á gaml- ársdag úthlutað í nýja Útvarps- húsinu launum úr Rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpins við hátiðlega athöfn, svo sem venja er, að viðstöddum for- seta íslands, menntamálaráð- herra, útvarpsstjóra, formanni útvarpsráðs og fleiri gestum. Upphæðin er 250 þúsund krón- ur. Er það í 32. sinn sem þessum launum er úthlutað til rithöfundar. Jónas Kristjáns- son formaður sjóðstjórnar afhenti launin með ræðu og Birgir Sigurðsson þakkaði. Birgir sagði í samtali við fréttamann að gott væri að fá þessa upphæð, sem hjálpaði upp á fjárhaginn hjá manni í tekju- litlu rithöfundastarfí, þótt það mundi ekki breyta neinu um vinnu hans. Hann byijaði 1. sept- ember sl. að skrifa leikrit fyrir Þjóðleikhúsið á sex mánaða laun- um og berst um á hæl og hnakka við það eins og hann orðaði það. En í leikhúsum eru nú um stund- ir verk sem hann hefur lokið. Dagur vonar enn í gangi hjá Leikfélagi Reykjavíkur og sýn- ingar orðnar 70 og verið að frumsýna leikritið Algert rugl eftir bandaríska leikritahöfund- inn Christofer Durang, sem hann hefur þýtt. Kvaðst Birgir ekki geta sætt sig við hve íslendingar séu tregir til að taka við banda- rískum leikritahöfundum, sem margir séu mjög góðir og hafí hann því viljað bæta úr því með þýðingum. Þýddi t.d. Barn í garð- inum eftir Sam Shepard. í þakkarræðu sinni talaði Birg- ir um ímyndun og veruleika og sagði m.a.: Það er því ekki að furða að ýmsum verði á að reka upp dálítið skrítinn hlátur inni í sér hér og þar í lífínu þegar þeir hugsa um þetta undurfurðulega sköpunarverk; Homo Sapiens og skynja í sjónhending hvemig þeir sjálfír og öll hin æfa látlaust og af öllu afli í ímyndunum sínum með allskonar sviptingum í dúr og moll. En þar sem við virðumst ekki eiga kost á mörgu öðru í lífinu en misjafnlega samsettum ímyndunum verðum við að taka þær sem veruleika og læra að halda upp á þær geðslegustu. Og þegar við skynjum hvemig þær tvinnast saman í furðulegum og stundum undursamlegum vefnaði mannlegrar — og senni- lega einnig guðlegrar tilvem — sjáum við að þessi veruleiki sem er ímyndun hefur líka í eðli, inn- taki og samsetningu öll einkenni skáldskapar. Niðurstaðan verður því í stómm dráttum þessi: Lífíð er skáldskapur. Við tökum öll þátt í ímyndunum hvert annars. Við emm öll skáld. Hvert einasta okkar. Og þótt við höfum búið til þær leikreglur að kalla sumt skáldskap og annað vemleika verður ímyndun, skáldskapur og vemleiki í rauninni aldrei að ski- lið. Hinsvegar getur vel verið að sumt sé meira skáldskapur en annað. — Svo er bara að láta sér þykja vænt um lífsskáldskapinn og greyið hann Homo Sapiens innan sviðs sem utan. Það er út af fyrir sig nógu gott ætlunar- verk og þess virði að leggja mikið í sölumar fyrir það. Jónas Kristjánsson formaður sjóðstjómar, ræddi um íslenska tungu og mikilvægi þjálfunar í henni frá bamæsku og í skólum, sem hafa tekið við því hlutverki sem heimilin höfðu áður. Og sagði í lokin: Það er ekki út í hött að ég hefí farið hér nokkmm orðum um íslenska tungu og kennslu hennar í ungmennaskól- um. Tungan er hljóðfæri rithöf- undarins. Hún er eins og slagharpa sem hefur í sér fólgna heila hljómsveit ef leikarinn kann strengjatökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.