Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Berlín — Berlín Söfnin í Berlín eru rík af listaverkum frá eldri sem nýrri tímaskeið- um og mörgum heimsþekktum eins og t.d. „Mater Dolorosa" (móðir þjáningarinnar) eftir E1 Greco. Lotte er afar þýskt nafn og í mörgum tilfellum gælunafn og konan á myndinni er mjög einkennandi fyrir þýskar konur á „gullna tíma- bilinu“ og var að auki leiðandi í tízkuheiminum með hattagerð sem aðalfag. „Málverkið" Lotte er málað á glæsilegum dansstað í Berlín árið 1927/8 og er eftir Christian Schad. Að vísu er hún ekki á safni í Berlin heldur Hannover en var á sýningunni „Ég og borgin" I til- efni hátíðarhaldanna. Myndlist BragiÁsgeirsson Það var nokkuð seint, sem ég fékk að vita um 750 ára afmæli Berlínarborgar, sem var á síðastliðnu ári. Var ég staddur í móttöku í vestur-þýska sendiráðinu á sl. sumri, er mér voru sögð tíðindin og að auki, að það væru mikil hátíðarhöld i borginni í.því tilefni. Fékk ég mikinn áhuga á að grennslast frekar um afmælið, og áður en yfir lauk og ég hélt á brott, var ég kominn með mikið magn upplýsingapésa og bóka, er tengdust hátíðarhöldunum upp í hendurnar, auk upplýsingarits um það, hvað Sambandslýðveldið gerði fyrir menninguna, — eiginlega bók upp á 225 blaðsíður! Það er ekki svo lítið, sem gert er fyrir listir og menningu yfirhöfuð í Vestur-Þýskalandi, enda hafa germanir löngu vitað, að sterk menning er undirstaða öflugs þjóðríkis. Þetta veit ég og af eigin reynslu, að þeim er það einnig ljóst í Austur-Þýskalandi, enda blómstra listir þar á sinn hátt. Ég var strax ákveðinn í því að reyna að komast til Berlínar og upplifa þó ekki væri nema lítinn hluta hátíðarhaldanna, og einkum þótti mér forvitnileg sögusýningin Berlín — Berlín, því að gjaman vildi ég kynnast af sjón og raun 750 ára sögu þessarar miklu borg- ar. Merkilegt þótti mér, hve lítið hafði farið fýrir þessu afmæli í íslenzkum fjölmiðlum, en þess hefur víða verið getið á hinum Norðurlöndunum, enda er saga Berlínar um margt samofín sögu heimsins stjómmálalega séð, auk þess sem þaðan hafa streymt menningaráhrif, sem allur heim- urinn hefur notið góðs af. Þá var Berlín ein af höfuð- borgum heimsins, áður en hún var lögð í rúst í lok síðari heimsstyij- aldarinnarog er orðin það aftur, — hefur í orðsins fyllstu merkingu risið upp úr öskustó. Það er meira en sennilegt, að menn tengi Berlín full mikið við múrinn alræmda, er hlykkist í gegnum hana og þær deilur, er sprottið hafa upp vegna hennar regulega og í eina tíð voru næsta jafn magnaðar og deilumar við Miðausturlönd urðu seinna — eins konar púðurtunna heimsins. Þá lítur fólk á Berlín sem tvær borgir, sem er í sjálfu sér rétt, og að auk er Austur-Berlín höfuð- borg Alþýðulýðveldisins svo- nefnda en Vestur-Berlín einungis ein af stórborgum Sambandslýð- veldisins og eins konar eyríki inni í Alþýðulýðveldinu. Það er þannig margt skrítið í kýrhausnum og illskiljanlegt er það venjulegu fólki, hve hér var bersýnilega fár- ánlega gengið frá samningum um skiptingu landsins í stríðslok. Staddur í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum skrapp ég í svo- nefnda helgarferð til Vestur- Berlínar á vegum ríkisjámbrau- tanna dönsku. Þetta er hlægilega ódýr helgarpakki, með gistingu og hlaðborði í morgunmat á fyrsta flokks hótelum. Mig minnir að þetta hafi kostað 1400 kr. dan- skar fyrir fímm daga tímabil, sem var trúlega tvöfalt ódýrara en að skreppa frá Reykjavík til Akur- eyrar fyrir sama tímabil og njóta tilsvarandi þjónustu. Ég nýtti tíma minn vel frá morgni til kvölds og mér varð fljótlega ljóst, hvílík háborg menn- ingar borgin var orðin og að í því tilliti stæði hún í engu að baki París og London og væri að auki í rífandi uppbyggingu. A stóm og „Mynd af ungri konu“ nefndi Petrus Cristus 1410—1472 þessa ein- staklega vel máluðu mynd. Mynd Zille af stiflaða ofninum segir mikla sögu um hlutskipti konunn- ar á fyrri timum ekki síður en kvæði Davíðs: „Konan sem kyndir ofninn minn“, sem endar á ljóðlínunum „Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá“. En fleiri hliðar eru til á mannlífinu en upphafinn glæsi- leiki, og það vissi Heinrich Zille (1858—1929) manna best. Zille og myndir hans eru eins konar tákn öreiganna og lítUmagnans, og hina græskulausu en beinskeyttu kimni hans elska Berlínarbúar. Þetta er önnur tegund af móður og konuí- mynd en á hinum myndunum, en engu að síður voru þær guðsmæður í augum barna sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.