Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 ofi/ínníi Ct f \/inní5 » —. atwinnn — o fx/inna — o tx/inna — —. í) fx/inna aivinna — al Vlt II la L w /l II 1 * ct ivis II la • Cl c VIIIIICI Cll VIIIIICI Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar strax á Hvaleyrarholti. Upplýsingar í síma 51880. pJtripmMtóiifo Garðabær Blaðbera vantar í Móaflöt, Tjarnarflöt og Bæjargil. Upplýsingar í síma 656146. fltargiuiMaMfr JL-húsið Óskum eftir duglegu og ábyggilegu starfs- fólki í matvörumarkað. Upplýsingar hjá verslunarstjóra. jH—- Jón Loftsson hf. Tæknival hf. óskar eftir starfskröftum Tæknival hf. óskar eftir að ráða í eftirtalin störf: 1. Starfsmann á skrifstofu. Þú þarft að: - Hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun. ' - Hafa áhuga á tölvum. - Geta unnið sjálfstætt. - Hafa góða framkomu og eiga auðvelt með að umgangast annað fólk. 2. Starfsmann til þess að sjá um út- keyrslu til viðskiptavina okkar ásamt ferðum í banka og toll. Þú þarft að: - Hafa bílpróf. - Hafa góða framkomu og eiga auðvelt með að umgangast annað fólk. - Vera röggsamur og ósérhlífinn. Við bjóðum: - Líflegt og krefjandi starf. - Góðan starfsanda. - Framtíðarstarf í ört vaxandi fyrirtæki. - Sveigjanlegan vinnutíma. Tæknivali hf. er skipt niður í tvö svið, tækni- svið og sölusvið. Á tæknisviði vinnum við að almennri verkfræðivinnu, iðnstýringum, álagstýringum, fjargæslukerfum og sjálf- virkni fyrir iðnaðinn. Á sölusviði seljum við rekstrarvörur og ýmsa fylgihluti fyrir tölvur. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila skriflega til Tækni- vals hf., Grensásvegi 7, 128 Reykjavík, pósthólf 8294, fyrir 8. janúar 1988. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. I IT~|TÆKNI ESfiVAL GRENSÁSVEGI 7 - S: 681665 og 686064 108 Reykjavík Setning - offsetljósmyndun Óskum eftir setjara (tölvusetning). Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu í offsetljósmyndun. Prentsmiðja Hafnarfjarðar, Suðurgötu 18, sími50477. Kaffistofa - hlutastarf Laust er til umsóknar starf í kaffistofu á skrif- stofu Hagvirkis hf. í Skútuhrauni 2, Hafnar- firði. Vinnutími ca kl. 11.00 til 14.00. Starfið er laust strax. Nánari upplýsingar í síma 53999. § | HAGVIRKI HF SfMI 53999 Verslunarstörf Viljum ráða starfsfólk í eftirtalin störf í verslunum okkar: Kringlan 1. Lagerstarf (heilsdagsstarf). 2. Afgreiðsla á snyrti- og hreinlætisvörum, (heilsdagsstarf). 3. Afgreiðsla í fiskborði (heilsdagsstarf og hlutastarf e.h.). Skeifan 15 1. Afgreiðsla í kjötborði (heilsdagsstarf). 2. Afgreiðsla í barnafatadeild (hlutastarf e.h.). Kjörgarður 1. Afgreiðsla í kjötdeild (heilsdagsstarf). 2. Afgreiðsla á kassa (hlutastarf e.h.). 3. Afgreiðsla í fatadeild og leikfangadeild (heilsdagsstarf eða hlutastarf e.h.). Nánari upplýsingar hjá starfsmannahaldi Hagkaups, Skeifunni 15, (ekki í síma) mánu- dag og þriðjudag frá kl. 16.00-18.00. Umsóknareyðublöð hjá starfsmannahaldi. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. RÁÐGARÐUR RÁÐNINGAMIÐLUN Bæjarritari Viðskiptafræðingur óskast í stöðu bæjarrit- ara hjá bæjarfélagi á góðum stað á lands- byggðinni. Starfið verður mótað í samráði við viðkomandi umsækjanda. Samkomulag verður um hvenær viðkomandi hefur störf. Gott húsnæði verður útvegað á staðnum ef þörf er á. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í Ráðgarði. Skriflegum umsóknum skal skila til Ráðgarðs fyrir 10. janúar. RÁÐGAREXJR RÁÐNINGAMIÐLUN NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 Atvinna óskast Óska eftir skrifstofustarfi hálfan daginn (fyrir hádegi) sem fyrst. Upplýsingar í síma 31025. Verksmiðjuvinna Óskum að ráða starfsfólk í verksmiðju vora nú þegar. Kexverksmiðjan Frón hf., Skúlagötu 28. Sendill óskast Geðgóðan, léttstígan sendil vantar hálfan eða allan daginn á skrifstofu Morgunblaðsins sem fyrst. Barónsstíg 2. Starfsfólk vantar Við auglýsum eftir fólki í almenn verksmiðju- störf. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum milli kl. 9-16. Smiður vanur samsetningum á útihurðum og glugg- um óskast strax. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar á staðnum. BÉ) TRESMIDJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf. V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI. SiMAR: 54444, 54495 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJÁVÍKURBORGAFt Vonarstræti 4 — Sími 25500 Leiðbeinandi fyrir samýli Félagsmálastofnun. Reykjavíkurborgar aug- lýsir eftir leiðbeinanda í sambýli fólks með geðræn vandamál. Starfið felst í félagslegum stuðningi við íbúa og aðstoð við heimilishald og er unnið í samvinnu við Félagsmálastofnun og félagsráðgjafa og iðjuþjálfa á geðdeild Landspítalans. Um hlutastarf er að ræða (ca. 40-50 st. á mán.). Starfið er laust f.o.m. jan. '88. Nánari upplýsingar hjá eftirtöldum aðilum: Rannveig Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, geðdeild Landspítalans, sími: 29000/503, 271, 619. Sylvían Pétursson, iðjuþjálfi, geðdeild Land- spítalans, sími: 29000/651. Ingibjörg Flygenring, félagsráðgjafi, Félags- málastofnun Reykjavíkur, sími: 74544. , Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmanna- haldi Reykjavíkurborgar í Pósthússtræti 9 og skal umsóknum skilað þangað fyrir 10. jan. '88. Fasteignasala - sölumaður Fasteignasala óskar eftir sölumanni. Viðkom- andi þarf að hafa eigin bíl til umráða. Vanur maður gengur fyrir. Vinsamlegast leggið inn sem gleggstar upp- lýsingar á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Beggja hagur - 6303“ fyrir 9. janúar. Leikstjórar athugið Leikfélag Blönduóss vill ráða leikstjóra til starfa um miðjan febrúar. Bjóðum uppá mjög góða vinnuaðstöðu. Verk- efnaval getur orðið í samráði við leikstjóra. Hafið samband í síma 95-4221 á kvöldin eða 95-4383 fyrir hádegi. Leikfélag Blönduóss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.