Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Umsvif OLÍS á Laugarnesinu eru rnikil eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en tankarnir og byggingarnar norðvestan við þá tilheyra Olíuverslun íslands. hf. „Prófsteinn á það að vera frjáls einstaklingnr í þjóðfélaginu“ -segir Oli Kristján Sigurðsson í OLIS á 60 ára afmæli Olíuverslunar Islands Það sem vakir fyrir mér er að gera OLÍS að sterku fyrirtæki sem hægt sé að reka sem einkafyrirtæki á íslandi og að því leyti er ég að halda uppi merki þeirra manna sem fóru fyrir í þessu gróna fyrirtæki," sagði Óli Kristján Sig- urðsson forstjóri sem á 97% í OLIS frá 1. desember 1986. Olíuverslun íslands hf. var stofnuð 3. október 1927, en tók formlega til starfa 2. janúar 1928 og varð því 60 ára í gær. Allan þennan tíma hefur OLÍS haft mikil umsvif í allri olíuverslun landsmanna og riðið á vaðið í ýms- um framfaraþáttum varðandi dreifíngu olíu, vöruvali og þjónustu. Um 270 starfsmenn vinna nú hjá OLÍS um allt land. Eiga menn möguleika á eigin verðleikum? „Við erum fyrst og fremst þjón- ustufyrirtæki og við aukum ekki viðskipti okkar í krafti peninga heldur þjónustu, hvemig starfsfólk okkar fýrirtækis kemur fram við kúnnann," sagði Óli, „og við getum aldrei sagt að kúnninn hafi rangt fyrir sér, því það sem hann segir eru hans kröfur og þjónustufyrir- tæki sem starfar af fullri alvöru tekur tillit til þess. Mín þátttaka í þessu fyrirtæki er einnig prófsteinn á það hvort einstaklingur sem hefur ekkert á bak við sig nema árangur eigin vinnu eigi möguleika á að lifa af í þessum rekstri eða hvort sá tími sé að þetta þurfí allt að vera í höndunum á auðhringum eða stór- um valdahópum. Þetta er spuming um það hvort menn eigi möguleika á því að komast til metorða á eigin verðleikum sem sjálfstæðir atvinnu- rekendur, prófsteinn á það að vera ftjáls einstaklingur í þjóðfélaginu og taka þátt í uppbyggingu þess.“ Valinkunnir brautryðjendur Olíuverslun íslands var stofnuð af 7 valinkunnum Reykvíkingum, Magnúsi J. Kristjánssyni fjármála- ráðherra, Héðni Valdimarssyni alþingismanni, Aðalsteini Kristjáns- syni framkvæmdastjóra, Richard Torfasyni bankabókara, Hjalta Jónssyni framkvæmdastjóra, Guð- mundi Kr. Guðmundssyni bókhald- ara og Sigurði Jónssyni lögfræð- ingi. Héðinn Valdimarsson varð fyrsti stjómarformaður félagsins og forstjóri, en því starfí gegndi hann þar til hann féll frá árið 1948. Fé- lagið varð umboðsaðili BP á íslandi, en BP tók að sér að byggja olíustöð- ina Klöpp við Skúlagötu, jafnframt því sem félagið yfírtók allar birgðir Héðinn Valdimarsson frumkvöð- ull að stofnun Oliuverslunar íslands hf. og fyrsti forstjóri hlutafélagsins. Óli Kristján Sigurðsson forstjóri og núverandi eigandi Oliuverslunar íslands hf. Gamlir starfsmenn, Þórður Guðbrandsson og Aðalsteinn Guðmunds- son, ræða málin. Landsverslunarinnar, sem lögð var niður í árslok 1927. Á árinu 1933 var stofnað hlutafélagið BP á ís- landi, dótturfélag Anglo-Persian Oil Company, en BP var þá dreif- ingaraðili þess fyrirtækis. Þetta nýja félag keypti nokkuð af eignum Olíuverslunar íslands hf. og var fyrst og fremst eignafélag en ekki rekstrar. í lok síðari heimsstyijald- arinnar hætti Olíuverslunin að selja í umboðssölu en varð beinn söluað- ili fyrir eigin reikning. Þá var ákveðið að byggja stóra innflutn- ingsstöð í Reylqavík á vegum BP á Islandi og átti Olfuverslunin 40% í því fyrirtæki en BP 60%. Bygging stöðvarinnar í Laugamesi hófst vorið 1949 og átti Héðinn Valdi- marsson allan veg og vanda af undirbúningi, en hann féll frá í sept- ember 1948 aðeins 56 ára að aldri. Hreinn Pálsson tók þá við forstjóra- starfínu og var Olíustöðin tekin í notkun að hluta til ári síðar og verkinu lauk 1952. Á þessum ámm varð geysileg aukning í olíunotkun landsmanna, bæði til lands og sjáv- ar, sérstaklega þó í sambandi við útgerð. Þessi auknu umsvif kölluðu á aðstöðu fyrir móttöku stórra tank- skipa og hafíst var handa við að byggja birgðastöðvar í kring um landið. Upp frá þessu viku tunnu- flutningar óðfluga fyrir flutningum með tankskipum. í fyrstu var um að ræða flutninga með litlum skip- um, en 1954 gerðu Olíuverslun íslands hf. og Shell hf. á íslandi samning um byggingu nýs 1.000 tonna tankskips í Hollandi og hlaut það nafnið Kyndill. Síðan hafa þessi fyrirtæki gert sameiginlega út tankskip með þessu nafni. Enn reið Olíuverslunin á vaðið árið 1966 þegar tekin var í notkun eina innflutningsolíustöðin sem enn er til utan höfuðborgarsvæðisins, 15.000 m3 gasolíugeymir sem Olíu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.