Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 18
18 . MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Evrópumeistaramót unglinga í skák: Þröstur Þórhalls- soní 13.-19. sæti ÞRÖSTUR Þórhallsson var í 13-19. sæti á Evrópumóti skák- manna 20 ára og yngri þegar einni umferð var ólokið. Sovét- mennirnir Gelfand og Ivantsjuk börðust um sigurinn en Gelfand dugði jafntefli í síðustu umferð- inni til að tryggja sér Evrópu- meistaratitilinn. Þröstur gerði jafntefli við Þjóð- veijann Lutz í 11. umferð og vann Austurríkismanninn Harald Casa- grande í þeirri 12. Hann var því með 6 vinninga eftir 12. skákir. Gelfand var með 11 vinninga, hafði unnið allar sínar skákir nema gegn Evrópumeistaranum Ivantsjuk sem kom næstur með 10 vinninga. I 3. sæti var Hollendingurinn Brenning- meijer með 8 vinninga. Sinfóníuhljómsveit æskunnar: Námskeið ogtónleikar NÚ STENDUR yfir námskeið hjá Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar. Þetta námskeið sækja hljóðfæranemendur af öllu landinu og eru þátttakendur á aldrinum 11—25 ára. Námskeiðið stendur yfir í hálf- an mánuð og er æft allt frá 5 tímum og upp í 8 tíma á dag. Það hófst 28. desember og því lýkur með tónleikum þann 8. jan- úar sem verða haldnir í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og hefjast þeir kl. 20.30. I efnisskránni eru sinfónía nr. 103 eftir J. Haydn og sinfónía nr. 3 eftir R. Schumann. Stjómandi Sinfóníuhljómsveit- ar æskunnar er Paul Sukofsky. Fréttatilkynning Ríkisútvarpið: 2Q0 I\1 D TJ/Veðurstofa Islands Hitastig yfirleitt yfir meðallagi í Reykjavík Línuritið sýnir meðalhita hvers sólarhrings í Reykjavík á nýliðnu ári og frávikið frá meðallaginu 1951-1980. Það er oddalínan sem sýnir hitann 1987. Þegar hún er undir jöfnu línunni hefur hiti verið verið undir meðallagi, en þegar hún er yfir því var hitinn yfir meðallagi. Mesta kuldakast ársins gerði í mars og sést það glögglega á línuritinu. Afnotagjöld hækkuðu um 85% Rekstrarhalli á annað hundrað milljónir AFNOTAGJÖLD Ríkisútvarps- árið 1986. Þau munu hækka um ins hækkuðu um 85% árið 1987 13% á 1. ársfjórðungi þessa árs eftir að hafa verið óbreytt allt en áætlað er að framfærsluvísi- Flugeldar yfir Vestmannaeyjabæ á gamlárskvöld Morgunblaðið/Sigurgeir Ekkí þörf á rok- eldspýtum í Evjum talan hækki um 24,5% milli áranna 1986 og 1987. Þrátt fyrir hækkun afnotagjalda er haÚi á rekstri Útvarps og Sjónvarps töluvert á annað hundrað millj- ónir. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra er um talsverðar skammtimaskuldir að ræða sem verða jafnaðar fyrri- hluta ársins 1988. Framkvæmdir vegna byggingar útvarpshússins eru greiddar úr sérstökum fram- kvæmdasjóði sem fær 10% af brúttótekjum stofnunarinnar. Markús Öm sagði að stefnt væri að hallalausum rekstri í ár en aug- ljóslega hefði það haft veruleg áhrif á greiðslustöðu Ríkisútvarpsins þegar ákveðið var að undanskilja þær tekjur sem stofnunin á að hafa lögum samkvæmt af aðflutnings- gjöldum af útvarpstækjum, sjón- vörpum og öðmm búnaði. Útvarpslögin gera ráð fyrir að tekjustofnar Ríkisútvarpsins séu þrír, afnotagjöld, tekjur af auglýs- ingum og aðflutningsgjöld. „Tekjur af aðflutningsgjöldum vom 150 miiljónir árið 1986 en Alþingi ákvað að fella þær niður árin 1987 og 1988 þvert ofan í ákvæði útvarps- laga. Samkvæmt könnun sem við létum gera vom aðflutningsgjöld orðin um 270 milljónir í lok septem- ber og verða töluvert á fjórða hundrað milljónir á öllu árinu 1987. Það munar um minna. Hver þau verða 1988 er ekki gott að segja til um eftir að tollalækkanir koma til framkvæmda," sagði Markús. „Tekjur stofnunarinnar em þar af leiðandi eingöngu af afnotagjöldum og auglýsingum en þar hefur orðið um 30% samdráttur miðað við fyrra ár með aukinni samkeppni." Hann sagðist gera ráð fyrir að auglýs- ingatekjur ársins 1987 yrðu um 430 milljónir en hefðu sennnilega farið vel yfír hálfan milljarð ef ekki hefðu orðið þessar umtalsverðu breyting- ar á markaðsstöðunni. Markús benti á að með nýju fjöl- miðlunum kæmi fram samanburður við frjálsa verðlagningu á þeirri þjónustu sem stofnunin veitti. „Eft- ir hækkun 1. janúar kosta afnot af Sjónvarpi 709 krónur á mánuði og 354 krónur af útvarpinu. Ég held að það vaxi engum í augum að greiða um 1.000 krónur á mán- uði í afnotagjald fyrir eina sjón- varpsstöð og tvær útvarpsrásir enda gengur innheimtan vel,“ sagði Markús. Áætlanir um dagskrá Útvarps og Sjónvarps fyrir nýbyijað ár mið- ast við niðurstöður fjárlaga. Sagði Markús að útreikningar sýndu að nauðsynlegt væri að stytta nokkuð útsendingartíma Sjónvarpsins og einfalda dagskrána. Málefni Út- varpsins hafa einnig verið endur- skoðuð með spamað í huga og þá sérstaklega á Rás 2. „Þar eru veru- legar spamaðarráðstafanir á ferð- inni og ekki annað fyrirsjáanlegt en að rekstur hennar ætti að geta byggst á þeim auglýsingatekjum sem Rás 2 aflar. Jafnframt hefur rekstur Rásar 1 verið endurskoðað- ur á vissum sviðum,“ sagði Markús. Engar áætlanir eru enn uppi um að segja upp fastráðnu starfsfólki en að öllum líkindum verður ekki ráðið í þær stöður sem losna á. næstu mánuðum. Bifreiðaeftirlitið: FRÁBÆRT veður einkenndi gamlársdag og nýársnótt í Eyj- um. í blankalogni og hlýju veðri kvöddu Eyjamenn gamla árið með mikilli flugeldaskothríð. Svo mikil var bliðan að reykurinn af flugeldum Iá eins og dalalæða yfir bænum. Aldrei þessu vant lágu því rokeldspýumar óhreyfðar. Menn muna varla eft- ir annarri eins veðurbliðu á gamlársdag f Eyjum. Seinni part gamlársdags mátti víða sjá logandi kerti við hús. Og aldrei þessu vant, venjulegum jóla- kertum. Slík var blíðan að klukku- stundum saman brunnu kertin í rólegheitum, nokkuð sem við Eyja- menn erum óvanir í desember. Um klukkan fímm var byijað að kveikja á brennum og mætti mikill mannfjöldi til þess að horfa á log- ana teygja sig til himins í logninu. Strax uppúr klukkan hálf tólf byijuðu menn svo að skjóta upp flugeldum og tendra blys. Víða mátti sjá fólk klætt eins og í júní- mánuði væri við að skjóta flugeld- um. Bærinn var uppljómaður af skoteldum vel fram yfír miðnætti og svo mikil var blíðan að flugelda- reykurinn lá yfír bænum og var mjög fallegt að horfa yfír bæinn og sjá blysin lýsa upp reykjarslæð- una. Að sögn Jóhanns Ólaíssonar, lög- regluþjóns, var nýársnóttin hjá lögreglunni { stíl við veðrið: Enginn gisti fangageymslur lögreglunnar og útköll voru með minnsta móti. Einn ökumaður var tekinn fyrir grun um ölvun við akstur, nokkrar rúður voru brotnar og brotist var ínní skemmtistaðinn Vinaminni og þijátíu og einni vínflösku stolið. „En miðað að mjög fjölmennir dansleikir voru háldnir og drykkju- skapur var mikill, svo sem vænta má á gamlárskvöldi, þá var þetta sérstaklega þægileg nýársnótt," sagði Jóhannes. Undanfarið hefur golfvöllurinn verið mikið sóttur í veðurblíðunni. Og á nýársdag mátti sjá fjölda kylf- inga leika golf. Og ef maður hefði ekki litið á almanakið til að vera viss, hefði maður alveg geta haldið að það væri júní eða ágúst á golf- vellinum í Eyjum en ekki fyrsti janúar ’88. -Bjarni. Búið er að skipu- leggja aðalskoðun Bifreiðaeftirlit rfkisins auglýsir þessa dagana hvenær aðalskoðun bifreiða á að fara fram á árinu 1988. Bifreiðaeftirlitið skipuleggur nú skoðun bifreiða um allt land. Áður hafa sýslumenn og fógetar gert það hver á sínu svæði. Haukur Ingibergsson fram- kvæmdastjóri Bifreiðaeftirlits ríkis- ins sagði í samtali við Morgunblaðið að aðalskoðunartímabilið hafí nú verið lengt til þess að fá sem besta nýtingu á aðstöðu og vinnuafli. Aðalskoðun hefst á nokkrum stöðum í fyrstu viku janúarmánaðar og lýkur um mánaðamótin nóvem- ber-desember. Skoðunin er skipulögð þannig að bifreiðaeigendur eiga að koma með bifreið sína til skoðunar í ákveðinni viku á árinu. Hann ræður hvaða dag vikunnar hann kemur. Sagði Haukur að með þessu ætti að reyna að jafna álagíð yfír allt árið. Upplýsingar um hvenær skoðun fer fram munu liggja fyrir á öllum bensínstöðvum og geta bifreiðaeig- endur því séð strax hvenær þeir eiga að færa bifreiðir sínar til skoð- unar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.