Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 íslenzk og erlend samtíma- tónlist á tónleikum í dag — Guðni Franzson, Kolbeinn Bjarnason og félagar í Norræna húsinu Texti: Sigrún Davíðsdóttir Mynd: Þorkell í kvöld kl. 20.30 verða tónleik- ar í Norræna húsinu á vegum Musica Nova, að sjálfsögðu samtí- matónlist á efnisskránni. Flytj- endur eru Nýi músíkhópurinn, vösk sveit ungs tónlistarfólks, sem notar jólafríið til að taka fyrir tvö verk eftir Hauk Tómasson, verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Stock- hausen og Berio. Atla Heimi þarf ekki að kynna hér, því auðvitað hafa heyrst mörg verk eftir hann og meira í vændum. Karlheinz Stockhausen og Luciano Berio eru báðir áhrifa- mikil tónskáld og víðkunn. Stockhausen er Þjóðveiji, fæddur 1928, lærði í Þýskalandi og var meðal annars í París hjá Messia- en. Hann hefur bæði skrifað fyrir hefðbundin hljóðfæri og raf- magnsfæri og gengið í gegnum ýmiss konar tímabil. Verkið sem verður flutt eftir hann í kvöld heitir Tierkreis, dýrahringurinn og það eru stjömumerkin, sem ljá verkinu nafn sitt. Stockhausen hefur verið viðloð- andi tónlistarskólann í Darmstadt, kennt tónsmíðar þar, en auk þess ferðast um, haldið fyrirlestra og stjómað flutningi eigin verka. Luciano Berio er ítali, fæddur 1925 og á ekki minnstan Jjátt í því góða rikti, sem fer af Itölum á sviði samtímatónlistar. Eitt af því sem hefur þótt setja svip á verk Berios er áhugi hans á hrær- ingum í nútíma málvísindum. Þessi áhrif þykja koma fram í Sequenzu flokki hans, en þetta er flokkur verka, sem öll heita Sequenzur og eru fyrir ýmis ein- leikshljóðfæri. Hér verður flutt Sequenza fyrir saxófón. Einleik- arinn er Sigurður Flosason. Tónleika getur borið að með ýmsu móti. Þessir eru settir sam- an í kringum verk Hauks og það voru þeir Guðni Franzson klarí- nettuleikari og Kolbeinn Bjama- son flautuleikari, sem vöktu upp þá hugmynd að góður hópur yrði fenginn til að flytja verk Hauks, Nýi músíkhópurinn á æfingu. ásamt öðru. Auk Guðna, Kolbeins og Sigurðar spila þarna Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari, Sig- urður Halldórsson sellóleikari, sem spilaði Sjostakovitsj á há- skólatónleikum fyrir jól, Emil Friðfinnson homleikari, Pétur Grétarsson slagverksleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleik- ari, sem gaf nýlega út fima skemmtileg píanókver fyrir byij- endur. Stjómandi er Guðmundur Óli Gunnarsson, sem er við nám í hljómsveitarstjómun í Amsterd- am. Fyrra verk Hauks heitir Birt- ing, einleiksverk fyrir víólu, skrifað fyrir föðurbróður Hauks, Ingvar Jónasson víóluleikara í Svíþjóð, sem bað frænda sinn að skrifa verk fyrir sig. Um það verk segir Haukur að vísast sé auðvelt að tengja verkið titlinum og hug- myndum, sem hann veki. „Það er erfiðara að segja nokkuð um seinna verkið," segir hann. „Það er bara músík.“ Sú músík er oktett og heitir Oktett. „Guðni og Kolbeinn voru með um það bil svona grúppu í huga. Það er byggt upp sem fer- faldur dúett, flauta og klarinett, saxófónn og hom, víóla og selló og píanó og slagverk. Það eru miklar andstæður í verkinu, til dæmis í sambandi við hljóðfærin, í uppbyggingu og eins skiptast á rómantískir og útreiknaðir kaflar. Verkið er allt samið út frá svoköll- uðum Fibonacci tölum, talnaröð þar sem hver tala er summa úr næstu tveimur tölum á undan, sumsé 1,1,2,3,5,8 og svo fram- vegis. Ég nota þessar tölur á margs konar hátt, sem hlutfall milli hljóma og fleiri þátta, líka í rytmanum." Löngum hefur verið stutt á milli stærðfræði og tónlistar, en Fibonacci var ítalskur stærðfræð- ingur á 13. öld og kynntist talnalistinni ekki sízt meðal Araba, sem voru höfuðsnillingar hennar á þessum tíma. Haukur var í tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík, síðan í Þýzkalandi í tvö ár og eitt í Hollandi, er heima í vetur, en búinn að taka stefnuna á fram- haldsnám í Bandaríkjunum næsta vetur. Sem stendur er hann að skrifa verk fyrir hóp, sem Hákon Leifsson stjórnar á Listahátíð í sumar. Það verður líklega verk fyrir sextán manna sveit. Einleiksverk fyrir saxófón er ekki hvunndagslegt á tónleika- skrám, svo það er sjálfsagt að reka upp stór augu og huga ögn að einleikaranum, Sigurði Flosa- syni. Hann er við nám í tónlistar- deild Indiana háskóla í Bloomington, er þar á fimmta ári. Hann tók einleikarapróf á saxófón úr Tónlistarskólanum í Reykjavík 1983, víst sá eini sem hefur gert það. í Bloomington leggur hann stund á klassískan saxófónleik og jazzfræði, tekur meistaragráðu í þessum fögum í vor. Kennari hans í klassískum saxófónleik er Eugene Rousseau, einn af fjórum eða fímm í heim- stoppliðinu í slíku, en í jazzinum er það David Baker, þekkt tón- skáld og jazzuppalandi. Flestir tengja saxófón líklega fremur jazzi og dægurlagatónlist en klassískri tónlist, eða hvað seg- ir Sigurður um það? „Það er reyndar til meira í klassík fyrir saxófón en flestir halda, en hljóðfærið á sér ekki fastan sess í sinfóníuhljómsveitum og þar sem hljóðfærið er ungt hafa fá af þekktustu tónskáldum sögunnár skrifað fyrir það. Saxó- fónninn var fundinn upp í París um miðja síðustu öld af Adolphe Sax og þeir sem eitthvað vita um hljóðfærið tengja það gjaman impressjónískri tónlist þess tíma. Saxófónninn hefur að ýmsu leyti verið homreka og honum tengjast margvíslegir fordómar, því hann tengist jazzinum, sem í huga sumra er óæðri tónlist. En í jazz- inum er hann vissulega eitt af lykilhljóðfæmnum. — Það er vísast nokkur munur á að spila bæði jazz og klassík á saxófón? „Þetta er eins og að skipta um gír. Það em notuð ólík blöð og munnstykki. Að sumu leyti verður að taka á því sem öðm hljóðfæri, nota allt annan tón.“ — Og þá erfítt að eiga við hvort tveggja? „Það er ýmsum vandkvæðum bundið. Það þarf að halda sér í formi á báðum sviðum, erfitt að vera sannfærandi og alvarlegur í hvom tveggja. En það er allt hægt og það vinnst líka ýmislegt við að hafa bæði jazz og klassík undir. Það er mun algengara að menn velji annað hvort sviðið, klassískir saxófónleikarar em mjög fáir yfir- leitt og engir hér, en ýmsir ágætir jazzleikarar. Ég hef ánægju af hvom tveggju og það er líka auð- veldara að snúast gegn fordómum gagnvart hljóðfærinu með því að vera í báðu. Ætli ég reyni ekki að halda mér við sem lengst bæði í klassíkinni og jazzinum . . .“ Það er því margt nýstárlegt á tónleikunum hjá Musica Nova í kvöld, bæði verk og hljóðfæra- skipan. Slíkt laðar vísast að þá, sem þegar fylgjast vel með í samtí- matónlist. Þeir sem lítt þekkja sig þar fá þama kærkomið tækifæri til að heyra íslenskt nýmeti, en ættu ekki síður að freistast til að heyra útlend verk eftir tvö af helstu erkitónskáldum samtí- mans . . . Þau heyrast ekki of oft hér. ELDUR í AFLI ________Bækur______________ Jón Gíslason Málmiðnaður á íslandi á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Höfund- ur: Sumarliði R. ísleifsson. Útgefandi: Hið íslenska bók- menntafélag 1987. Hér er á ferðinni upphaf mikils ritverks, safns til iðnsögu Islands. Mikil þörf er á að slíkt verk sé gefíð út, og sérstaklega vel valið að byija á málmiðnaðinum og ekki síst þegar höfundurinn er valinn úr jámiðnaðarstéttinni. Hann er lærður iðnaðarmaður og jafnframt kandidat í sagnfræði. Jafnframt er það lofsvert, að ráðamenn menning- armála á Islandi skuli vera svo staðfastir í menningararfleifð þjóð- arinnar að fela elsta og virtasta útgáfufyrirtæki landsins fram- kvæmd verksins, Hinu íslenska bókmenntafélagi. Hér er lagt upp í mikinn áfanga, sem ég veit, að þjóðin kann að meta og skilur. íslenska þjóðin á mikla arfleifð í þróun iðnar og iðju um aldimar. Lengfst af var hér aðeins um fá- breytta iðju að ræða, sem var bundin takmarkaðri þörf er fáir kunnu að leysa. En með auknum samskipum við iðnaðarþjóðir í ná- grannalöndunum og samfellda virkni til bættra tækja og fjölskrúð- ugra athafnalíf með aukinni fram- leiðslu á mælikvaða grannþjóðanna, urðu til í landinu nýjar stéttir sem leystu vandann og fullnægja kröf- um líðandi stundar. Þetta varð á mörgum sviðum, en fáum eins og í sambandi við fískveiðamar. Fyrr á tímum var hér fátt um verkefni, þó hagir menn kynnu vel til þeirra verka sem þörf var á. Ég kann nokkrar sögur af slíkum mönnum, heillandi og raunhæfar. Eldur í afli í sveit eða við sjó var mikils virði, smiðjan var stoð og festa afkomu búsins. Jámsmiðurinn var festa og djörfung handlagninn- ar. Smíði öngla, keipa og hjara stýris, var alger nauðsyn, alger þörf. Sama var við sveitastörfín. Smiði hestajáma, orfhólka og pála, var alger þörf hvers bús. Nú er öldin önnur. En sagan á að geym- ast. Hún á að vera skráð. Komandi kynslóðir eiga að eiga hana vissa í geymd ritaðs skýrs og fagurs máls, sanna sögu. Hér er þessu hmndið í framkvæmd. Með aukinni útgerð á 19. öld varð til fjölbreyttari jámiðnaður. Hákarlaútgerðin krafðist slíks, og skútumar komu brátt í farið, síðar botnvörpungar og með þeim hófst stórsmíði og mikill jámiðnaður. ís- lenskir hagleiksmenn unnu hand- verk sitt af trúmennsku og hugviti, og urðu í engu eftirbátar stéttar- bræðra sinna í nágrannalöndunum. Margir fengu ekki tækifæri til iðn- áms, en urðu að læra af reynslunni, urðu að njóta náttúruhagleiks og hyggjuvits. Oft urðu slíkir fyrir- myndar iðnaðarmenn. Höfundur bókarinnar lýsir þess- um aðstæðum af mikilli leikni. Hann virðist ekki fara út fyrir tak- mörk heimilda, stundum fábrot- inna. Á stundum við lestur bókarinnar undraði mig hvemig var hægt að fara að, áður en hin hag- nýtu tæki, tól og áhöld við fjölþætta smíði vom ekki til staðar. Iðnaðar- menn urðu að smíða áhöld sín sjálfír. Slíkt var mikil þjálfun hyggjuvitsins og jók útsjónai semi. Á stundum er það ótrúlegt, hvað iðnaðarmönnum tókst að gera, ekki Sumarliði R. ísleifsson sist við jámsmíðar. Eftir að gufu- og olíuknúnar vél- ar komu til sögunnar, opnaðist nýr og breyttur heimur flókinna verk- efna. Á stundum varð að smíða tæki er biluðu og hluti í þau, ein- göngu eftir lýsingu, stundum mjög ófullkominni. Iðnaðarmaðurinn var að nema nýjan vettvang. Það var iðnvæðing líðandinnar. Hann hefur numið þennan heim og gerbreytt samfélaginu og bætt lífsafkomu þjóðarinnar. Hver á skilið að fá skráða sögu sína ef það em ekki slíkir. Margt í nútíma málmiðnaði þarfnast mikillar nákvæmni. Þar er allt fellt í bönd formsins fast og smellt. Undur iðntækninnar kre§- ast þess. Margskonar þekking þarf að vera fyrir hendi, sumt af slíkri þekkingu var og er eins og í blóð borin. Eg þekkti viðgerðarmenn á vélum er virtust hafa yfírskilvitlega tilfínningu fyrir því sem gera þurfti til að koma aflvélum í lag. Þessir menn vom máttarstoðir ómissandi. Jón Böðvarsson fyrrverandi skólameistari er ritstjóri verksins. Hann skipuleggur það og ritar síðar heildariðnaðarsögu, þegar hver og ein iðngrein er búin að ljúka sinni sögu. Þetta fyrirkomulag er mjög ákjósanlegt við sagnaritun, sem er rituð á vísindalegan hátt í upphafi. Ég er viss um að hér er að hefjast nauðsynlegt ritverk. í ritinu em margar myndir, ljósprentun á stutt- um greinum á heimildum, fullkomin heimildaskrá og jafnframt nafn bóka, blaða og tímarita sem vitnað er í. Fleiri skrár em í upplýsinga- köflum bókarinnar og allar þýðing- armiklar. Ég vona, að þjóðin taki þessari bók vel og lesi hana og nemi fróðleik hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.