Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 * Hlutverk Islendinga er sannar- lega meira en svo að þeir hafí efní á að slíta siuidur afl sitt Ávarp Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra á gamlárskvöld Góðir íslendingar. Ar er á enda runnið. Um margt hefur það verið viðburðaríkt og jafnvel stormasamt á stundum. En nú þegar sól þess hefur sest í síðasta sinni búa menn sig undir að heilsa nýju ári. Það er góður siður að nota þessa ögurstund til fagnaðar með fjölskyldu eða í hópi vina, svo sem við gerum væntanlega flest, sem eigum þess kost á annað borð. Þótt margt hafi í raun réttri gerst á árinu, sem senn er liðið, hefur það þó tæpast verið annað en andrá í áranna rás. Hver andrá í lífi okk- ar markar á sinn hátt tímamót. Hún er að sönnu lífíð sjálft, en skilur um leið á milli þess liðna og hins, sem ókomið er. Gamlárskvöld markar með líkum hætfi kaflaskil. Handan við græskulaus gaman- mál þessa kvölds búum við hvert og eitt yfír eigin reynslu, eigum eigin minningar og framtíðarvonir. Þar getur bæði kennt gleði og sorg- ar. Þar geta tekist á bjartsýni og bölsýni. Þar fínnum við bæði hik og áræði og þar skynjum við bæði efasemdir og trú. Við munum því hvert um sig skrifa ólíka kaflafyrirsögn hins nýja árs. Og eftirmælin um gamla árið geta orðið jafnfjölskrúðug. Eitt vit- um við þó með vissu: Tíminn líður. 0g þó þetta kvöld sé öðrum kvöld- um fremur til kátínu fallið hygg ég að flestir eigi þá sameiginlegu til- fínningu að fínna til nokkurs trega á þessari stundu. Liðinn tími kemur ekki aftur. En áramótin eru líka tími nýrra fyrirheita, og því aflgjafí áræði og bjartsýni. En það er að vonum, að heitstrengingar manna og draumur um nýja árið séu af ýmsum toga. Framtíðin er að vísu óráðin. En hugsum til bamanna sem fæddust á árinu sem senn er liðið. Hugsum til þeirra sem lfta munu dagsins ljós í fyrsta sinn á komandi ári. í dag- legu starfí og með afstöðu til manna og málefna erum við að móta framtíð og starfsvettvang barnanna okkar. Þessi áminning hlýtur að kalla fram tilfínningu fyrir þeirri ábyrgð sem við bemm. Þó að sínum augum líti hver silfrið, höfum við öll skyld- um að gegna hvert á sínu heimili; hvert á sínum vinnustað eða hvert í sínum skóla. Ábyrgð okkar allra er rík og meiri fyrir það að við höfum helgað okkur þeirri „hugsjón að hér búi um alla framtíð ftjáls og öllum óháð menningarþjóð, and- lega og efnalega fijálsir og ham- ingjusamir menn“ svo vitnað sé í framtíðarsýn Ólafs Thors við lýð- veidisstofnunina 1944. Hugsjónin var þá þessi og kjör- orðið var: Mannhelgi. Þær undir- stöður sem þannig vom mótaðar standa enn óhaggaðar. En við skul- um gera okkur grein fyrir því að við þurfum að leggja meira af mörk- um hvert og eitt en borgarar stórþjóðanna til þess að sinna þessu kalli. Hver íslendingur gegnir stærra og meira hlutverki en einstaklingar fjölmennra þjóða, og því hlutverki fylgja einnig meiri skyldur og ríkari ábyrgð. Þessi örskotsstund sem gamlárs- kvöld er í rás tímans eigum við ekki að nota til þess að ala á sundur- þykkju og úlfúð, trega eða svart- sýni. Vörpum fremur ljósi á ný markmið og ný viðfangsefni. Hlut- verk íslendinga er sannarlega meira en svo að þeir hafí efni á slíta sund- ur afl sitt. Nú er stund til að draga þær línur í framtíðarmyndina sem við getum sameinast um. Fáum þjóðum hefur tekist jafnvel og íslendingum að vefa í einn.vef foman menningararf og framtíðar- markmið. Á það hefúr verið bent að þær þverstæður í máli gömlu skáldanna eiga um margt enn við, að eldgamla Isafold sé í raun álfu vorrar yngsta land. Við erum enn að bijótast fram sem ung sjálfstæð þjóð með foman menningararf að bakhjarli. Við lítum gjaman fram til nýrrar aldar sem tækni og upplýsingaald- ar. Engum vafa er undirorpið að við lifum nú einhveija mestu breyt- ingartíma í sögunni. Rafeindatækn- in breytir miklu. Hún á eftir að létta okkur margt starfíð, útrýma öðmm og skapa ný. Við megum einskis láta ófreisíað að nema lönd á sviði nýjunga í tækni og atvinnumálum. Sú nýja öld mun hafa áhrif á vinnu- lag og atvinnuhætti, heimilishald og fyölskyldulíf og ennfremur fræðslu og heilsugæslu. Kjami málsins er sá að við búum nú við einhveija mestu hagsæld sem um getur og deilum kjömm okkar jafnar en flestar aðrar þjóðir. Við höfum því getu til þess hvort tveggja í senn að taka áföllum og sækja fram í því skyni að treysta til frambúðar hagsæld og velferð í landinu. Fyrst af öllu ber okkur að huga að þeim stoðum sem efnahagur og búskapur landsmanna stendur á. Þar er að fínna verkefni dagsins. í annan stað er það skylda okkar að efla sem mest og best menntun þjóðarinnar, treysta íslenska menn- ingu og rækta íslenska tungu. Þriðja skylduverkið er að gæta að stöðu íslands í samfélagi þjóð- anna, standa vörð um réttindi okkar og gæta að skyldum á alþjóðavett- vangi. Þá ber okkur að ryðja nýjungum braut í þeim tilgangi að búa efna- lega og andlega frjálsum mönnum betra þjóðfélag á lslandi. Þjóð sem býr við tiltölulega ein- hæft atvinnulíf eins og við Islend- ingar lifír alltaf á óvissum tímum. Á aðeins örfáum árum höfum við farið ofan í dýpstu efnahagslægð þriggja áratuga og síðan lyfst upp á öldufald mestu uppsveiflu í íslepskum þjóðarbúskap. Á sama tíma höfum við kapp- kostað að vega að rótum verðbólg- unnar, þeirrar meinsemdar sem verst hefur leikið heimili og at- vinnufyrirtæki í landinu í áratugi. Fyrr á þessu ári var ljóst að blik- ur væru á lofti. Þar kom margt til. í kosningum veiktust forsendur fyr- ir stöðugleika í stjómmálum. Á síðustu vikum hefur það svo gerst að kaupmáttur útflutningstekna þjóðarbúsins hefur rýmað. Og horf- ur eru nú á minni fískafla á næsta ári. Það er bæði gömul saga og ný að því örðugra er um vik að koma fram markvissari stjómarstefnu sem fleiri flokkar eru kallaðir til ábyrgðar við landsstjómina. Um það er ekki að fást. Það er skylda og ábyrgð Alþingis og ríkis- stjómar við þessar aðstæður að leita samstarfs og sátta, svo að taka megi á aðsteðjandi verkefnum af festu og öryggi. í því efni ætla ég hveijum að víkja glamuryrðum til hliðar, að fínna til eigin ábyrgðar Þorsteinn Pálsson og skyldurækni. Ýmsum þykir eðlilega sem laus- ungar hafí gætt, úr því að ríkis- stjómin fékk ekki afgreidd fyrir hefðbundið jólaleyfi Alþingis öll þau mál sem hún áformaði. En hér er að ýmsu að hyggja. Áðalatriðið er, að teknar hafa verið mikilvægar ákvarðanir sem miða að því að koma á betra jafn- vægi í þjóðarbúskapnum og veijast þeim afturkipp sem þegar er orðinn og fyrirsjáanlegur er á nýju ári. Að öllum þessum málum verður staðfastlega staðið þó að lýðræðið taki sinn tíma á Alþingi. Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um þenslu. Við skulum þó hafa í huga að vöxtur í þjóðarbú- skapnum er markmið sem við keppum stöðugt að. Á þeim meiði sem vex þroskast þeir ávextir, er bæta kjör og velferð þjóðarinnar. Ofþenslan skemmir á hinn bóginn þennan ávöxt. Fyrir þá sök var óhjákvæmilegt að spyma við fótum. Það var á sínum tíma talið rétt og skynsamlegt af stjórnvöldum og öllum almenningi að fóma nokkru af tekjum ríkissjóðs í þeim tilgangi að auðvelda þjóðarsátt á vinnu- markaði og treysta kaupmátt. Þá var jöfnuður í viðskiptum við aðrar þjóðir og því unnt að færa slíka fóm í þeim tilgangi að ná öðru mikilvægara markmiði. Nú hefur slegið í bakseglin. Óhjá- kvæmilegt var því að jafna á ný metin á milli útgjalda og tekna ríkissjóðs. Um leið var tekin ákvörð- un um að koma fram miklum skipulagsbreytingum í tekjuöflun ríkisins. Að stærstum hluta til er þar um að ræða mál sem hafa ver- ið lengi í undirbúningi svo sem lækkun og einföldun tolla og vöru- gjaida. Þá gengur í gildi nú um áramót- in staðgreiðsla og einföldun tekju- skatts. Þar er vafalaust um að ræða einhveija mestu og bestu rétt- arbót í skattamálum einstaklinga, sem gerð hefur verið. Þó að flest af þessum málum hafí verið undirbúin á fyrri tíð tók eðlilega nokkum tíma fyrir nýja stjóm að ganga frá þeim til fram- lagningar á Alþingi í haust. Þar að auki kemur svo endurskipulagning söluskattskerfísins sem er bráða- birgðaráðstöfun þar til virðisauka- skattur tekur við að ári liðnu með lægra skatthlutfalli. Eðlilegt var og viðbúið að þessi umfangsmiklu mál ásamt með frumvarpi að endumýjaðri löggjöf um fískveiðistefnu tækju tíma í meðförum Alþingis. Æskilegt hefði verið að þessi viðamiklu mál á sviði tekjuöflunar hefðu komið fyrir Al- þingi fyrr en raun varð á. En undirbúninginn varð auðvitað vel að vanda og öllum meginmarkmið- Staðgreiðsla opinberra gjalda: Gjaldheimta Suður- nesja opnar á morgun Keflavík. G J ALDHEIMTA Suðumesja mun hefja starfsemi sina á morg- un. Gjaldheimta Suðumesja var stofnuð í kjölfar nýrra laga um staðgreiðslukerfi opinberra gjalda og er hún í eigu ríkissjóðs og sveitarfélaganna 7 á Suður- nesjum. Gjaldheimtustjóri hefur verið ráðinn Ásgeir Jónsson lögfræðingur og hóf hann störf um áramót. As- geir er fæddur 21. janúar 1959 og lauk embættisprófí í lögum frá Háskóla íslands vorið Í986. Hann er sonur hjónanna Sigrúnar Helgadóttur og Jóns Ásgeirssonar umboðsmanns og fyrrum sveitar- stjóra í Njarðvík. Gjaldheimtan verður til húsa að Grundarvegi 23 í Ytri-Njarðvík, en þar hefur hún tekið á leigu hús- næði af Sparisjóðnum í Njarðvík. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði fímm. BB Helmingur hreppsbúa á áramótabrennu Grund. ÁRIí) 1987 var hvatt með myndar- legri áramótabrennu á Hvammi þar sem nágrannar og gestir heimafólks orauðu sér við yl elds- ins. Þegar flestir vom við bálköst- inn vom þama saman komnir 26-28 manns, sem er um helmingur af íbúafjölda Skorradalshrepps. Árið sem við kveðjum var um margt sérstakt, en það sem ber hæst er hin milda veðrátta. Hér kom ekki frostnótt frá 23. nóvember til 22. desember, eða í heilan mánuð. Snjó- föl það sem kom í kuldakastinu í október er óðum að hverfa, og var ekki eftir nema í hæstu fjöllum. DP Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósastaurar reistir við Vesturlandsveg Vinna við uppsetningu ljósastaura við Vestur- landsveg er nú hafin, en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu höfðu menn vonast til að þessu verkefni yrði lokið fyrir áramótin. A milli Grafarholts og Mosfellsbæjar eru tveir ólýstir kaflar og er beðið eftir að staurar í ann- an þeirra berist til landsins. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsen, rafmagnsveitustjóra hjá Rafmagn- sveitu Reykjavíkur, mun framkvæmdum við verkið verða hraðað eftir fremsta megni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.