Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Rokkárið 1987 Þa& er alltaf umdeilanlegt við hvað á að miða þegar verið er að meta framvindu roklctóniistarinnar eftirá. Plötur eru auðvitað þægileg leið til að átta sig á straumum sem borið hefur á og á árinu 1987 var plötuútgáfa með mesta móti og plötusala meiri en elstu menn muna. Að mati þess er þetta ritar skiptir plötuútgáfa og sala þó ekki mestu þegar rokktónlistarárið er metið, enda var megnið af þeirri tóniist sem mest seldist þeirrar gerðar að hún deyr gömul eft- ir stutta æfi. Það er tónleikahald sem segir til um hvort rokkið só Iffs eða liðið. Gott tónleikaár Það má segja að árið 1987 hafi verið gott tónleikaár og þeir sem iðnir hafa verið við að fara á tón- leika hafa fengið nóg fyrir sinn snúð. Sá sem þessar línur ritar rekur minni til þess að hafa séð fimmtíu íslenskar hljómsveitir á tónleikum á árinu og allar voru þær að flytja eigið efni. Megnið af þeim sveitum var það sem kallast bílskúrshljómsveitir en einnig voru á ferð sveitir sem hafa meiri reynslu. ( Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar sem hófust 2. apríl komu fram 19 hljómsveitir sem voru misjafnar að getu og frum- leika sem vonlegt er. Bestu sveit- irnar voru þó ekki langt frá því sem hampað var á tónlistarmarkaðnum íslenska um þær mundir. Breiddin var mikil, allt frá hörðu pönki og „thrash" þungarokki í létta popp- tónlist. Það var popptónlistin sem sjgraði nokkuð örugglega; Stuð- kompaníið frá Akureyri kom sá og sigraði, en eftir stóð að hljómsveit- ir eins og Sogblettir, Óþekkt andlit, Tarkos, Mússólíní, Bláa bílskúrs- bandið Gjörningur, lllskársti kosturinn, Metan og Kvass höfðu komið mjög vel út úr tilraununum hver á sínu sviði. Sogblettir hafa síðan verið iðnir við að leika opin- berlega og Mússólíní og Óþekkt andlit léku á tónleikum fram eftir sumri en létu að mestu af þeirri iðju þegar skólar hófust í haust. Minna hefur borið á öðrum til- raunasveitunum, en Stuðkompan- íið var mikið í sviðsljósinu á árinu og sendi frá sér plötu í kjölfar til- raunanna. Sogblettir sendu einnig frá sér plötu stuttu fyrir jól og Mússólóní og Óþekkt andlit áttu lög á Snarlspólunum tveimur sem út komu á árinu. Ekki má síðan gleyma gítarleikaranum snjalla Guðmundi Péturssyni sem stal senunni á síðasta tilraunakvöldinu með mögnuðum gítarleik þó ekki hefði það dugað til að fleyta hijóm- sveit hans, Bláa bílskúrsbandinu, áfram í úrslitin. Næstu tónleikar sem bílskúrs- sveitir fengu að spreyta sig á voru í portinu við Fellaskóla. Þeir gengu undir nafninu Rykkrokk og þar komu fram tíu hljómsveitir. Fjórar sveitanna höfðu tekið þátt í músíktilraununum og þrjár nýjar sveitir höfðu bæst í hópinn, Prima, Blátt áfram og Bleiku bastarnir. Ekki hefur heyrst í Prima síðan, en Blátt áfram og Bleiku bastarnir hafa leikið á fjölda tónleika í sumar og haust og Bastarnir hafa reyndar sent frá sér plötu. Ekki var breidd- in minni á Rykkrokktónleikunum og til viðbótar við nýliðana voru þrjár reyndari sveitir; S.h. draum- ur, Rauðir fletir og Sykurmolarnir auk þess sem Bubbi Morthens og Megas komu á tónleikana og sungu þar gamla Elvisslagara til að sýna samstöðu. Þriðju stórtónieikarnir sem bílskúrssveitir áttu kost á að taka þátt í voru á degi íslenskrar tónlist- ar undir nafninu Öryggisrokk í Tónabæ. Þar komu fram fjórtán sveitir og léku fyrir hálftómum Tónabæ, sem kannski vísar frekar til þess að undirbúningur hafi ekki tekist sem skyldi en að almennu áhugaleysi sé um að kenna. Þó þetta hafi verið þau skipti sem flestar hljómsveitir hafi verið að spila þá voru iðnustu sveitirnar duglegar viö að halda tónleika í Casablanca, Hlaðvarpanum, Evr- ópu, Hótel Borg, Hart rokk kaffi og í Duus. Þær sveitir sem oftast hafa komið fram á árinu og því borið mest á eru E-X, Bleiku bast- arnir, Blátt áfram, S.h. draumur, Sogblettir, Grafík, Gildran og Syk- urmolarnir. Duus var líklegast vinsælasti tónleikastaðurinn og þar þarf líka ekki marga til að fylla húsið og halda uppi stemmningu. Ekki verða haldnir margir tónleikar í Hótel Borg, Casablanca og Hart rokk kaffi í framtíðinni og því má segja að eini staðurinn sem eftir er fyrir bílskúrssveitirnar sé Duus. Hlaðvarpakjallarinn var vinsæll staður á fyrri hluta ársins en hent- aði að mörgu leyti illa. Bestu tónleikasveitirnar voru Sykurmolarnir, Grafík, Bleiku bast- arnir, E-X, Sogblettir og S.h. draumur og reyndar voru tónleikar Sykurmolanna í Hart rokk kaffi í enduðum október bestu tónleikar ársins að mati þess er þetta ritar. Eftirminnilegir eru einnig tónleikar með Sykurmolunum ytra, í Town and Country Club í Lundúnum fyrri hluta október og aftur í desember, en þeir eiga ekki heima í umfjöllun um tónleikahald hérlendis. Aðrir tónleikar sem sitja eftir eru tónleik- ar Sogbletta á Hótel Borg 2. apríl, tónleikar Grafík á Borginni 15. maí, tónleikar Mússólíní, E-X og S.h. draums á Borginni 21. maí, tónleikar Centaur á Borginni 23. júlí, tónleikar Sykurmolanna og Sogbletta á Borginni 30. júlí, tón- leikar Gildrunnar 13. ágúst, tón- leikar Bleiku bastanna á Borginni 13. september, tónleikar E-X í Bæjarbíói 22. október, tónleikar Megasar í óperunni 2. desember, tónleikar S.h. draums í Casablanca 3. desember, tónleikar Bubba Mortens í óperunni 12. desember og tónleikar Bleiku bastanna í Duus 29. desember. Allt tónleikar sem sýndu að rokkið í öllum sínum myndum lifir góðu lífi um þessar mundir og betra lífi en oft áður. Molar um Mola Sykurmolarnir er ein þeirra sveita sem hvað flesta tónleika héldu á árinu, en sveitin gaf út tólftommu í Bretlandi með laginu Ammæli sem út kom hér á landi seint á árinu 1986. Ammæli, sem hét reyndar Birthday ytra, var valið lag vikunnar í Melody Maker; skaust upp á topp breska „indie" listans, lista litlu sjálfstæðu út- gáfufyrirtækjanna, og fór upp í 63. sætið á breska landslistanum. Út- gefandi Sykurmolanna ytra lenti í vandræðum og þurfti að ráða sér aðstoðarfólk til að svara fyrir- spurnum um sveitina, því áhuginn sem vaknaði á hljómsveitinni í kjöl- far Birthday var margfallt meiri en árangur lagsins gaf tilefni til. Stóru útgáfufyrirtækin lýstu flest áhuga sínum á að gera við hljómsveitina útgáfusamning og sendu hingað til lands snuðrara til að vera viðstadda tónleika Sykur- molanna í Casablanca 30. október sl. Þar var harður atgangur áheyr- enda og komust færri að en vildu. Lokaorð Einars á þeim tónleikum spegla nokkuö vel stöðu Molanna á (slandi: „Nú sjáið þið hvernig venjulegt fólk verður heimsfrægt; Við höfum ekkert breyst." Það voru orð með sanni því Sykurmol- arnir höfðu leikið á fjölda tónleika hérlendis á árinu án þess að vekja teljandi athygli. Eftir að nefndar höfðu verið töl- ur eins og fimmtíu milljónir fyrir útgáfusamning settust menn fyrir alvöru niður að samningaborðinu og þegar síðast var vitað voru Molarnir að ræða við stórfyrirtæki númer tvö eftir að fyrsta fyrirtækið sem rætt var við hafði guggnað á elleftu stundu. Sumir hafa gert lítið úr fram- vindu mála á Bretlandi en það breytir ekki því að hljómsveitin komst á forsíðu Melody Maker í nóvember og aftur í enduðum des- ember og á forsíðu New Musical Express í nóvember. Því til við- bótar hafa birst við sveitarmeðlimi viðtöl í blöðum eins og Face, Time Out, NME, Melody Maker, Sounds auk viðtala í sjónvarpi og útvarpi. Ekki má síðan gleyma að hinn kunni útvarpsmaöur John Peel gerði um hljómsveitina þátt og í Melody Maker var Birthday kosið lag ársins og Björk þriðja besta söngkonan á eftir þeim Kate Bush og Annie Lennox en sveitin sjálf var kosin efnilegasta hljómsveit ársins. Árið í plötum Eins og nefnt er í inngangi þess- arar greinar var mikið gefið út af plötum og kannski ekki hægt að ætlast til þess að nokkur einn maður hafi yfirsýn yfir það allt. Það er þó gaman að reyna að nefna það sem stendur uppúr að mati þess er þetta ritar þó ekki geti hann státað af því að hafa heyrt allar þær rúmlega áttatíu plötur sem sagt er að hafi komið út á árinu. Ef dregið er í dilka og byrjað sé á stóru plötunum er plata ársins að mati undirritaðs plata Megasar Loftmynd. Á þeirri plötu nær Meg- as að fella saman framúrskarandi beitta og skemmtilega texta og tónlist sem nær að vera fersk þó í raun se ekkert nýtt á ferðinni. Næstbesta plata ársins er svo platan Goð með S.h. draumi, en á þeirri plötu kemur Draumurinn sér kyrfilega fyrir sem forystusveit í framsæknu rokki á íslandi og þótt víðar væri leitaö. Textar á þeirri plötu eru á meðal þess besta sem fest hefur verið á plast á síðustu árum. Þriðja besta platan er Dögun Bubba Morthens, seintekin plata en mun betri en Frelsi til sölu þeg- ar upp er staðið. Þar munar kannski mestu um textana, en tón- listin er einnig skemmtilega nýstárleg og venjuleg um leið. Fjórða besta platan er platan Leyndarmál með Grafík; popptón- list sem nær að vera meira en bara popptónlist og textar sem fjalla um ekkert en eru samt með hugsun á bak við sig. Fimmta besta platan er reyndar ekki plata, heldur tvær kassettur; Snarl 1 og Snarl 2 sem hét reynd- ar Veröldin er veimiltíta. Á kassett- unum tveimur, sem seldust betur en nokkur átti von á og sýndu þannig að það er líka markaður fyrir þessa gerð tónlistar, er þver- skurður af öllu því sem var að gerast í skapandi tónlist neðan- jaröar. Margt hræðilegt og margt framúrskarandi en allt áhugavert og spennandi. Tólftommur og álíka Á þessu ári hefur nokkuð verið gefið út af tólftommum, þ.e. 45 snúninga plötum sem á eru tvö til sex lög, þó ekki seljist slíkar plötur eins vel og stórar plötur. Þær eru misjafnar ekki síður en stóru plöt- urnar, þó menn séu varkárari í efnisvali á tólftommu en á stóra plötu, enda markaður minni. Einn- ig eru gefnar út stöku litlar plötur, 45 snúninga svokallaðar sjötomm- ur eða smáskífur, sem á eru tvö til þrjú lög og því við hæfi að meta þær með tólftommunum. Besta smáplata ársins er tvímælalaust Drap mann með skóflu með S/H draumi. Tónlistin er ágeng og róttæk og textarnir eru skemmtilega nærgöngulir. Þar á eftir kemur smáskífa eða tólftomma Sykurmolanna Cold Sweat. Á þeirri plötu má heyra hvað það er sem Bretar hafa tekið eftir í fari Molanna, Þau eru að leika frumlega tónlist sem er engu lík og textarnir eru hæfilega myrk- ir og torskildir til að auka enn á duldina sem umlykur lögin. Þriðja besta tólftomman er plata Erlendur poppannáll HÁLF var liðið ár nú slappt í poppbransanum og varla hægt að segja að stórtfðindi hafi þjakað menn á þeim vígstöðvum. Helst var það að gömul tónlist gerði vart við sig á ný, sem í sjálfu sér er ágætt, en varla gott afspurnar fyrir þá sem mestum hamförum fara í poppi nútímans. Leysidiskar seldust meira en nokkur hafði búist við og í peningum talið fór salan á þeim fram úr sölu á hljómplötum. Talið er næsta vfst að á þessu ári muni eintakafjöldi leysidiska einnig fara fram úr hljómplötunum. Þungarokk var meira áberandi í ár en nokkru sinni fyrr — hljómsveitir á borð við Bon Jovi, Whitesnake, Mötley Criie og Poison náðu ótrúlegum vinsældum öllum að óvörum. Þunga- rokkið var þó ekki eitt um hituna, þvf almennt virðast rokkunnendur vera orðnir umburðarlyndari og ekki jafnrígbundnir við eina stefnu öðrum fremur. í heildina hefur þó fiest tónlist rokkast allmikið (hvort vinsældir þungarokks eru afleiðing eða orsök þessa skal ósagt látið) og rafgítarinn komst til vegs og virðingar að nýju eftir að margir höfðu óttast að hljómborðin myndu alveg gleypa þetta frumverkfæri rokksins. Hvað sem öllu þessu leið gerðist ýmislegt á árinu 1987 þegar grannt er skoðað, en 1987 verður þó seint f minnum haft sem ár vatnaskila. Sem fyrr segir er það helst uppgangur rokks af þyngra taginu, sem eftir situr. Janúar í upphafi árs hafði Jon Bon Jovi hafið sigurgöngu sína, sem engan endi virtist ætla að taka. Tónlist hans var hressilegt þungarokk með melódísku ívafi og varla hefur útlitið á foringjanum spillt fyrir. > Chrissie Hynde sparkaði öllum nema gítarleikaranum Robbie Mclntosh úr Pretenders áður en farið var í tónleikaför um Banda- ríkin, en sú för var víst ekki nema miðlungi vel heppnuð. Elton John var skorinn upp í hálsi í Ástralíu og hélt röddinni þrátt fyrir ótta um að hún kynni að fara forgörðum. Bruce Willis, sem best er þekkt- ur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttun- um Moonlightning ákvað að reyna á sönghæfileika sína og kýldi á útgáfu gamalla Motown-\aga. Hann seldist prýðilega, en gagn- rýnendurfóru hjá sérvið hlústun. Dead Kennedys leystust upp, en forsprakkinn, Jello Biafra var þó ekki laus allra mála, því hann stóð í málaferlum vegna ósmekk- legra plakata sveitarinnar. George Michael og soul-drottn- ingin Aretha Franklin sungu dúett saman í geysivinsælu lagi: „I Knew You Were Waiting". Febrúar Yoko Ono fór til Moskvu og hitti Míkhaíl Gorbatsjov á „friðarþingi" eftir að tónleikaferðalag hennarfór gersamlega í súginn, því aðsókn reyndist nær engin. Byrjað var að gefa út leysidiska með tónlist Bftlanna og viö það fóru þeir að klifra upp vinsælda- lista á ný. Diskarnir voru gefnir út í réttri tímaröð og rokseldust. Paul Simon hóf tónleikaför sína í kjölfar útgáfu Graceiand og hafði fjölda suður-afrískra negra sér til halds og trausts, meðal þeirra söngkonuna Miriam Makeba. Mars U2 gáfu plötuna Joshua Tree út, sem sérstaklega var stefnt á Bandaríkjamarkað. Hún varð þre- föld platínuplata áður en árið var allt, en seldist þó ekki jafnmikið og útgáfufyrirtæki þeirra hafði von- ast til. Beastie Boys komust á toppinn með karlrembu-rapp sitt og fóru í magnaða tónleikaför til þess að fylgja plötunni Licensed To III eft- ir. Á sviðinu var m.a. 4 m há bjórdós, búr með vægast sagt fá- klæddri dansmær og reöur í yfir- stærð. Prince gaf út plötuna Sign O'The Times, sem allir voru sam- mála um að væri ein besta plata ársins, en jafnframt voru menn á eitt sáttir um að þeir hefðu búist við meiru frá þessum snillingi rokksins. Boy George játaði á sig marijú- ana-eign, en slapp eina ferðina enn við að þurfa að sæta ábyrgð fyrir eiturlyfjabrot í fangelsi. Steve Winwood vann tvenn Grammy-verðlaun fyrir að vera besti söngvari ársins og að bera ábyrgð á bestu skífunni. Paul Sim- on fékk verölaunin fyrir bestu stóru plötuna. Ljóst varð að Rolling Stones höfðu sungið sitt síðasta. Aprfl Robert Cray sýndi svo ekki varö um villst að blúsinn er svo sannar- lega ekki dauður úr öllum æðum og tókst að vekja almennar vin- sældir þessarar tónlistarstefnu, sem segja má grundvöll allrar popptónlistar. U2 lögðu í tónleikaför um Bandaríkin og fylltu allar tónleika- hallir hvað eftir annað. Sem fyrr segir var plötusalan ekki í sam- ræmi við þessar vinsældir. Eric Clapton fór í tónleikaför og með honum lék Phil Collins á trumbur, en hann útsetti síðustu plötu Claptons. Maí Sean Penn, eigmanni Madonnu var stungið í steininn fyrir vítavert aksturslag, en Sean virðist ein- staklega í lófa lagið að komast í kast við lögin. George Michael gaf út lagið „I Want Your Sex", en í Ijósi alnæmis- umræðunnar var það víða litið hornauga, svo hann gaf út aðra útgáfu mildilegri. Júní Whitney Houston gerðist frum- legri en nokkru sinni fyrr þegar hún nefndi aðra plötu sína Whitney. Sú fór beint í fyrsta sætið og hékk þar í tíu vikur. Los Lobos skaust upp á stjörnu- himininn og kom gamla rokkaran- um Ritchie heitnum Valens í efsta sæti listans með laginu „La Bamba". Boston fór í fyrsta tónleika- ferðalag sitt frá árinu 1979 og sýndu að þeir höfðu engu gleymt. Þungarokkið tók ærlega við sér í júní, því hinn 20. sátu White- snake, Mötley Crúe, Bon Jovi, Poison og Ozzy Osbourne í fimm af sex efstu sætum bandaríska breiðskífulistans. „It Was Twenty Years Ago Today" fékk á sig nýja merkingu þegar geisladiskurinn Sgt. Pepp- er’s Lonely Hearts Club Band var gefin út á leysidiski — 20 árum eftjr að platan kom upphaflega út. í Austur-Berlín gerðust þau tíðindi að fjöldi rokkaödáenda var handtekinn við Berlínarmúrinn þegar þeir reyndu að heyra óminn af tónleikum Eurythmics, Genesis og David Bowie, sem haldnir voru frelsismegin við múrinn. JÚIÍ Rússar fengu sinn skammt af rokki, þó svo að Austur-Berlín- arbúar fengju hann ekki, því Bllly Joel fór þangaö á tónleikaferðalag og gaf út tónleikaplötu með upp- teknu efni þaðan. Auk hans fóru James Taylor, Bonnie Raitt, The
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.