Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 17 Merking, vitund og veruleiki Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Brynjólfur Bjarnason, Halldór Guðjónsson, Páll Skúlason: Samræður um heimspeki. Svart á hvitu, 1987, 193 bls. Það er fomfræg aðferð að hafa heimspekirit í samræðuformi. Sú aðferð er hins vegar vandmeðfam- ari en kann að virðast. Páll Skúla- son, prófessor, og Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Háskóla íslands, efndu til nokkurra sam- ræðna við Brynjólf Bjamason, heimspeking og fyrrum þingmann og ráðherra, og tóku þær upp á segulband. Samræðumar urðu sex og nú em þær komnar út í bók með inngangi eftir Eyjólf Kjalar Emilsson, heimspeking, og eftir- mála eftir Brynjólf. Hér mannval gott, en bókin tekur ekki fram höf- undum sínum. Umræðuefnið í þessum sex sam- ræðum er fyrst og fremst heimspeki Brynjólfs Bjamasonar, sem hann hefur ritað í sex bókum. Nú er það svo að þessar bækur Brynjólfs em enginn skemmtilestur og á köflum mjög myrkar og ég hygg flestum lesendum óskiljanlegar, aðallega vegna þess að fæstir þeirra em reiðubúnir að leggja á sig þá vinnu, sem skilningur á bókunum krefst. Það væri því þarft verk að rita stutta, auðskilda bók, sem skýrði uppistöðumar í heimspekikenning- um Brynjólfs. Inngangur Eyjólfs Kjalars á að þjóna því hlutverki og gefur greinargott yfirlit, en það gagnast varla neinum, sem ekki þekkir nokkuð til heimspeki fyrir, því að formálinn er stuttur og knappur. Þessar samræður em ger- samlega gagnslausar sem sjálfstæð kynning á heimspekikenningum Brynjólfs Bjamasonar og em nán- ast óskiljanlegar þeim, sem ekkert vita um rit Brynjólfs fyrir. Höfundar segja í formála, að hér sé borið á borð „spjall um heim- speki af léttara tagi mælt af munni fram“. Og í innganginum kemur fram að hugmyndin að baki þessum samræðum muni hafa verið sú að Páll og Halldór gengju í skrokk á Brynjólfi, en um leið leggi þeir ýmislegt til málanna frá eigin bijósti. Það að samræðumar eigi að vera af léttara tæi hlýtur að þýða að almenningur ætti auðveld- ari aðgang að þeim en venjulegum bókum um heimspeki. Það er því miður ekki reyndin. Það er gengið að of mörgu vísu, slett og farið ur einu efni í annað og orðum og hug- tökum beitt skýringarlaust. Brynj- ólfur bætir að nokkm úr þessu í eftirmála. Þessar samræður skortir alla skemmtun, í þeim er ekkert andríki og fyndni í bland við fræðin og þar sem það ber við, er það ótta- iega álappalegt. Mér finnst stund- um eins og sú tilhneiging Páls að reyna sífellt að sætta öndverðar skoðanir, eins þegar hann er að fjalla um Camus og Brynjólf (bls. 84), í stað þess að njóta þess neista- flugs, sem skapast, þegar öndverð- um skoðunum lýstur saman, beri nokkra ábyrgð á þessu. Þessar sam- ræður verða nefnilega forvitnileg- astar, þegar kemur fram ágreining- ur á milli Brynjólfs og Páls. Nú má ekki skilja þessi orð svo, að ekki sé verið að fást við verðug og merkileg viðfangsefni í þessum samræðum. Á köflum er verið að fjalla um hin mikilverðustu mál, sem allir áhugamenn um efnið hljóta að hafa gaman af. En þá er alls ekki leitazt við að koma til móts við lesandann. Fyrir þá, sem hafa áhuga á heimspeki Brynjólfs Bjamasonar, þá er margt fróðlegt í bókinni og sennilega er eftirmálinn beztur. Ég held, að það sé ofmælt í inn- gangi að Brynjólfur geti talizt fyrsti íslenzki heimspekingurinn, að minnsta kosti frá því að Brynjólfur á Minna-Núpi leið. Ég hygg að sum verk Guðmundar Finnbogasonar hljóti að teljast heimspekiverk, séu heimspeki, en ekki fræðslurit. Og hvað með verk Amljóts Ólafssonar? Eða bók Símonar Jóhannesar Ágústssonar List og fegurð? Ymis verk Sigurðar Nordals hljóta einnig að teljast heimspeki. En það, sem máli skiptir, er, að Brynjólfur hefur lagt margt mikilvægt af mörkum til íslenzkrar heimspeki og hlýtur því að skipa veglegan sess innan hennar. Brynjólfur er undir miklum áhrif- um frá þýzka heimspekingnum Immanúel Kant. Þannig leggur hann upp ráðgátuna um samband frelsis og löggengis með svipuðum hætti og Kant og hann virðist líka trúa því, að þær reglur um gildi eða verðmæti, sem hann uppgötvar, séu algildar með sama eða svipuðum hætti og Kant taldi að siðareglur væru algildar. Sú kenning hans, að veruleikinn sé einn og samur, þótt ,við skoðum hann frá ólíkum sjónar- homum, setur Brynjólf nokkuð sér á bát, ef við skoðum hann í ljósi heimspekikenninga á Vesturlönd- um síðustu aldimar, því að þeir em ekki margir, sem hafa verið svipaðr- ar skoðunar og hann. Á þessari öld hefur einnig dregið úr því, að menn reyndu að smíða sér jafnviðamikil heimspekikerfi og Brynjólfur hefur gert. Þeir hafa fremur beint hugan- um að afmörkuðum spumingum. Það hlýtur að vekja nokkra at- hygli í þessari bók, hve lítil áhrif marxismi virðist hafa haft á Brynj- ólf sem heimspeking. Sem almenn efnishyggjukenning um vemleik- ann er marxismi fremur fmmstæð- ur og kenning Brynjólfs miklu margslungnari. Hann segir raunar að hann hafi verið miklu meira efa- blandinn um marxisma sem heim- spekikenningu en þjóðfélagskenn- ingu. Hann segist ævinlega hafa verið efnishyggjumaður í þeim skilningi, að til væri vemleiki fyrir utan mann sjálfan, vemleiki óháður mannlegri vitund. Hins vegar sé hlutvemleiki án allrar vitundar tómt sértak. Skýring á þessu er einn rauður þráður í gegnum alla bók- ina. En það hefði líka mátt nefna, að tilvist einhvers, se'm er óháð mannlegri vitund, segir ekkert um, að það sé efnislegt. Það gæti allt eins verið andlegt eða hafi enn annan tilvistarhátt. Það þarf því sérstök rök fyrir tilvist vemleikans óháð mannlegri vitund og önnur til þess að hann sé efnislegur. Eitt af því, sem blasir við um heimspekikenningar Brynjólfs, er, að þær virðast ekki standa í neinu sambandi við stjómmálastarf hans. Hann ségir þó í fyrstu samræðunni hér, að náið samband sé hér á milli. Sambandið virðist mér liggja í því, að Brynjólfur skilur heim- spekiiðkun sína þannig, að hún sé leit að gmndvelli fyrir líf sitt. Ég efa það ekki að Brynjólfur skilji heimspekikenningar sínar svo. En mér virðist að röklegt samband þekkingarfræðikenninga hans við kenningu hans um gildi sé lauslegra en hann telur. Ég held að vel væri hægt að fallast á ýmislegt, sem hann segir um vemleikann og þekk- ingarfræði, án þess að fallast á það, sem hann segir um gildi og verðmæti mannlegs lífs. Hann hefur hins vegar margt til síns máls, þeg- ar hann er að andmæla Sartre og Camus um merkingu mannlegs lífs. Það vekur líka athygli, hve lítið Brynjólfur segir um stjómmál og stjómmálakenningar. Það stafar sennilega af því, að hann fellst í öllum aðalatriðum á marxiskar þjóðfélagskenningar, sem hann boðaði sem stjómmálamaður. Mér virðist flest af því, sem Brynjólfur segir um gott og illt koma heim og saman við slíkar kenningar og vera mjög vafasamt, svo vægt sé til orða tekið. Hann segir á einum stað, þegar verið er að ræða trúarbrögð o g stjómmálaflokka: „í öllum mannlegum samskiptum, í öllum mannlegum félagsskap, á maður það á hættu, að meðlimimir verði lítt hugsandi hjörð, sem er stjómað af fáum. Sem sagt, að það sé ein- hver lítill hópur, sem hugsar fyrir fjöldann. Maður á þetta alltaf á hættu, en þessa hættu verður að taka á sig. Og það felst ekki í til- gangi neins stjómmálaflokks, að minsta kosti ekki yfírlýstum . . . nema kannski hjá nasistunum." (Bls. 102.) Þetta er einfaldlega sögufölsun, því að þetta er ágæt lýsing á leninskri kenningu um hlut- verk kommúnistaflokka, þótt rétt- læting á þessu ástandi sé sú, að á endanum verði hjörðin fijáls. Þetta áttu kommúnistar sameiginlegt með nasistunum, eins og ýmislegt fleira, og þjónar engum tilgangi að horfa fram hjá því. 0 ■ ■ NY SP0RT0NN AÐ HEFJAST! SPORTÖNN í ÖSKJUHLÍÐ ER ENGIN VENJULEG ÍÞRÓTTAÖNN. ÞAR FARA SAMAN FJÖLBREYTTIR LEIKIR HOLL HREYFING,______ SKEMMTILEG ÁHUGAMÁL,_______ KEPPNISANDI OG GÓÐUR_______ FÉLAGSSKAPUR. í ÖSKJUHLÍÐ ER EITTHVAÐ FYRIR ALLA... ALLS KONAR SPORT OG SPIL, SKYNDIBITASTAÐUR OG BARNAHORN.________________ NÚ FER NÝ ÖNN AÐ HEFJAST - í KEILUSPILI, BALLSKÁK, GOLFHERMI OG PÍNUGOLFL BÓKAÐU FASTA TÍMA STRAXI ám Æ m M 'M ‘M m; m m KEILUSALURINN ÖSKJUHLÍÐ, SÍMI: 62 15 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.