Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
23
Þessi bókarkápa var mjög- einkennandi fyrir árin um og eftir alda-
mótin og er eftir Wilhelm Schulz (1898).
vel skipulögðu svæði í suðurhluta
Tiergarten var að rísa gríðarmikil
menningarmiðstöð eða réttara
sagt miðstöðvar, því að hver grein
lista hefur sitt afmarkaða svæði
og sérstöku byggingu, sem eru
hver annarri reisulegri og meiri
um sig.
Og þótt einungis hefði verið
lögð rækt við að hlúa að því, sem
fyrir var, sem svo sannarlega hef-
ur verið gert, væri Berlín í dag
jein af háborgum Evrópu, — en
jþetta er hrein viðbót, sem eigin-
lega gerir mann agndofa, en fyllir
mann um leið stolti og bjartsýni
um örlög gamla heimsins.
Ég kom fyrst til Berlínar vorið
1959 og var það sérstök ferð frá
listaháskólanum í Munchen, sem
veitti okkur hina margvíslegustu
fyrirgreiðslu og leiðsögn nemenda
listaháskólans þar. Söfnin voru
auðvitað ógleymanleg, en tvennt
var mér þó minnisstæðast er við
í óleyfi skruppum yfir til A-Berlín-
ar til þess m.a. að sjá hið víðfræga
Pergamo-safn. Vinur minn og
bekkjarfélagi, U Tin Aye, frá
Burma, varð yfirskilvitlega
hræddur, og var það mér ný
lífsreynsla og dýpri innsýn í pólitík
en lestur margra doðranta. Þá
rakst ég á bæklaðan mann með
stórt og mikið dagstofuborð á
handvagni, sem vildi endilega, að
ég hjálpaði sér að bera borðið inn
'í hús nokkuð. Ég sá aumur á
honum, enda var hann bersýnilega
í miklum vandræðum og ég að
auk vel á mig kominn um alla
burði. Við tókum borðið af vagnin-
um og bárum þáð upp þröngan
stigagang uppá fjórðu hæð. Hann
var á undan og tókst ekki sem
best að fóta sig og fór hægt, svo
að segja má að nfðþungt borðið
hafi verið á öxlum mér mestan
hluta leiðarinnar, a.m.k. allur
þunginn! Var ég rennsveittur og
móður, er upp kom, og reyndist
það aldin kona, sem var móttak-
andinn og heldur en ekki fegin
að fá mubbluna inn til sín, þótt
það vantaði á hana einn fótinn.
Mjög var fátæklegt og ömurlegt
í íbúðinni og við öll brosandi yfír
góðum málalokum — vildi þá kon-
an launa mér ómakið með nokkr-
um mörkum, en ég sagði
ánægjuna vera mér næga umbun,
— ég hefði bara átt leið þar hjá,
væri gestkomandi og víðförull, en
atvikið nokkuð óvenjulegt og utan
dagskrár og myndi gera mér dag-
inn minnisstæðari.
Ég reyndist sannspár, því að
þetta atvik er mér enn í ljósu
minni, — puðið og óðagotið í aum-
ingja manninum, sem hafði færst
einum of mikið í fang með flutn-
ing þessa níðþunga húsgagns, sé
tekið mið af líkamlegu ástandi
hans. Þá er mér og minnisstætt,
að hvarvetna voru skilti við húsar-
ústir, sem voru margar, og á þeim
viðvaranir um að hætta sér ekki
of nærri vegna hættu á múrsteina-
hruni. Þetta er allt liðin tíð, því
að uppbygging A-Berlínar hefur
ekki síður verið mikil og glæsileg
— virðast þjóðimar og risaveldin
að baki þeim vera í samkeppni
um að gera hér sem best.
Ég hafði ekki komið til Vestur-
Berlínar síðan 1959, er ég var þar
fyrir tveimur árum, og glæsileg
uppbygging borgarinnar kom mér
í opna skjöldu, þótt ég hefði mik-
ið lesið mér til um hana. Hins
vegar hafði ég komið 2—3svar til
Austur-Berlínar, en dagsskráin
var þá svo stíf, að enginn mögu-
leiki var á að stelast yfír til
vesturhlutans.
Það má því með réttu segja,
að ég hafi allnokkrum sinnum
tyllt tá í borginni, en aldrei dvalið
þar nokkuð að ráði, en hins vegar
er þekking mín á henni allmikil,
þótt borgin komi mér alltaf á óvart
við hveija heimsókn.
Listasöfnin eru mörg betur
skipulögð en víðast annars staðar,
og einkum er það áberandi um
hið viðfræga safn í Dahlem, sem
hýsir ríkislistasafnið og er að auki
eitt . mikilfenglegasta þjóðhátta-
safn veraldar og vafalítið það best
skipulagða. Heill dagur er varla
nóg til að fara yfír þetta mikla
safn nema á hundavaði, að segja
má, en það er þess virði að eyða
honum þar — og verði maður leið-
ur á safnskoðuninni, er tilvalið að
taka sér göngutúr um hverfíð, sem
er hið vinalegasta.
Ég hafði ekki komið á þetta
safn síðan 1959, er ég skoðaði
það nú síðast, en mundi vel eftir
því — nú er komin stór viðbygging
við það og einkum hrífa mann
deildimar frá Mið- og Suður-
Ameríku og þá ekki síst hlutir,
sem voru gerðir fyrir daga Spán-
veija. Segi meira af því seinna,
því að þetta er einungis inngangur
að ítarlegri umfjöllun, auk þess
sem ég segi frá heimsókn til París-
ar.
Þrátt fyrir að Berlín eigi sér
jafn langa og viðburðarríka sögu,
þá spannar tímaskeið hennar sem
höfuðborgar sameinaðs Þýska-
lands einungis 74 ár, sem gerir
tæpan tíunda hluta aldurs hen.nar.
En þessi 74 ár má með sanni segja
að væru örlagaár í sögu Þýska-
lands og alls heimsins um leið —
en það var ekki borginni sjálfri
að kenna heldur þróuninni. Ekki
er hægt að kenna móðurinni og
hvað þá formóðurinni um allar
tiltektir afkomendanna, og Berlín
hefur áþreifanlega sannað þá
staðreynd, að menn eru fljótari
að rífa niður en að byggja upp. Á
þessari öld hefur meira fuðrað upp
eða orðið að engu í einu sprengju-
regni en öll mannkynssagan kann
frá að herma. Það sem einstakt
hugvit, útsjónarsemi og dugnaður
hefur um aldir verið að móta og
byggja upp, hefur nokkrum metn-
aðargjörnum prökkurum og
hrekkjalómum sögunnar tekist að
eyðileggja á skömmum tíma og
voru jafnvel óánægðir með, að
eyðileggingin skyldi ekki verða
algjörari. Það var t.d. fyrir óhlýðni
generáls von Coltitz, að Parísar-
borg var ekki lögð í rúst, og svo
var um fleiri sögufrægar borgir í
Evrópu.
Það var á tímabilinu
1871—1945, að Berlín var höfuð-
borg Þýskalands, og það var
jafnframt blómatími hennar í
mörgu tilliti. Aðalatvinnuvegimir
vom á sviði vefnaðar og iðnaðar,
og þar urðu til vörumerki, sem
allir þekkja svo sem AEG, Siem-
ens og Osram. Hinir gullnu tímar
aldarinnar í leikhúss- og menning-
arlífí áttu upptök sín í Berlín og
áhrifanna gætti um allan heim.
Og þó vöruðu þeir ekki nema í
fímm ár og mörkuðu tímaskeiðið
milli verðbólgu og örvæntingu og
ringulreiðar — 1924—1929.
Fyrr á öldinni hafði núlistin
blómstrað sem aldrei fyrr, og hér
var starfsvettvangur hins nafn-
togaða Herwarth Walden, sem gaf
út hið fræga listtímarit „Der
Sturm“, jafnframt því sem hann
rak eigin sýningarsal. Hann
kynnti í fyrsta skipti verk manna
eins og Kandinsky, Míró, Klee,
Chagall, Rousseau, Kokoschka
svo og fútúristanna ítölsku og
fjölda annarra heimsþekktra
nafna. Þessa listamenn nefndi
keisarinn rennusteinsmálara og
hér var Hitler honum innilega
sammála, er sá í þessum nývið-
horfum úrkynjunina sjálfa. Svona
rétt eins og nítjánda öldin hafði
litið á impressjónistana, sem enn
voru í litlum metum. — Þetta var
um og eftir fyrsta tug aldarinnar.
En heimsstyijöldin fyrri átti
eftir að breyta gildismatinu svo
uní munaði og seinni heimsstyij-
öldin að bæta um betur.
Gamli heimurinn hefur tvisvar
risið upp úr rústum á öldinni, og
það hefur haft meiri áhrif til fram-
fara sem úrkynjunar en nokkuð
annað í sögunni um gervalla jarð-
kringluna.
En það er önnur saga, sem seg-
ir ekki frá hér, en sagt verður
sitthvað af Berlín og sögu hennar
í næstu grein.
V estur-Þýskaland;
Tvöfalt fleiri alnæmistilfelli
Bonn, Reuter.
Tvöfalt fleiri alnæmistilfelli
greindust í Vestur-Þýskalandi
árið 1987 en árið á undan, að því
er talsmaður heilbrigðisyfir-
valda þar í landi skýrði frá nú
nýlega.
Að sögn Manfreds Koch greind-
ust 1,677 alnæmistilfelli í Vestur-
Þýskalandi árið 1987 og var það
904 tilfellum fleira en 1986. Fram
kom einnig í máli hans að sjúk-
dómurinn reyndist vera banamein
725 Vestur-Þjóðveija á árinu sem
var að líða.
Heilbrigðisyfírvöld í Vestur-
Þýskalandi áætla að 100.000
manns beri veiruna sem veldur sjúk-
dómnum.
AUSTURBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Skipholt 1-38
Skipholt 40-50
Stigahlíð 37-97
Síðumúli
Ármúli
Óðinsgata
UTHVERFI
Njörvasund
Kambsvegur
VESTURBÆR
Fornaströnd
Bauganes
Nýlendugata
Einarsnes
Látraströnd
KOPAVOGUR
Nýbýlavegur 5-36
Laufabrekka o.fl.
Kársnesbraut 77-139
MIÐBÆR
Grettisgata 37-63 o.fl.
Hverfisgata 4-62
Barónsstígur 4-33 o.fl.
Laugavegur 32-80 o.fl.