Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 7 Blönduós; Nýtt hlutafélag tekur við rekstri Pólarpijóns NÝTT hlutafélag hefur verið stofnað um rekstur Pólarprjóns á Blðnudósi. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1971, varð gjald- þrota um áramótin en starfsemin hófst á ný í gær. Ekki hefur enn verið fiindið nafo á hið nýja hlutafélag en 50% hlutaQár er í eigu Baldurs Valgeirssonar og 50% í eigu Söluféiags Austur- - Húnvetninga. Að sögn Baldurs Valgeirssonar, forstjóra hins nýja hlutafélags, hófst starfsemi að hluta til í pijóna- stofu og annarri saumastofu fyrir- tækisins í gær. Hafist var handa á þeim verkefnum sem lágu fyrir er rekstur fyrirtækisins stöðvaðist en þau ve'rkefni munu nægja í um hálfan mánuð og er starfsfólk ráðið í þann tíma. „Við höfum verið stopp í nokkum tíma og því ekki skiýtið að ný verk- efni hafi ekki komið inn á meðan," sagði Baidur í samtali við Morgun- blaðið. „En við vonum auðvitað að fyrirtækinu takist að fá ný verk- efni.“ Byggðastofiiun: Fundur haldínn með Patreksfirðingum FJÓRIR stjórnarmenn Byggða- stofnunar fóru til Palreksfjarðar á föstudaginn og ræddu þar við sveitarstjórnarmenn og forsvars- menn í atvinnulífi bæjarins um vandamál fiskvinnslunnar á staðnum, en Hraðfrystihús Pat- reksfjarðar hefúr nú verið lokað í nær Qórar vikur. Guðmundur Malmquist, forstjóri- Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að málefni Hraðfrystihússins væm nú í sam- eiginlegri skoðun Byggðastofnunar, Landsbankans og Sambandsins og fyrirtækja þess sem hlut ættu í Hraðfrystihúsinu. Málið væri nú í athugun og vinnslu hjá Byggða- stofnun, og kæmi líklega til Hafijrninn á Akranesi: Fyrri eig- endur taka við rekstri KAUP Þorsteins Ingasonar á hraðfrystihúsinu Haferninum hf. á Akranesi gengu til baka um áramót, samkvæmt samkomulagi hans og fyrri eigenda fyrirtækis- ins. Fyrri eigendur hafa því tekið við rekstrinum, en vinnsla er ekki hafin eftir jólahlé. Þorsteinn Ingason útgerðarmað- ur og fiskverkandi keypti Haförninn í sumar og tók við rekstri hans. Áður var fyrirtækið í eigu 5 manna, sem ráku það í 25 ár. Samkomulag varð um það á milli kaupanda og seljenda að láta kaupin ganga til baka nú um áramótin og fyrri eig- endur tækju aftur við rekstrinum. Haföm á hlut í Krossvík sem gerir út togara Akumesinga. Vinnsla var stöðvuð hjá Haferninum um miðjan desember, eins og hjá fleiri frysti- húsum á Akranesi, og hefur ekki hafist aftur. umræðu á fundi stjómar stofnunar- innar á fimmtudaginn næstkom- andi. Ölvaður ökumaður endaði ferð sína við Litluhlíð aðfaranótt sunudagsins. MotKunbiaðið/Júiíus Ók á aðra bifreið og útaf OLVAÐUR ökumaður ók bifreið sinni á aðra og síðan út af vegi í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins. Árekstur þessi varð á mótum Skógarhlíðar og Litluhlíðar á þriðja tímanum um nóttina. Ölvaði ökumaður- inn skemmdi bæði sína bifreið og hina og hafnaði loks utan vegar. Hann meiddist Iítillega, en ekki urðu önnur slys á fólki. Tvær stúlk- ur slösuðust TVÆR stúlkur slösuðust. nokkuð þegar bifreið þeirra valt á Reykjanesbraut, skammt sunnan við Álverið, aðfaranótt sunnu- dags. Mikil hálka og snjókoma var þeg- ar slysið varð. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjóm á bifreiðinni, sem valt út af veginum og ofan í gjótu. Báðar stúlkumar slösuðust nokkuð á baki og var tal- ið að önnur væri hryggbrotin. HELDUR ÁFRAM Her z\ ys- fra góðaR KARNABÆR r Laugavegi 66 Austurstræti 22 Gllæsibæ . Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.