Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 62

Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Yfir 2200 manns sóttu „Opið hús“ Ríkisútvarpsins síðastliðinn sunnudag. Hér virða nokkrir áhugasamir gestir fyrir sér tækniútbúnað útvarpsins. Morgunblaðið/Sverrir Einstakt tækifæri til að fá á einu námskeiði þjálfun í öllum grunnatriöum tölvunotkunar í starfi og leik. Flest tyrirtæki gera nú kröfu um almenna þekkingu starfsmanna og stjórnenda á tölvum og tölvutækni. Til að koma til móts við þessar kröfur höfum við komið á fót námskeiöi sem sniðið er að þörfum þeirra sem gera kröfur um mikinn árangur á stuttum tíma. Dagskrá: • Grundvallaratriði í tölvutækni • Tölvuteiknun og myndgerö - Paint og Draw • Ritvinnsla, gagnagrunnar og töflureiknar - WORD/WORKS/EXCEL • Tölvubókhald • Verkefnastjórnun - MacProject • Bæklingagerð, auglýsingar og umbrot - PageMaker2.0 umbrotsforritiö • Gagnabankar og tolvutelex Við bjóðum 60 klst hagnýtt nám með úrvalskennurum. Þátttakendur geta valið um 10 vikna kvöldnámskeið eða morgunnámskeiö og þægiiega greiðsluskilmáia. Kennt er á Macintosh tölvur - Yfir 500 bls af námsgögnum - Næstu námskeið hefjast 25.janúar SKILÐ LAUNAMÐUM í tœka fíð Launamiðum fyrir greidd laun á árinu 1987 þarf að skila nú sem endranær. Síðasti skiladagur er 2HjQnúamk KENNITALA í STAÐ NAFNNÚMERS í stað nafnnúmers ber nú að tilgreina kennitölu bæði launamanna og launagreiðenda. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Ríkisútvarpið Mikið Qölmenni í „opnu húsi“ hjá Ríkisútvarpinu „OPIÐ hús“ var í húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti síðastliðinn sunnudag og sótti mikill Qöldi fólks útvarpið heim. „Opið hús“ var haldið í tilefni Norræns tækniárs sem hófst formlega í síðustu viku. Ætlunin er að ýmsar stofnan- ir kynni almenningi starfsemi sína og auki þannig skilning hans á tækni og tæknivæðingu. Ríkisútvarpið reið á vaðið um helgina er það gaf almenningi kost á að kynnast starf- seminni. Sérstök áhersla var lögð á að kynna tæknideildina og mæddi mikið á starfsmönnum hennar, að sögn Gunnars Kvaran en hann hafði umsjón með „Opnu húsi“. Einnig var opið í RÚVAK Akureyri og RAUST á Egilstöðum. „Þetta gekk stórkostlega vel hjá okkur. Hér streymdi inn fólk frá því að við opnuðum og hátt í 2200 manns skráðu sig í gesta- bókina," sagði Gunnar. A Akureyri var sömuleiðis fullt út úr dyrum, en þangað komu á þriðja hundrað manns. Mun ró- legra var á Egilsstöðum og komu á milii 20 og 30. „Að okkar mati gekk þetta mjög vel. Það hefur verið mikið um þetta hús rætt og menn gátu komið og gengið hér um, að svo miklu leyti sem það er tilbúið. Starfsmenn einstakra deilda reyndu að upp- lýsa gestina um hvernig þeir ynnu og vöktu tæknibúnaðurinn og salur til að taka upp leikrit hvað mesta athygli," sagði Gunn- ar. Hægt var að fylgjast með út- sendingu á „Pallborðinu" svo og „Spilakassanum" á Rás 2. Gunn- ar taldi „Opið hús“ útvarpinu tvímælalaust til framdráttar. „Fólk var mjög ánægt með að fá að koma og skoða og þetta endurspeglar þann áhuga sem er meðal almennirigs á útvarpi.“ Alyktun flokkstjórnar Alþýðuflokks: Ríkisstjóm þarf að treysta samstarf og auka samheldni í ÁLYKTUN fiokksstjórnarfúndar Alþýðuflokksins, sem haldinn var á Hótcl Sögu 16. janúar sl. segir m.a. að ríkisstjórnarflokkarnir þurfi að treysta samstarf sitt og auka samheldni til þess að takast á við þau nýju verkefni sem framundan eru, og muni Alþýðuflokkur- inn heilshugar leggja sig fram um að slík samvinna náist. í ályktuninni segir að framundan séu viðfangsefni nýsköpunar í fjár- málastjóm hins opinbera, í dómsmálum, í húsnæðis- og félags- málum, í heilbrigðismálum, í iðnaðar og atvinnumálum og síðast en ekki síst í gerð nýrra kjarasamn- inga. Við þessar aðstæður, segir í ályktuninni, skiptir meginmáli að ríkisstjómin, sem lokið hefur úr- lausnum fyrstu og brýnustu við- fangsefnanna, haldi ótrauð áfram eftir þeirri braut sem mörkuð er í stjómarsáttmálanum. Flokkstjómin skorar jafnframt á ráðherra sína að fylgja eftir af hörku hertu skattaeftirliti, sem fjár- málaráðherra hefur boðað. Þá er þess krafist að ráðherrar flokksins reyni á allan hátt að greiða fyrir því að kjör tekjulægstu hópanna verði bætt í komandi kjarasamning- um. Um leið sé nauðsynlegt að stöðva vaxtahækkun og Íækka vaxtastigið með samstilltum efna- hagsaðgerðum sem tryggi starfs- kjör fólks og fyrirtækja og hjöðnun verðbólgu. Beinir flokkstjórnin því til ráðherranna að sérstaklega verði hugað að hlut landsbyggðarinnar í þeim aðgerðum sem framundan séu. TOLLSKJÖL Láttu fagfólkið annast tollskjala- gerðina. Það marg borgar sig. Combi Cargo - Flutningaþjónustan hf., Vesturgötu 5. Símar 623722 - 623822. MICROSOFT HUGBÚNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.