Morgunblaðið - 23.01.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 23.01.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Bjami Ólafsson skrifar frá Holstebro, Danmörku: Það birtir aftur Víða sá ég stjömumar efst á jólatrjánum halla undir flatt uppi við loftið. Guð gefí ykkur öllum góða heilsu og farsælt nýtt ár. Á áramótum vaknar fovitni okk- ar um framtíðina, um leið og við minnumst liðinna stunda. Eins og segir í sálminum sem við syngjum um áramótin: „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ (Eftir séra Vald. Briem.) Enginn vafí er á að þessi tími er mörgum erfíður svo að kjarkur og hugarorka þver. Við gleymum Drottni stundum og náum þá ekki að tileinka okkur orku trúarinnar. Það er vel oihaksins vert að draga fram sálmabók og fínna t.d. sálm- inn: „Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknar ráð, hún ljðmar heit af Drottins náð. Sem Guðs son forðum gekk um kring, hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. Ó, sjá þú Drottins björtu braut, þú bam, sem kvíðir vetrar þraut. I sannleik, hvar sem sólin skín, er sjálfur Guð að leita þín.“ Hér er ekki verið að fálma eða hika er skáldið lýsir því hvað nýárs sólin boðar. Það er sem við fáum snortið lífsreynslu skáldsins og hrif- ist með af trúartraustinu. „í sannleik, hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín.“ Þetta er sagt við þig óg mig, við eigum þetta, lesandi min góður. Guð sjálf- ur að leita þín. Á jólum og áramótum, að þessu sinni í Danmörku, hefur það verið mér fagnaðarefni, hve góða og kjamyrta sálma við eigum. Margir þessara góðu sálma eru þýddir úr dönsku. Maður þekkir lögin og sálmana, en margir þeirra eru feguiTÍ og innihaldsríkari á íslensku. Ég nefni sem dæmi jóla- sálmana: * „Dejlig er den himmel blá.“ „Ó, hve dýrleg er að sjá,“ í þýðingu St. Thorarensen. „Dejlig er jorden." „Fögur er foldin." í þýðingu Matthíasar Jochumsson- ar. Og að síðustu, sami þýðandi, „En rose sá jeg skyde.“ „Það aldin út er sprungið" Ég er viss um að boðskapur jól- anna um Drottin, sem kom sjálfur til að leita að bömum sínum, knú- inn kærleika til þeirra, er okkur nauðsynlegur. Margir hafa mikla þörf fyrir bænalíf og einlæga bamslega trú, en hve margir em ekki hræddir við að viðurkenna að svo sé? Nú sný ég máli mínu að léttara tali, sem þið takið eins og ykkur sýnist, sem gaman eða alvöru. Jólahald fólks á Jótlandi er ekki ýkja frábmgðið því sem við eigum að venjast heima. Ef við skoðum þetta nánar mun- um við þó koma auga á ýmislegt sem er öðmvísu hér. Lítum t.d. á jólatrén. Þegar ég var drengur, var algengast að fólk ætti sér gervijólatré heima. Þau vom nú líklega dönsk að uppmna og hægt var að leggja þau saman svo að lítið fór fyrir þeim í geymslu tii næstu jóla. Nú var um að gera að bragða nógu lítið af hverjum rétti. Eftir því sem neysluþjóðfélag okkar dafnaði og sóun vaðr meiri, fór að verða æ algengara að lifandi jólatré væm keypt. Það kom líka fyrir í bamasögum og æfintýram að sagt var frá svo stóm jólatré að það náði alveg upp í loft. Þegar kemur að því að kaupa jólatré heima, býst ég við að sumir kannist við þann mikla vanda sem maður getur komist í við að velja jólatré. Enda nokkur Qárfesting. Á sölumarkaði jólatijáa er tiján- um skipt niður á bása eftir hæð tijánna og stehdur þá gjaman við hvem bás t.d. 1,3 m, 1,5 m, 1,8 m, 2,0 m, 2,2 m. Ekki er það nú greindarlegt af mér að vera að ljóstra upp hvílík Bjarni Ólafsson „Lítum t.d. á jóla- trén. Þegfar ég var drengnr, var algengast að fólk ætti sér gervi- jólatré heima. Þau voru nú líklega dönsk að uppruna og hægt var að leggja þau saman svo að lítið fór fyrir þeim í geymslu til næstujóla. Eftir því sem neyslu- þjóðféiag okkar dafn- aði og sóun varð meiri, fór að verða æ aigeng- ara að lifandi jólatré væru keypt.“ aurasál ég er, en ég hefí oftast byijað á að leita í lægstu og ódýr- ustu tijánum. Hver varð svo árangurinn? Tréð var eiginlega bara jólatré neðst og upp úr því gekk svo langur sproti, með engum greinum. Þegar heim var komið reyndi ég að láta tréð standa á stólkolli til að hækka það og tylla svo stjömu eða toppi efst á langa sprotann. Þá leit nú út sem tréð væri nokkuð. hátt. En sökum þess hve hár sprot- inn var, vildi toppurinn oft hallast mikið. Hér á þessum slóðum, þ.e. í Dan- tré? mörku em jólatré mun ódýrari en heima í Reykjavík. Algengt er að fólk fari sjálft út í skóg þar sem jólatré em seld og velji sér tré, áður en það er sagað frá rót. Velja Ðanir sér tré sem em mun stærri en algengt er heima. Þeir vilja a.m.k. að þau nái vel upp í loft. Þegar heim er komið kemur í ljós að engin leið er að reisa tréð upp í stofunni, sökum þess hve hátt það er. Em því tveir kostir að velja um. Annaðhvort er að bora gat í loftið, svo að toppurinn geti staðið uppúr, en þá er hætt við að leigjandinn fyrir ofan kvarti. Hinn kosturinn er að saga sprotann ofan af trénu og láta stjömuna efst á trénu vera fast upp við loftið. Greinilegt er að flestir kjósa þann kostinn, því að víða sá ég stjömumar efst á jóla- tijánum þalla undir flatt, fast uppi við loft. Stundum er haft á orði að bílar séu stöðutákn manna, en geta jafn- vei jólatré verið það líka? Hvað á það annars að tákna að skreyta þetta græna tré inni í stofu hjá sér? Heyrt hefí ég að það skuli minna okkur á lífsins tré, sem er Jesús Kristur. Því sé valið tré sem er SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Tónllst JónÁsgeirsson Efnisskrá: Delius: Tvö verk fyrir litla hljóm- sveit: 1) Að heyra fyrsta vorkvak gauksins. 2) Sumarnótt við ána. Elgar: Cellókonsert op. 85. Mozart: Júpiter sinfónían K.551. Einleikari: Ralph Kirshbaum. Stjórnandi: Guido Ajmone-Mars- an. Það er ekki vandalaust að velja fyrsta viðfangsefni á efnisskrá sin- fóníutónleika, þegar taka þarf tillit til tímalengdar á þeim verkum sem á eftir skal leika. Oft hafa gagnrýn- endur kallað þessi upphafsverk að „vera eingöngu til upphitunar fyrir hljómsveitina". Þau stuttu en hljómblíðu stemmningsverk sem nú vom flutt eftir Delius em heldur svona lítilfjörleg, en þessi „sér- stæði" tónhöfundur samdi mörg verk sem frekar hefði mátt flytja. Delius er sérstæður fyrir þá sér- visku að vilja ekki læra og trúa því statt og stöðugt að „inspírasjónin" leysti menn undan áþján kunnátt- unnar. Cellókonsertinn samdi Elgar sem eins konar sorgaróð um fyrri heims- styijöldina og þó verkið þyki ekki stórbrotið í gerð er það sérlega hugljúft og var mjög vel flutt af Ralph Kirshbaum en hann er einn af bestu sellóleikumm heimsins í dag. Tónleikunum lauk með „Júpiter" eftir Mozart. í heild var flutningur verksins látlaus, sem naut sín best í Menuettinum. Síðasti kaflinn, sem er feikna rismikill; var fluttur án endurtekninga en slík stytting setur skörð í formskipan verksins því endurtekningin var hjá klassikemm talin mikilvæg sem ítrekun hug- myndanna og fyrir bragðið var þessi stórbrotni tónvefur lokaþáttarins hespaður af á 6 mínútum, og þar með "rændur nokkm af mikilleik sínum. Það er nefnilega í endur- tekningunni sem þessi kafli rís hæst og í fúguframsögunni, í eftir- mála verksins, sprengir Mozart af sér viðjar mannlegra þjáninga og tekst í tónmáli sínu að nema þar gómi við, sem guðdómurinn er. Þrátt fyrir að Mozart væri átaka- laus var hann skýrlega fluttur af hljómsveitinni og farið mjúklegum höndum um einstaka viðkvæma þætti verksins og trúlegt ad þar hafí stjómandinn átt þátt í að móta samspil hljómsveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.