Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 17

Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 17 grænt allan ársins hring. Stærð trésins skiptir því ekki máli. Gjafapakka hlaðinn við jólatrés- fótinn, er ekki minni hér en heijna. Má vera að Danir kunni að velja hófsamari gjafír, til að gleðja ætt- ingja og vini á jólunum. Hefur þú nokkru sinni tekið við svo stórri gjöf, að gleði þín hafí horfíð á braut er þú opnaðir pakkann þinn? Sumir hafa lag á að gefa jólagjaf- ir sem gleðja þá er þiggja. Svo er nú allur blessaður jólamat- urinn! Mér þótti merkilegast að kynnast dönsku ,jólafrúkost“ máltíðinni. Máltíð af því tagi hófst um kl. 14, þetta sinn. Borðið svignaði undan réttunum, svo hlaðið var það. Þessi góða jólamáltíð hefur það til ágæt- is, að maður situr lengi við að bragða á hinum ýmsu réttum. Ætla ég að nefna nokkuð af því góðgæti. Þama var súrsuð grísa- sulta, rúllupylsa, gæsakjöt, þijár tegundir mismunandi kryddaðra sílda, reykt hangilæri, reyktur lax, rækjuréttur og með þessu var auð- vitað borið brauð og smjör. Tveir heitir réttir voru á borði, steikt pylsa og lifrakæfa. Mér var ljóst þegar ég settist að máltíðinni, að nú væri um að gera að bragða nógu lítið af hveiju einu. Þrátt fyrir góðan ásetning leið ekki á löngu þar til ég fann að ég var mettur. Maturinn var góður og saðsamur. Drukkið var annaðhvort öl eða hvítvín með. Rúsínan í pylsuendanum var þó eftir. Danir eru listamenn í að bera fram osta og nú kom að ostunum. Fengum við nú að bragða osta, bæði frá Frakklandi og Danmörku, camenbertost, geitaost, brieost o.fl. Þetta var máltíð sem talandi er um, ég held að hún hafí staðið um það bil í tvær klukkustundir. Aramótin. Hátíðin gekk í garð með ræðu M^rgrétar drottningar í útvarpi og sjónvarpi. Lagði hún áherslu á að hver og einn legði sig fram um að gera sitt besta í lífínu. Væri um að gera að missa ekki kjarkinn þótt hægt gengi. Ef þú nærð ekki því stóra marki sem þú setur þér þá reyndu við minna fyrst. Böm og unglingar eru vitanlega mikið úti við á gamlárskvöld. Ýmis- konar sprengjur eru sprengdar og flugeldum skotið. Minniháttar „prakkarastrik" mega ■ krakkar stunda þetta kvöld. Heyrst hefur t.d. að einn hópurinn hafí gengið í hús, þar sem ekki vom læstar úti- dyr og safnað mottum og dreglum, sem settar vom í haug í nágrenn- inu. Á öðmm stað varð sápufroðu hellt yfír einkabifreið, sem ung- mennum þótti ekki nógu hrein. Ekki tíðkast hér áramótabrennur, eins og heima. Höfundur er smíðakennari. Maður tek- inn með hass í Leifsstöð Keflavik. UNGUR maður var handtekinn með hass í Leifsstöð um daginn. Maðurinn var að koma úr sólar- landaferð og vöktu töskur mannsins óveryumikinn áhuga sérþjálfaðs fíkniefnaleitarhunds. Við leit fundust engin fíkniefni í töskunum og var þá leitað á manninum og fannst nokkurt magn af hassi sem hann hafði komið fyrir í sokkunum. - BB TÖLVUPRENTARAR ÚTSALA. - SÉRTUOD _______Opid 10—16 laugardag_ fsssp 10-60% afsL GÖTUSKÓR Allt nýjar vörur Sendum í póstkröfu. Austurstræti 6, Laugavegi 89. Bflaverkstæði Gunnars Sigurgíslasonar Heimilistæki h/f Búnaðarbanki ísl. Seljaútibú í Mjódd KJÖTMIÐSTÖÐIN Hamraborg, Kópavogl, aíml 41640\ IðBLHASKÚLABfÚ " illlinilincami SÍMI 2 21 40 Lögreglukór Reykjavíkur syngur kl. 5 fyrir frumsýningu. Forsala aðgöngumiða hjá Gunnari Ásgeirssyni hf.v Suðurlandsbraut 16. EVROPUFRUMSYNING KÆRISÁLI sunnudaginn 24. jánúar kl. 5 ÖLLUM ÁGÓDA VARIÐ TIL BARÁTTU Y GEGN eiturlyfjum \ L A -—! Dan Aykroyd ^ Charles Grodín ALTER ADKON Lionessuklúbburinn Eir Reykjavík mllupa "Í^ftcr Bflaborg h/f Bjöm Kristjánsson heildverslun Litaver h/f Hekla h/f Ábyrgð h/f Verslunarbankinn í Mjódd Veltir h/f Rafgeymaverksmiðjan Pólarh/f Plastos h/f H. Helgason h/f Sfldarréttir h/f Álímingar s/f Rafvörur h/f Brunabótafélag íslands Miðnes h/f Andri h/f Kreditkort h/f T.P. Co.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.