Morgunblaðið - 23.01.1988, Page 28

Morgunblaðið - 23.01.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 plnrgi Útgefandi Árvákur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintaklö. Sókn semur við ríki og borg Starfsmannafélagið Sókn hefur gert kjarasamning við ríkið og borgaryfírvöld í Reykjavík. Var samningurinn samþykktur á félagsfundi á fímmtudagskvöldið. Félagar í Sókn eru um þrjú þúsund og er það því í hópi fjölmennustu verkalýðsfélaga í landinu. Þá er það viðurkennd staðrejmd af öllum, að í Sókn eru þeir, sem teljast til hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu, þess hóps, sem allir segjast vilja gera vel við í kjarasamningum. Þegar litið er til þróunar landsmála og efnahagsmála á líðandi stund staldra menn helst við lgaramálin og segja þau réttilega valda svo mikilli óvissu, að allt annað hljóti að ráðast af þeim. Hefur meðal annars verið tekin ákvörðun um að fresta því að semja nýja þjóðhagsspá vegna þess- arar óvissu. Hlutur ríkisins er ekki lítill við sjálfar kjara- ákvarðanimar eins og dæmin sanna. Starfsmenn á launa- skrá hjá ríkissjóði skipta þúsundum. Jafnan hefur verið erfítt fyrir ríkið að hafa for- göngu þegar viðkvæm staða hefur myndast í kjaramálum. Ekki er unnt annað en líta á samningana við Sókn núna sem skýra vísbendingu frá ríki og borg um það, hvemig skyn- samlegt sé að haga samning- um um þessar mundir. Samningur Sóknar gildir til næstu áramóta. Hann felur í sér 5% hækkun frá gildistöku og 2% áfangahækkun 1. júlí auk launaflokkshækkunar eins starfsheitis og endurskoðun- arákvæðis hækki laun BSRB félaga. Með hliðsjón af þeirri at- hygli, sem beinist að kjaramál- unum þessa dagana, og stórum orðum ýmissa forystumanna launaþega um nauðsyn hörku og átaka, hlýtur að velga eftir- tekt með hve fríðsömum hætti hefur verið staðið að gerð hins nýja kjarasamnings af hálfu Sóknar. Sú spuming vaknar eins og oftar áður, hvort allur bægslagangurinn sé af hinu góða fyrir launþega sjálfa, hvort hann þjóni ekki fremur pólitískum tilgangi en að hann ráðist af umhyggju fyrir um- bjóðendum verkalýðsforys- tunnar. Þeir forkólfar í stjómmálum, er þykjast hafa einkarétt á að tala í nafni laun- þega, beija sér nú á bijóst með gamalkunnum hætti, þótt sum andlitin séu ný. í samtali við Morgunblaðið í tilefni af hinum nýja samn- ingi sagði Þómnn Sveinbjöms- dóttir, formaður Sóknar, að hún óttaðist ekki að ríða á vaðið við gerð kjarasamnings, enda tækju kjör Sóknarfélaga fyrst og fremst mið af kjörum BSRB-félaga og Þórunn bætti við: „Það verður líka einhvem tíma að taka áhættu. Ég veit ekki hvort félagar okkar græða meira á því að bíða eft- ir hugsanlegu verkfalli, sem verður ef til vill einhvem tíma í mars eða apríl.“ Og formaður Sóknar minnti á, að kaup- mátturinn hefði verið að rýma óðfluga og fólk ætti ekkert í handraðanum til að mæta þeim hækkunum, sem á því dyndu. Sjónarmið formanns Sóknar hlutu hljómgrann á fundi í fé- laginu þegar Ig'arasamningur- inn var samþykktur. Sóknarkonur höfnuðu þeim viðhorfum, að skynsamlegra væri fyrir þær að bíða eftir hugsanlegu verkfalli. Hver er það í raun og vera sem vill taka þá áhættu að fara í verk- fall? Hvers vegna skyldi einhver Jiurfa að fara í verk- fall á Islandi í upphafí árs 1988, þegar velmegun er meiri í landinu en jafnvel nokkra sinni fyrr? Þeir sem nú eiga í Igaradeilum ættu að fara að fordæmi Sóknar, taka af ska- rið og semja innan þeirra marka, sem falla að óskum allra um að verðbólga magnist ekki að nýju. í upphafí var minnst á óviss- una sem nú ríkir, þegar samningsaðilar á launamark- aði era eins og bardagamenn er leita að snöggum bletti hvor hjá öðram, áður en átökin sjálf hefjast. Því lengur sem þetta ástand varir því dýrkeyptara verður það. í harðri alþjóðlegri samkeppni dregur það úr snerpu og árangri ef kraftam- ir era allir notaðir til að sinna vanda heima fyrir. Nú þegar harðnar á dalnum á mörkuð- unum skiptir miklu að fast land sé undir fótum innan- lands. Það skapast ekki nema með farsælli lausn kjaradeiln- anna. Hiiðstæður í sjá baráttu Islendin^ eftir Anders Huldén Á 70. þjóðhátíðardegi Finna, 6. desember 1987, hélt Finn- landsvinafélagið Suomi-hátíð samkvæmt venju í Norræna húsinu, þar sem Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra flutti kveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni. Við þetta tilefni flutti sendiherra Finnlands, Anders Huldén, er- indi þar sem hann benti á furðumargar hliðstæður í sjálfstæð- isbaráttu íslendinga og Finna frá því á fyrri hluta 19. aldar, þegar sjálfsvitund þjóðanna tók að eflast og þær fór að dreyma um frelsi og sjálfstæði. Höfundur hefur gert smávægi- legar breytingar á erindinu fyrir birtingu í Morgunblaðinu. Hinn 6. desember 1917 héldu Finnar þjóðhátíð í tilefni af sjálf- stæði þjóðarinnar og stofnun lýðveldis. I reynd endurheimtu ís- lendingar sjálfstæði sitt, fullveldi, ári síðar. Þannig eru Finnar og ís- lendingar með öðrum orðum jafn- aldra sem sjálfstæðar þjóðir. En þetta er ekki eina hliðstæðan í nútímasögu þjóða vorra. Ef litast er um í sögu þeirra á öndverðri 19. öld, það er að segja þegar sjálfsvit- und þeirra tók að eflast og þær fór að dreyma um frelsi, þá kemur í ljós furðumargt sem er sameigin- legt. Napóleonsstríðin og margháttað- ar afleiðingar þeirra höfðu einnig í för með sér margháttaðar breyting- ar á Norðurlöndum. Dansk-norska ríkið sundraðist. Noregur komst undir yfirráð sænsku krúnunnar, en ísland hélt áfram að lúta Dön- um. í styijöldinni 1808—1809 unnu Rússar allt Finnland af Svíum, þannig að nú urðu landamæri milli hinna tveggja fyrrverandi ríkis- helminga við Tome-fljót í norðri og á Álandshafí í suðri. Finnland varð sérstakt stórfurstadæmi með sjálfs- stjóm er laut rússneska zamum, en hélt fomum lögum sínum í fullu gildi. Stjómsýsla var í höndum öld- ungaráðs (senats), sem eingöngu- var skipað innlendum mönnum, og sama máli gegndi um útnefningu embættismanna. Við fylkisþingið (lantdag) í Borgá 1809 skilgreindi Álexander I keisari hina nýju stöðu landsins með orðupi sem oft er vitn- að til: „Finnar eru nú teknir í tölu þjóða heimsins." Jafnframt hét hann því að virða stjómarskrá Finn- lands, og það heit héldu einnig eftirmenn hans, að hinum síðasta undanskildum, Nikolai II. Tvö skáld, tveir stjórnmálamenn í Evrópu hefur 19. öldin verið nefnd öld þjóðemisrómantíkur og frelsisbaráttu. Bæði þessi fyrirbæri höfðu mikil áhrif í Finnlandi og á íslandi. Sem dæmi um fulltrúa þeirra og forvígismenn getum við tekið fjóra menn, tvo frá hvoru iandi. Tveir voru skáld, tveir stjóm- málamenn. Allir fæddust þeir innan tíu ára á öndverðri 19. öld. Víkjum fyrst að skáldunum. Oft verða þau til þess að skapa andlegt andrúmsloft fyrir boðskap stjóm- málamannanna. Johan Ludvig Runeberg, þjóðskáld Finna og höf- undur þjóðsöngsins, átti með skáldskap sínum geysimikinn þátt í að vekja með Finnum raunveru- lega þjóðemistilfinningu. Það má segja að hann hafi vakið þjóðarvit- und Finna. Frægasta verk hans, ljóðaflokkurinn „Fánrik Stáls ságn- er“, hefur ef til vill haft meiri áhrif á þjóðarvakningu Finna á 19. öld en nokkuð annað. Það má heita dæmigert að „Várt land“ var sung- ið opinberlega í fyrsta sinn á evrópska byltingarárinu 1848. Það þurfti aldrei að taka neina formlega ákvörðun. „Várt land“ varð um- svifalaust að þjóðsöng. Jónas Hallgrímsson fæddist þremur ámm síðar en Runeberg. Þegar árið 1835 birti hann í Fjölni hið stefnumótandi kvæði sitt, ísland farsælda frón. Og mér hefur skilist að ljóðagerð hans, þótt ekki sé mik- il að vöxtum þar sem hann dó ungur, hafi haft mikil áhrif á þjóð- arvakningu íslendinga, ekki síður en ljóð Runebergs í Finnlandi. Ein- hvers staðar er þess getið að ljóðagerð hans hafi ekki einungis verið hyllingaróður til íslands, held- ur einnig krafa um þjóðarfrelsi. Og þá er að geta tveggja samtíma stjómmálamanna sem voru óumdeilanlegir forystumenn í sjálfstæðisbaráttu þjóða sinna, Jóns Sigurðssonar á íslandi og Johans Vilhelms Snellmans í Finnlandi. Hliðstæðumar á ferli þeirra eru eftirtektarverðar, og þeir munu meira að segja hafa verið ofúrlítið líkir í útliti, eða svo tjáði mér íslend- ingur sem ég sýndi mynd af Snell- man. Þeir hófu baráttu sína með pennanum, sem blaðamenn og blaðaútgefendur. Báðir voru sagn- fræðingar og fræðimenn. Tilgangur þeirra var að styrkja stjómmála- stöðu þjóða sinna og lagarétt gagnvart konunginum í Kaup- mannahöfn og keisaranum í St. Petersburg, að svo miklu leyti sem þáverandi kringumstæður leyfðu. Og báðir urðu þeir svo gamlir að þeir fengu að sjá ýmislegan árang- ur baráttunnar. Alþingi og fylkisþing Á íslandi var trúlega mikilverð- ast að Alþingi var endurreist 1843 og í Finnlandi að fylkisþingið (lant- dagen) var endurlífgað tuttugu árum síðar, en það hafði ekki verið kvatt saman síðan 1809. Jón Sig- urðsson varð forseti þingsins og stjómmálaleiðtogi íslendinga. Snellman varð senator og forstöðu- maður fjármála, sem í raun jafngilti stöðu forsætisráðherra innan ramma þáverandi sjálfstjómar. Á þjóðhátíðinni 1874 tókst ís- lendingum loks að fá danska konunginn til að setja landinu stjómarskrá með nokkurri sjálf- stjóm í eigin málum, og Alþingi fékk umboð til löggjafar og fjár- málasýslu. Um það bil samtímis styrkist staða fylkisþingsins og það fékk rétt til að flytja frumvörp. Jafnframt hófst umfangsmikið um- bótastarf á sviði efnahags- og félagsmála. Skyldleiki þessara tveggja leiðtoga fékk glæsilega lokastaðfestingu eftir andlát þeirra. Styttur beggja standa fyrir framan þær stofnanir sem þeir börðust fyr- ir. Jón Sigurðsson virðir fyrir sér alþingishúsið og Snellman stétta- þingshúsið, þar sem fylkisþing stéttanna kom saman, og snýr baki í Finnlandsbanka, sem hann stjóm- aði sem forstöðumaður fjármála. Þessir tveir þjóðskörungar hittust aldrei svo vitað sé. Snellman dvald- ist alllengi í Kaupmannahöfn upp úr 1840.1 ýtarlegum ferðaminning- um sínum nefnir hann hvergi Jón, en hins vegar fjöldann allan af dönskum stjómmálamönnum og menningarfrömuðum. Þetta var Jónas Hallgrímsson Jón Sigurðsson leitt, því að þessir tveir menn hefðu áreiðanlega getað rætt mörg sam- eiginleg vandamál. Hver veit, kannski hafa Danir talið best að leiða ekki saman þessar tvær þjóð- frelsishetjur. Næsta hliðstæða kemur fram á íslandi árið 1904, þegar landið fékk heimastjóm og ráðherra með aðset- ur í Reykjavík. Þessi breyting varð einnig til þess að festa þingræðið í sessi. Tveimur árum síðar var mikil breyting á stjómmálum f Finnlandi á leið þjóðarinnar til sjálfstæðis. Finnska fylkisþingið (lantdag) var þá enn skipulagt sem stéttaþing þar sem fulltrúa áttu hinar fjórar hefð- bundnu stéttir: Aðall, prestar, borgarar og bændur. Verkafólk og öreigar áttu ekki aðgang að þing- inu. Af því leiddi að yfirgnæfandi meirihluti þess var ákaflega íhalds- samur. Stjómarskrá Finnlands var skyndilega breytt þannig árið 1906, að landið fékk eina þing Evrópu þar sem allir höfðu jafnan kosninga- rétt. Það náði einnig til kvenna. Finnland var annað landið í heimin- um sem veitti konum slíkan rétt, aðeins Nýsjálendingar höfðu orðið fyrri til. ísland skipaði sér einnig meðal hinna fyrstu til að veita kon- um kosningarétt, aðeins níu ámm á eftir Finnlandi. í dönsku sagn- fræðiriti segir að það hafi komið til vegna þess að svo vel stóð á að margir af stjómmálamönnum Iandsins voru kvæntir kvenréttinda- konum. Forsendan fyrir skipulags- breytingu fylkisþingsins fólst í hinni panslavísku og þjóðemislegu stefnu stóraukinna rússneskra menningar- áhrifa sem stjóm hins veikburða keisara Nikolai tók upp 1899. Hún mætti mikilli andspymu í Finn- landi. Þar reis mikil ólga og mótmæli sem náðu hamarki í um- fangsmiklum verkföllum árið 1905. Jafnaðarmenn og frjálslyndir kröfð- ust lýðræðislegs þings. Hrakfarir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.