Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 35

Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Minning: Sigurður Ágústs- son Borgarkoti Fæddur 22. september 1916 Dáinn 13. janúar 1988 í dag laugardag fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð útför Sigurðar Ágústssonar bónda í Borgarkoti á Skeiðum. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að kvöldi 13. janúar síðastliðinn. Sigurður var fæddur að Háamúla í Fljótshlfð og voru foreldrarhans hjónin Guðný Pálsdóttir og Ágúst Þorgrímur Guðmundsson. Voru böm þeirra hjóna fjórtán talsins og komust tólf til fullorðinsára, en sex eru á lífí í dag. Fram til ársins 1955, var Sigurð- ur vinnumaður í sveit, lengst af í Árkvöm í Fljótshlíð, en sótti jafnan vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum. En líklega hefur langþráður draum- ur ræst þegar hann ásamt konu sinni Ingibjörgu Pálsdóttur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, keypti jörðina Borgarkot á Skeiðum. Sumarið 1980, er ég var á leið með son minn Bjama til sumardval- ar í Borgarkoti, var ég ekki laus við kvíðatilfínningu, þar sem ég þekkti ekkert til á staðnum. Þessi kvíði var óþarfur því okkur mætti slíkt viðmót heimilisfólks. Fann ég að þama mundi syni mínum eiga eftir að líða vel, sem og kom í ljós, því Borgarkot hefur verið hans ann- að heimili síðan. Eins eignuðumst við, fjölskylda Bjama, góða vini sem við kunnum vel að meta. Þegar þama var komið sögu, var Sigurðúr, eða Siggi eins og hann var almennt nefndur, að mestu hættur búskap nema hvað hann var með nokkrar kindur, en Jón einka- sonur hans og Ingibjargar rekur nú kúabú í Borgarkoti. Siggi var maður dulur á eigin tilfínningar, en hinsvegar mann- blendinn og skemmtilegur viðræðu, enda fylgdist hann vel með dægur- málum og hafði ákveðnar skoðanir Nýr metsölubíll ára ábymð. tupotm pr hi^oot firrir prfíAcir w hnnni tveggja er byggt fyrir erfiðar að- stæður. Auk þess er hann á heilsárshjólbörð um. Excel er gerður til að endast, viðhaldið er í lágmarki og þú getur verið áhyggju- laus í 5 ár. Excel er búinn kraftmikilli 1,5 lítravél með yfirliggjandi knastás. Val er um 4 eða 5 gíra beinskiptingu, eða þriggja stiga sjálf- skiptingu. Eldsneytiseyðslan er því með minnsta móti. en krafturinn nægur. Glæsileiki Hyundai Excel felst ekki ein- göngu í útlitinu (sem reyndar er ítölsk hönnun), því það er staðreynd að staðalbúnaður Hyundai er í mörgum tilvikum aukabúnaður hjá öðrum. Settu þig strax í samband við söluaðila Hyundai Excel á íslandi Svein Egilsson hf., í Framtíð við Skeifuna. Síminn er (91) 685100. ATH. Það verður opið í Framtíð laugar- # dag og sunnudag. HYunoni ; Bíll fyrir skynsamt fólk. 35 sem hann hafði gaman af að reifa. Heimsóknir í Borgarkot voru þvf alltaf ánægjulegar, enda einstak- lega gestrisið heimili. Það var oft rifist á hærri tónun- um í eldhúsinu í Borgarkoti, þegar „Reykjavíkuraðallinn" setti fram sínar hugmyndir um búskaparhætti í landinu. í þeim málum hafði Siggi margt til málanna að leggja, og oft fannst mér hann æði gamaldags. Ég sagði stundum við hann, að það væri engu líkara en að hann hefði fest í gamla tímanum. Það þyrfti jafnvel að fara aftur til fyrri alda til að fínna samlíkingar. Margir af eldri kynslóðinni eiga erfítt með að skilja hina gífurlegu breytingu, sem orðið hefur á tiltölu- lega stuttum tíma, á lifnaðarháttum fólks. Þetta er í raun auðskilið, því þarna er fólk sem hefur lifað þá erfíðleikatíma sem eru í órafjarlægð í hugum okkar yngri, sem lifum betri tíma. Okkur ber því skylda til að hafa þetta í huga þegar við rök- ræðum við okkur lífsreyndara fólk sem hvorki skilur né fínnur þörfína fyrir öllum þeim munaði, sem við flest teljum okkur ekki geta lifað án. Fyrrgreinda hópnum tilheyrði Siggi svo sannarlega. Eg geri þetta að umtalsefni, þeg- ar ég minnist Sigga vinar míns, af þeirri ástæðu að mér fannst hann stundum eiga í vök að veijast vegna þijósku sinnar og eða skilningsleysr is á nútima kröfum. \ \ En hvað sem því líður, for þamáy góður og hrekklaus maðurog hlýjai kveðjur og þakklæti fylgja Konum á vit feðra sinna. Blessuð sé minníng góðs vinar. Samúðarkveðjur til ástvina og vandamanna. Theodóra Kristinsdóttir Hann Siggi frændi er farinn í sína síðustu ferð. Það var enginn hávaði eða sérlegur undirbúningur fyrir þá ferð, enda svipað sem við öll þörfnumst að leiðarlokum. Hafin var löngu ferðbúinn, hpnum fannst að þegar heilsan væri farin og lítið hægt að hafa fyrir stafni væri ekk- ert að vanbúnaði. Margar af bemskuminningum mínum em tengdar Sigga frænda, sem líka var uppeldisbróðir minn. Hann var sá sem oftast varð til að uppfylia óskir mfnar, hvort sem það nú var að búa til leikföng eða að leyfa mér að vera með í smiðjunni, þegar hann þessi hagi maður var að smíða skeifur og reyndar allt sem smíða þurfti fyrir heimilið. I mínum huga gat Siggi allt en það var ekki bara í huga bamsins, hann var snillingur í höndunum, ennþá á ég leikföng frá bemskuámnum, sem hann táigaði handa mér. Ekki er ég viss um að það hafi alltaf verið þægilegt að hafa litla frænku á hnakknefinu, þegar fara þurfti á milli bæja, eða huga að búsmala, en ég þurfti ekki að suða lengi til að öðlast slíkt hnoss. Nú þegar ég hugsa til baka undr- ast ég hversu mikla þolinmæði hlýju og tíma þessi elskulegur frændi gat gefíð mér. Fyrir ailt þetta vil ég þakka. Góður, vandaður maður fer nú heim á æskuslóðir til hinstu hvfldar hjá ættingjum og vinum að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Guð gefur honum áreiðanlega hjörð til að hlúa að í landi eilífðar- innar. Þeim sem hann unni og unnu honum bið ég Guðs biessunar. Dóra' Guðmundsdóttir \) flö PIOIMEER HUÓMTÆKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.