Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 41
41
Vorið 1939 tók hann jörðina
Fossá í Kjós á leigu ásamt bróður
sínum Helga og hófu þeir búskap
þar þá um vorið. Nokkrum árum
seinna keyptu þeir hálfa jörðina og
hinn helminginn um hálfum áratug
síðar. Þeir bræður Björgvin og
Helgi kvæntust aldrei og réðu því
til sín ráðskonur til að sjá um hús-
hald fyrir sig. Árið 1941 kom til
þeirra sem ráðskona Úrsúla Gísla-
dóttir frá Seljadal, alltaf kölluð
Salla, en þeir bræður og hún voru
bræðraböm. Salla sá um húshald á
Fossá fram til haustsins 1965, en
Helgi andaðist 1967.
Björgvin föðurbróðir minn var
dagfarsprúður maður, gamansamur
og glettinn, en gat þó verið einarð-
ur og ákveðinn ef honum þótti með
þurfa. Björgvin kunni alltaf vel við
sig innan um fleira fólk _ og var
ræðinn og spaugsamur. Á gleði-
stundum var hann hrókur alls
fagnaðar og naut sín þá vel í góðra
vina hópi.
Þau frændsystkinum Salla og
hann voru afar gestrisin og var
tekið á móti gestum á Fossá af
rausn og myndarskap. Þar sem
Fossá er í alfaraleið var oft gest-
kvæmt þar og ekki ófáir sem lentu
í erfiðleikum á leiðinni fyrir Hval-
fjörð nutu þeirrar gestrisni og
hjálpsemi sem þar ríkti.
Þegar faðir minn lést 1934 tóku
þeir bræður Björgvin og Helgi að
sér framfærslu á mér og flutti ég
því til þeirra að Fossá, þegar þeir
hófu búskap þar, og átti þar heima
þar til ég fór í framhaldsskóla og
vinnu útí frá, og var þar eftir það
svo oft, sem ég kom því við í fríum
ffá skóla og starfí, og enn í dag
tala ég um að fara heim að Fossá.
Með okkur frændum, mér og Björg-
vini, tókst náið samband sem hélst
alla tíð og aldrei bar neinn skugga
á og einkenndist af gagnkvæmu
trausti.
Mér leið alla tíð vel hjá þeim
bræðrum Helga og Björgvini
frændum mínum og Söllu frænku
minni og á þaðan góðar minningar.
. Eftir að Salla fór frá Fossá og
Helgi var látinn, bjó Björgvin ein-
samall þar meðan heilsa og þrek
leyfðu, en rúm þijú síðastliðin ár
dvaldi hann á heilsuhælinu Reykja-
lundi.
Eins og áður var sagt var Björg-
vin mikill skepnumaður en hafði þó
einkalega yndi af sauðfé og átti
góðan fjárstofn, sem hann hirti vel
og hafði góðan arð af, einnig var
Björgvin mjög fjárglöggur.
Eftir að hann var orðinn einbúi
voru húsdýr honum mikils virði, sem
félagar og síðustu árin, sem hann
bjó, fóru æmar hans ekki langt frá
honum og má segja að hann hafí
talað til þeirra flestra nær daglega.
Allra síðustu árin, sem hann bjó
var hann aðeins með fáar ær, var
hann þá oft á göngu um landareign-
ina að fylgjast með hvaðan það fé
væri sem þar kom, sér til heilsubót-
ar eins og hann sagði 'sjálfur.
Árið 1974 seldi Björgvin jörðina
Skógræktarfélögum Kjósarsýslu og
Kópavogs, en hafði ábúðarrétt á
henni meðan hann vildi sjálfur búa.
Honum var ekki sama hvað yrði
um jörðina, þegar hans nyti ekki
lengur við, hann vildi sjá landið
vaxa af gróðri.
Þegar heilsan bilaði svo hann gat
ekki lengur verið einn fór hann fyrst
í aðgerð á sjúkrahús í Reykjavík,
en komst þaðan fljótlega til dvalar
að Reykjalundi. Þó heilsan væri
þorrin og fæmin til að vera einn
væri ekki lengur til staðar var það
honum samt erfíð ákvörðun, að yfír-
gefa staðinn þar sem hann hafði
búið svo lengi. En þegar hann var
kominn að Reykjalundi komst hann
strax yfír það og honum fannst sem
hann væri heima á Fossá. Hér var
hann fráls og gat rölt um gróna
haga og holt þar í kring og litið til
fjárins, sem var þar í högum.
Ég flyt nú við þessi þáttaskil öll-
um þeim, sem þátt áttu í því að
hann komst að Reykjalundi og fékk
að dvelja þar, mínar bestu þakkir,
því honum leið þar vel, einnig þakka
ég öllu því starfsfólki, sem annaðist
hann fyrir mjög góða umönnun.
Þegar frændi minn er nú kvadd-
ur hinstu kveðju þakka ég honum
öll okkar samskipti, allt sem hann
gerði fyrir mig og mína fjölskyldu
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988
og vona að hans bíði gróin jörð og
grænar grundir handan landamær-
anna sem við þekkjum ekki.
★
Elís Hannesson var fæddur í
Hækingsdaí, sonur hjónanna Hann-
esar Guðbrandssonar frá Hækings-
dal og Sigríðar Elísdóttur frá
Efri-Miðbæ í Norðfírði. Elís var
yngstur átta systkina. Móður sína
missti Elís, þegar hann var rúmlega
tveggja ára gamall. Eftir lát hennar
hélt faðir hans áfram búskap með
aðstoð bama sinna. Systur Elísar
urðu því að ganga honum í móður-
stað, þó ekki væru þær gamlar, sú
elsta ijórtán ára.
Hækingsdalssystkinin hafa alla
tíð verið mjög samrýmd og líklegt
er að aðstæðumar á fyrstu upp-
vaxtarárunum hafi tengt þau
sterkari tilfínningaböndum en ann-
ars hefði orðið. Þau urðu að leita
hvort til annars með sín vandamál
og oft hafa þau orðið að leysa sam-
eiginlega úr daglegum viðfangsefn-
um, þar sem ekki var hægt að leita
til móðurinnar.
Elís var í föðurhúsum að mestu
þar til hann kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Sigrúnu Eiríksdótt-
ur frá Gröf í Skilmannahreppi árið
1966. Sama ár hofu þau búskap á
Hlíðarási, sem er nýbýli úp landi
Hækingsdals. Birgir, bróðir Elísar,
hóf þar búskap og bjó þar í nokkur
ár, en fluttist þá þaðan, en Hannes
faðir þeirra bjó enn í Hækingsdal,
og næst yngsti bróðirinn, Guð-
brandur, bjó þar með föður sínum.
Þegar Elís byijaði búskap á
Hlíðarási var húsakostur þar enn
lélegur, flutt hafði verið þangað
gamalt íbúðarhús og bústofninn var
í gömlum fjárhúsum með áfastri
hlöðu, sem hvoru tveggja vom búin
að gegna sínu hlutverki og vom
farin að láta á sjá. Elís hófst fljót-
lega handa við uppbyggingu á
jörðinni ásamt stækkun túna. Fyrst
varð að byggja yfír búsmalann til
að fá lífsviðurværið. Þegar lokið var
að byggja yfír skepnumar var farið
í að byggja nýtt íbúðarhús, sem
hann lauk við nú fyrir síðustu jól,
en samtímis var hann búinn að
rækta allt ræktanlegt land og við
blasti björt framtíðin.
Allar framkvæmdir á jörðinni
bera vott um hið góða samstarf
þeirra hjóna Sigrúnar og Elísar,
allt var unnið af myndarskap,
snyrtimennsku og smekkvísi.
Með eljusemi og dugnaði, sem
honum var í blóð borinn, hafði Elís,
náð því marki að byggja upp á jörð-
inni á tiltölulega skömmum tíma.
Hann hefur litið til komandi daga
með björtum augum, erfiðleikar
frumbýlingsáranna voru afstaðnir,
en enginn ræður sínum næturstað
og nú er Elís frændi minn allur og
á þess ekki kost að njóta verka
sinna og þeirra aðstæðna, sem hann
var búinn að skapa sér og sinni fjöl-
skyldu.
Elís frændi minn var hægur
maður, traustur og hlédrægur, en
verkmaður góður. Hann var góður
bóndi, átti bæði afurðagóðar kýr
og kindur enda lét hann sér annt
um þær og lagði sig fram við að
þeim liði vel. Elís var tryggur sveit
sinni og þar undi hann sér vel.
Elís og Sigrún eignuðust þijú
börn, Óðin, Guðveigu og Hilmar,
sem öll eru enn til heimilis að
Hlíðarási, en hafa sótt framhalds-
skóla í Reykjavík. Óðinn stundar
viðskiptafræðinám í Háskólanum,
Guðveig er við nám í fjölbrauta-
skóla og Hilmar nemur húsasmíði.
EIís var þægilegur í allri um-
gengni og unglingar og böm sóttu
eftir að vera í návist hans. Tvö
bama minna dvöldu hjá þeim Sig-
rúnu og Elísi að sumarlagi og hafa
þau síðan sótt þangað, eins og
margir aðrir unglingar, sem vom
hjá þeim á sumrin.
Með Guðbrandi syni minum og
Elís myndaðist strax, þegar þeir
kynntust, góð vinátta sem hélst æ
síðan.
Ég þekkti Elís einna minnst af
Hækingsdalssystkinum vegna ald-
ursmunar okkar, en ég hefí alla tíð
verið í nánu sambandi við þau. Af
kynnum okkar Ella, eins og hann
var oft kallaður, var mér ljost, að
hann var traustur maður og þægi-
legur var hann í öllum samskiptum.
Þegar ég nú kveð frænda minn
að leiðarlokum þakka ég honum
fyrir það sem hann var bömunum
mínum sem kynntust honum og
fyrir öll okkar kynni og samveru-
stundir.
Nú er Elli er farinn í óþekkt lönd
þá hefur sveitin misst einn af sínum
bestu sonum, góðan bónda og góðan
dreng, og mér fínnst sem horfínn
sé hluti af dalnum.
Sigrún mín, ég og fjölskylda mín
vottum þér, bömum þínum og öðr-
um ættingjum og vinum dýpstu
samúðar og megi minningin um
góðan dreng, eiginmann og föður
gefa ykkur öllum aukinn styrk í
sorg ykkar.
Sigurberg H. Elentínusson
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
MAGNEA G. ÁGÚSTSDÓTTIR,
Krummahólum 4,
lést í gjörgæsludeild Landakotsspítala 21. janúar.
Steinunn Jónsdóttir,
Lilja Jónsdóttir,
Magnea Jónsdóttir,
Einar AAalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
JÓNA GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR,
. Hafnargötu 63,
Keflavik,
andaðist fimmtudaginn 21. janúar.
Jarðarförin auglýst siðar.
Guðni Guðleifsson,
börn og barnabörn.
t
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR ÖRNÓLFSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
andaðist i Sjúkrahúsi Akraness 21. janúar.
Arnór Ólafsson,
Kristján Ólafsson,
Gréta Ólafsdóttir.
t
Móðir okkar og fósturmóðir,
VILBORG WIGELUND,
lést miðvikudaginn 20. janúar. Jarðarförin auglýst síðar.
Erla Wigelund,
Svala Wigelund,
Hrefna Wigelund Steinþórsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BJÖRN KONRÁÐSSON
fyrrverandi bústjóri,
Vífilsstöðum,
andaðist 21. janúar.
Signhild Konráðsson,
Sigurður Björnsson, Ragnheiður Björnsdóttir,
Borgþór Björnsson, Elísabet Björnsdóttir.
t
Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA M. JÓHANNSDÓTTIR,
Barmahlíð 42,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 25. janúar kl.
13.30.
Gunnar Pálsson,
Margrót Á. Gunnarsdóttir, Guðlaugur S. Helgason,
Páll Gunnarsson, Jóna L. Gísladóttir,
Björk Gunnarsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir mín, tengdamóðir amma, og langamma,
KATRÍN AUÐUNSDÓTTIR,
til heimilis að Syðri-Hól,
Vestur-Eyjafjöllum,
verður jarðsungin frá Ásaskálakirkju í dag kl. 14.30.
Barn, tengdabarn og barnabarnabarn.
“ Móðir okkar og tengdamóðir, h
LOVÍSA HALLDÓRSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 71,
lést í Borgarspitalanum að morgni föstudagsins 22. janúar.
Hrafnhildur Þórðardóttir, Lárus Hallbjörnsson,
Hjördís Þórðardóttir, Guðmundur Karlsson,
Andrea Þórðardóttir, ísleifur Bergsteinsson,
Hjörleifur Þórðarson, Jensína Magnúsdóttir,
Ásdis Þórðardóttir, Valdimar Hrafnsson.
t
Útför *.
SIGURÐAR ÓLASONAR,
hæstaréttarlögmanns,
verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 25. janúar kl. 15.00.
Jarðsett verður i Gufuneskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Borgarspítalann.
Unnur Kolbeinsdóttir,
Kolbeinn Sigurðsson, Þórunn Sigurðardóttir,
Jón Sigurðsson, Guðbjartur Sigurðsson,
Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Katrín Sigurðardóttir.
t
Frú BODIL BEGTRUP
fyrrv. sendiherra Dana á íslandi,
andaðist í Kaupmannahöfn 12. desember 1987.
Útför hennar fór fram í Helligándskirken i Kaupmannahöfn 19.
desember 1987.
Að ósk hennar verður duftker hennar greftrað í Skálholti.
Minningarathöfn verður í Skálholtsdómkirkju mánudaginn
25. janúar kl. 14.00.
Danska sendiráðið.
t
Faöir okkar og tengdafaðir,
FRÍMANN Á. JÓNASSON
fyrrverandi skólastjóri,
sem lést hinn 16. þ.m., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
mánudaginn 25. janúar kl. 13.30.
Ragnheiður Frímannsdóttir, Ove Krebs,
Birna Frímannsdóttir, Trúmann Kristiansen,
Jónas Frfmannsson, Margrét Loftsdóttir.