Morgunblaðið - 02.02.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 02.02.1988, Síða 1
84 SIÐUR B STOFNAÐ 19X3 26. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðains Efnahagsstöðn- un spáð í Noregi Osló. Reuter. NORÐMENN mega búast við efnahagslegri stöðnun á þessu ári, sam- kvæmt nýrri þjóðhagsspá. Spáð er samdrætti þjóðartekna, vaxandi atvinnuleysi, viðskiptahalla og minnkandi framleiðni atvinnuveganna. Spáin þykir harður dómur á frammistöðu minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að atvinnu- leysi aukist úr tæpum tveimur prósentum í fyrra í 2,5% í ár og 3,25% á þvi næsta. Spáð er við- skiptahalla mörg næstu árin og sagt að svo muni fara jafnvel þótt verð- og kauphækkanir verði ekki meiri en í helztu viðskiptalöndum Norð- manna. Spáin gerir ráð fyrir því að þjóðar- framleiðsla dragist saman um 0,25% á þessu ári og að hún vaxi ekki á næsta ári. Þjóðarframleiðslan jókst um 0,4% í fyrra. Einnig er gert ráð fyrir að greiðslujöfnuður Norð- manna verði óhagstæður um 43 Óeirðalögregla grípur um höfuðið og verst snjókasti óbreyttra borgara, sem mótmæltu fyrirvaralausum verðhækkunum á nauðsynjum i Póllandi um helgina. Lögreglumennimir svöruðu ekki í sömu mynt heldur gripu til kylfunnar. Matvæli hækka um 40 prósent 1 PóUandi Varsjá. Reuter. VERÐ á nauðsynjavörum var hækkað um 40% að jafnaði um helgina í Póllandi og kom til mótmælaaðgerða í Varsjá og Gdansk er hinar óvæntu og fyrirvaralausu verðhækkanir spurð- ust út. Ríkisstjómin lét sér ekki nægja að hækka verð á helztu nauðsynj- um um helgina. Gengi gjaldmiðils landsmanna, zloty, var lækkað um 15,8% gagnvart Bandaríkjadollar. Vissi enginn af breytingunni fyrr en gengistöflur birtust í dagblöðum í gærmorgun. Talsmenn seðla- bankans vörðust allra fregna og ríkisstjómin gaf engar skýringar á gengisbreytingunni. Gengislækk- unin varð enn meiri, eða 18,75%, á hinum svarta markaði. Þar feng- ust 1.600 zloty fyrir dollar í stað 1.300 í fyrradag, að sögn sölu- manna. Verð á matvörum hækkaði að jafnaði um 40% en brauð hækkaði um 50%, gæðasmjör um 30% og sykur um 50%. Verð á benzíni hækkaði um 60%, díselolíu um 100%, áfengi um 46% og tóbaki um 40%. Þá var húsaleiga hækkuð um 50% og hermt var að verð á kolum hefði hækkað um 200%. Búist var við meiri mótmælum við hækkununum en orðið hafa. í Gdansk mótmæltu um 3.000 manns þeim eftir messu, sem Jozef Glemp, kardináli, og Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, voru viðstaddir. Gekk mannfjöldinn að stöðvum kommúnistaflokksins og hrópaði slagorð gegn stjóminni í stundar- fjórðung en hvarf síðan á braut. í Varsjá tóku um 1.500 manns þátt í mótmælum, einnig eftir messu. Kastaði fólkið snjóboltum í óeirða- lögreglu, sem fékk það hlutverk að dreifa mannfjöldanum. Verkamenn í fimm stórum verk- smiðjum í iðnaðarborginni Wroclaw eru sagðir hafa myndað leynilegar verkfallsnefndir en þær hafa enn ekki boðað til verkfalla. Að baki nefndunum standa stuðn- ingsmenn Samstöðu, hinna óháðu og útlægu verkalýðsfélaga. •Hækkanir á nauðsynjavörum hafa leitt til óeirða í Póllandi, en alvarlegastar urðu þær 1970 og 1980. Stjómin hugðist hækka matvæli um allt að 110% í janúar samkvæmt neyðaráætlun um end- urreisn efnahagslífsins en frestaði þeim þar sem áætlunin hlaut ekki stuðning í þjóðaratkvæði í nóvem- ber sl. milljarða norskra króna, eða 250 milljarða íslenzkra króna. Verðlækkun á olíu í hitteðfyrra hefur leikið Norðmenn grátt. Verð- bólga er nú rúmlega sjö prósent í Noregi, eða hærri en í flestum við- skiptalöndum Norðmanna í Evrópu. Svíþjóð: Enginn hag- vöxtur vegna verkfallanna Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morjjunblaðsins. ÁTÓKIN á sænskum vinnumark- aði færast stöðugt í aukana og í gær settu vinnuveitendur verk- bann á 50.000 manns. Sænska þjóðarbúið tapar nú næst- um einum milljarði sænskra króna, rúmum sex milljörðum ísl. kr., á dag vegna verkfalla og verkbanna enda hefur iðnframleiðsla í landinu að mestu stöðvast. Aðilar ræðast við daglega en ríkisstjómin hefur ekki enn skipað sáttasemjara í deilunni, sem virðist ætla að verða Iöng og ströng. Hafa verkalýðsfélögin tekið mjög óstinnt upp síðasta tilboð vinnuveitenda. Heita má, að öll starfsemi hjá Saab-Scania og Volvo liggi niðri og vegna þess hve illa horfir hefur næstum 100.000 manns verið sagt upp störfum. Útlit er fyrir, að þessi átök geri að engu væntanlegan hag- vöxt í Svíþjóð á þessu ári. Nýr leiðtogafundur undirbúinn: Shultz til Moskvu Washington. Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, heldur til fundar við Eduard Shevardnadze, sovézkan starfsbróður sinn, í Moskvu 22.-23. febrúar og mun fundur þeirra snúast um væntanlegan fund Míkhaíls Gorbatsjovs og Ronalds Reagans, leiðtoga risaveldanna, í Moskvu í sumar. 7L4SS-fréttastofan hafði eftir Gennadfj Gerasímov, talsmanni ut- anríkisráðuneytisins f Moskvu, að Shultz og Shevardnadze myndu leggja drög að uppkasti að samn- ingi um helmings fækkun lang- drægra kjamavopna og undirbúa heimsókn Reagans til Moskvu. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti fregn TASS síðar. Á Washingtonfundi leiðtoganna í desember síðastliðnum hétu þeir því að hittast í Moskvu í vor og sögðust vonast til að undirrita þar samkomulag um helmingsfækkun langdrægra kjamaflauga. Shultz sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að START-samkomulag, þ.e. samningur um fækkun lang- drægra eldflauga, væri mögulegt en spáði að erfítt yrði að koma því í höfn. Koivisto hlaut ekki meirihluta Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins Í Finnlandi. MAUNO Koivisto, Finnlandsforseti, fékk 47,9% atkvæða í forsetakosningunum um helgina og náði því ekki beinu kjöri. Verður hann liklega hlutskarpastur á kjörmannafundi, sem haldinn verður 15. febrúar næstkomandi. Sigurvegari kosninganna var Paavo Váyrynen, formaður Miðflokksins, sem hlaut 20,1% atkvæða. Harri Holkeri, forsætisráðherra, forsetaefni hægri- manna, hlaut 18,1% atkvæða, eða mun lakara fylgi en flokkur hans, Hægriflokkurinn, hlaut í síðustu þingkosningum. Kalevi Kivisto, frambjóðandi annars kommúnistaflokksins, fékk 10,4% atkvæða og harðlínukomminn Jouko Kajanoja fékk 1,4%. Alls vom 2,1% atkvæða ógild. Bæði Koivisto og Holkeri sögðu í gærkvöldi að úrslitin myndu ekki hafa nein áhrif á stjómarsam- starf hægrimanna og jafnaðarmanna. Váyrynen sagði hins vegar að stjómin ætti að segja af sér um leið og nýr forseti hefði tekið við völdum. Kosn- ingaúrslitin gefa til kynna að Váyrynen og Mið- flokkurinn hafí náð góðum árangri í stjómarand- stöðu. Fylgi flokksins hefur farið vaxandi og var mikið meira í forsetakosningunum en í síðustu þing- kosningum. Spumingin er nú hvaða kjörmenn muni tryggja Koivisto endurkjör, hvort þeir verða frá hægri eða vinstri. Kjörmenn hans eru 144 en hann þarf at- Reuter Tellervo og Mauno Koivisto, forseti Finnlands, greiða atkvæði í forsetakosningunum á sunnu- dag. kvæði 151. Kjörmenn Miðflokksins munu væntan- lega styðja Paavo Váyrynen og því þykir líklegast að kjörmenn Kivisto, annars frambjóðanda kommún- ista, muni tryggja endurkjör Koivisto.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.