Morgunblaðið - 02.02.1988, Page 14

Morgunblaðið - 02.02.1988, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Glæsileg frammi- staða Kristjáns Jóhannssonar í Scala Kristján Jóhannsson _____________________Tónlist_________________________ Egill Friðleifsson Scala-óperan S Milanó 31. 1. 1988. I due Foscari, ópera í þremur þáttum eftir Giuseppe Verdi. Helstu hlutverk: Francesco Foscari EDUARD TUMAGIAN Jacopo Foscari KRISTJÁN JÓHANNSSON Lucrezia Contarini MARIA GULEGHINA Jacopo Loredano MARIO LUPERI Stjórnandi GIANANDREA GAVAZZENI Kór og hljómsveit Scalaóperunnar Það er eftirminnilegur atburður hverjum tónlistarunnanda að vera viðstaddur óperusýningu í Scala- óperunni í fyrsta sinn. Yfír nafninu hvílir sérstakur ljómi. Þar þykir óperulistin hafa risið hæst. Þar angar sagan úr hveiju homi. Þar hafa margir snillingar starf- að, öðlast heimsfrægð og ódauð- legt nafn. Menn eins ogtónskáldin Verdi og Puccini, stjómandinn Toscanini ásamt ótölulegum fjölda söngvara með sjálfan Caruso í broddi fylkingar. Og nú var kom- ið að Kristjáni okkar Jóhannssyni að stíga þar á ijalimar í fyrsta sinn, stór stund fyrir hann og stór atburður í íslensku menningarlífí. Það er æðsti draumur frama- gjamra óperusöngvara að komast á sviðið f Scala. Hjá Kristjáni rættist draumurinn. Saga Krist- jáns er saga manns, sem tekur stóra áhættu í lífínu. Hann leggur frá sér tól sín og tæki norður í landi, brýtur allar brýr að baki sér og heldur út í hinn stóra heim, knúinn áfram af þrá til að þroska þá hæfíleika sem honum hafði svo ríkulega verið gefnir í vöggugjöf. Leiðin til Scala hefur ekki verið honum eintómur dans á rósum. En hingað hefur hann náð og geri aðrir betur. Galvaskur og geislandi með sína björtu tjáning- arríku rödd er Kristán hvergi banginn við að láta til sín taka í þessu höfuðmusteri óperunnar. Verdi og Scala Verdi þótti ekki efnilegur tón- listarmaður. Hann féll við inn- tökupróf í tónlistarskólann í Mílanó og náði t.d. aldrei góðum tökum á píanóinu. Kollegi hans, Rossini, sem einnig starfaði við Scala, spaugaði með þetta og skrifaði gjaman utan á bréfín til hans „Maestro Verdi, fímmta- flokks píanisti". Samt varð Verdi með tímanum ástsælasta ópemt- ónskáld sögunnar. Samskipti Verdis við Scala vom ekki snurðu- laus. Það var Bartolomeo Marelli forstjóri Scala og vinur Verdis sem kom verkum hans á fram- færi. Óperan „Oberto, greifínn af San Bonifaccio" var frumflutt þar 1839 óg hlaut góðar viðtökur. En þeirri næstu, „Konungur í einn dag", var afleitlega tekið, enda Verdi miður sín vegna áfalla í einkalífi sínu er hann vann að verkinu. Með „Nabucco" öðlaðist hann fyrri vinsældir á ný. Það átti svo eftir að ganga á ýmsu, en með síðustu tveimur ópemm sínum, „Óþelló" og „Falstaff", festi hann sig endanlega í sessi og hefur æ síðan gegnt mikilvægu hlutverki í efnisskrá Scala-óper- unnar. I due Foscari Óperan „I due Foscari" (Fosc- Hinn glæsilegi salur í Scala, sem tekur 3600 manns i sæti. Þar er frábær hljómburður. ur fyrir aðild að pólitísku morði. Dómnefnd, sem er andsnúin þeim feðgum, finnur hann sekan og dæmir hann til ævilangrar út- legðar á eynni Krít, þótt Jacopo haldi fram sakleysi sínu. Hertoginn, faðir hans, setur réttlætið ofar persónulegum til- fínningum og staðfestir dóminn þrátt fyrir ákafar bænir eiginkonu Jacopos, Lucreziu (sópran). Síðar sannast sakleysi Jacopos, þar sem annar maður játar á banasænginni að hafa einn staðið að morðinu. En það er um seinan, Jacopo deyr á leiðinni í útlegðina harmi sleginn yfír að fá ekki að sjá fjöl- skyldu sína og heimkynni framar. Nokkur orð um Scala Scala-óperan hefur nú starfað í rúmar tvær’aldir. Nafnið er þannig fengið að einhvemtímann áður hafði staðið þama kirkja kölluð Sankta Maria alia Scala. Kirkjan hvarf en nafnið hélt sér. Það var María Teresa keisaraynja í Austurríki og hertogaynja í Mflanó sem hvatti til að byggja ópemhús eftir að konunglega her- togaleikhúsið í Mflanó brann til gmnna 1776. María var mikill tónlistamnnandi og hafði m.a. kynnst Mozart. Húsið er byggt í nýklassískum stfl og var til þess tekið að smíðin tók aðeins tvö ár, sem þótti afrek á þeim tíma. Það er fremur látlaust að utan og sker sig lítt úr umhverfí sínu, en er þeim mun glæsilegra og íburðar- meira að innan. Hinn stórfenglegi skeifulaga salur tekur 3600 manns í sæti og er annálaður fyr- ir góðan hljómburð. Neðst em númemð sæti en þá koma fjórar hæðir með stúkusætum og þar fyrir ofan stæði á tveimur hæðum. í upphafí aðhöfðust menn þar ýmislegt annað en bara flytja ópemr, því þar vom fjárhættuspil einnig stunduð af kappi, en vom seinna bönnuð. Það hafa skipst á skin og skúrir í sögu Scala-óper- unnar, glæsilegir uppgangstímar lengst af, en einnig erfíðleikaár, svo starfsemin hefur stöðvast vegna kreppu eða styijalda. í húsinu er einnig að fínna frægt listmunasafn og bókasafn. aríamir tveir) er ekki samin fyrir Scala. Hún var frumflutt í Róm 1844 og í London 1847 og Boston sama ár. Nú á dögum heyrist hún sárasjaldan og kannast fáir við hana. Textinn er eftir Piave og byggir á leikriti Byrons lávarðar, „The two Foscari", er hann samdi 1821. Óperan, sem er í þremur þáttum, er hádramatísk og sögu- þráðurinn er í örfáum orðum á þessa leið: Sögusviðið er Feneyjar á miðri 16. öld. Jacopo Foscari (tenór) sonur Franceso Foscari (bariton) hertogans af Feneyjum er ákærð- Giuseppe Verdi 1844, sama ár og „I due Foscari“ var frum- sýpd. Gamli hertoginn, bitur og von- svikinn, er neyddur til að láta af embætti og hnígur örendur niður í lok ópemnnar. Sýningin Það ríkir eftirvænting í leik- húsinu. Prúðbúið fólk streymir inn í stóran skeifulagan salinn. Brátt er hvert sæti skipað, enda löngu uppselt og komust færri að en vildu. Ljósin dofna og hinn aldni stjómandi, Gianandrea Gavaz- zeni, gengur að hljómsveitinni, hefur sprotann á loft og voldugir hljómar Verdis fylla salinn. Það er ekki að ástæðulausu að þessi leikhúshljómsveit er talin einhver sú besta í heimi. Allt frá því að Toscanini hélt hér um stjómvölinn hefur hljómsveitin verið frábær og svo er enn. Eftir stuttan forleik er tjaldið dregið frá og við emm stödd í hertogahöllinni í Feneyjum árið 1467. Á sviðinu fylgjumst við með örlögum þeirra Foscari-feðga. í stuttri blaðagrein er varla tóm til að rekja hvert atriði, en í öðm atriði fyrsta þáttar kemur Jacopo Foscari til sögunnar. Kristján Jó- hannsson er þama í titilhlutverki. Hann hefur upp raust sína og syngur „Ah si, ch’io senta anc- ora“. Við íslendingamir höldum niðri í okkur andanum. í upphafí má greina dálítinn óstyrk, en það á reyndar einnig við um hina söngvarana. Honum vex brátt ásmegin og í hinni erfíðu aríu, „Brezza del suol natio", nær hann sér á skrið. Eftir það er ekkert hik á Kristjáni. Hann söng af öryggi og innlifun allt til enda og var mjög vel tekið af hinum vand- látu leikhúsgestum, sem em frægir fyrir að láta tilfínningar sínar í ljós, hvort sem það er lof eða last. „Bravo" hljómaði víða úr salnum, það fór ekki milli mála að Kristján hafði unnið hug þeirra og hjörtu. Maria Guleghina söng hlutverk Lucreziu. Hún er stórkostleg söngkona og það var hún sem hlaut bestu viðtökumar þetta kvöld. Rödd hennar er svo voldug og sterk og hún söng af slíkum krafti og sannfæringu að minnti helst á nöfnu hennar Callas. Fangelsisatriði þeirra Lucreziu og Jacopos í upphafí annars þátt- ar var mjög áhrifamikið. Eduard Tumagian naut sín vel í hlutverki hins mædda hertoga Francescos Foscari og reyndar var valinn maður í hveiju hlutverki — hvað annað í Scala! Sviðsmyndin var einföld, en ákaflega stflhrein og sama má segja um búningana. Það er erfitt að átta sig á hvers vegna „I due Foscari" hefur svo gjörsamlega fallið í skuggann af öðmm verkum Verdis. í ópemnni birtast margir af helstu kostum hans sem ópem- tónskálds, fallegar aríur og dúettar og mikilfenglegir kórar eins og t.d. bátssöngurinn í upp- hafi þriðja þáttar. „I due Foscari" er áhrifamikið verk, of gott til að liggja í þagnargildi. Sigur Það fer ekki á milli mála að Kristján Jóhannsson vann hér glæsilegan listsigur. Innileg við- brögð áheyrenda staðfesta orð mín. Hlutverkið gerir miklar kröf- ur, en hann stóðst hveija raun með sóma. Það er ástæða til að óska Kristjáni til hamingju með árangurinn. ísland stækkaði í augum ópemunnenda, það sem gerist í Scala kemur öllum listvin- um við. Kristján Jóhannsson braut blað í íslenskri listasögu þetta kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.