Morgunblaðið - 02.02.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 02.02.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Gunnara-sögur hinar nýrri umfram innanlandsneyslu. Það hafi verið Gunnar Bjamason, fyrrver- andi hrossaræktarráðunautur. Gunnar hefur í blaðaviðtölum sjálfur haldið þessu á lofti tvö til þijú sl. ár. Ég hef í mínum fómm bókina „Lákaböng hringir“. Þar birtir Gunnar nokkrar greinar, sem hann birti í Morgunblaðinu á sínum tíma um landbúnaðarmálin. Ekki fæ ég séð í þessum greinum að hann setji fram það meginmarkmið Láttuekki sparifé þitt enda sern verðlausa minjagripi Veðdeild Útvegsbankans býður þér 10% vexti af skuldabréfum umfram verðbólgu. Það er engin hætta á að sparifé þitt rýrni í verðbólgunni ef þú fjárfestir í skuldabréfum okkar. Ávöxtun á eins og tveggja ára bréfum er nú 10% en 9,7% á þriggja og fjögurra ára bréfum. Hvert skuldabréf er með einum gjalddaga. Nafnverð bréfa eru: Kr. 5.000.-, kr. 25.000.-, kr. 50.000.-, kr. 100.000.- og kr. 250.000.-. VEÐDEILDARBRÉF ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF. ER HÆGT AÐ KAUPA Á ÖLLUM AFGREIÐSLUSTÖÐUM BANKANS. Þau eru einnig til sölu hjá Kaupþingi hf., Fjárfestingarfélaginu, Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf. og verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans. ÖO - op Utvegsbanki Islandshf VEÐDEILD Austurstræti 19 eftir Gunnar Bjarnason Nafni minn, æi — hversvegna varstu að skrifa þessa endemis ritsmíð þína í Morgunblaðið í gær (26/1). Ég hefði ekki svarað þess- ari þvælu þinni um landbúnaðar- pólitíkina og sænska vinstri- kratann, Gunnar Myrdal, ef þú hefði ekki tekið þar til meðferðar, af litlu tilefni, ummæli höfundar Reykjavíkurbréfs þ. 17. janúar, en í grein þinni segir þú: „Auðvitað hefur bréfritari rétt ti! að lifa í sinni blindu trú í þessu efni. En hún er ekki staðreyndir. í áðumefndri klausu er sagt að a.m.k. einn maður á íslandi hafi verið framsýnni en aðrir í þessu efni og andmælt þeirri landbúnað- arstefnu að framleiða búvörur að miða framleiðsluna við innan- landsneyslu eingöngu. I greinum hans eru skilgreindar þarfir mannkynsins fyrir matvæli til næstu aldamóta og hugsanlegar breytingar á neysluvenjum. Einnig ræðir hann allmikið um tæknifram- farir og afkastaaukningu sem þeim muni fylgja. Hann kynnir spár um mannfjöldaaukningu og þörf á auknum matvælum til að mæta þeirri þörf. En hann leggur mikla áherslu á að aukin tækni muni kalla á stærri framleíðslueiningar og stærri bú og þeirri breytingu muni fylgja lækkaður framleiðslukostn- aður. Hann lagði höfuðáherslu á að íslenskur landbúnaður þyrfti að taka mið af þessari þróun erlendis og hann yrði að breytast í samræmi við það. Um þetta var mikið rætt.“ Og svo lýkur þú greininni með þess- um orðum: „Ef bændur hefðu farið eftir þessum boðskap mundi framleiðsl- an hafa aukist mjög hratt og farið langt umfram innanlandsþarfir á skömmum tíma. Þessi áróður fyrir stórfelldri stækkun búa og framleiðsluaukn- ingu vakti tortryggni margra bænda, m.a. af því að bændur sáu ekki hvar fenginn yrði markaður fyrir aukningu framleiðslunnar. Þeir sáu einnig í hendi sér að feng- ist ekki aukinn markaður myndi byggðin í landinu dragast saman og það eitt orsakaði mjög torleyst félagsleg vandamál. Þessi stefna var heldur ekki í samræmi við tvö meginmarkmið í þeirri landbúnað- arstefnu, sem þáverandi landbúnað- arráðherra, Ingólfur Jónsson, mótaði að verulegu leyti og bænda- samtökin studdu. Þ.e. í fyrsta lagi að halda við byggð í landinu öllu og í öðru lagi að ijölskyldubúsfyrir- komulag skyldi vera ríkjandi rekstr- arform í landbúnaði. Gunnar Bjamason hafði aðra skoðun um þessi atriði bæði. Um síðara atriðið sagði hann í grein í Morgunblaðinu 29. nóvem- ber 1960: „Einyrkjabúskapurinn er genginn fyrir ættemisstapa — Hvíli hann í friði.“ í greinum hans kom einnig fram að honum var ósárt um þó byggðin í landinu grisjaðist mikið. Hvar er að finna í greinum Gunn- ars Bjamasonar frá þessum tíma þá stefnumörkun eða túlkun að framleiðsla búvöm í landinu skuli mótast af neyslu innanlands? Getur bréfritari bent á þá heiniild?" Þú vitnar þama í greinaflokkinn „Landbúnaður í deiglu" (6 greinar), sem ég skrifaði í Morgunblaðið í árslok 1960. Nú hef ég ætíð haldið, að þú hefðir sæmilegt minni og værir allgreindur undir hinni klökku andlitsskel. Ertu virkilega búinn að gleyma, er við sátum tvívegis and- spænis hvor öðrum með Sigurði Magnússyni í útvarpssal og deildum um byggðastefnu gegn fram- leiðslustefnu í landbúnaði, en Sisrurður stjómaði á þessum árum WILO Miðstöðvardœlur Þróuð þýsk framleiðsla. Hagstœtt verð. r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun Ármúla 23 - S. (91)20680 Gunnar Bjarnason „Nú vil ég benda þér á það, nafni minn, að í þessari eins konar minningargrein þinni um sænska vinstri- kratann, Karl Gunnar Myrdal, þar sem þú tíundar öll ósköp af störfum hans og rit- smíðum, þá er það mjög ósmekklegt að gera hann meðábyrgan af þjóðfélagslegu ódæði ykkar í Höllinni.“ athyglisverðum umræðuþáttum um landsmál? Ertu líka búinn að gleyma hinum fræga „Lídófundi" á útmánuðum 1964, sem Stúd- entafélag Reykjavíkur efndi til og atti okkur Stefáni Aðalsteinssyni þar saman í deilur um þessi sömu sjónarmið? Þar varst þú meira að segja andmælandi minn meðal ann- arra. Ég man enn eftir heiða- harms-grátklökkvanum í rödd þinni, sem huldi nokkuð vel raka- fátæktina í málflutningnum. Úr því að þú vitnar í bók mína. „Líkaböng hringir“, hefði kaflinn í henni „Orð í banni“ átt að minna þig rækilega á, þegar ég fyrst fór einliðaður að beita mér gegn fram- leiðslu-aukingar-stefnunni, sem „framsóknarmenh“ allra flokka undir forystu Búnaðarfélagsins, Stéttarsambandsins og Ingólfs Jónssonar héldu til streitu á sömu fölsku forsendum (þjóðlyginni), sem þú og samheijar þínir í Bændahöll hafa fylgt fram undir 1980. Þess vegna þótti mér það kaldhæðnis- legt, þegar ungur blaðamaður (kvenmaður) hóf samtalsþátt við þig í Morgunblaðinu 10. janúar sl. með þessum oðrum: „Menn hafa fyrir satt, að í Spörtu hinni fomu hafi fátt þótt ungum drengjum nauðsynlegra en læra að skjóta af boga og segja satt.“ (Leturbr. höf.) Sá einn var munurinn á Ing- ólfi Jónssyni og öðrum alþingis- mönnum, að þeir trúðu þessum kenningum ykkar í Bændahöll (BÍ og Stéttarsambandsins), því að þar áttu sæti hinir háskólamenntuðu fagmenn landbúnaðarins. Þið hafið hins vegar í 30 ár, klíkumar í Bændahöll, sent lagauppköst til Alþingis, vitandi gjörla hver þróun landbúnaðar yrði í tímans rás. Þið luguð upp rökum fyrir kröfum ykk- ar um fjáraustur úr ríkissjóði til að „redda" málum fyrir hom um hver áramót. Sjálfir sitjið svo í tugatali inni í bændahöll í lúxus-skrifstofum með pappírsfjöll og úthlutið bænd- um fátæktar-búhokri. Þegar ég hitti ykkar þessu helztu „hagspekinga" Bændahallarinnar í áratugi, þig og Áma Jónasson, á göngum í landbúnaðarráðuneytinu fyrir fáum vikum, og lét ykkur skilja að mér þætti framkoma ykk- ar lítilmannleg, er þið stóðuð að því með starfsmönnum BÍ að loka á mig dyrum Bændahallar í marz sl. eftir að hafa starfað sem ráðunaut- ur og bændakennari í 47 ár, þá manstu að þið með hógværð vörðuð ykkur með þeim orðum, að það væri ekki fyrir skoðanir mínar, sem þið hefðuð verið að refsa mér, held- ur fyrir orðbragð mitt, ég væri slíkur dóni í málflutningi. Þama var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.