Morgunblaðið - 02.02.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.02.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Gunnara-sögur hinar nýrri umfram innanlandsneyslu. Það hafi verið Gunnar Bjamason, fyrrver- andi hrossaræktarráðunautur. Gunnar hefur í blaðaviðtölum sjálfur haldið þessu á lofti tvö til þijú sl. ár. Ég hef í mínum fómm bókina „Lákaböng hringir“. Þar birtir Gunnar nokkrar greinar, sem hann birti í Morgunblaðinu á sínum tíma um landbúnaðarmálin. Ekki fæ ég séð í þessum greinum að hann setji fram það meginmarkmið Láttuekki sparifé þitt enda sern verðlausa minjagripi Veðdeild Útvegsbankans býður þér 10% vexti af skuldabréfum umfram verðbólgu. Það er engin hætta á að sparifé þitt rýrni í verðbólgunni ef þú fjárfestir í skuldabréfum okkar. Ávöxtun á eins og tveggja ára bréfum er nú 10% en 9,7% á þriggja og fjögurra ára bréfum. Hvert skuldabréf er með einum gjalddaga. Nafnverð bréfa eru: Kr. 5.000.-, kr. 25.000.-, kr. 50.000.-, kr. 100.000.- og kr. 250.000.-. VEÐDEILDARBRÉF ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF. ER HÆGT AÐ KAUPA Á ÖLLUM AFGREIÐSLUSTÖÐUM BANKANS. Þau eru einnig til sölu hjá Kaupþingi hf., Fjárfestingarfélaginu, Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf. og verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans. ÖO - op Utvegsbanki Islandshf VEÐDEILD Austurstræti 19 eftir Gunnar Bjarnason Nafni minn, æi — hversvegna varstu að skrifa þessa endemis ritsmíð þína í Morgunblaðið í gær (26/1). Ég hefði ekki svarað þess- ari þvælu þinni um landbúnaðar- pólitíkina og sænska vinstri- kratann, Gunnar Myrdal, ef þú hefði ekki tekið þar til meðferðar, af litlu tilefni, ummæli höfundar Reykjavíkurbréfs þ. 17. janúar, en í grein þinni segir þú: „Auðvitað hefur bréfritari rétt ti! að lifa í sinni blindu trú í þessu efni. En hún er ekki staðreyndir. í áðumefndri klausu er sagt að a.m.k. einn maður á íslandi hafi verið framsýnni en aðrir í þessu efni og andmælt þeirri landbúnað- arstefnu að framleiða búvörur að miða framleiðsluna við innan- landsneyslu eingöngu. I greinum hans eru skilgreindar þarfir mannkynsins fyrir matvæli til næstu aldamóta og hugsanlegar breytingar á neysluvenjum. Einnig ræðir hann allmikið um tæknifram- farir og afkastaaukningu sem þeim muni fylgja. Hann kynnir spár um mannfjöldaaukningu og þörf á auknum matvælum til að mæta þeirri þörf. En hann leggur mikla áherslu á að aukin tækni muni kalla á stærri framleíðslueiningar og stærri bú og þeirri breytingu muni fylgja lækkaður framleiðslukostn- aður. Hann lagði höfuðáherslu á að íslenskur landbúnaður þyrfti að taka mið af þessari þróun erlendis og hann yrði að breytast í samræmi við það. Um þetta var mikið rætt.“ Og svo lýkur þú greininni með þess- um orðum: „Ef bændur hefðu farið eftir þessum boðskap mundi framleiðsl- an hafa aukist mjög hratt og farið langt umfram innanlandsþarfir á skömmum tíma. Þessi áróður fyrir stórfelldri stækkun búa og framleiðsluaukn- ingu vakti tortryggni margra bænda, m.a. af því að bændur sáu ekki hvar fenginn yrði markaður fyrir aukningu framleiðslunnar. Þeir sáu einnig í hendi sér að feng- ist ekki aukinn markaður myndi byggðin í landinu dragast saman og það eitt orsakaði mjög torleyst félagsleg vandamál. Þessi stefna var heldur ekki í samræmi við tvö meginmarkmið í þeirri landbúnað- arstefnu, sem þáverandi landbúnað- arráðherra, Ingólfur Jónsson, mótaði að verulegu leyti og bænda- samtökin studdu. Þ.e. í fyrsta lagi að halda við byggð í landinu öllu og í öðru lagi að ijölskyldubúsfyrir- komulag skyldi vera ríkjandi rekstr- arform í landbúnaði. Gunnar Bjamason hafði aðra skoðun um þessi atriði bæði. Um síðara atriðið sagði hann í grein í Morgunblaðinu 29. nóvem- ber 1960: „Einyrkjabúskapurinn er genginn fyrir ættemisstapa — Hvíli hann í friði.“ í greinum hans kom einnig fram að honum var ósárt um þó byggðin í landinu grisjaðist mikið. Hvar er að finna í greinum Gunn- ars Bjamasonar frá þessum tíma þá stefnumörkun eða túlkun að framleiðsla búvöm í landinu skuli mótast af neyslu innanlands? Getur bréfritari bent á þá heiniild?" Þú vitnar þama í greinaflokkinn „Landbúnaður í deiglu" (6 greinar), sem ég skrifaði í Morgunblaðið í árslok 1960. Nú hef ég ætíð haldið, að þú hefðir sæmilegt minni og værir allgreindur undir hinni klökku andlitsskel. Ertu virkilega búinn að gleyma, er við sátum tvívegis and- spænis hvor öðrum með Sigurði Magnússyni í útvarpssal og deildum um byggðastefnu gegn fram- leiðslustefnu í landbúnaði, en Sisrurður stjómaði á þessum árum WILO Miðstöðvardœlur Þróuð þýsk framleiðsla. Hagstœtt verð. r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun Ármúla 23 - S. (91)20680 Gunnar Bjarnason „Nú vil ég benda þér á það, nafni minn, að í þessari eins konar minningargrein þinni um sænska vinstri- kratann, Karl Gunnar Myrdal, þar sem þú tíundar öll ósköp af störfum hans og rit- smíðum, þá er það mjög ósmekklegt að gera hann meðábyrgan af þjóðfélagslegu ódæði ykkar í Höllinni.“ athyglisverðum umræðuþáttum um landsmál? Ertu líka búinn að gleyma hinum fræga „Lídófundi" á útmánuðum 1964, sem Stúd- entafélag Reykjavíkur efndi til og atti okkur Stefáni Aðalsteinssyni þar saman í deilur um þessi sömu sjónarmið? Þar varst þú meira að segja andmælandi minn meðal ann- arra. Ég man enn eftir heiða- harms-grátklökkvanum í rödd þinni, sem huldi nokkuð vel raka- fátæktina í málflutningnum. Úr því að þú vitnar í bók mína. „Líkaböng hringir“, hefði kaflinn í henni „Orð í banni“ átt að minna þig rækilega á, þegar ég fyrst fór einliðaður að beita mér gegn fram- leiðslu-aukingar-stefnunni, sem „framsóknarmenh“ allra flokka undir forystu Búnaðarfélagsins, Stéttarsambandsins og Ingólfs Jónssonar héldu til streitu á sömu fölsku forsendum (þjóðlyginni), sem þú og samheijar þínir í Bændahöll hafa fylgt fram undir 1980. Þess vegna þótti mér það kaldhæðnis- legt, þegar ungur blaðamaður (kvenmaður) hóf samtalsþátt við þig í Morgunblaðinu 10. janúar sl. með þessum oðrum: „Menn hafa fyrir satt, að í Spörtu hinni fomu hafi fátt þótt ungum drengjum nauðsynlegra en læra að skjóta af boga og segja satt.“ (Leturbr. höf.) Sá einn var munurinn á Ing- ólfi Jónssyni og öðrum alþingis- mönnum, að þeir trúðu þessum kenningum ykkar í Bændahöll (BÍ og Stéttarsambandsins), því að þar áttu sæti hinir háskólamenntuðu fagmenn landbúnaðarins. Þið hafið hins vegar í 30 ár, klíkumar í Bændahöll, sent lagauppköst til Alþingis, vitandi gjörla hver þróun landbúnaðar yrði í tímans rás. Þið luguð upp rökum fyrir kröfum ykk- ar um fjáraustur úr ríkissjóði til að „redda" málum fyrir hom um hver áramót. Sjálfir sitjið svo í tugatali inni í bændahöll í lúxus-skrifstofum með pappírsfjöll og úthlutið bænd- um fátæktar-búhokri. Þegar ég hitti ykkar þessu helztu „hagspekinga" Bændahallarinnar í áratugi, þig og Áma Jónasson, á göngum í landbúnaðarráðuneytinu fyrir fáum vikum, og lét ykkur skilja að mér þætti framkoma ykk- ar lítilmannleg, er þið stóðuð að því með starfsmönnum BÍ að loka á mig dyrum Bændahallar í marz sl. eftir að hafa starfað sem ráðunaut- ur og bændakennari í 47 ár, þá manstu að þið með hógværð vörðuð ykkur með þeim orðum, að það væri ekki fyrir skoðanir mínar, sem þið hefðuð verið að refsa mér, held- ur fyrir orðbragð mitt, ég væri slíkur dóni í málflutningi. Þama var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.