Morgunblaðið - 02.02.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 02.02.1988, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Listasafn Islands í eigið húsnæði Síðar á þessu ári eru 104 ár liðin frá stofnun Lista- safns íslands. Frumkvöðull safnsins var Björn Bjamar- son, sem síðar varð þingmað- ur og sýslumaður Dalamanna. Fyrsti vísir til safnsins vóru 38 málverk, gefín til landsins 1885, fyrir tilstilli Bjöms. Fyrsta verkið eftir íslenzkan listamann, sem safnið eignað- ist, var höggmynd Einars Jónssonar, „Útilegumaður- inn“, en fyrsta olíumálverkið „Áning" Þórarins B. Þorláks- sonar. Arið 1889 sendi Thorvaldsen-safnið í Kaup- mannahöfn listasafninu 66 grafísk verk gerð eftir högg- myndum Bertels Thorvald- sens, þar af 8 eftir hann sjálfan. Safninu óx síðan smám saman fískur um hrygg- Málverk og högg- myndir í eigu þess um síðast- liðin áramót vóm 4.978 talsins. Tveir þriðju safnverka em gjafír. Listasafn íslands hefur lengst af rúmlega aldarlangri sögu sinni átt við þröngan og ónógan húsakost að búa. Nú hefur myndarlega rætzt úr fyrir safninu í þessu efni. Það opnaði ný, glæsileg húsakynni sín — í hjarta borgarinnar — síðastliðinn laugardag að við- stöddum forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og menntamálaráðherra, Birgi ísleifí Gunnarssyni. Forsetinn opnaði sýninguna „Aldar- spegil, íslenzk myndlist frá 190-1987, sem sett var upp í tilefni opnunar safnsins í nýj- um eigin húsakynnum. Ávörp fluttu við hátíðina, auk ráð- herrans, Guðmundur G. Þórarinsson, formaður bygg- ingamefndar Listasafns íslands, og Bera Nordal, for- stöðumaður safnsins. Það sýnir áhuga almennings á safninu og hinum nýju húsa- kynnum að rúmlega þúsund manns komu í safnið á opnun- arhátíðinni. Sem fyrr segir em tveir þriðju verka Listasafnsins gjafír. Margir þjóðkunnir listamenn hafa lagt safninu mikil verðmæti, þar á meðal Ásmundur Jónsson, Gunn- laugur Scheving, Finnur Jónsson og Jóhannes Kjarval. Ýmsir stórhuga einstaklingar hafa og lagt því fjármuni, fyrr óg síðar, sem ásamt framlög- um úr ríkissjóði hafa gert safninu kleift að koma upp því glæsilega húsnæði, sem formlega var tekið í notkun um síðastliðna helgi. Þar veg- ur efalaust þyngst að hjónin Helga Jónsdóttir og Sigurliði Kristjánsson, kaupmaður í Reykjavík, ánöfnuðu safninu fjórðung eigna sinna árið 1980, til að stuðla að bygg- ingu húsnæðis jrfír safnið. Vel hefur tekizt til með gerð og staðstetningu hús- næðis yfír Listasafn íslands. Listaverkin njóta sín vel í því umhverfí sem þeim hefur ver- ið búið. Og safnið sjálft er vel í sveit sett við Ijömina — í hjarta höfuðborgarinnar. Það er þáttur í aðgerðum til að auka á veg og virðingu gamla miðbæjarins. Mestu máli skiptir þó að Listasafn íslands verði virkur, hvetjandi þáttur í þjóðlífínu og aflvaki í myndmennt þjóð- arinnar, bæði að því er varðar listamenn og tengslin við al- menning. Landssafn af þessu tagi, sem spanna á kynslóðir listamanna og aldir í þjóðar- sögu, verður að geta fjárfest í myndlist hvers tíma, svo það geymi samfellda og sannferð- uga sögu sinnar listgreinar og rísi undir menningarlegu hlutverki sínu. Sjálfstæðisbarátta lítillar þjóðar er viðvarandi. Sú bar- átta er ekki einvörðungu stjómarfarsleg eða efnahags- leg, heldur ekki síður menn- ingarleg. Menningarleg sjálfstæðisbarátta felst ekki því að sneiða hjá erlendum lista- eða menningarstraum- um heldur í hinu að standa trúan vörð um menningararf- leifð þjóðarinnar — tungu og þjóðemi — og sjálfstæða list- sköpun í landinu. Listasafn íslands er hluti af þessari sjálfstæðisbaráttu ef grannt er gáð. Það á að vera þjóðinni fagnaðarefni að það hefur loksins fengið við- unandi starfsaðstöðu. Von- andi verður staðið þannig að verki á næstu áratugum, að safnið hafí starfsaðstöðu við hæfí þegar næstu starfsöld þess lýkur. SNJOFLOÐIÐ VIÐ SKARÐATINDA Séð yfir svæðið úr fjarlægð. Númer 1 er slysstaðurinn, 2 er Skarðatindur þar fyrir ofan, númer 3 er Morsárdi Leitarmenn fuku eftir annað um I Björgunarsveitamenn fuku i þegar mjög vel skipulögð leit i naumlega. Vindhraðinn fór hátt hvað eftir annað um koll í fór fram að piltinum sem lenti I 13 vindstig og sýndu þyrlu- snörpustu stormhviðunum á í snjóflóðinu þar á sunnudag, flugmenn Landhelgisgæslunnar slysstað inn af Morsárdal I gær I en félagar hans fjórir sluppu | og Varnarliðsins mikla hæfni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.