Morgunblaðið - 02.02.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988
37
Safn um haf-
svæðin um-
hverfis Island
EIÐUR Guðnason (A/Vl) mælti í sameinuðu þingi í gær fyrir þings-
ályktunartillögu sem hann hefur lagt fram um haf- og fiskveiða-
safn. í tillögunni er lagt til að Alþingi skori á menntamálaráðherra
að skipa i samráði við sjávarútvegsráðherra nefnd til að gera
áætlun um stofnun og rekstur haf- og fiskveiðasafns. Safnið á
að gefa mynd af hafsvæðunum umhverfis Island, eðli þeirra, lífi,
lífsskilyrðum í hafinu, fiskveiðum íslendinga o.fl. í safninu á að
beita fullkomnustu sýningartækni sem völ er á.
Eiður Guðnason (A/Vl) sagði
að nefnd þessi ætti að gera fjár-
hagsáætlun um uppbyggingu slíks
safns, hugsanlega í áföngum.
Einnig ætti að kanna möguleikana
á því að nota hluta af sýningar-
efni sem kjama minni safna víðs
vegar um landið og bæta þá við
því sem er sérkennilegt í hverju
byggðarlagi eða tengja það þeim
söfnum sem fyrir eru.
Eiður sagðist ekki enn hafa tek-
ið afstöðu til þess hvar heppilegast
væri að velja slíku safni stað, en
taldi Akranes koma sterklega til
greina. Þingmaðurinn sagði safn
af þessu tagi verða áhrifamikið
fræðslutæki fyrir unga sem aldna.
Hjörleifur Guttormsson
(Abl/Al) sagðist hafa efasemdir
um að tillaga þessi hitti naglann
á höfuðið varðandi brýnar úrbætur
í þessum málum.
Hjörleifur sagði íslendinga hafa
búið illa að söfnum sínum á þess-
ari öld og áður en hann gæti tekið
undir tillögu um uppbyggingu
sérstaks haf- og fískveiðasafns þá
ætti að standa með viðeigandi
hætti að þeim stofnunum sem þeg-
ar störfuðu á þessu sviði. Minntist
Hjörleifur t.d. á sjóminjasafnið í
Hafnarfírði. Uppbyggingu svona
safns mætti líka tengja endurreisn
Náttúrufræðisafns Islands.
Hreggviður Jónsson (B/Rn)
sagðist telja að það væri tímabært
að athuga hvort ekki væri mögu-
leiki á að koma upp safni af þessu
tagi. Það væri mikilvægt að fólk
gæti á einum stað séð alla þá hluti
er tengdust sjávarútvegi. Hann
spurði einnig hvort ekki væri rétt
að kanna hvort hægt væri að gera
þetta í samvinnu við Háskóla ís-
lands.
Morgunblaðið/Óiafur K. Magnússon
Fjórir varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær. A myndinni sjáum við þijá þeirra. Talið frá vinstri
má sjá Elínu R. Líndal, Þórð Skúlason og Sigríði Lillý Baldursdóttur.
Nýir þingrnenn
FJÓRIR varaþingmenn tóku sæti
á Alþingi í gær. Tveir þeirra, þær
Sigríður Lillý Baldursdóttir og
Elín R. Líndal, hafa ekki setið
áður á Alþingi. Sigríður kemur í
stað Þórhildar Þorleifsdóttur,
Kvennalista, og Elín í stað Stef-
áns Guðmundssonar, Framsókn-
arflokki. Einnig tóku í gær sæti
á Alþingi þeir Þórður Skúlason, í
stað Ragnars Amalds, Alþýðu-
bandalagi, og Níels Ámi Lund, í
stað Steingríms Hermannssonar,
Framsóknarflokki.
Brú yfír eða göng undir
Hvalfjörð um aldamót?
AIMÍIGI
TILLAGA frá öllum þingmönn-
um Vesturlands um nýja legu
Vesturlandsvegar um Hvalfjörð
og Grunnafjörð kom til umræðu
í sameinuðu þingi í gær. Tillag-
an gerir ráð fyrir að gerðar
verði nauðsynlegar rannsóknir
til að kanna hversu hagkvæmt
sé að gera göng undir Hvalfjörð
utan við Laufásgrunn og
Hnausasker eða brú í fjarðar-
mynni og breyta legu Vestur-
landsvegar þannig að farið sé
vestan Akrafjalls um Grunna-
fjörð á Fiskilækjarmela. í máli
Eiðs Guðnasonar, sem mælti
fyrir tillögunni, kom m.a. fram
að ef allt gengi eins og best
yrði á kosið ættu göng eða brú
að komast í notkun um alda-
mót. Matthías Á. Mathiesen,
samgöngumálaráðherra, sagði
tillöguna vera athyglisverða og
gefa tækifæri til að kanna
hvernig hagkvæmast væri að
gera úrbætur á þessum vegark-
afla.
Eiður Guðnason (A/Vl) mælti
fyrir tillögunni. Hann sagði að
með þessari tillögu vildu flutnings-
menn láta kanna til hlítar mögu-
leikana á úrbótum í þessum
málum. Taldi hann að um nánast
byltingarkenndar breytingar væri
að ræða á þessari fjölfömu þjóð-
leið ef af þessu yrði. Vegalengdin
Stuttar þingfréttir
Gjaldþrotum fjölgar
í svari dómsmálaráðherra til
Svavars Gestssonar um nauð-
ungaruppboð og gjaldþrotamál,
sem lagt var fram á Alþingi í
gær, kemur m.a. fram að á árun-
um 1982-1987 var heildarfjöldi
þeirra félaga sem voru úrskurð-
uð gjaldþrota 565. Fjöldi ein-
staklinga sem voru úrskurðaðir
gjaldþrota var 1.528. XLeildar-
fjöldi seldra fasteigna á nauð-
ungaruppboðum var 858. Flest
gjaldþrotanna og uppboðanna
urðu á síðustu tveimur árum.
Framtíðarhlutverk
héraðsskóla
Tillaga til þingsályktunar frá
Óla Þ. Guðbjartssyni (B/Sl) og
sex öðrum þingmönnum úr Al-
þýðubandalagi, Borgaraflökki,
Kvennalista og Framsóknar-
flokki kom til umræðu í gær.
Lagt er til að Alþingi skori á
menntamálaráðherra að skipta
nefnd til að gera tillögur um
framtíðarhlutverk héraðsskól-
anna. Nefndin á að vera skipuð
sérfróðum mönnum og eiga þeir
að vinna með stjómendum skól-
anna og skólayfírvöldum í
viðkomandi fræðsluumdæmi að
tillögugerð um framtíðarskipan
þessara skóla. í framsögu Óla
Þ. kom m.a. fram að gert sé ráð
fyrir því að framtíðarhlutverk
þessara skóla geti verið með
mismunandi hætti á hinum ýmsu
stöðum á landinu en að lögð
verði höfuðáhersla á tvennt. í
fyrsta lagi að héraðsskólamir
séu svo mikilvægar og verðmæt-
ar eignir að allra leiða verði að
leita til að nýting þeirra verði
áfram til hagsbóta íbúum hérað-
anna og f öðra lagi að sérstak-
lega verði könnuð þörf strjálbýl-
isins á símenntun fullorðinna
með tilliti til rekstrar héraðsskól-
anna í núverandi mynd.
Einnig tóku til máls þau Hjör-
leifur Guttormsson (Abl/Al),
Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn)
og Alexander Stefánsson (F/Vl)
og vora þau fremur jákvæð í
garð tillögunnar.
frá Reykjavík til Akraness myndi
styttast um 61 km, 45 km styttra
yrði frá Reykjavík til Borgamess
og 7 km styttra milli Akraness og
Borgamess. Á þessu myndu ekki
bara Vestlendingar hagnast held-
ur landsmenn allir.
Eiður taldi úrbætur á Hvalfjarð-
arvegi ganga hægt og væra enn
um tólf kílómetrar með óbundnu
slitlagi. Þó væri þetta mjög fjölfar-
in leið. Við síðustu talningu hefði
mönnum reiknast til að um Hval-
fjörð færa 1100 bílar á dag. Þetta
væru þó ekki alveg nýjar tölur og
hefði umferð aukist mikið á síðasta
ári á þessari leið. Ef veraleg stytt-
ing yrði á leiðinni mætti reikna
með að umferð myndi aukast um
allt að 50%, ef miðað væri við
hver raunin hefði orðið við tilkomu
Borgarfjarðarbrúar, og allt að
2000 bílar myndu fara um vegin
á dag.
Eiður ræddi einnig hvemig
mætti fjármagna göngin eða
brúna og taldi vegatolla vel geta
komið til greina.
Friðjón Þórðarson (S/Vl)
sagði mönnum löngum hafa fund-
ist Hvalfjörður langur og talið
hann þröskuld á leiðinni til Vestur-
lands. Það væri nauðsynlegt að
skjóta upp nýjum hugmyndum, á
borð við þá um göngin, sem gætu
leitt til nýrra niðurstaðna.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S/
Rvk) sagði að sér hefði strax
fundist þessi hugmynd áhugaverð
þegar honum var sagt frá henni.
Varðandi fjármögnun minnti Ey-
jólfur Konráð á að í gildi væra lög
um happdrættislán vegna tveggja
vega, Norðurvegar og Austurveg-
ar. Því miður hefðu þau aldrei
komið til framkvæmda vegna
kennisetninga um að of mikil
þensla væri í þjóðfélaginu á þeim
tíma. Þingmaðurinn sagðist
mundu styðja það að taka þessi
og lög og nýta þau í breyttu formi.
Eyjólfur Konráð sagðist vilja
ítreka það að þetta væri ekki
einkamál Vestlendinga, það væri
ekki síður mál t.d. Reykvíkinga
og Norðlendinga.
Matthias Á. Mathiesen, sam-
göngumálaráðherra, sagði þessa
hugmynd vera athyglisverða og
með þessari tillögu fengist vonandi
tækifæri til að fá fram niðurstöðu
um það, hvemig best væri og hag-
kvæmast að stytta vegalengdir um
þetta svæði.
Skúli Alexandersson (Abl/Vl)
sagði stóran hluta Hvalfjarðarveg-
arins ekki vera vel uppbyggðan
og óhæfan til þess að taka við
hinni miklu umferð sem færi þar
um. Skúli sagði að nauðsynlegt
væri að fá fjármagn sem fyrst til
þess að skoða þessa hluti og fá
úr því skorið hvort væri heppi-
legra, brú eða göng. Einnig taldi
hann koma til greina að hafa feiju-
leið utarlega á fírðinum.
Kjartan Jóhannsson (A/Rn)
sagðist hafa dreymt um brú yfír
Hvalfjörð frá bamæsku og taldi
að svo væri um fleiri. Hann efað-
ist ekki um að sá draumur myndi
rætast, spuminginn væri bara
hvenær.
Kjartan sagði að fyrir nokkram
áram hefði verið leitað til hans og
hann beðinn um að kanna hag-
kvæmni feijureksturs yfir Hval-
§örð. Hann hefði í byijun verið
vantrúaður á það mál en síðan
hefði annað komið í ljós við könn-
unina. Ýmsir, t.d. á Akranesi, vildu
þó ógjaman heyra á þetta minnst.
Væri það vegna hræðslu um að
það myndi tefja fyrir draumnum
um brú eða göng og stofna rekstri
Akraborgarinnar í hættu. Kjartan
sagðist telja áð feijurekstur gæti
þó vel komið til greina þann tíma
sem menn væra að bíða eftir brú
eða göngum.