Morgunblaðið - 02.02.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 02.02.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 fclk í fréttum H AFRANN SÓKNASTOFNUN Lífríki sjávar í hnotskum Ianddyri gamla útvarpshússms, þar sem Hafrannsókna stofn- un er nú til húsa, hefur verið komið upp fiskabúri sem ku vera eina sjávarbúrið á íslandi, Utan Vestmannaeyja. í búrinu er að fínna margar tegundir dýra og sjávarlífvera, en þeir Konráð Þórisson og Kristinn Guðmunds- son hjá Hafrannsóknarstofnun hafa séð um að safna í búrið og annast eftirlit með því. Af dýrum sem þama er að fínna má nefna marhnút, tijónukrabba, kuð- ungakrabba, ígulker, beitu- kónga, .sæbjúgu, hörpudisk, dauðsmannshönd, hrúðurkarla og krossfíska, sem Konráð hélt reyndar að væru búnir að gefa upp öndina er blaðamaður Morg- unblaðsins leit við í síðustu viku. Þá eru margskonar þörungar í búrinu, t.d. þang, þari, söl, kerl- ingarhár og kalkþörungar. Lífsbaráttan í þessum litla heimi er hörð. „Dýrin dafna vel þessa stundina," sagði Konráð. „Við þurftum að byrja allt uppá nýtt eftir að það drapst allt í hjá okk- ur. Það var vegna þess að búrið var illa staðsett, - of nálægt ofni, sem gerði að verkum að sjórinn fúlnaði. Einu afföllin hafa verið átt sér stað síðan eru þau að marhnúturinn át alla sprettfísk- ana, sjö að tölu. Það hefði verið heppilegast að hafa tvö búr til að geta aðskilið refina og lömb- in. Við höfum endumýjað í búrinu og dýrin hafa raunar gert tilraunir til þess líka. Beitukóng- urinn hrygndi, en það er óvíst hvort það muni bera árangur." Hvað með næringu ? „Við höfum sett ljósátu, sem líkist rækju, útí búrið og sprett- fiskamir átu mest af henni áður en marhnúturinn át þá. Eins höfum við gefíð smá krabbadýr og loðnu, en hún líkaði illa. Ann- ars höldum við dýrunum á horriminni til að óhreinka vatnið sem minnst." Dýrin og þörungamir voru tekin í sjónum og fjörunni í Viðey. Hitastigið í búrinu er um 9 gráð- ur. „Það er svipað og er oft í íjörunum þar sem flest dýrin lifa. Fjöru- og grunnsjávardýrin þola jafnvel enn hærri hita því það er ekki óalgengt að sjávarhitinn fari í 12 til 14 stig á sumrin," sagði Konráð að lokum. Konráð við búrið i andyri gamla útvarpshúsins við Skúlagötu. Sum dýrin í búrinu eru ekki alltaf fnðsamleg. Ef glöggt er skoð- að má sjá marhnútinn horfa grimmdaraugum á tijónukrabbann, en til átaka kom stuttu seinna. Fyrir miðri mynd er friðelskandi hörpufiskur sem lætur sér fátt um finnast. KÍNA „Rokkað og rólað ánýrri langri göngu“ Mikil læti fylgdu í kjölfar tón- leika sem haldnir voru í Borginni forboðnu í Kína sl. mið- vikudagskvöld. Þúsundir ungmenna hrópuðu og æptu, stöppuðu og neit- uðu að yfirgefa tónleikasvæðið. Sá er valdur var að þessari uppákomu var kínverska rokkstjaman Cui Jian, sem er eins konar Bubbi Mort- ens kínverskrar æsku. Cui Jian sló í gegn í fyrra með laginu „Rokkað og rólað á nýrri langri göngu“, en hann var svo óheppinn að á tónleik- unum sem lagið var frumflutt á var borgarstjórinn í Peking, Chen Xi- tong, meðal áheyrenda og líkaði honum illa texti lagsins. í textan- um, sem ijallar á angurværan hátt um tilgangsleysí lífsins, er vísað til göngunnar löngu, sem hermenn Maós formanns fóru í á þriðja árá- tugnum. Cui Jiang fékk að súpa seyðið af reiði borgarstjórans því hann var tekinn af launaskrá Fílharmóníuhljómsveitar Peking og honum var bannað að koma fram annars staðar en heima hjá sér og í einkasamkvæmum.' Þessu banni hefur nú verið aflétt og þykir það bera vott um tilslakan- ir í menningarmálum í Kína. Á miðvikudagskvöldið fékk hann að flytja „Rokkað og rólað á nýrri langri göngu“ á nýjan leik, og bera viðtökumar nú merki um að vin- sældir Jiangs hafí aukist á meðan á banninu stóð. Aðdáendur Cui Jiangs fengust ekki til að hjóla heim fyrr en hann kom aftur fram á sviðið og hvatti þá til að drífa sig í háttinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.