Morgunblaðið - 05.02.1988, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988
Meðalland:
Tilboð í fjarskiptabúnað ratsjárstöðva:
Gengið frá út-
boðsgögnum
á næstunni
LOKIÐ er kynningarráðstefnu vegna væntanlegs útboðs á
fjarskiptabúnaði ásamt stjórnstöð fyrir fjórar ratsjárstöðvar
hér á landi. Að sögn Ólafs Davíðssonar framkvæmdastjóra
Frá bókaútsölu Vöku-Helgafells fyrir tveimur árum.
Forlagsútsala hjá Vöku-Helgafelli
Margir titlar eldri bóka á boðstólum
Bókaútgáfan Vaka-Helgafell
heldur um þessar mundir út-
sölu á bókum, sem gefnar hafa
verið út af forlögunum Vöku
og Helgafelli. Á útsölunni eru
á sjötta hundrað bókatitlar og
eru þeir elstu frá því fyrir
stofnun Helgafellsútgáfunnar,
en hún var stofnuð áríð 1943
og keypti þá útgáfu nokkurra
eldri bóka.
Forlögin tvö sameinuðust fyrir
rúmum tveimur árum og undan-
fama mánuði hefur verið unnið
við flokkun og flutning bókalag-
ers. Við þá vinhu komu í ljós
allmargir bókatitlar frá blóma-
skeiði Helgafellsútgáfunnar og
höfðu ýmsir þeirra verið taldir
uppseldir fyrir löngu síðan. Fæst-
ir þeirra titla, sem boðnir eru fram
á útsölunni, fást í almennum
bókaverslunum. Veittur er veru-
legur afsláttur frá skráðu verði
bókanna og kosta þær allt niður
í 50 krónur eintakið.
Útsalan er haldin í nýjum og
breyttum húsakynnum forlagsins
að Síðumúla 29 í Reykjavík og
henni lýkur þann 17. febrúar
næstkomandi.
spá ótíðarkafla
Hnausum í Með&llandi.
HÉR í Meðallandi og Álftaveri
hefur undanfaríð veríð allmikill
snjór. Hefur hann þó sjatnað allm-
ikið nú síðustu daga. Hefur
stundum mælst hiti og þótt
skammt hafi farið upp fyrir frost-
mark hefur gola bætt það upp. Á
nú að heita fært hér um sveitina
á fólksbilum. Spámenn hér höfðu
sagt fyrir um þennan ótíðarkafla,
þykja fullt eins framsýnir og þeir
á Veðurstofunni. Þetta er ritað á
kyndilmessu. Þá þótti vita á ótíð
ef sólin settist í heiði. Héðan að
sjá er smá heiðríkjublettur sunn-
an við Hjörleifshöfða og þar
settist sólin. Gætu þvi orðið harð-
indi áfram hvað þetta snertir en
spámenn eru tregir með allar
dagsetningar.
Þegar kvóti var settur á land-
búnaðarframleiðslu urðum við illa
úti vegna mikilla kalára sem miðað
var við. Voru bú hér yfírleitt frekar
lítil þar að auki. Á fundi hér á Kirkju-
bæjarklaustri fyrir rúmlega tveimur
árum var okkur lofað því, af forystu-
mönnum bænda er þar voru mættir,
að við skyldum njóta þess í kvóta-
úthlutun að vera fjærst höfnum á
landinu. Annar en hefðbundinn land-
búnaður kæmi hér ekki til greina
nema að litlu leyti. Samkvæmt upp-
lýsingum í Tímanum í fyrravor var
þetta loforð framkvæmt þannig að
við erum nú verst settir á landinu í
kvótamálum. Nú er ráðgert að flytja
gjaldheimtuna úr héraðinu að Hellu
eða Selfossi og leggja sýslumann-
sembættið niður. Flytja það að
Hvolsvelli. Þangað eigum við svo að
Morgunblaöið/Sverrir
Þrjátíu eríend fyrírtæki og tuttugu íslensk, sendu fulltrúa á kynning-
arrásðstefnu vegna útboðs á hugbúnaði í ratsjárstöðvar og stjómstöð
sem reisa á hér á landi.
fara ef við þurfum að hitta sýslu-
mann. Getur það oft verið vegna
einkamála. Einnig megum við síst
við því að þama tapast 5 eða 6 at-
vinnutækifæri út úr sýslunni. Þama
á að fara að framkvæma ný lög og
virðist eiga að vaða blint í sjóinn.
Ekkert tekið tillit til aðstæðna sem
vegalengdir skapa.
Nú taka gildi ný skattalög. Er það
áreiðanlega af því góða. Stað-
greiðsla skatta er nauðsyn margra
hluta vegna. En samtímis taka gildi
ný sveitarstjómarlög. Taka sveitar-
félögin þá við mörgum verkefnum
sem ríkið hafði áður. Allt væri þetta
í lagi ef íjármögnun væri tryggð.
Svo er þó ekki. Enginn virðist vita
hvemig fámennar byggðir fara út
úr þessu. Þó virðast að minnsta kosti
sum sambönd sveitarfélaga með-
mælt þessum breytingum. En ekki
þó á Austurlandi. Þeir hefðu viljað
sjá fyrst hvemig nýju skattalögin
verka. Og sýnist vera vitið meira.
— Vilhjálmur
Stjórnunarfélagið
Námskeið fyrir
konur í slgórn-
unarstörfum
Á vegum Stjórn-
unarfélags ís-
lands verður efnt
til námskeiðs fyr-
ir konur í stjórn-
unarstörfum
eftir helgina, 8.
og 9. febrúar.
Leiðbeinandi er
dr. Judith Mower
en hún er eigandi Dr. Judith Mow-
ráðgjafarfyrir- er
tækis í Syracuse í New York og
sérhæfir sig í stjórnun. Mower
hefur unnið á vegum margra
þekktra fyrírtækja svo sem
Chrysler og Philips.
Á námskeiðinu verður farið í efn-
isþætti á borð við: Konur í stjómun,
stjómunarferlið, þróun stjómun-
arstíls, ákvarðanataka — lausnir,
hvatar til árangurs og að mynda
vinnuhópa, að vera leiðtogi, starfs-
deiling, og starfsframi.
Námskeiðið fer fram á ensku og
hefst kl. 9 báða dagana í Krístalsal
Hótel Loftleiða og lýkur kl. 17.
Veðurglöggir menn
Félags íslenskra iðnrekenda, verður gengið frá útboðsgögn-
nnnm á næstu vikum. Endanlegnr skilafrestur tilboða hefur
ekki verið ákveðinn en verkinu á að vera lokið árið 1993.
Hafnarfjörður:
Ráðstefna um skólamál
Áttatíu erlend stórfyrirtæki
hafa verið tilnefnd sem hugsanleg-
ir aðalverktakar eða stærri undir-
Fræðsla um
tannvernd í
stórmörkuðum
í TENGSLUM við tann-
verndardaginn sem er í
dag, 5. febrúar, verður
aðstoðarfólk tannlækna í
nokkrum stórmörkuðum
og fræðir fólk um varnir
gegn tannskemmdum.
Fræðslan fer fram milli
kl. 16 og 20.
Auk þess halda skátar áfram
kynningu sinni á gæðum vatns.
Á Akureyri hafa tveir tann-
fræðingar annast fræðslu alla
þessa viku og í Reykjavík ætla
tannfræðingar að heimsækja
fæðingarstofnanir.
verktakar og sóttu fulltrúar frá
þijátíu fyrirtækjum ráðstefnuna
sem haldin var til að kynna íslensk
fyrirtæki, sem hugsanlega undir-
verktaka. Ólafur sagði að ekki
yrði endanlega samið við erlendan
verktaka fyrr en í mars eða apríl
á næsta ári. „Við vonum að er-
lendu aðilamir muni í millitíðinni
hafa samband við þau íslensku
fyrirtæki sem áttu fulltrúa á ráð-
stefnunni, og komi á sambandi
milli fyrirtækjanna sem fyrst,"
sagði Olafur. „Það samband er
reyndar þegar komið á milli nok-
kurra fyrirtækja."
Ólafur sagði það óvenjulegt að
kynningarráðstefna sem þessi
væri haldin. Ráðstefnan var því
einnig nýlunda fyrir fulltrúa er-
lendu fyrirtækjanna sem flestir
höfðu ekki komið til landsins áð-
ur. „Ég held að það hafí tekist
mjög vel að sýna þeim fram á að
hér væri heilmikil þekkin og kunn-
átta fyrir hendi sem lýtur að þessu
verki,“ sagði Ólafur. „Ég held að
ráðstefna hafí tekist vel og ég
heyrði á erlendu aðilunum að þeir
voru ánægðir með dvölina.“
RÁÐSTEFNA um framhalds-
skólamál, fyrirkomulag og
framtíðarstefnu framhalds-
menntunar i Hafnarfirði
verður haldin i Flensborgar-
skólanum laugardaginn 6.
febrúar.
Á ráðstefnunni verður fjallað
um eftirfarandi atriði:
1. Hvemig má best tryggja Qöl-
breytt námsframboð á framhalds-
skólastigi í Hafnarfirði og hvemig
er réttast að dreifa því á skóla,
einn skóli, tveir skólar?
2. Með hvaða hætti er best að
koma til móts við óskir og þarfír
framhaldsskólanema í Hafnarfirði
og hvemig er réttast að dreifa
því á skóla, jafnt á verklegu sem
bóklegu sviði og efla áhuga þeirra
og metnað í náminu?
3. Hvað þarf að gera til að veita
þessum nemendum góða aðstöðu
og umhverfi til félagslegra starfa?
4. Hvaða fyrirkomulag er hag-
kvæmast fjárhagslega og náms-
lega í starfí og skipulagi
framhaldsmenntunar í Hafnar-
fírði miðað við þá framtíðarsýn
sem nú blasir við mönnum í þess-
um efnum?
5. Hvemig má stuðla að sam-
starfí og efla það við nágrannafé-
lög Hafnarfjarðar um framhalds-
skólamenntun?
Á ráðstefnuna er sérstaklega
boðið bæjarfulltrúum í Hafnar-
firði, skólanefnd Hafnarfjarðar,
skólanefnd Iðnskólans og fulltrú-
um frá menntamálaráðuneytinu,
Flensborgarskóla, Iðnskóla Hafn-
arfjarðar, Fiskvinnsluskólanum,
Iðnfræðsluráði, Sambandi iðn-
fræðsluskóla, atvinnulífinu og
nágrannasveitarfélögum Hafnar-
fjarðar þ.e. Garðabæ og Bessa-
staðahreppi.
Ráðstefnan hefst kl. 10.00 með
því að Guðmundur Ámi Stefáns-
son bæjarstjóri setur ráðstefnuna.
Síðán flytja framsöguerindi Birgir
ísleifur Gunnarsson menntamála-
ráðherra, Kristján Bersi Ólafsson
skólameistari Flensborgarskóla,
Steinar Steinsson skólastjóri Iðn-
skóla Hafnatfyarðar, Sveinn
Sigurðsson framkvæmdastjóri,
frá Vinnuveitendasambandi ís-
lands og Hjálmar Ámason skóla-
meistari, frá Sambandi Iðn-
fræðsluskóla.
Eftir framsöguerindi verður
hádegisverður og kl. 13.00 hefjast
síðan frjálsar umræður sem
standa til kl. 16.00.
Ráðstefnan er haldin á vegum
bæjarstjómar Hafnarfjarðar en
hún kaus þá Guðjón Tómasson,
Hörð Zóphaníasson og Kristján
Bersa Ólafsson í nefnd til að ann-
ast undirbúning og framkvæmd
hennar.