Morgunblaðið - 05.02.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGÚR 5. FEBRÚAR 1988
35
Nei, ráðherra
eftirEinar
Bjarnason
Hr. dómsmálaráðherra, Jón Sig-
urðsson.
Að loknu talsverðu harðbráki var
í júlí 1986 undirritaður viðamikill
kjarasamningur milli LL og ríkis-
valdsins. Að mínu mati var hann
viðunandi og eftir að hafa kynnst
þeirri efndafælni sem hann veldur
Amarhvolsfjölskyldunni, hef ég
styrkst í þeirri trú. Hitt er svo önn-
ur saga, að mínum ágætu lands-
feðrum hefur ekki þóknast að
standa við sinn hlut enn sem komið
er, og hafa þó ekki getað bent á
veilur varðandi frágang og orðalag
gjömingsins.
Siðferði og samningar
1. Stórfelldar vanefndir em varð-
andi Lögregluskóla ríkisins.
2. Samningur um kauptryggingu
gegn afnámi verkfallsréttar ar í
rúst.
3. Réttindalausir menn hafa verið
teknir fram yfír fólk með
víðtæka reynslu og gilda starfs-
menntun.
4. Starfskjör einstaklinga hafa ver-
ið færð niður fyrir það, sem
gildandi samningarsegjatil um.
5. Geðþótti er látinn ráða því, hvort
stöður em auglýstar.
6. Samið hefur verið við einstakl-
inga í blóra við stéttarfélagið.
Friðarpípan
Minnugur þess, að oft verður
málum best borgið ef hávaðalaust
em rekin, rölti ég til þín snemma
á hausti, kærði sumar þessara van-
efnda og bað um leiðréttingu. Ég
fékk hlýjar móttökur og þú sagðist
skilja vandann. Samt bar fátt til
tíðinda á þeim fundi enda var hvorki
já eða nei í munni ráðherra míns
þá stundina. Ég gladdist yfír að
heyra um þann forgang, sem ýmis
þörf mál njóta nú um stundir, enda
sagðir þú nauðsyn bera til. En er
sú nauðsyn svo rík, að hún ógildi
orð og gerðir stjómvalda?
Til hvers í ósköpunum eru
menn þá að berjast við að gera
samninga og hvernig í dauðanum
á að staðfesta þá, ef undirskrift-
ir eru markleysan ein?
En vegna þíns nauma tíma varð
fundur okkar skammur, og vera
má að röksemdir mínar hafí ekki
skilað sér. Þess vegna kæri ég nú
öðru sinni og þá opinberlega þessi
samningsrof, fyrir þér, æðsta yfír-
manni í dóms- og lögreglumálum
íslendinga. í þetta skipti er aðeins
kæra á ferð. Bónin er horfín mér
af tungu. Sá skaði, sem nú er skeð-
ur, verður seint bættur, og svo
undarlega hefur við brugðið, að
þótt friðarpípa lögreglumanna
sé nú týnd, þá leitar hennar eng-
inn.
Menntun
Stærsta atriðið í öllum samn-
ingunum voru úrbætur, sem gera
átti við Lögregluskóla ríkisins.
Og hveijar eru svo efndimar? Jú,
alla viðleitni ber að meta, smávegis
lagfæringar hafa verið gerðar, en
sé miðað við þá erfíðleika sem auk-
inn nemendafjöldi skapar, heldur
skólinn varla í horfínu. Enginn
fastur starfsmaður er við stjórn-
un, því síður við bóklega kennslu.
Menn, yfírhlaðnir öðmm störfum,
eiga að sjá um skólahaldið. Að sinna
í hjáverkum áttatíu og átta nemend-
um, sem troðið var inn í tvær litlar
stofur jjetur varla verið heiglum
hent. Eg efast ekkert um góðan
vilja kennaranna, en geti þeir kom-
ið frá sér eðlilegri fræðslu við þessar
aðstæður er tími kraftaverkanna
hreint ekki liðinn.
Verkfallsréttur
Með samningnum fengu lög-
reglumenn launahækkun, verð-
tryggða eftir ákveðinni reglu. Þar
var því um að ræða starfsmat, sem
menn sættu sig við og staðfestu
með undirskrift. Trygginguna
skyldi reikna á sex mánaða fresti.
A móti samþykktu lögreglumenn
að verkfallsréttur þeirra skyldi af-
numinn. Það var mörgum sárt. í
augum verkafólks er sá réttur
því sem næst heilagur. Þrátt fyrir
það, var ég á engan hátt ófús til
samkomulagsins, og held ég þó, að
gildi verkfallsréttar sé mér sæmi-
lega ljóst. Mín sjónarmið eru
nefnilega svo gamallar gerðar að
mér fínnst siðlítið að bjóða almenn-
ingi upp á það öryggisleysi sem
skapast í verkfalli lögreglunnar.
Ég var ekki eini löggæslumaður-
inn, sem hafði þá skoðun.
Okkur fínnst nefnilega, ágæti
ráðherra, að heimurinn fari harðn-
andi þessi árin. Þrátt fyrir störf
okkar fara ofbeldismenn lausir og
misþyrma fólki. Þrátt fyrir um-
ferðarátak eru slysin mörg og
hörmuleg. Þeir, sem þekkja bakhlið
þjóðfélagsins, horfa án bjartsýni til
þeirrar stundar, þegar „löggan"
gefst upp og fíkniefnasalinn erfir
landið. Mín stétt hefur viljað frið,
hr. ráðherra, og hún heldur samn-
inga. Hvað ríkisvaldið hefur í
hyggju veit ég ekki. Orðheldnin
liggur hins vegar ljós fyrir. Kaup-
tryggingin hefur aldrei verið reikn-
uð út, a.m.k. ekki á umsaminn hátt.
Það sem verra er, á þeim snautlegu
pappírum, sem þó hafa borist, má
blekkingu fínna, og hana ekki af
smærri sortinni. Hvort er nú uppris-
inn kaupmaðurinn, sem eitt sinn
sagði: „Mældu rétt, strákur"?
Nei, ráðherra
Lögreglan er þjónn fólksins,
hennar æðsta skylda er að vaka
yfír öllum almennum mannréttind-
um. Henni ber að gæta hlutleysis
og umfram flest annað hefur hún
það hlutverk að stilla til friðar og
sýna ekki sjálf meiri hörku en nauð-
syn ber til. Því miður hefur það
ekki ætíð gengið sem skyldi, enda
Einar Bjarnason
„Meginþorri þjóðarinn-
ar lítur á okkur sem
manneskjur en ekki
sem valdsmenn. Ef það
viðhorf breytist, geng
ég út af lögreglustöð-
inni í Reykjavík. Það
eitt væri enginn skaði,
en vertu viss, ég verð
ekki einn á ferð.“
eru tvíþætt hlutverk ekki auðleikin.
Samt eru verri tímar í nánd. Hver,
sem heyra vill eða sjá, gerir sér
grein fyrir því að nú eru fleiri hnífar
á lofti en áður. í þeirri vopnuðu
eiturefnaveröld sem við blasir stytt-
ist í að lögreglan neyðist til að taka
upp hertar starfsaðferðir. Undir það
er hún ekki búin og vill sannarlega
sleppa við þá þróun. Um það verður
þó ekki spurt. Tímans hjól er nokk-
uð fast í rásinni.
Með þá framtíðarsýn sömdum
við um betri starfsmenntun. A
þann eina veg getum við ef til vill
staðið af okkur aukinn vanda. Á
þann eina veg getum við gert okkur
einhveijar vonir um að viðhalda
sæmilegu trausti borgaranna. Auð-
vitað má spyrja sem svo: Geta ekki
mannaskammimar sætt sig við
svipað „rigti" og löggustrákamir í
Moskvu og Chicago, þetta er jú
sama starf og áþekkt úniform.
Þessu er fljótsvarað: Nei, ráð-
herra. Islensk lögregla er handhafí
ómetanlegra auðæfa. Auðæfa, sem
erlendir stéttarbræður öfunda hana
af og myndu kaupa dým verði, ef
unnt væri. Við erum hluti hóps-
ins. Meginþorri þjóðarinnar lítur
á okkur sem manneskjur en ekki
sem valdsmenn. Ef það viðhorf
breytist, geng ég út af lögreglustöð-
inni í Reykjavík. Það eitt væri
enginn skaði, en vertu viss, ég verð
ekki einn á ferð.
„Glík skulu gjöld gjöfum“
Samningurinn frá árinu 1986 er
orðinn lélegur. Enginn pappír, þótt
löggiltur sé, þolir slík skakkaJföll.
Samt sinnir Iögreglan skyldum
sínum, enda ekki þakkarvert. Þó
má nú reikna með áherslubreyt-
ingu. Við þekkjum enga menn jafn
fjölhæfa í að túlka samninga eins
og einmitt þá, sem yfirvöld hafa
sett til þeirra verka. Þessa menn
hyggjumst við nú taka til fyrir-
myndar. Það verður erfítt, við emm
aðeins meðal-Jónar og því ekki eins
brattgengir og þeir „Glæsivalla-
menn“. En er nokkuð athugavert
við það þótt lögreglan aðlagi sig
nýjum siðum og túlki skyldur á
hliðstæðan hátt og yfirvöld túlka
réttindi?
Hr. ráðherra.
Stefna, sem leitt hefði til aukins
öryggis, er í sand mnnin. Ný samn-
ingagerð gæti orðið nauðsynleg fyrr
en sumir hyggja. Þá munu lögreglu-
menn mæta til leiks með þau
sannindi í huga að sáttmáli um
langtímafrið hefur verið brotinn
niður. Þeir munu koma með spum-
ingu: Höfðu þeir, sem svo stóðu að
verki, fengið til þess umboð frá
húsbónda sínum, þjóðinni?
P.s. Stjóm Landssambands lög-
reglumanna biður fyrir kveðjur!
Höfundur er aðalvarðstjóri ílög-
regluliði Reykjaríkur og formað-
ur Landssambands lögreglu-
manna.
Aðeins tveimur
einvígjum ólokið
SKÁK
Karl Þorsteins
Aðeins tveimur áskorenda-
einvígjum er nú ólokið í Saint
John í Kanada að afloknum sex
einvigisskákum. Vitaskuld ber
þar hæst einvígi Jóhanns Hjart-
arsonar og Viktors Kortsjnojs.
Hitt cinvígið er milli Sokolovs
frá Sovétrílg' unum og heima-
mannsins Spraggetts. Fyrri
aukaeinvigisskákunum , gær
lauk báðum með jafntefli og
verða þær síðari tefldar í dag,
föstudag. Ef enn verður jafnt
kemur til bráðabana þar sem
umhugsunartíminn er skertur
frá því sem nú er.
Sigurvegurunum í einvígjunum
í Saint John verður raðað á ný
til einvígistaflmennsku. Við þann
hóp bætist fyrrverandi heims-
meistari, Anatoly Karpov, og má
búast við að taflmennskan hefjist
fyrri hluta sumars.
En lítum aðeins á þau einvígi
sem lokið er í Saint John. Vita-
skuld hafa önnur einvígi í Saint
John fallið í skuggann af tafl-
mennsku Jóhanns og Kortsnojs
og er ætlunin að bæta aðeins úr
því hér. Taflmennskan var nefni-
lega bráðskemmtileg í flestum
einvígjunum.
Speelman sigraði Seirawan af
öryggi. Lokastaðan varð fjórir
vinningar gegn einungis einum.
Speelman hefur mjög sérstæðan
skákstíl, kannski líkt og útlit hans
gefur til kynna. Skákskilningur
hans er djúpstæður og tafl-
mennskan oft snilldarleg. Að mínu
viti hefur hann alla möguleika til
að ná langt í áframhaldinu. í ein-
víginu nú var Speelman ekki alls
kostar ánægður með taflmennsk-
una, áleit heppni ásamt betri
taflmennsku í tímahraki hafa or-
sakað sigurinn.
Portisch lagði Vaganjan af
velli, 3V2—2V2. Einvígið þótti
heldur bragðdauft. Fyrstu tvær
jafnteflisskákirnar voru heldur
snubbóttar. Portisch sigraði næst
í einni skák og hélt jöfnu í þeim
sem eftir voru. Portisch á vissu-
lega heiður skilinn fyrir sigurinn.
Hann var ekki álitinn sigurstrang-
legur fyrir millisvæðamótið í
Szirak í sumar. Lenti þar í þriðja
til fjórða sæti og öðlaðist rétt til
þátttöku í Saint John með því að
bera sigurorð af Nunn í sérstöku
einvígi um þátttökuréttinn. Þrátt
fyrir að hann sé kominn af létt-
asta aldursskeiði er hann enn vís
til afreka og engin ástæða til að
afbóka hann strax fyrir næstu
einvígislotu.
Einvígi Timmans og Salovs
vakti mikla athygli. Þrátt fyrir
að Timman hafi lengi verið álitinn
meðal sterkustu skákmanna
heims hefur honum aldrei fyrr
tekist að komast eitthvað áleiðis
í keppninni um heimsmeistara-
tignina. Eftir jafntefli í fímm
fyrstu einvígisskákunum nú, þar
sem Timman stóð öllu betur í
flestum skákunum, gerðu menn
því skóna að líklegast væru það
örlög Hollendingsins snjalla að
sitja úti í kuldanum. Með snjallri
taflmennsku í lokaskákinni tókst
honum þó að sigra og er ekki
annað hægt en að spá honum
velgengni í næstu einvígislotu.
Nigel Short er spáð miklum
framgangi í skákheiminum. Sax
frá Ungveijalandi varð honum
líka engin hindrun. Short sigraði
í tveimur fyrstu skákunum og
jafntefli varð í þremur hinum
næstu. Taflmennskan þótti litrík
og skemmtileg og verður gaman
að fylgjast með Short í fram-
haldinu.
Ehlvest frá Eistlandi er gjaman
nefndur arftaki Keres í heimal-
andi sínu. Taflmennskan er hvöss,
en bar ekki árangur í þetta sinn
gegn yfírvegaðri taflmennsku Ju-
supovs. Jusupov sigraði örugg-
lega, hlaut 3V2 vinning gegn IV2.
Hann hefur þungan skákstíl, sem
hentar vel þegar til einvígishalda
er komið.
Nóg um einvígistaflmennskuna
að sinni. Margt ánnað ér á boð-
stólum fyrir skákáhugamenn í
Saint John þessa dagana. Tvö
mjög sterk opin skákmót eru á
dagskrá. Annað mótið stendur nú
yfír og meðal þátttakenda eru fjöl-
margir stórmeistarar og tveir
íslenskir skákmeistarar, þeir Jón
Garðar Viðarsson og Áskell Öm
Kárason. Hið síðara byijar 8. fe-
brúar og verða Helgi Ólafsson,
Margeir Pétursson og Karl Þor-
steins væntanlega þar á meðal
keppenda.
Heimsmeistaramót í hraðskák
er einnig á næstunni 0g úrslita-
keppnin verður 20. febrúar. 36
skákmeistarar munu tefla þar.
Þar á meðal keppenda verða allir
sterkustu skákmeistarar heims.
Gary Kasparov heimsmeistari og
Anatoly Karpov eru þar skráðir
til leiks. Allir keppendumir í ein-
vígjunum nú eiga rétt til þátttöku
og nú standa yfír undanrásir fyrir
þau sæti sem aflögu eru enn.
Helgi Ólafsson tryggði sér um
daginn eitt af þeim sætum er
hann lenti í öðru sæti í mjög
sterku hraðskákmóti. Helgi hlaut
I8V2 vinning af 24 mögulegum,
en sigurvegarinn var Noguaires,
stórmeistari frá Kúbu, hlaut 19
vinninga, á meðal fómarlamba
Helga var stórmeistarinn Torre,
sem lagður var að velli í einstak-
lega skemmtilegri skák sem hér
fer á eftin
Hvitt: Helgi Ólafsson
Svart: Torre
1. Rf3 - d5, 2. g3 - Rf6, 3.
Bg2 - c6, 4. 0-0 - Bg4, 5. d3
- Rbd7, 6. Rbd2 - e6, 7. e4 -
Bd6, 8. h3 - Bh5, 9. I?el -
0-0, 10. Rh4!
Möguleikar hvíts liggja til
kóngssóknar. Riddaraleikurinn er
fyrsta skrefið í þeim hugleiðing-
um.
10. - He8, 11. Rf5 - Bf8, 12.
b3 - Bg6, 13. De2 - dxe4, 14.
dxe4 - Rc5, 15. g4 - Dc7, 16.
Bb2 - Re6, 17. Rc4 - Rf4
Fljótt á litið virðast möguleikar
svarts vera ákjósanlegir. Riddar-
inn hefur fengið góðan reit, sem
hann verður ekki hrakinn frá. í
framhaldinu gætir Torre sín hins
vegar ekki sem skyldi.
18. Df3 - Rxg2, 19. Kxg2 - b5,
20. Rce3 - Rd7, 21. h4 - f6, 22.
h5 - Bf7, 23. Hadl - Rc5, 24.
g5!
a b c d • I 0 h
Taflmennskan er bráðskemmti-
leg. Peðum er fómað til þess að
ryðja leiðina að svarta kónginum.
24. - fxg5, 25. h6 - g6, 26.
Rg7 - Bxg7, 27. hxg7 - Re6,
28. Rg4 - Rf4+, 29. Kh2 -
Kxg7, 30. Dc3!
Hvítur hótar nú 31. Dxe5+ og
31. Rxe5. Við því er engin vöm.
30. - b4, 31. Dxe6+! - Dxe5,
32. Bxe5+ - Kf8, 33. Hd7 -
Had8, 34. Hfdl - Hxd7, 35.
Hxd7 - Be6, 36. Bg7+
Torre gafst hér upp. Hann er
mát í næsta leik.
I