Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 25.2.88
YFIRLIT í gær: Um 1300 km suöur I hafi er 1035 mb hæð en
lægðardrag við austur- og norðausturströnd Grænlands. Um 500
km vestsuðvestur af Hvarfi er 993 mb lægð á leið norðaustur.
Hiti breytist Iftið.
SPÁ: Vestan- og suðvestanátt, víðast kaldi. Dálítil súld eða slydda
um vestanvert landið, en þurrt og 6umstaðar léttskýjað um landið
austanvert. Hiti á blllnu 2 til 7 stlg.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FÖSTUDAG og LAUGARDAG: Vestan og suövestan-
átt og víðast frostlaust. Dálitil súld eða sfydda vestanlands og á
annesjum fyrir norðan, en yfirleitt þurrt og bjart á Austur- og Suð-
austurlandi.
TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
-( V Heiðskirt ▼ vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.
Léttskýjað / / / / / / / Rigning
/ / / * / *
Skýjað / * / * Slydda / * /
H|ljlk A|skýjað * * ■* * * * * Snjókoma * * *
■J 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V Skúrir
V Él
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—{- Skafrenningur
Þrumuveður
Um fimmtíu manns taka nú þátt
S stjórnmálaskólanum en það
mun vera metþátttaka. A inn-
felldu myndinni er Þorsteinn
Pálsson, forsætisráðherra og
formaður Sjálfstæðisflokksins,
að setja stjómmálaskólann á
þriðjudag.
ÍDAGkl. 12.00:
Metþátttaka í Sljórnmála-
skóla Sjálfstæðisflokksins
STJÓRNMÁLASKÓLI Sjálf-
stæðisflokksins var settur
síðastliðinn þriðjudag. Að þessu
sinni voru tæplega fimmtíu nem-
endur sem skráðu sig í skólann
og mun það vera metþátttaka.
Að sögn Þórdísar Waage, sem
hefur haft veg og vanda af undir-
búningi Stjómmálaskólans, er
þetta aðallega kvöld- og helgar-
skóli. Virka daga stendur hann
klukkan 17.30-22.30 auk tveggja
laugardaga. Skólanum líkur 5.
mars. Þórdís sagði þátttakendur
vera ungt fólk á öllum aldri, karlar
sem konur, af öllu landinu. Aðal-
lega væri þetta fólk sem hefði
áhuga á því að kynnast því sem
væri að gerast í stjómmálalífinu í
dag og Sjálfstæðisflokknum.
„Þetta er alveg metþátttaka
núna og hafa um fimmtíu nemend-
ur skráð sig. Hingað til höfum við
þurft að takmarka þátttekenda-
flölda við u.m.b. 25 vegna ræðu-
námskeiðsins sem er hluti af skó-.
lanum en nú brugðum við á það
ráð að skipta hópnum í þrjá hluta
Heimild: Veðuretofa fsiands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 (gær að ísl. tíma hltl veöur Akureyrl 2 alskýjað Reykjavik 3 Þokumóða
Bergen 2 lóttskýjað
Helslnkl +7 skýjað
Jan Mayen +0 slydda
Kaupmannah. 0 anjókoma
Narasarasuaq +1 snjókoma
Nuuk +1 snjókoma
Oatð +4 ekýjað
Stokkhólmur +4 snjókoma
Þórahöfn 4 hólfskýjað
Aigarve vantar
Amaterdam 3 akýjað
Aþena 13 hélfskýjað
Baroekma 13 mlatur
Berlin 2 slydda
Chlcago +7 helðakfrt
Feneyjar 3 rigning
Frankfurt 3 snjóól
Qlasgow 7 léttskýjað
Hamborg 0 snjókoma
Laa Palmaa 18 urkoma
London S akýjað
Lot Angelea 10 léttakýjað
Lúxemborg 2 anjóél
Madríd 11 akýjað
Malaga 19 akýjað
Mallorca 11 súld
Montreal +9 léttakýjað
NewYork 1 lóttakýjað
Paria 4 skúr
Róm 12 skýjað
Vín 4 alskýjað
Washlngton 1 hóHskýjað
Winnlpeg 18 heiðskfrt
Valencia 16 léttskýjað
og vera með þijá leiðbeinendur á
ræðunámskeiðinu. Það virðist vera
mikill áhugi á stjómmálaskólanum
því því þegar er komið fólk á bið-
lista fyrir næsta ár,“ sagði Þórdís
Waage.
Sjá grein um skólann og við-
töl á bls. 46-47.
Bifr eiðatry ggingar:
Rætt um að leyfa
sjálfsábyrgð
HÆKKUN iðgjalda bifreiða-
trygginga og auknar tryggingar
með nýjum umferðarlögum
komu til umræðu á fundi ríkis-
sljórnarinnar á þriðjudag. Að
sögn Jóns Sigurðssonar dóms-
málaráðherra var meðal annars
rætt um að setja reglugerð sem
leyfir sjálfsábyrgð. Áætlað var
að Tryggingaeftirlitið gæfi í gær
umsögn um hækkunarbeiðni
tryggingaf élaganna en Erlendur
Lárusson forstjóri þess sagði að
endanlegri ákvörðun yrði frestað
uns ráðuneytið hefði tekið
ákvörðun í málinu.
Að sögn Jóns Sigurðssonar
dómsmálaráðherra er ekki líklegt
að ríkisstjómin beiti sér fyrir laga-
setningu til að hafa áhrif á iðgjöld-
in en hann sagði að meðal annars
hefði verið rætt á fundi ríkisstjórn-
arinnar um að setja reglugerð sem
heimili sjálfsábyrgð tryggingataka.
Ný umferðarlög gera ráð fyrir að
sjálfsábyrgð falli niður, eins og
fram hefur komið.
Erlendur Lárusson forstjóri
Tryggingaeftirlitsins sagði að
stofnunin bíði nú úrskurðar dóms-
málaráðuneytis um hvort sjálf-
ábyrgð verði leyfð og verði ekki
tekin endanleg afstaða til hækkun-
arbeiðnar félaganna fyrr en sá úr-
skurður liggur fyrir. Erlendur sagði
þó ljóst að hækkunin yrði ekki minni
en sem nemur beiðninni.
Hallgrímur Snorrason hagstofu-
stjóri segir að ekki hafí verið reikn-
að út hvaða áhrif breytingar á
tryggingaiðgjöldum muni hafa á
framfærsluvísitölu enda enn óljóst
hver hækkunin verður.
Lögreglan
vill tala
við vitni
LÖGREGLAN i Reykjavík óskar
eftir að hafa tal af vitnum að
árekstri á mánudaginn, 22. fe-
brúar. Áreksturinn varð um kl.
13.35 á mótum Eyrarlands, Bú-
staðavegar og Grensásvegar.
Á þessum gatnamótum rákust
saman Colt-bifreið, sem var ekið
vestur Bústaðaveg, og Toyota-bif-
reið, sem fór norður Eyrarland.
Nokkur umferð var og vonar lög-
reglan að einhveijir haft orðið vitni
að árekstrinum. Þeir, sem geta veitt
upplýsingar, eru beðnir um að snúa
sér til slysarannsóknardeildar lög-
reglunnar.
Tíð innbrot í geymsl-
ur fjölbýlishúsa
TILKYNNT var um innbrot i
60-70 geymslur í fjölbýlishúsi við
Þangbakka um kl. 21 á þriðju-
dagskvöld. Slík innbrot eru tíð
og að sögn lögreglu virðist sem
nokkrir hópar fólks stundi þau.
Samkvæmt upplýsingum Rann-
sóknarlögreglu ríkisins er mjög al-
gengt að brotist sé inn í geymslur
fjölbýlishúsa, þar sem þær eru oft
á tíðum á afviknum stað í kjallara.
Þá eru oftar en ekki lélegar hurðir
fyrir dyrum og geymslumar ekki
mannheldar. Lögreglan hefur haft
afskipti af nokkrum hópum fólks,
allt frá unglingsaldri og fram á
þrítugsaldur, sem virðast stunda
slík innbrot, í þeirri von að finna
áfengi eða hluti sem unnt er að
koma í verð. Það er því full ástæða
til að benda íbúum fjölbýlishúsa á
að vera vel á verði.
Ein varður Hall-
varðsson látinn
Einvarður Hallvarðsson, fyrr-
verandi starf sman nastj ó ri
Landsbankans, lést þann 22. fe-
brúar, 86 ára að aldri.
Einvarður fæddist að Skutulsey
í Hraunhreppi í Mýrasýslu þann 20.
ágúst 1901. Hann varð stúdent frá
MR 1925 og hóf störf hjá Lands-
banka íslands árið 1929. Hamr
gegndi störfum skrifstofustjóra,
formanns og framkvæmdastjóra
gjaldeyrisnefndar á árunum
1932-’42, var deildarstjóri 1943-’56
og starfsmannastjóri frá 1956 þar
til hann hætti störfum árið 1971.
Einvarður var í fyrstu stjóm
Sambands íslenskra bankamanna
og var formaður hennar nokkrum
sinnum. Hann var sæmdur gull-
merki sambandsins 1962. Hann var
einn stofnenda Lionsklúbbs
Reykjavíkur og var kosinn heiðurs-
félagi hans 1965. Einvarður var
umdæmisstjóri Lionsumdæmisins á
íslandi 1957-’58 og 1969-’70.
Eftirlifandi kona Einvarðs er.
Vigdís Jóhannsdóttir.