Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 35 Farmenn mótmæla losun Hvítaness FIMMTÁN starfandi farmenn mótmæitu í gær bindingu og losun Hvitanessins sem lá í Hafnar- fjarðarhöfn. Ástæðan fyrir mót- mælunum var sú að þegar skipið, sem siglir undir fána Panama, var hér síðast í byrjun desember komu fjórir Pólveijar um borð í skipið og jafnmargir íslendingar voru settir í land. Ekki kom til þess að Hvítanes yrði losað í gær, enda er yfirvinnubann i gangi hjá félögum í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Farmennimir vildu með þessu mótmæla því að skip, sem er í reglu- bundnum siglingum til og frá ís- landi, skuli vera mannað útlending- um að meginhluta til. Níu manns eru í áhöfn Hvítaness, sjö Pólveijar og tveir íslendingar. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélgs Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi áður bent á að rúmlesta- tala kaupskipaflota íslendinga hafi minnkað um 30% á síðastliðnum 10 árum, skipum hefur fækkað um 35% og farmönnum fækkað um 300. Á sama tíma hafa flutningar að og frá landinu aukist um meira en 70%. Hér væru því verulegir hagsmunir í húfí fyrir farmenn. „Það er brennandi spuming hjá þeim fáu farmönnum, sem eftir eru í stéttinni, hver stefna ríkisvaldsins er í þessum málum," sagði Guð- mundur. „Það er eðlilegt að menn spyiji hvort íslendingar sem ein þjóð eigi ekki að mynda sér einhveija stefnu. En stefna stjómvalda hefur enn ekki komið fram,“ sagði hann. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SýningDaða GalleríBorg DAÐI Guðbjömsson opnar sýningu í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 17. Daði Guðbjömsson fæddist 1954. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og síðan framhaldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Hann er formaður Félags íslenskra myndlistarmanna og er í safnráði Listasafns íslands. Daði hefur tekið þátt í ijölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. Sýning Daða nú er 8. einkasýning hans. Á sýningunni em aðallega olíumyndir, en einnig nokkuð af grafíkmyndum. Sýning er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Henni lýkur 8. mars. (Fréttatilkynning) Blaðamannafélag íslands: Krefst þess að lögregla virði starf sréttindi blaðamanna Málið tekið til umfjöllunar í ráðu- neytinu, segir dómsmálaráðherra STJÓRN Blaðamannafélags íslands hefur sent Jóni Sigurðssyni dómsmáiaráðherra bréf þar sem mótmæit er harðlega „hvernig lög- regluyfirvöld hafa að undanförnu gróflega hindrað blaða- og frétta- menn að störfum," eins og það er orðað. Jón Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði þegar haft samband við dóms- og lögregluyfirvöld vegna þessa máls og biði nú frekari upp- lýsinga um málsatvik sem til er vitnað í bréfinu. Að þeim fengnum kvaðst dómsmálaráðherra myndu boða til fundar með stjórn BI þar sem þessi mál yrðu tekin til umfjöllunar. í bréfi stjómar BÍ eru tilgreind störf sín og segir þar að þessa hafi nokkur atvik þar sem lögregla einkum gætt á Keflavíkurflugvelli. hindraði blaða- og fréttamenn við Vitnað er til atvika við komu Paul Watsons hingað til lands þar sem fréttamönnum var meðal annars meinuð innganga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. í bréfinu er þess kraf- ist að slíkir atburðir endurtaki sig ekki og að starfsréttindi blaða- og fréttamanna verði virt í hvívetna af yfirvöldum. Jafnframt fer Blaða- mannafélagið fram á að komið verði á ákveðnum samskiptareglum blaða- og fréttamanna og yfirvalda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þannig að blaða- og fréttamönnum verði tryggður eðlilegur og sjálfsagður aðgangur að móttökusvæði í flug- stöðinni. Jón Sigurðsson sagði að dóms- yfirvöld myndu legggja áherslu á að halda góðu sambandi við flöl- miðla og þessi mál yrðu því tekin til umflöllunar í ráðuneytinu. Hvað varðaði mál Paul Watsons hefði hins vegar verið tekin sú ákvörðun að leyfa ekki fréttamannafundi þar sem maðurinn var hnepptur í varð- hald og yfirheyrður, enda væri það ekki venjan, hvorki hér nér í ná- grannalöndum okkar, að veita fréttamönnum aðgang að sakbom- ingum í slíkum tilvikum. Hótel Esja og Hótel Loftleiðir: Hótelstj órarnir skiptast á störfum Hótelstjóramir á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum hafa nú skipt á störfum. Einar Olgeirsson hefur tekið við starfi hótelstjóra Hótel Esju af Hans Indriðasyni, sem á sama tíma tók við starfi hótel- stjóra Hótel Loftleiða i stað Ein- ars. í fréttatilkynningu frá Flugleiðum um þessi starfsskipti segir: „Einar Olgeirsson hóf störf hjá félaginu 1. maí 1981 sem hótelstjóri Hótel Esju. Árið 1985 fluttist hann síðan til Hótel Loftleiða og gerðist hótelstjóri þar. Áður en Einar kom til starfa hjá Flugleiðum var hann aðstoðar- hótelstjóri Hótel Sögu, hótelstjóri Hótel Húsavíkur og starfsmanna- stjóri Hótel Sögu.“ „Hans Indriðason kom fyrst til starfa hjá Loftleiðum 25. september 1962 sem afgreiðslumaður. Árið 1964 fluttist hann til New York og starfaði þar hjá Loftleiðum. Tíu árum síðar fluttist hann aftur til íslands og tók við starfí forstöðumanns við- skiptaþjónustudeildar Flugleiða, þar til árið 1985, að hann gerðist hótel- stjóri Hótel Esju.“ Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Verðlækkun frá sælgætisframleið- endum en óbreytt verð í sjoppum Verðlagsstofnun gerði verð- könnun í nokkrum sjoppum og matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu dagana 18. og 19. febrúar á tæplega 30 tegundum af inn- lendu sælgaeti. Framleiðendur sæl- gætisins höfðu lækkað verðið á sælgætinu um 7-11% í kjölfar lækkunar á vörugjaldi sem varð í byijun ársins og var það í sam- ræmi við vörugjaldslækkunina. í fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar segir: „Þó að sælgæti sé tæpast nauð- synjavara þá eru útgjöld meðalíjöl- skyldu vegna sælgætisneyslu 10.000—15.000 kr. á ári. Lækkun vörugjaidsins ætti því að lækka útgjöld almennings nokkuð. Könnun Verðlagsstofnunar leið- ir m.a. eftirfarandi í ljós. — Sjoppur hafa ekki lækkað sölu- verðið á því sælgæti sem lækk- að hefur í innkaupsverði. Vöru- gjaldslækkunin hefur því ekki komið í hlut neytenda heldur sjoppueigenda. — Matvöruverslanir verðleggja sælgæti í mörgum tilvikum í samræmi við leiðbeinandi smá- söluverð framleiðenda. í nokkr- um tilvikum er verðið í þeim hærra en leiðbeinandi smásölu-. verð en einnig eru þess nokkur dæmi að sælgætisverð í mat- vöruverslunum sé lægra en leið- beinandi smásöluverð. Lækkun vörugjalds á sælgæti hefur komið fram í verðlækkun í matvöruverslunum. Verð á sælgæti er, sbr. það sem að framan segir, hærra í sjopp- um en í matvöruverslunum. Er- það að jafnaði 10% hærra í sjoppum. í þeirri sjoppu sem að jafnaði var með hæsta sæl- gætisverðið í könnun Verðlags- stofnunar, Sogaveri, Sogavegi 3, Reykjavík, var verð á sæl- gæti að meðaltali 30% dýrara en í matvöruversluninni Fjarð- arkaup, Hólshrauni 1, Hafnar- firði. Leiðbeinandi smásöluálagning frá framleiðendum er 38—43%. Hins vegar er ljóst að smásölu- álagning í sjoppum er mun hærri eða að jafnaði 55—60% og 70—75% þar sem verðið er hæst. Eins og kunnugt er hefur ríkis- stjómin beint þeim tilmælum til verðlagsyfirvalda að þau beiti til- tækum ráðum, s.s. verðstöðvun, hámarksverði eða hámarksálagn- ingu, ef lækkun á tollum og vöm- gjaldi í byijun þessa árs kemur ekki fram í söluverði. Verðlags- stofnun hvetur þá sem selja sæl- gæti til að lækka smásöluverð á því í samræmi við verðlækkun frá framleiðendum svo ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ OPAL ÓPAL brJ6»t- •ykur TÓPAS SJRIUS 200g SIRHIS rjóm»- •uMuttoSI 100 g VALENCtA 'ii FREYJU ■taur SJOPPUR Biðskýlið Háaleitisbraut 25 36 25 170 82 78 51 33 Dónald Hrísateigi 26 35 25 80 83 53 35 ísbuðin Lækjargötu 25 30 24 80 51 33 Kuian Réttarholtsvegi 25 30 25 150 80 85 55 35 London Austurstræti ' 25 35 25 75 53 30 Lukku Láki Langholtsv. 25 30 25 150 80 83 53 33 Nesti Ártúnshötða 27 40 26 162 84 86 57 37 Skalli Hraunbæ 27 27 160 85 85 57 34 Sogaver Sogavegi 28 34 28 174 90 90 60 40 Staldrið Stekkjarbakka 25 30 25 80 85 55 35 Söluturninn Hafnarstræti <S.V.R.) 25 30 25 80 52 35 Söluturninn Móvahlið 25 30 25 135 80 80 53 30 MATVÖRUVERSLANIR Borgarbúðin Kópavogi 25 28 25 140 75 77 51 30 Fjarðarkaup Hafnarfirði 21 28 21 119 67 69 46 Hagkaup Skeifunni 23 30 23 132 72 55 30 J. L. Húsið Hringbraut 25 30 25 73 73 25 Kaupfélag Hafnf. Miðvangi 23 28 23 127 75 70 51 Kaupstaður Mjódd 23 35 25 140 75 77 51 31 Kjötmiðsstöðin Garðabæ 25 30 23 126 75 75 47 Mikligarður Holtágörðum 23 30 23 142 75 75 51 33 Nóatún Nóatúni 25 28 23 140 75 70 50 28 Nýibær Eiðistorgi 25 32 23 132 80 54 37 Leiðbeinandi smásöluverð 23 28 23 140 75 77 51 33 Meðalverð i sjoppum 26 33 25 157 81 84 54 34 Meðalverð i matvöruverslunum 24 30 23 133 74 73 51 31 Mismunurá meðalverði i sjoppum og matvöruverslunum 7,8% 9,5% 8,6% 18,2% 9.6% 14,5% 6,9% 11,8% Lægsta Hæsta Mismunur verð verð í% Ópal pakki 21.- * 28.- 33,3% Ópal brjóstsykur 28.- 40.- 42,9% Tópas pakki 21.- 28.- 33,3% Síríus suðusúkkulaði 200 g 119.- 174.- 46,2% Síríus rjómasúkkulaði 100 g 67.- 90.- 34,3% Valencía mjólkursúkkulaði 100 g 69,- 90.- 30,4% Freyja rísstöng, stór 46.- 60.- 30,4% Freyju staur 25.- 40,- 60,0%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.