Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Stjómmálaskóli Sjálfstæðisflokksins: Ýíðtæk stj ómmálaþekk- ing á skömmum tima - segir Bessí Jóhannsdóttir, formaður fræðsíunefndar Sjálfstæðisflokksins Stjórnmálaskóli Sjálfstæðis- flokksins verður settur 23. febrú- ar næstkomandi. Þetta mun vera I sautjánda skipti sem skólinn er settur eftir að hann hóf göngu sína árið 1973 eftir langt hlé. Ýmislegt hefur þó breyst í starfi skólans með breyttum tímum og breytingum í stjórnmálaheimin- um. „Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokks- ins gegnir veigamiklu hlutverki í flokksstarfinu. Hann er vettvangur, þar sem einstaklingar geta aflað sér þekkingar á ýmsum þáttum stjóm- mála á skömmum tíma, sagði Bessí Jóhannsdóttir, formaður fræðslu- nefndar Sjálfstæðisflokkins, er hún var spurð um tilgang og hlutverk skólans. „Markmiðið með skólahald- inu er að gera þátttakenduma hæf- ari til rökrænnar umræðu um stjóm- mál. Við emm ekki að búa til eða leita að einstaklingum til forystu í stjómmálum. Hitt er hins vegar staðreynd að margir af þeim, sem sækja skólann, fá slíkan áhuga á stjómmálum að hann verður þeim eins konar fyrsta skref á þeim vett- vangi.“ Áhersla á gæði og nýjungar Bessí sagði hlutverk fræðslu- nefndar flokksins vera það meðal annars að skipuleggja stjómmála- skólann og önnur stjómmálanám- skeið á vegum flokksins. „Við skipu- lag skólahaldsins nú í ár lögðum við sérstaka áherslu á gæði fyrirlesara og ný fyrirlestrarefni. Fjölmiðlaþátt- urinn er einkum áberandi. Bjöm Bjömsson, formaður útbreiðslu- nefndar flokksins, á veg og vanda af skipulagi hans og hefur fengið til liðs við sig hóp af færustu mönn- um. Hvað varðar fyrirlesara- þá eru mörg ný andlit í þeirra hópi, en éinn- ig nokkrir sem mega teljast ómiss- andi. Ég vil nefna þar Sigurð Líndal prófessor, sem hefur verið við skól- ann frá 1963 og nýtur mikilla vin- sælda endá með fróðari mönnum um þróun íslenskra stjómmála á þessari öld. Bjöm Bjamason ritstjóri er með utanríkismálin og það má segja það sama um hann, að erfítt væri að hugsa sér skólann án hans. Sú ný- breytni hefur nú verið tekin upp að fjalla um menningarmál, íjölskyldu- mál og umhverfísmál, en þetta eru allt málaílokkar sem Sjálfstæðis- flokkurinn mun láta í vaxandi mæli til sín taka,“ sagði Bessí. Hún bætti því við að leitast yrði við að caka Hópmynd af nemendum stjórnmálaskólans árið 1986. Metþátttaka mun vera í skólanum í ár, um fimmtíu manns hafa fengið skólavist og nokkrir eru á biðlista, að sögn Þórdísar Waage, umsjónarmanns skólans. sem mest af dagskrá skólans upp á myndbönd þannig að hægt væri að nýta fyrirlestra og aðra þjálfun á stjómmálanámskeiðum víða um land. Aukin þekking - aukin víðsýni „Það er erfitt að svara því í stuttu máli hver sé árangurinn af Stjóm- málaskóla Sjálfstæðisflokksins, en ég vil nefna nokkur atriði," sagði Bessí. „Ef vel tekst til eiga menn að geta fjallað á hlutlægan hátt um Ú'ölmarga þætti þjóðmála. Aukin þekking skapar ætíð aukna víðsýni og eykur öryggi manna sem ein- staklinga. Þjálfun í ræðumennsku, fundarsköpum og framkomu í fjöl- miðlum stuðlar og að fágaðri fram- komu og markvissari málflutningi. Síðast en ekki síst hefur skólinn stuðlað að vináttu og trausti milli þátttakenda, og Sjálfstæðisflokkur- inn eignast trausta og skelegga málsvara, sem er ekki svo lítils virði." Reynt að koma til móts við tímaleysið „Þegar ég kom að skólanum árið 1978 stóð hann í viku í hvert sinn og var dagskóli, þannig að menn urðu að taka sér frí úr vinnu til þess að geta sótt hann. Það var far- ið að sýna sig, að illa gekk að fá Bessí Jóhannsdóttir, formaður fræðslunefndar Sjálfstæðis- flokksins. fólk til þátttöku upp á þessi býti, og því var ákveðið að breyta til,“ sagði Sveinn H. Skúlason, formaður skólanefndar stjómmálaskólans. „Núna er þetta kvöld- og helgar- skóli, sem stendur yfir í hálfan mán- uð. Þessi breyting var gerð til þess að reyna að koma til móts við þann tímaskort sem hijáir nútímaþjóð- félag. Það sýndi sig strax að þetta fyrirkomulag varð mjög vinsælt og þátttakan jókst stórlega. Þá var Morgunblaðið/Þorkell Sveinn H. Skúlason, formaður skólanefndar stjórnmálaskólans. einnig reynt að fara með hluta af skólanum, ræðunámskeið og ýmsa fyrirlestra, út á land. Áður var þetta þannig að fólk varð að taka sér frí til þess að koma til borgarinnar, en það var farið að minnka á þessum tíma og því vildum við heldur reyna að ná til fólks á höfuðborgarsvæðinu með kvöldskólanum og fara með ein- stök námskeið út á land. Árið 1982 eða 1983 gerðum við enn breytingu á starfseminni og buðum upp á ákveðin sérsvið, sem menn geta va- lið sér, til dæmis verkalýðs- eða ut- anríkismál. Fyrirlesarar hafa ævinlega verið menn á oddinum, hver í sinni grein. Það er eiginlega ótrúlegt hvað hefur tekist að fá hæfa fyrirlesara, og það hefur gefið skólanum mikið vægi. Kennaramir eru ævinlega leiðandi fólk í sinni grein og hafa virkilega gert þetta að góðum skóla. Ég get nefnt sem dæmi að nú í ár sér Davíð Oddsson um fræðslu í sveitarstjóm- armálum, Friðrik Sophusson fjallar um sögu Sjálfstæðisflokksins og Vilhjálmur Egilsson um efnahags- mál. Við höfum reynt að fara yfir sem víðast svið í námsefninu. Mikil áhersla hefur verið lögð á ræðu- mennsku og fundarsköp, en einnig á utanríkismál, sögu Sjálfstæðis- flokksins og íslenska stjómmála- sögu. Þættir, sem við höfum tekið fyrir í auknum mæli á síðari árum eru framkoma í sjónvarpi og út- varpi. Það á sama við þar og annars staðar, hæfir fjölmiðlamenn hafa séð um kennsluna. Sem dæmi um fólk, sem nemend- umir komast í návígi við í pallborðs- umræðum í skólanum, en kannski er erfitt að nálgast annars staðar, em t.d. varaforseti ASÍ og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sem hafa setið fyrir svör- um. Sama er að segja um formann Sjálfstæðisflokksins og ýmsa aðra leiðandi menn í íslenskum stjóm- málum. Þama á að vera hægt að fá bestu mögulegu upplýsingar, sem völ er á um þau mál sem tekin em fyrir.“ Ekki f lokkspólitískur áróður Sveinn sagði að mæla mætti ár- angurinn af þessu skólastarfi fyrir flokkinn í því, að mjög margir af nemendum skólans hafi síðan orðið leiðandi í flokksstarfínu víða um land. „Skólinn hefur bæði þjónað því hlutverki að kveikja pólitískan áhuga í auknum mæli og veitt fólki, sem er virkt í flokksstarfínu, víðtækari vitneskju og gert það hæfara í pólitísku starfi. Við höfum hins veg- ar aldrei fallið í þá gryfju að vera þama með flokkspólitískan áróður. Þess vegna gæti hver sem er komið þama inn, en við höfum reiknað með að nemendumir séu fylgjandi Sjálf- stæðisstefnunni og þurfi því ekki á neinum áróðri að halda, sagði Sveinn. Katrín Gunnarsdóttir, formaður nemendasambands stjómmálaskól- ans, sagði að á fjórða hundrað manns hefðu stundað þar nám frá 1973. „Við reynum að halda sam- bandi, og gamlir nemendur halda stundum með sér skemmtikvöld eða sent er út bréf, þar sem fólk er hvatt til að sækja einstaka fundi eða fyrir- lestra," sagði Katrín. Morgunblaðið hafði samband við nokkra gamla nemendur, og það var samdóma álit þeirra, að stjómmálaskólinn hefði orðið þeim til mikils gagns. ',,iðtöl: Ólafur Þ. Stephensen SIGURÐUR PÉTURSSQN: Fyrst og fremst fróðleiksfýsn „ÉG hef ekki verið neitt í stjórn- málastarfi, ástæðan fyrir því. að ég fór í stjórnmálaskólann áirið 1980 var fyrst og fremst fróð- leiksfýsn um ýmis mál og auðvitað kemur allur fróðleikur mönnum til góða,“ sagði Sigurður Péturs- son, forstöðumaður meginlands- deildar Eimskips og gamall nem- andi stjórnmálaskólans. „Þama var farið inn á ýmis svið, og menn þurfa ekkert'endilega að vera félagar í Sjálfstæðisflokknum þótt þeir fari á þetta námskeið. Þarna voru ágætir fyrirlesarar, þingmenn og aðrir ágætismenn, sem komu sínu vel til skila. Ég man sérstaklega eft- ir Jónasi Haralz, bankastjóra, sem hefur auðvitað mikla reynslu í lj'ár- Sigurður Pétursson. málaheiminum og var gaman að hlusta á. Þetta víkkaði sjóndeiidarhringinn heilmikið, maður er oft að velta því fyrir sér hvemig þjóðfélagið sé best rekið og hver sé hæfastur til þess. Þetta námskeið vakti mann til um- hugsunar um ýmis mál í hita og þunga dagsins. Ég held að þetta komi öllum að gagni í félagsmálum almennt, þótt menn séu ekkert að vasast í pólitík." ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR: Persónuleg tengsl dýrmætust „FYRIR mér eru þau nánu per- sónulegu tengsl, sem mynduðust milli nemendanna, dýrmætust úr reynslu minni af stjómmálaskól- anum,“ sagði Ásthildur Péturs- dóttir, sem sótti skólann árið 1973. „Við kynntumst mjög náið á þessari einu viku og kvöddumst eins og aldavinir. Á hinn bóginn höfðum við svo ákaflega gott af hini víðfeðmu yfirferð fyrirlesar- anna, og vorum keyrð áfram af hörku.“ „Við höfum haldið saman nokkrar stelpumar, sem tókum þátt í skólan- um þetta ár, þar á meðal Inga Jóna Þórðardóttir, Jónína Mikaelsdóttir og fleiri konur sem hafa verið áberandi Ásthildur Pétursdóttir í Sjálfstæðisflokknum. Við höfum veitt hver ánnarri stuðning, til dæm- is í prófkjörum og kosningum, og það eflir auðvitað flokkinn mikið að slík persónuleg vinátta skuli ríkja milli okkar. Ég held tvímælalaust að reynsla mín úr Stjómmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins hafí kómið mér að gagni. Ég er húsmóðir, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins hér í Kópavogi, leið- sögumaður fyrir ferðaskrifstofu og að auki framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki, og námið hefur nýst mér á öllum þessum sviðum. Það gerir mann auðvitað sjálfstæðari að fá visst sjálfstraust og þekkingu, sama hvað maður tekur sér fyrir hendur. Þetta var mikil hvatning fyrir mann, og ég hefði ekki viljað missa af þessu, það var mér eins dýrmætt og márgur skólinn annar, sem ég hef sótt. Ástæðan fyrir því að ég tók mig ! til og fékk viku frí úr vinnunni til .. þess að geta sótt skólann var sú að I mig langaði til þess að fá víðari yfír- sýn yfir málín. Þegar maður er virk- ! ur í stjómmálastarfi, eins og ég hafði þá verið um nokkurt skeið, öðlast I maður þekkingu á einstökum atrið- um, en vantar meiri breidd, og hana var að fá í stjómmálaskólanum. Við fengum skólun af ákaflega mörgu tagi, sem ég held að maður fái ekki annars staðar ájaftistuttum tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.