Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
Skákmótið í Linares:
Jóhann með væn-
lega biðskák
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
6-7þúsund titiará bókamarkaði
HINN árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður
opnaður í dag á 3. haeð Kringlunnar. Að þessu sinni verða milli 6 og
7 þúsund titlar á markaðnum.
teflir við Júgóslavann Nicolic í
3. umferð í dag og hefur svart.
Skák Jóhanns og Illescas var
flókin og að sögn Leifs Jósteinsson-
ar fréttaritara Morgunblaðsins virt-
ist halla á Jóhann um tíma. í tíma-
hraki lék Spánverjinn síðan óná-
kvæmt og Jóhann náði undirtökun-
um. Biðstaðan birtist hér til hliðar.
Það er Jóhann sem hefur hvítt og
leikur biðleik.
Önnur úrslit umferðarinnar urðu ,
þau að Chandler vann Nicolic og
Georgiev vann Tsjiburdanidze.
Jafntefli gerðu Júsupov og
Beljavskíj, Timman og Portisch og
Ljubojevic og Nunn og voru allar
þessar skákir tefldar í botn, að sögn
Leifs.
Eftir tvær umferðir eru
Beljavskíj, Júsupov, Timman og
Nunn allir með IV2 vinning.
SKÁK Jóhanns Hjartarsonar og
Spánverjans Miguel Illascas í 2.
umferð skákmótsins í Linares
fór í bið og á Jóhann góða vinn-
ingsmöguleika. Líklegt er að bið-
skákin verði tefld áfram á laug-
ardag en þá er frídagur. Jóhann
Byggðastofnun:
Tveimur
frystihúsum
veitt lán
STJÓRN Byggðastofnunar af-
greiddi á fundi sinum í gær, mið-
vikudag, lán til tveggja frystihúsa
vegna fjárhagslegrar endur-
skipulagningar. Hraðfrystihúsið
á Hofsósi fékk 18 milljóna króna
lán og Hjálmur hf. á Flateyri 10
milljóna króna lán í þessu skyni.
Eins og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu ligggja nú fyrir um
20 lánsbeiðnir frá fyrirtækjum í út-
gerð og fiskvinnslu vegna Qárhags-
legrar endurskipulagningar. I frétt
frá Byggðastofiiun segir að engin
leið sé að leysa vanda þessara fyrir-
tækja með Iánveitingum eingöngu.
Nú sé unnið að því að safna ársreikn-
ingum fyrirtækjanna, en lán hafi
verið veitt til hinna tveggja fyrr-
nefndu fyrirtækja vegna þess að þau
hafi skilað inn öllum gögnum.
Þá afgreiddi stjómin á fundi
sínum í gær lánveitingar vegna fjár-
festinga að upphæð kr. 107,6 millj-
ónir, þar af voru 69,7 milljónir vegna
fjárfestinga í fískvinnslu.
í dag
fyrirliclit >nn ■>«■■<
Aukning á. Ja jwii k'Jt
VDDSKffTIAIVINHUUF
>UiM L*MÍ*i»**«»SITOlU V»XT» 1«, 1**« —„ > i MxkJiuuLuui ali.vktr stÍhpQm fnumúi
\ ;
\ i"' fi r
Aftitorttírnf wuhotb*- L’iusuni iúili’gvadum
blaðB
Kvóti á ferskfiskútflutn-
ing kemur vel til greina
- segja útflytjendur gámafisks
„GÓÐ STJÓRN á fiskútflutningi er ágæt, um það eru allir sam-
mála, en það er erfitt að segja til um nákvæmlega hvernig sú stjóm
á að vera,“ sagði Jón Ásbjömsson, fiskútflytjandi í Reykjavík, þegar
bornar vora undir hann hugmyndir um stjómun og takmörkun á
útflutningi á fiski i gámum, sem nýstofnaður starfshópur á vegum
utanríkisráðuneytisins hefur nú til umfjöllunar. Þeir þrír útflytjend-
ur sem Morgunblaðið spjallaði við töldu allir að einhvers konar út-
flutningskvóti á gámafisk kæmi til greina
Jón Ásbjömsson sagði að ekki
hefðu komið upp nein vandamál á
Bretlandsmarkaði, sem væri alveg
frjáls, og því væri engin ástæða til
Morgunblaðið/Sverrir
Ómar Smári Armannsson aðalvarðstjóri leiðbeinir lögreglumönnum
á C-vakt í almennri deild og B-vakt i umferðardeild um nýju um-
ferðarlögin.
Nýju umferðarlögin:
Lögreglumenn
á námskeiði
ÞESSA Hagana eru haldin nám-
skeið á lögregiustöðinni við
Hverfisgötu þar sem lögreglu-
mönnum i Reykjavík em kynntar
þær breytingar sem verða á
umferðarlögum um næstu mán-
aðamót.
Að sögn Ómars Smára Armanns-
sonar aðalvarðstjóra umferðardeild-
ar er lögð áhersla á að fara yfir
breyttar starfsreglur lögreglu um
meðferð umferðaróhappa þar sem
aðeins verður eignatjón.
f liðinni viku voru nýju umferðar-
að setja hömlur á útflutning þang-
að, en svo virtist sem einhverrar
stjómunar væri þörf varðandi
fiskútflutning til Þýskalands, þar
sem verðsveiflur væru miklar.
Ölafur B. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri ísfangs á ísafirði,
sagði að honum fyndist vanta full-
trúa frá útflytjendum og fiskvinnsl-
unni í nefnd þá sem utanríkisráð-
herra hefði skipað til að ijalla um
útfiutning á gámafiski. Ólafur sagði
að upplýsingar um framboð af
gámafiski kæmu á mismunandi
tíma frá hinum ýmsu landshlutum
og þetta gæti haft það vandamál í
för með sér að þeir sem tilkynntu
síðast, svo'sem Vestmanneyingar,
yrðu helst hindraðir í að flytja út.
Hann sagði að hugsanlegt væri að
setja útflutningskvóta á skip, en
taldi erfítt að binda slíkan kvóta
við landsvæði.
Jóhannes Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Gámavina sf. í Vest-
mannaeyjum, taldi að stjóm á
gámaútflutningi gæti komið til
greina, en hún ætti þá ekki að vera
á hendi LÍÚ. Hugsanlegt væri að
fela hana Fiskifélaginu og við-
skiptaráðuneytinu, en best væri að
hún yrði á vegum útflytjenda
sjálfra, það myndi margur vandinn
leysast ef útflytjendur hefðu meira
samráð. Aðspurður sagði Jóhannes
að kvóti á útflutning gámafísks
kæmi til greina og þá helst ef hann
yrði bundinn við svæði.
lögin kynnt yfirmönnum í lögreglu
utan höfuðborgarsvæðisins á nám-
skeiði í Reykjavík og mun vera
aetlast til að þeir annist kynningu
til undirmanna sinna heima í hér-
aði. Þó sagði Ómar Smári að í ráði
væri að sinna eftir föngum öllum
óskum sem bæmst frá lögreglulið-
um á landsbyggðinni um leiðbein-
ingar vegna breytinganna enda
ætti varla að þurfa að taka fram
að þekking á gildandi lögum er
nauðsynleg starfandi lögreglu-
mönnum.
Hæstiréttur í máli Steingríms Njálssonar:
Dæmdur bæði í fangelsi
og viðeigandi hælisvist
DÓMUR S máli Steingríms
Njálssonar, sem ákærður var
fyrir kynferðisafbrot gegn
þremur ungum drengjum, féll
i Hæstarétti i gær. Hæstiréttur
dæmdi Steingrím til 9 mánaða
fangelsisvistar, en að henni lok-
inni skal hann sæta viðeigandi
hælisvist i 15 mánuði. Þá var
honum gert að greiða 100 þús-
und krónur í bætur til drengs
og að greiða málskostnað. Ekki
er ljóst hvað telst viðeigandi
hælisvist, enda em hérlendis
ekki sérstök hæli fyrir afbrota-
menn. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er þetta í
fyrsta sinn sem maður er bæði
dæmdur til refsivistar og hælis-
vistar. íslenskir dómstólar hafa
áður úrskurðað menn, sem tal-
ist hafa ósakhæfir, til hælisvist-
ar, en i þeim tilvikum hafa
menn ýmist dvalist f fangelsi
um tima eða verið sendir til
útlanda, til dæmis Noregs.
Þegar Hæstiréttur tók mál
Steingríms fyrir í október var þvf
vísað aftur heim í hérað, þar sem
dómurinn taldi að héraðsdómar-
inn hefði verið vanhæfur. Ástæð-
an var sú að hann hafði starfað
hjá embætti ríkissaksóknara og
mælt fyrir um rannsókn málsins.
Mánuði síðar var á ný kveðinn
upp dómur, sem hljóðaði upp á
2V2 árs fangelsisvist, en fyrri
dómur var 3 ár. Þeim dómi var
áfrýjað og í gær kvað Hæstiréttur
upp dóm sinn. Steingrímur var
sýknaður af einu ákæruatriði, en
sakfelldur fyrir tvö. Hann hefur
samtals hlotið 23 refsidóma fyrir
ýmisleg afbrot og samanlögð
refeivist hans er rúm 9 ár.
í niðurstöðum réttarins segir,
að Steingrímur sé haldinn alvar-
legum persónuleikatruflunum,
sem komi fram í hömluleysi og
lélegri hvatastjóm, þannig að
undir áhrifum áfengis virðist hann
eiga erfitt með sjálfestjóm. Brot
þau, sem ákært sé fyrir, hafi ver-
ið framin undir áhrifum áfengis.
Ljóst sé að innilokun f fangelsi
ein sér hafi ekki haft þau áhrif á
ákærða sem skyldi, og sé því mik-
ilvægt að hann njóti nauðsynlegr-
ar læknismeðferðar til þiess að
reyna að vinna bug á áfengissýki
sinni og þeim kynferðislega mis-
þroska, sem hann sé haldinn. Þvf
sé rétt að dæma hann til 15 mán-
aða hælisvistar til lækningar, að
aflokinni níu mánaða refsivist.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómaramir Magnús Thoroddsen,
Guðmundur Jónsson, Guðmundur
Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir
og Hrafn Bragason.
Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, var
inntur eftir því hvað teldist „við-
eigandi hælisvist". Hann sagði,
að það iægi ekki í augum uppi,
en ráðuneytið yrði að reyna að
framfylgja dómi Hæstaréttar.
„Það hefur verið rætt um nauðsyn
þess að koma upp hæli fyrir af-
brotamenn hér á landi, en af þvf
hefur ekki orðið enn og ég get
ekki svarað þvf hvenær það verð-
ur,“ sagði Þorsteinn.
Dómstólar hér á landi hafa
áður úrskurðað afbrotamenn til
hælisvistar, en þá hafa þeir verið
taldir ósakhæfir og úrskurðurinn
verið ótímabundinn, þ.e. hann
hefur verið endurskoðaður að ósk
tilsjónarmanns afbrotamannsins.
Sú hælisvist, sem staðið hefur til
boða, hefur yfirleitt reynst vist á
Litla-Hrauni, en áður fyrr voru
menn sendir á hæli erlendis, til
dæmis í Noregi. Þessi dómur
Hæstaréttar mun vera einsdæmi,
því Steingrímur er talinn sak-
hæfur, þar sem hann er dæmdur
í fangelsi, en jafnframt dæmir
Hæstiréttur hann til 15 mánaða
• x •_j: Umlimnolnii