Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
37
Þorkell
Alþingismönnuin var í gær boðið í Þjóðminjasafnið, en í gær var 123. afmælisdagur safnsins. Til sýnis
í safninu eru nú ýmsar gjafir, sem safninu hafa borizt í tilefni afmælisins.
Stuttar þingfréttir
Fundir vóru í báðum þing-
deildum í gær. Síðdegis heim-
sóttu þingmenn Þjóðminjasafnið.
í neðri deild var eitt mál til
meðferðar: frumvarp um heimild
til að brugga og selja bjór í
landinu eftir sömu reglum og
annað áfengi.
í efri deild var til annarrar
umræðu frumvarp þingmanna
Borgaraflokks til breytinga á
útvarpslögum. Meirihluti við-
komandi þingnefndar leggur til
að frumvarpið verði afgreitt með
því að vísa því til ríkisstjómar-
innar. Þá kom til fyrstu umræðu
frumvarp um að selja hluta
ríkisjarðarinnar Þóroddsstaða í
Ljósavatnshreppi.
Ingi Bjöm Albertsson og fimm
þingmenn aðrir úr jafn mörgum
þingflokkum hafa lagt fram tillögu
til þingsályktunar um neyðarsíma.
Tillagan felur samgönguráðherra,
verði hún samþykkt, „að láta kanna
með hvaða hætti er unnt að koma
upp neyðarsíma með jöfnu millibili
á erfíðum Qallvegum og heiðum til
að tryggja betur öryggi vegfarenda.
Jafnframt verði athugða hvað slíkar
framkvæmdir mundu kosta“.
* * *
Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) spyr
sjávarútvegsráðherra: 1) Hveijir
hafa selt veiðileyfi (aflamark) og
hveijir keypt frá því að slík sala
hófst hér á landi? 2) Hvemig skipt-
ast þessi viðskipti eftir ámm? 3)
Hvemig er skiptingin eftir land-
svæðum eða útgerðarstöðum?
Hvaða verðmæti var um að ræða í
hveiju tilviki fyrir sig?
* * *
Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn)
spyr félagsmálaráðherra: Hvernig
hyggst félagsmálaráðherra bregð-
ast við þeirri niðurstöðu Jafnréttis-
ráðs að ráðning Náttúmvemdar-
ráðs í stöðu þjóðgarðsvarðar í
Skaftafelli hafi verið brot á lögum
nr. 65/1985 um jafna stöðu ogjafn-
an rétt kvenna og karla?
Frumvarp um breyttar húsnæðislánareglur;
Lánað til kjördæma
í samræmi við
skuldabrefákaup
Vilhjálmur Egilsson og Matt-
hías Bjamason, þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, hafa lagt fram
fmmvarp til breytinga á lögum
um Húsnæðisstofnun ríkisins. I
fyrsta lagi gerir fmmvarpið ráð
fyrir því að útlán Byggingarsjóðs
ríkisins í helztu lánaflokkum
skiptist í sama hlutfalli milli kjör-
dæma og greitt er til lífeyrissjóð-
anna sem kaupa bréf af Hús-
næðisstofnun. I annan stað gerir
fmmvarpið ráð fyrir því að
Byggingarsjóður skuli ávaxta í
peningastofnunum víðs vegar
um land. í þriðja lagi er lagt til
að lána megi fyrirtækjum til
byggingar leiguíbúða fyrir
starfsfólk sitt.
í greinargerð segir m.a.:
Sú gagnrýni sem fram hefur
komið á húsnæðislánakerfíð, að það
leiði til flutnings á fjármagni frá
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins, er byggð á þeirri stað-
reynd að útlánaloforð Byggingar-
sjóðs til Reykjavíkur er 48,2% af
heildarlánsloforðum en um 37,2%
launagreiðslna landsmanna eru
taldar fram í höfðuðborginni. Til
landsbyggðarkjördæmanna hafa
Jóhanna Sigurðardóttir
farið 26,5% af lánsloforðum en þar
eru talin fram 38,4% af launa-
greiðslum landsmanna. Heildar-
lánsloforð Byggingarsjóðs frá 1.
september 1986 og út árið 1987
námu 8.958 milljónum króna. ^
Reyndar var Húsnæðisstofnun „lok-
uð“ eftir 12. mars 1987 en þá var
útgáfu lánsloforða hætt.
Tilflulningur fjármagns milli kjördæma mcS húsnæðislánakerrinu.
(Upphæðir í millj. kr.)
Framtaldar launa- Framlag til Tilflutningur
greiðslur 1985 lánsloforða fjármagns
Reykjavík 37.2°u 3331 +995
Reykjanes ■’4.5°0 2292 0
Vesturland 6.1 °o 543 -125
Vestfirðir 4.6% 412 -132
Noröurland vestra .. 4.3% 386 -177
Norðurland eystra .. 10.2% 910 -237
Austurland 5.3% 478 -180
Suöurland 7.9%' 706 -204
Óskilgreint +60
Samtals 8958 0
Heimildir: Húsnædisstofnun og Byggðastofnun.
Meðfylgandi skýringartafla fylgir greinargerð fmmvarpsins.
Bjórinn enn í neðri deild:
Þingmaður les upp nöfn 133
lækna og laugardagspistil Flosa
Flutningsmenn bjórsins kaghýddir, sagði Sverrir Hermannsson
Bjórframvarp, sem meiri hluti allsherjarnefndar neðri deildar
flytur, kom til framhalds-fyrstu umræðu I þingdeildinni í gær.
Andstæðingar frumvarpsins stóðu i ræðustólnum lungann úr
fundartíma þingdeildarinnar. Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf) las upp
— orðréttan — laugardagspistil Flosa Ólafssonar, Lítilræði af
sendibréfi, sem birtist í Alþýðublaðinu 9. janúar 1988 og fjallar
að meginefni um jólahald í bjórlandinu Danmörku. Þá las hann
upp nöfn og heimilisföng 133 lækna, sem sendu á dögunum frá
sér ályktun um bjórmálið. Sagði þingmaðurinn að ályktunin
væri þess efnis að nauðsynlegt væri að varðveita nöfn viðkom-
andi í þingtíðindum. Verði þetta frumvarp samþykkt, sagði þing-
maðurinn, þá vænti ég þess að sá dómur verði á lagður, að þeir
hafi að þvi stuðlað.
Vísindalegar
niðurstöður
Arni Gunnarsson (A/Ne)
sagði rannsónir vísindamanna og
reynslu bjórþjóða færa heim sann-
inn um það að bjór, sem viðbót
við annað áfengisframboð, yki
heildameyzlu áfengis og þar með
áfengisvandann og þann kostnað
heilbrigðisþjónustu, er af leiddi.
Ámi sagði að 70% áfengisneyt-
enda í Belgíu væri bjórdrykkju-
menn og stærstur hluti drykkju-
sjúklinga þar í landi ölneytendur.
Þingmaðurinn sagði að þeir
þingmenn, sem lögleyfðu bjór,
öxluðu þunga ábyrgð.
Einsdæmi í 958 ár!
Sverrir Hermannsson
(S/Af) mælti hart gegn bjómum.
Hann sagði bjórfrumvarpið, eins
og það var lagt fram í haust,
geyma málatilbúnað „sem væri
sá einstæðasti sem nokkm sinni
hafi verið borinn fram á Alþingi,
rakaleysumar með þeim hætti að
fágætt er — og áreiðanlega eins-
dæmi í þessi 958 ár sem liðin em
frá stofnun Alþingis". Þessvegna
hafi viðkomandi þingnefnd séð
þann kost vænstan að kasta fmm-
varpinu. Meirihluti hennar hafi
síðan samið nýtt bjórfmmvarp.
Með þessu vinnulagi vóm
„flutningsmennimir [Jón Magn-
ússon, Geir Haarde, Guðrún
Helgadóttir og Ingi Björn Alberts-
son] kaghýddir — og hin þorstláta
valkyija, háttvirtur 13. þingmað-
ur Reykjavíkurkjördæmis, [Guð-
rún Helgadóttir], kom hér upp og
kyssti á vöndinn og heyrðist
smellurinn út á tún“.
Sverrir gagnrýndi og greinar-
gerð með bjórfrumvarpinu, sem
hann sagði til skammar fyrir hið
háa Alþingi. Hann lét að því liggja
að flutningsmenn hafí haft það í
huga að styrkja sig á prófkjörs-
vettvangi „af því að þeir telja sér
trú um að ölberserkir séu í meiri-
hluta í okkar flokki".
Þingmaðurinn lét og að því
liggja að gróðasjónarmið réðu
ferð. Hugmyndin væri að fram-
leiða öl sem selja mætti með góð-
um gróða. Fram hjá hinu væri
horft að með bjómum væri stefnt
í stóraukinn áfengisvanda.
Með samkomulagi við
flutningsmenn
Geir Haarde (S/Rvk) sagði
fyrstu grein hins nýja bjórfrum-
varps, sem geymdi meginefni
þess, hina sömu og í eldra frum-
varpinu. Þetta væri því sama
frumvarpið að meginefni. Öðrum
greinum hafí að vísu verið breytt
en í fullu samráði og samkomu-
lagi við flutningsmenn. Stóryrði
Sverris Hermannssonar um eins-
dæmi í þingsögunni væm því út
í hött.
Geir sagði bjórandstæðinga
endurflytja sömu ræður og þeir
hafí flutt við fyrstu umræðu um
hið upphaflega framvarp í haust,
lítt eða ekki breyttar. Að megin-
stofni væri þessar ræður víða að
fínna í þingtíðindum, við hliðstæð
tækifæri. Fátt eða ekkert nýtt
kæmi fram. Þetta mál væri í raun
útrætt — og mál til komið að þing-
menn tækju afstöðu til þess með
eðlilegum og þinglegum hætti,
samþykktu það eða felldu, eftir
því sem sannfæring þeirra stæði
til.
Upplestur pistils og nafna
Olafur Þ. Þórðarson (F/Vf)
mælti gegn framvarpinu. — Hann
las upp, orðréttan, laugardagsp-
istil Flosa Ólafssonar, Lítilræði
af sendibréfí, sem birtist í Al-
þýðublaðinu 9. janúar sl.
Þá las Ólafur ályktun 133
lækna, sem birzt hefur í blöðum,
með og ásamt nöfnum og heimils-
föngum þeirra, enda taldi þing-
maðurinn eðlilegt, að nöfn þeirra
væra varðveitt í þingtíðindum.
Þegar þingmaðurinn var í miðj-
um heimilisfangalestri viðkom-
andi lækna kallaði Stéingrímur
J. Sigfússon (Abl/NE) fram í: „Er
hann ekki fluttur?"
Samþykki Alþingi bjórfram-
varpið, sagði Ólafur, er eðlilegt
að muna það, að umsögn þessa
sérfróða fólks hafði áhrif á af-
greiðslu málsins.
Umræðunni lauk ekki. Þing-
menn fóra síðdegis í afmælisboð
til Þjóðminjasafnsins.