Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 43 Þeir sem stjórna dráttarvél verða að vera orðnir 13 ára gamlir skv. nýju umferðarlögunum. Sama hefur verið upp á teningn- um á sumum öðrum gatnamótum Miklubrautar, eins og t.d. á Skeiðarvogi og Lönguhlíð. Slíkur akstursmáti er bannaður sam- kvæmt nýjum umferðarlögum. í 1. mgr. 15. gr. segir: „Ökumað- ur, sem nálgast vegamót á ak- braut með tvær eða fleiri akrein- ar á akstursstefnu sína, skal í tæka tíð færa ökutæki sitt á þá akrein, sem lengst er til hægri, ef hann ætlar að beygja til hægri, en á þá akrein, sem lengst er til vinstri, ef hann ætlar að beygja til vinstri. Sá, sem ætlar beint áfram, getur notað þá ak- rein, sem er hentugust með tilliti til annarrar umferðar og fyrir- hugaðrar akstursleiðar." Akstur án gjaldtöku — Ég hef haft ökupróf í 60 ár. Má ég aka farþegum án gjaldtöku eftir að nýju umferðarlögin taka gildi þó að ég hafi ekki meirapróf? Svan Já, vissulega. Þú hefur sömu réttindi og áður hvað akstur með farþega varðar. í 4. mgr. 51. grein nýrra umferðarlaga er hins vegar kveðið á um að dómsmála- ráðherra setji reglur um gild- istíma ökuskírteina, sem gefin eru út til þeirra, sem eru fullra 70 ára. Skráningarnúmer — Breytast skráningamúmer bfla við gildistöku nýju umferðar- laganna? Svar: Nei. Enskútgáfa — Stendur til að gefa nýju um- ferðarlögin út á ensku? Svar: Það er dómsmálaráðuneytis- ins að taka ákvörðun um slíkt. Ökuréttindi varnarliðsmanna — Verða einhveijar breytingar á ökuréttindum vamarliðsmanna með tilkomu nýju umferðarlaganna? Svar: Engin ákvæði er um slíkt í lögunuip sjálfum. Hins vegar seg- ir í 1. mgr. 54. gr. um erlend ökuskfrteini: „Dómsmálaráðherra setur reglur um með hvaða skil- yrðum þeir, sem dveljast hér á landi og hafa eigi íslenskt öku- skírteini, mega stjóma vélknún- um ökutækjum hér á landi. Hann getur og sett reglur um með hvaða skilyrðum þeir, sem hafa erlend ökuskírteini, geta fengið íslenskt ökuskírteini." Flestir vamarliðsmenn, sem dvelja hér á landi, hafa íslenskt ökuskírteini. Hægur akstur — Gera nýju umferðarlögin ráð fyrir að tekið sé á þeim sem aka hægt um götur borgarinnar og halda umferðarhraðanum niðri svo óhóflega megi teljast? Svar I 36. grein nýju umferðarlag- anna segir m.a.: „Ökumaður má eigi að óþörfu aka svo hægt eða — .......... 'i hemla svo snögglega að tefji eðli- legan akstur annarra eða skapi hættu.“ Tilkynningaskylda — Ég óttast þetta nýja fyrir- komulag varðandi tilkynninga- skyldu ökumanna eftir umferðar- óhöpp. Ég er nú orðinn gamall og veit ekki hvort ég treysti mér til þess að fylla þetta tjónstilkynninga- eyðublað tryggingarfélaganna út eins og ætlast er til. Verður mér meinað að leita aðstoðar lögreglu eins og tíðkast hefur hingað til? Svar: Nei, þér verður að sjálfsögðu ekki meinað að hafa samband við lögreglu vegna óhappa, sem þú verður aðili að. Lögreglan hefiir liðsinnt fólki í öðmm tilfellum en henni ber skylda til samkvæmt lögum og svo verður áfram. í 10. grein nýju umferðarlag- anna er kveðið á um skyldur manna til þess að tilkynna um- ferðaróhöpp til lögreglu, en greinin kveður ekki á um að fólki verði bannað að hafa samband við hana í öðrum tilvikum en ákvæðin hljóða upp á. Gert er ráð fyrir að ökumenn geti gert upp sín mál í minniháttar óhöppum og notað til þess eyðublaðið, sem tryggingafélögin láta þeim í té. Útfylling þess er auðveld og ætti að verða flestum aðgengilegt. Lögreglan gengur að því sem vísu að upp komi tilvik þar sem að- stoðar hennar verður óskað og mun hún verða við því eftir því sem atvik og aðstæður leyfa. Lögreglan mun hafa sömu sjón- armið að leiðarljósi og áður. Að ákveðnum tíma liðnum ættu þessi mál að hafa komist í ákveðinn farveg og má þá reikna með að aðstoðar lögreglu verði ekki þörf í þeim mæli, sem í fyrstu er talið. Auk þess sem lögreglan mun fara á vettvang ef aðstoðar henn- ar verður óskað í minniháttar umferðaróhöppum, mun hún fara á vettvang í þeim tilfellum er mikið eignartjón hefur orðið eftir umferðaróhapp og óökufær öku- tæki hindra að einhveiju marki akstur um götur eða vegi. Þá mun hún alltaf fara á vettvang ef um gróft umferðarlagabrot hefur verið að ræða í umferðar- óhappi, s.s. vegna þess að ekið hafði verið yfir á rauðu ljósi, stöðvunarskylda hafði ekki verið virt eða löng hemlaför eða miklar skemmdir gefa tilefni til að ætla, að ekið hafði verið ógætilega. Ef einhver grunur vaknar um að aðili í umferðaróhappi geti verið undir áhrifum áfengis eða án tilskilinna ökuréttinda mun lögreglan að sjálfsögðu fara á vettvang og hún hvetur fólk sér- staklega að vera mjög á varð- bergi gagnvart slfkum tilfellum. Rétt að minna á símanúmerið, 623635, upplýsingasími lögregl- unnar vegna nýrra umferðarlaga, en svarað er í simann á milli kl. 14 og 16 alla virka daga fram að mánaðamótum. Flísabúðir u O (fi Kynnir tlisar / I J frá EINNIG MARMARAFLÍSAR. 11 u Verðlækkun vegna tollabreytinga. Allar staðfestar pantanir á föstu verði. _ > f ”-r- . • g , ... ' ;> . iH.U. , | i t Opið virka daga kl. 9-18. Opið laugardaginn 27. febrúar og . v Flísabúðin sunnudaginn 28. febrúar kl. 10-16. Kársnesbraut 106, sími 46044. Kennitölur, nafnnúmer og aðrar helstu upplýsingar um 10.000 starfandi fyrirtæki alls staðar á landinu er að finna í Vantar þig gólfteppi, bátakrana eða einhvem til að sjá um tískusýningu eða ráðstefnu? Upplýsingar um útflytjendur, erlend umboð eða farsímanúmer einhvers íslensks skips? Svarið finnur þú í „ÍSLENSK FYRIRTÆKI1988“. ÍSLENSK FYRIRTÆKI - ómissandi uppsláttarrit í 18 ár. ÍSLENSK FYRIRTÆKI, ÁRMÚLA18,108 REYKJAVÍK, SÍMI: 91-82300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.