Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 43

Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 43 Þeir sem stjórna dráttarvél verða að vera orðnir 13 ára gamlir skv. nýju umferðarlögunum. Sama hefur verið upp á teningn- um á sumum öðrum gatnamótum Miklubrautar, eins og t.d. á Skeiðarvogi og Lönguhlíð. Slíkur akstursmáti er bannaður sam- kvæmt nýjum umferðarlögum. í 1. mgr. 15. gr. segir: „Ökumað- ur, sem nálgast vegamót á ak- braut með tvær eða fleiri akrein- ar á akstursstefnu sína, skal í tæka tíð færa ökutæki sitt á þá akrein, sem lengst er til hægri, ef hann ætlar að beygja til hægri, en á þá akrein, sem lengst er til vinstri, ef hann ætlar að beygja til vinstri. Sá, sem ætlar beint áfram, getur notað þá ak- rein, sem er hentugust með tilliti til annarrar umferðar og fyrir- hugaðrar akstursleiðar." Akstur án gjaldtöku — Ég hef haft ökupróf í 60 ár. Má ég aka farþegum án gjaldtöku eftir að nýju umferðarlögin taka gildi þó að ég hafi ekki meirapróf? Svan Já, vissulega. Þú hefur sömu réttindi og áður hvað akstur með farþega varðar. í 4. mgr. 51. grein nýrra umferðarlaga er hins vegar kveðið á um að dómsmála- ráðherra setji reglur um gild- istíma ökuskírteina, sem gefin eru út til þeirra, sem eru fullra 70 ára. Skráningarnúmer — Breytast skráningamúmer bfla við gildistöku nýju umferðar- laganna? Svar: Nei. Enskútgáfa — Stendur til að gefa nýju um- ferðarlögin út á ensku? Svar: Það er dómsmálaráðuneytis- ins að taka ákvörðun um slíkt. Ökuréttindi varnarliðsmanna — Verða einhveijar breytingar á ökuréttindum vamarliðsmanna með tilkomu nýju umferðarlaganna? Svar: Engin ákvæði er um slíkt í lögunuip sjálfum. Hins vegar seg- ir í 1. mgr. 54. gr. um erlend ökuskfrteini: „Dómsmálaráðherra setur reglur um með hvaða skil- yrðum þeir, sem dveljast hér á landi og hafa eigi íslenskt öku- skírteini, mega stjóma vélknún- um ökutækjum hér á landi. Hann getur og sett reglur um með hvaða skilyrðum þeir, sem hafa erlend ökuskírteini, geta fengið íslenskt ökuskírteini." Flestir vamarliðsmenn, sem dvelja hér á landi, hafa íslenskt ökuskírteini. Hægur akstur — Gera nýju umferðarlögin ráð fyrir að tekið sé á þeim sem aka hægt um götur borgarinnar og halda umferðarhraðanum niðri svo óhóflega megi teljast? Svar I 36. grein nýju umferðarlag- anna segir m.a.: „Ökumaður má eigi að óþörfu aka svo hægt eða — .......... 'i hemla svo snögglega að tefji eðli- legan akstur annarra eða skapi hættu.“ Tilkynningaskylda — Ég óttast þetta nýja fyrir- komulag varðandi tilkynninga- skyldu ökumanna eftir umferðar- óhöpp. Ég er nú orðinn gamall og veit ekki hvort ég treysti mér til þess að fylla þetta tjónstilkynninga- eyðublað tryggingarfélaganna út eins og ætlast er til. Verður mér meinað að leita aðstoðar lögreglu eins og tíðkast hefur hingað til? Svar: Nei, þér verður að sjálfsögðu ekki meinað að hafa samband við lögreglu vegna óhappa, sem þú verður aðili að. Lögreglan hefiir liðsinnt fólki í öðmm tilfellum en henni ber skylda til samkvæmt lögum og svo verður áfram. í 10. grein nýju umferðarlag- anna er kveðið á um skyldur manna til þess að tilkynna um- ferðaróhöpp til lögreglu, en greinin kveður ekki á um að fólki verði bannað að hafa samband við hana í öðrum tilvikum en ákvæðin hljóða upp á. Gert er ráð fyrir að ökumenn geti gert upp sín mál í minniháttar óhöppum og notað til þess eyðublaðið, sem tryggingafélögin láta þeim í té. Útfylling þess er auðveld og ætti að verða flestum aðgengilegt. Lögreglan gengur að því sem vísu að upp komi tilvik þar sem að- stoðar hennar verður óskað og mun hún verða við því eftir því sem atvik og aðstæður leyfa. Lögreglan mun hafa sömu sjón- armið að leiðarljósi og áður. Að ákveðnum tíma liðnum ættu þessi mál að hafa komist í ákveðinn farveg og má þá reikna með að aðstoðar lögreglu verði ekki þörf í þeim mæli, sem í fyrstu er talið. Auk þess sem lögreglan mun fara á vettvang ef aðstoðar henn- ar verður óskað í minniháttar umferðaróhöppum, mun hún fara á vettvang í þeim tilfellum er mikið eignartjón hefur orðið eftir umferðaróhapp og óökufær öku- tæki hindra að einhveiju marki akstur um götur eða vegi. Þá mun hún alltaf fara á vettvang ef um gróft umferðarlagabrot hefur verið að ræða í umferðar- óhappi, s.s. vegna þess að ekið hafði verið yfir á rauðu ljósi, stöðvunarskylda hafði ekki verið virt eða löng hemlaför eða miklar skemmdir gefa tilefni til að ætla, að ekið hafði verið ógætilega. Ef einhver grunur vaknar um að aðili í umferðaróhappi geti verið undir áhrifum áfengis eða án tilskilinna ökuréttinda mun lögreglan að sjálfsögðu fara á vettvang og hún hvetur fólk sér- staklega að vera mjög á varð- bergi gagnvart slfkum tilfellum. Rétt að minna á símanúmerið, 623635, upplýsingasími lögregl- unnar vegna nýrra umferðarlaga, en svarað er í simann á milli kl. 14 og 16 alla virka daga fram að mánaðamótum. Flísabúðir u O (fi Kynnir tlisar / I J frá EINNIG MARMARAFLÍSAR. 11 u Verðlækkun vegna tollabreytinga. Allar staðfestar pantanir á föstu verði. _ > f ”-r- . • g , ... ' ;> . iH.U. , | i t Opið virka daga kl. 9-18. Opið laugardaginn 27. febrúar og . v Flísabúðin sunnudaginn 28. febrúar kl. 10-16. Kársnesbraut 106, sími 46044. Kennitölur, nafnnúmer og aðrar helstu upplýsingar um 10.000 starfandi fyrirtæki alls staðar á landinu er að finna í Vantar þig gólfteppi, bátakrana eða einhvem til að sjá um tískusýningu eða ráðstefnu? Upplýsingar um útflytjendur, erlend umboð eða farsímanúmer einhvers íslensks skips? Svarið finnur þú í „ÍSLENSK FYRIRTÆKI1988“. ÍSLENSK FYRIRTÆKI - ómissandi uppsláttarrit í 18 ár. ÍSLENSK FYRIRTÆKI, ÁRMÚLA18,108 REYKJAVÍK, SÍMI: 91-82300.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.