Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
Reuter
Albertina Sisulu, forseti sameinuðu lýðræðisfyikingarinnar (UDF),
talar hér á fréttamannafundi, sem haldinn var í gær. Hún mót-
mælti þar banni við pólitískum aðgerðum samtaka sem berjast gegn
aðskilnaðarstefnu stjórnar Suður-Afríku. Hún er eiginkona Walters
Sisulu, leiðtoga blökkumanna sem nú er í fangelsi.
Suður-Afríka:
Pólitískar að-
gerðir blökku-
manna bannaðar
Jóhannesarborg, Reuter.
RÍKISSTJÓRN Suður-Afríku setti i gær allsherjarbann við pólitískum
aðgerðum 17 helstu samtaka blökkumanna, sem berjast gegn aðskiln-
aðarstefnu stjórnarinnar. Svartir trúarleiðtogar fordæmdu bannið,
sem einnig vakti mikla óánægju blökkumanna í Soweto, þótt ekki
hafi komið til átaka.
I yfirlýsingu dómsmálaráðherra
>*Suður-Afríku, Adriaans Vloks, seg-
ir að samtökin séu lögleg eftir sem
áður, en þeim verði bannað að grípa
til aðgerða. Þessi nýju lög, sem
voru birt í sérstöku lögbirtinga-
blaði, voru sett til að bæla niður
uppreisnir í bæjum blökkumanna.
Talsmaður stjómarinnar sagði í
gær að hreyfíngamar sem lögin
næðu yfír gætu „ekki gert neitt hér
eftir án leyfís stjómvalda." Meðal
hreyfínganna 17 eru sameinaða lýð-
ræðisfylkingin (UDF), og stuðn-
ingssamtök foreldra fanga (DPSC),
sem hafa bárist gegn fjöldahand-
tökum pólitískra andófsmanna. Þá
verður stærstu verkalýðshreyfíngu
blökkumanna, COSATU, sem í eru
700.000 félagar, bannað að standa
fyrir pólitískum aðgerðum og að
gefa yfírlýsingar um ýmis málefni.
Vlok dómsmálaráðherra sagði að
stjómin reyndi hvað hún gæti til
að binda enda á neyðarástandið,
sem lýst var yfír í júní 1986. Hann
sagði hins vegar að samtök og ein-
staklingar viðhéldu enn „byltingar-
ástandi", eins og hann orðaði það.
Bannið olli mikilli reiði meðal
blökkumanna í Soweto, þar sem
andófs hefur gætt mest, en ekki
kom til neinna óeirða. Flestir
tveggja milljóna íbúa borgarinnar
styðja ein eða fleiri samtök sem
berjast gegn aðskilnaðarstefnunni.
I yfírlýsingu suður-afríska
íhaldsflokksins segir að nýju lögin
komi of seint og séu of mild. Flokk-
urinn vill koma á algjörum aðskiln-
aði kynþátta að nýju.
Bandaríkin:
Útflutningnr vex
umfram innflutning
Washinifton, Reuter.
HALLI á utanríkisviðskiptum Bandaríkjanna á síðasta ársfjórðungi
ársins 1987 nam 40,17 milljörðum Bandarikjadala, samkvæmt hag-
tölum sem birtar voru í gær.
Þetta er heldur minni halli en á
tímabilinu júlí-september. Er það í
fyrsta skipti sem halli minnkar frá
ársfjórðungi til ársfjórðungs frá
miðju ári 1986. Samanlagður var
hallinn 160 milljarðar dala á síðasta
ári. Arið áður nam hann 144 mill-
jörðum dala.
Alan Greenspan seðlabankastjóri
í Bandaríkjunum sagði í ræðu á
Bandaríkjaþingi um efnahags-
ástandið að nú væru straumhvörf
hvað hallann á utanríkisviðskiptum
snerti. Bandarískar útflutningsvör-
ur væru nú hæfari til samkeppni
vegna lágs gengis dalsins og inn-
fluttar vörur að sama skapi dýrar
í verði.
Á síðustu fjórum mánuðum
síðastliðins árs jókst bæði innflutn-
ingur og útflutningur í Banda-
ríkjunum. Vöruinnflutningur jókst
um 4% en útflutningur um 6%.
Bretland:
Thatcher varar við áróðurs-
herferð Sovétstj ómarinnar
MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefur, að sögn
breska dagblaðsins The Independent, verulegar áhyggjur af nýjustu
tillögum Sovétstjórninnar i afvopnunarmálum og vinsældum Míkhaíls
S. Gorbatsjovs, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, á Vesturl-
öndum. Að sögn heimildarmanna The Independent hyggst Thatcher
vara sterklega við árangursrikum tilraunum Sovétmanna til að hafa
áhrif á almenningsálitið vestan Járntjaldsins er hún kemur til fund-
ar við leiðtoga ríkja Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar.
Að sögn blaðsins átti Thatcher
fund með sendiherrum ríkja Atl-
antshafsbandalagsins í Brússel í
síðustu viku. Sagði .Thatcher m.a.
að auðveldara hefði verið „að eiga
við rússneska björnin þegar hann
sýndi tennumar en nú um stundir".
Breski forsætisráðherrann sagði
ennfremur að því er segir í mánu-
dagsblaði The Independent að áróð-
ursherferð Sovétmanna hefði borið
þann árangur að almenningur á
Vesturlöndum gerði sér ekki fylli-
lega grein fyrir þeirri ógn sem staf-
aði af Sovétríkjunum og að þessi
þróun væri bein ógnun við Atlants-
hafsbandalagið. Hyggst Thatcher
hvetja til þess á leiðtogafundi
NATO að þessari þróun verði snúið
við hið bráðasta.
Thatcher sagði einnig að óvissa
ríkti í ríkjum Austur-Evrópu. Ef
andstæðingar Gorbatsjovs næðu
yfirhöndinni eða efnahagskreppa
skylli á yrði stefnu hans vísað út í
ystu myrkur. Á þennan hátt gætu
aftur orðið umskipti á samskiptum
austurs og vesturs. „Þetta er nokk-
uð sem við verðum að hugleiða,"
sagði Thatcher. „Við megum ekki
draga úr vömum okkar og við-
búnaði þannig að við stöndum ber-
skjölduð verði þróunin þessi,“ sagði
Thatcher og vísaði með þessum
ummælum til tillagna Sovétmanna
um að Evrópa verði gerð kjamorku-
vopnalaus.
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði í útvarpsviðtali í Bretlandi á
dögunum að Sovétmenn teldu ekki
að kjamorkuherafli Breta væri
nauðsynlegur til að tryggja vamir
landsins. „Við stefnum að því að
hafa upprætt öll kjamorkuvopn í
heiminum fyrir árið 2000. Við trú-
um en þið ekki. Markmið okkar er
að breyta skoðunum ykkar."
Thatcher svaraði þessum orðum
sovéska talsmannsins sama dag.
„Vitaskuld vill Gorbatsjov að kjarn-
orkuvopnum í Vestur-Evrópu verði
útrýmt. Hann veit að heppnist það
nýtur hann yfírburða á sviði skrið-
dreka, mannafla, flugvéla og hins
hefðbundna herafla auk þess sem
gífurlegir yfírburðir Sovétmanna á
sviði efnavopna hefðu það í för með
sér að við gætUm ekki haldið uppi
sannfærandi fælingu. Hann gæti
beitt þrýstingi og fengið sínu fram-
gengt. Mistök sem við gerum nú
kunna ekki að hafa áhrif á okkar
kynslóð en þau kunna að skaða
komandi kynslóðir vegna þess að
það tæki 10 til 12 ár að leiðrétta
þau.“
ERLENT
Kína:
Fótum spyrnt við
sóun hins opinbera
Peking, Reuter.
ALMENN óánægja með eyðslusemi opinberra starfsmanna í Kina
hefur vaxið að undanförnu. í kjölfar þessa hafa stjórnvöld boðað
20% niðurskurð á útgjöldum ríkisins og stofnana kommúnista-
flokksins. Embættismenn mega nú vara sig að kaupa ekki til eigin
nota legubekki, bíla, þvottavélar, sjónvörp, ofna og regnkápur
fyrir opinbert fé eða fara í frí undir því yfirskini að um viðskipta-
ferð sé að ræða.
„Á árinu 1987 jókst eyðsla
langtum meira en framleiðslan.
Þetta veldur því að vöruskortur
hefur aukist og verðlag hækkað
fram úr hófí,“ segir í tilskipun yfír-
valda í 12 liðum sem birt var í
stærri dagblöðum Kína í gær.
Taldar eru upp 19 vörutegundir
sem ekki má kaupa í nafni hins
opinbera nema sérstakt leyfi liggi
fyrir. Þar á méðal eru rúm, ullar-
teppi og litasjónvörp.
Dagblað Kína fer lofsamlegum
orðum um matreiðslumann í hérað;
inu Shandong í Austur-Kína. í
bræði sinni velti hann um borði
þar sem sátu sveitarstjómarmenn
og gæddu sér á íjórtánréttaðri
máltíð í stað þess að gera sér þrjá
rétti að góðu eins og reglur kveða
á um.
Sovétríkin:
Þjóðernisólga veldur
Kremlarbændum áhyggjum
SOVÉSK yfirvöld, sem þegar hafa átt í vandræðum vegna þjóðerni-
sólgu í Eystrasaltsríkjunum, eiga nú í frekarí erfiðleikum vegna
ákafra mótmæla í Armeníu, en þar hafa þúsundir manna þyrpst á
götur út og krafist þess að héraðið Nágomo-Karabakh verði innlim-
að í Armeniu á ný. Þá hafa menn ekki veríð sáttarí við hlutskipti sitt
i héraðinu sjálfu og grípið til margvíslegra aðgerða til þess að undir-
stríka kröfur sínar um sameiningu við Armeníu.
Eftir að Armenía var innlimuð í
Sovétríkin árið 1920 var Nagomo-
Karabakh héraðið gert að hluta
Sovétlýðveldisins Azerbjdzhan. Því
vilja Armenar illa una, enda eru
Armenar ennþá um 95% íbúa hér-
aðsins og lítil ástæða til þess að
ætla, að það hlufall breytist úr
þessu — nema yfirvöld í Azerbajdz-
han grípi til sams konar ráðstafana
og Sovétstjómin í Eystrasaltslönd-
unum, þar sem Rússar hafa í
síauknum mæli flust inn í landið,
en upprunalegir íbúar neyddir til
brottflutnings.
Það er ekkert nýtt að óróa verði
vart meðal Eystrasaltsþjóðanna og
Rússar hafa um hríð haft áhyggjur
af aukinni trúarvakningu meðal
múslima í Asíuhluta Sovétríkjanna,
sérstaklega í nágrenni Afganistans
og írans. Óttast þeir að ,jihad“, hið
heilaga stríð, kunni jafnvel að breið-
ast út til Sovétríkjanna. Rosanne
Klass, sérfræðingur Freedom Ho-
use í málefnum Afganistans sem
var hér á ferð fyrir skömmu, benti
til dæmis á Rússar teldu sig ekki
getað þolað ósigur fyrir múslimum
í Afganistans, þar sem það kynni
að verða trúbræðrum þeirra innan
Sovétríkjanna hvatning til upp-
reisnar. Þá munu Rússar einnig
bylta sér í bæli vegna hinnar öru
Qölgunar múslima, en með sömu
þróun verða Rússar brátt í minni-
hluta innan Sovétríkjanna.
Órói í Armeníu
Þrátt fyrir að löngum hafí verið
grunnt á þvf góða milli Armena og
Azerbajdzhana — ekki síst af því
að hinir fyrmefndu eru kristnir en
hinir síðamefndu múslimir — átti
Sovétstjómin vart von á því að
Armenar myndu fyrstir þjóða á
þessu svæði láta á sér kræla. Mót-
mælin fóm, eftir þvf sem næst verð-
ur komist, að öllu leyti friðsamlega
fram og vald Sovétstjómarinnar
ekki vefengt. Er athyglisvert að í
Nagamo-Karabakh vom það
flokkskommisaramir sem gengu
fram fyrir skjöldu kröfugerðar hér-
aðsbúa um sameiningu við Arm-
eníu. Kremlarbændur óttast að
óeining komi upp milli Sovétlýðveld-
anna og það ekki síður, að mótmæl-
in ýti undir þjóðemisólgu annarra
þjóða og þjóðabrota við Kákasus-
fjallgarð, en þau erá fjölmörg.
Kremlverjar skerast
í leikinn
ízvestíja, málgagn Sovétstjóm-
arinnar, skýrði frá því á þriðjudag
að tveir úr æðstu valdastétt Sov-
étrílqanna, þeir Georgíj Raz-
úmovskíj og Pjotr Demítsjov, hefðu
verið sendir til Nagamo-Karabakh
til þess að freista þess að koma á
ró þar að nýju. Báðir em þeir auka-
fulltrúar í stjómmálaráði Sovétríkj-
anna, sem er valdamesta stofnun
ríkisins. Var hermt að þeir myndu
leggja hart að yfírvöldum f báðum
Sovétlýðveldunum um að koma
málum þar í „eðlilegt horf“. Þykir
fréttaskýrendum ekki síst athygli-
svert að Ízvestíja skuli gera þessu
máli skil, en vanalega fara slík mál
hljótt eystra. Þá birti TASS, hin
opinbera fréttastofa Sovétríkjanna,
einnig grein um málið.
Að sögn sjónarvotta tóku þús-
undir manna þátt í mótmælunum,
sem varð til þess að Karen Demírt-
sjíjan, kommúnistaleiðtogi Arm-
eníu, flutti sjónvarpsávarp þar sem
hann hvatti landsmenn til stillingar.