Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Leikfélag Hafnarfjarðar: Sýnir Emil í Kattholti SAGAN ura Emil í Kattholti, hrek- kjalóminn úr Smálöndum, verður frumsýnd í Bæjarbíói um miðjan marsmánuð. Nú standa yfir æf- ingar á leikgerð Leikfélags Hafn- arfjarðar, gerðri eftir sögu Astridar Lindgren á þessari sívin- sælu sögu en þýðinguna gerði Vilborg Dagbjartsdóttir. Leikstjóri er Viðar Eggertsson en með aðalhlutverkin; Emil og Idu, fara Haraldur Freyr Gíslason og Katrín Sigurgeirsdóttir. I frétt frá leikfélaginu segir að ekki saki að heimilisfólkið í Kattholti sé söng- glatt svo oft sé lj'örugt á bænum. Fimm manna hljómsveit tekur þátt í sýningunni og er Jón Björgvinsson stjómandi hennar. Sýningar verða í Bæjarbíói um helgar. Morgunblaðið/BAR Anna María Valdimarsdóttir og Jóhanna Walderhaug hafa haft hendur í hári nokkurra fastavið- skiptavina Aðalrakarastofunnar. Með hendur í hári viðskiptavina Eigendaskipti urðu um síðustu mánaðarmót á Aðal-Rakarstofunni, Veltusundi 1 og heitir hún nú Hendur í hári. Nyr eigandi hennar er Anna María Valdimarsdóttir, hárskurðarmeistari. Veitt er alhliða hársnyrtiþjónust á stofunni. Rakarastofan var áður í eigu Guðjóns Jónssonar, rakarameistara. Aðspurð sagði Anna að þó nokkuð væri um að viðskiptavinir Guðjóns hefðu komið í klippingu þó óneitanlega hrykkju sumir þeirra í kút þegar þeir sæju breytingamar sem gerðar hefðu verið á stofunni. Anna lauk meistaraprófi frá rakarastofunni í Eim- skipafélagshúsinu á síðasta ári og starfaði nú síðast á Hár-gallerí. Einnig starfar á stofunni Jóhanna Walderhaug en hún lýkur sveinsprófi í haust. Selfoss: Yerkaskipting ríkis og sveitarfélaga hag- stæð til lengri tíma Selfossi. BÆJARSJÓÐUR Selfoss mun að öllum líkindum hagnast til lengri tíma litið verði fyrirliggj- andi frumvarp um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga að lögum. Þetta kemur fram í nið- urstöðum athugunar Karls Björnssonar bæjarsljóra á áhrifum frumvarpsins gagnvart Selfossi. Þessi athugun var lögð fram á síðasta bæjarsljórnar- fundi og kynnt þar. A þessu ári verður bæjarsjóður fyrir um 10 milljóna útgjaldaauka verði frumvarpið að lögum, vegna þess að ríkið hættir stuðningi við byggingu félagsheimila, íþrótta- mannvirkja og dagvistarheimila. A hinn bóginn getur bæjarsjóður átt von á 24,5 milljóna greiðslum frá uppgjörsdeild jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga á árunum 1988 til 1991. í athugun bæjarstjóra varðandi rekstur kemur fram að ef allar tillögur varðandi verkaskiptinguna kæmu til framkvæmda í ársbyrjun 1988 hagnast bæjarsjóður um rúmar 19 milljónir. En vegna lækkunar á framlögum í jöfnunar- sjóð sveitarfélaga yrði nettóhagn- aður Selfoss nokkni lægri eða um 15 milljónir á ári. I þessari athug- un er miðað við upphæðir úr fjár- hagsáætlun fyrir þetta ár. Við mat á áhrifum breytinga á stofnkostnaðarþátttöku ríkis og sveitarfélaga vegur þyngst að þátttaka Selfoss í byggingu fjöl- brautaskóla fellur niður, einnig í byggingu Sjúkrahúss Suðurlands og byggingu dagvistarheimilis. Þátttaka félagsheimilasjóðs vegna byggingar Ársala, sem að hluta eru fokheldir, mun tapast svo og 50% þátttaka ríkisins í byggingu grunnskóla. Niðurstöður bæjarstjóra eru þær, að á þessu ári muni bæjar- sjóður verða af 10 milljónum króna vegna kostnaðarþáttöku frá ríkinu miðað við fyrirliggjandi fjárlög og frumvarp frá ríkisstjóminni. Allar líkur bendi hins vegar til þess að þegar til lengri tíma er litið muni Selfoss hagnast á verkaskipting- unni. Karl Bjömsson bæjarstjóri bendir á að það skipti vemlegu máli í þessu sambandi að jöfnunar- sjóður verði óskertur og að lögum um hann verði ef til vill breytt þannig að hann verði fast hlutfall af tekjum ríkissjóðs sem þýðir að skattkerfisbreytingar hefðu ekki áhhrif á tekjur jöfnunarsjóðsins. Einnig bendir bæjarstjóri á að mikilvægt sé að allar tillögur nefnda varðandi verkaskiptinguna komi til framkvæmda samtímis og eigi síðar en 1. janúar 1989 en verði ekki skipt í fleiri áfanga, hugsanlega með neikvæðum af- leiðingum fyrir Selfoss. Hann minnir á að í fyrirliggjandi fmm- varpi sé talað um fyrsta áfanga í þessari heildarendurskoðun verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og að sá áfangi leiði til tekj- utaps fyrir Selfoss. Lokaorð bæj- arstjóra em: „Krafa Selfossbúa hlýtur að vera sú að næsti áfangi, eða seinni áfangi að breyttri verkaskiptingu, leiði til tekjuauka fyrir Selfoss. — Sig. Jóns. Kumbaravogur opnar dval- arheímilíð Fell í Reykjavík Rými fyrir 30 einstaklinga við Skipholt DVALARHEIMILIÐ Fell heitir ný þjónustustofnun í Reykjavík sem dvalar- og hjúkrunarheim- ilið að Kumbaravogi á Stokks- eyri er að opna um næstu helgi að Skipholti 21 þar sem áður var gistiaðstaða og hjúkrunar- hótel. Þar er gert ráð fyrir vist- mönnum sem geta að mestu leyti bjargað sér sjálfir, en boð- ið verður upp á sömu þjónustu og dvalarheimili aldraðra veita. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir 30 einstaklinga í Felli til að byija með, en hlutafélagið sem rekur Kumbaravog og Fell er að stærst- um hluta í eigu Kristjáns Frið- bergssonar og konu hans Hönnu Halldórsdóttur. Kristján Friðbergsson sagði í samtaii við Morgunbiaðið að Dval- arheimilið Fell væri hugsað þann- ig að þar geti dvalið fólk sem getur bjargað sér sjálft að mestu leyti, en vantar kannski aðstæður við hæfi þar sem boðið er upp á sömu þjónustu og.dvalarheimili aldraðra veita. Kristján sagði að Fell væri í raun hugsað þannig að þar væri aðeins fijálslegra og sjálfstæðara en á elliheimilum. „Við ætlum að leggja mikla áherslu á að hafa þetta heimilis- legt þama og í fyrstu lotu er gert ráð fyrir bæði einbýli og tvíbýli, en reiknað er með 9 starfsmönn- um á Felli," sagði Kristján. Að undanfömu hafa staðið yfír breytingar á húsnæðinu, en það verður tilbúið um næstu helgi. Kumbaravogur hefur starfað í 13 ár og þar eru nú 65 vistmenn hvaðanæva að af landinu, þar af 40 á hjúkrunardeild. Starfsmenn Kumbaravogs eru 32. Fell verður eins konar útibú frá Kumbara- vogi, en með nýju sniði og miðað Morgunblaðið/ÓIafur K. Magnússon Morgunblaðið/Ami Johnsen Kristján Friðbergsson ír fólks sem orotur lifað Þingeyri: Nýja hlutaskipta- kerfið eykur afköst Þinirevri. ^ Þingeyri. BÚIÐ var að vinna í eina viku eftir nýja hlutaskiptakerfinu i hraðfrystihúsi Kaupfélags Dýr- firðinga á Þingeyri þann 21. fe- brúar sl., samkvæmt upplýsingum útgerðarstjórans, Bjarna Einars- sonar, og virðist við fyrstu sýn að afköst hafi heldur aukist í húsinu. Stór hluti starfsfólks hefur fengið mjög lítinn .bónus, meðan unnið var eftir gamla bónuskerfinu, og því gætti orðið almennrar óánægju með- al þess fólks, sem síst var til þess fallin að bæta vinnuandann í húsinu. Enn er ekki séð hvaða áhrif þessi breyting mun hafa á kaup þeirra, sem hæstir voru í bónus áður. Reynslan ein sker úr um ágæti þessa vinnufyrirkomulags. Vinna hefur aukist í febrúar og afli hefur glæðst á sama tíma hjá togaranum, frá því sem var í jan- úar. Frá áramótum til 21. febrúar var Sléttanesið komið með 545.393 kíló að verðmæti 20.749.111. Fram- nesið var með á sama tíma 470.127 kíló, að verðmæti 16.687.102. Enn fremur hafa eftirtaldir bátar lagt upp hjá Hraðfrystihúsinu: Björgvin Már, 3.520 kíló, Guðmundur B. Þor- láksson, 17.860 kíló, Gísli Páll, 10.920 kíló, Máni, 19.920 kíló og Dýrfirðingur 2.140 kíló. Bátar þess- ir hafa þó aflað meira, því þeir hafa einnig lagt upp afla sinn í Gemlu- felli í Mýrahreppi og Björgvin var kominn með tæp 10 tonn frá áramót- úm þann 21. febrúar. Hulda. úr matsal Fells við Skipholt. Mo^unblaíií/ólafiir K. Magnússon Úr einu herbergja Fells
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.