Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Mmrfþkr Aðalfundur Styrktarfélags aldraðra, sem jafnframt er 20 ára afmælisfundur, verður haldinn í íþrótta- húsinu við Strandgötu fimmtudaginn 3. mars kl. 20.30. Ræðumaður fundarins verður María Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur. Stjórnin. Símar 35408 og 83033 ■ ■ Látraströnd Einarsnes Hrólfsskálavör SKERJAFJ. SELTJNES MIÐBÆR Tjarnargata 3-40 Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laugavegur1-33o.fl. UTHVERFI Sæviðarsund hærritölur GARÐABÆR Mýrar OfTIROn AFGREIÐSLUKASSAR íslendingar í Baiidaríkjuniim: Stofna f élag til að gæta hagsmuna Islands ytra Rætt við Guðrúnu Martini formann í slendingaf élagsins í Washington HÓPUR íslendinga í Banda- ríkjunum hefur undanfarið unnið að stofnun félags til að vinna að hagsmunum íslands og íslendinga í Bandaríkjunum. Að sögn eins af hvatamönnum félagsins, Guðrúnar Martini, formanns íslendingafélagsins í Washington, er ætlunin að byija á að senda öllum meðlim- um allra íslendingafélaga í Bandaríkjunum kynningar- bréf. Starf félagsins mun aðal- lega felast í því að meðlimir þess senda bænarbréf til þing- manna og annara innan banda- ríska stjómkerfisins til að þrýsta á um breytingar og til að gæta hagsmuna íslands ytra. Hugmyndin að félaginu er upp- haflega komin frá Emi Aðal- steinssyni eftiaverkfræðingi hjá Dupont, en auk hans hafa tekið þátt í undirbúningi Úlfur Sigur- mundsson, Guðrún Martini og Joan Young lögfræðingur. Joan vinnur nú að því að fá lögfræði- lega viðurkenningu á félaginu í Bandaríkjunum. „íslandsvinir“ Guðrún Martini sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hug- myndin að stofnun félagsins, sem hefur fengið heitið „Friends of Iceland" eða „íslandsvinr", hefði fyrst skotið upp kollinum í des- ember þegar símafélag ákvað að breyta gjaldskrá sinni þannig að ódýrast yrði að hringja til íslands eftir miðnætti, sem kemur sér að sjálfsögðu illa fyrir fjolskyldufólk sem vill hafa samband við ætt- ingja heima. íslendingafélagið í Washington sendi samgöngu- málaráði Bandaríkjanna bréf þess efnis að hætt yrði við gjaldskrár- breytinguna og hugmyndin um að virkja fleiri í tilvikum sem þess- um kviknaði. Viðtekin venja í Bandaríkjunum horl or tn'AfoHn vpm'íi í RonH'i. ríkjunum að hagsmunahópar og einstaklingar taka sig saman og sendu þingmönnum bréf til þess að þrýsta á um framgang ein- stakra mála,“ sagði Guðrún. Og bætti við að nú væri komið að íslendingum að bindast samtök- um til að færa sér í nyt þessa aðferð landinu til góða. „Ætlunin er að að hafa upp á fólki sem af einhveijum ástæðum er vinveitt landi og þjóð,“ sagði Guðrún. Nefndi hún auk meðlima í íslend- ingaféjögum, bandarískt tengda- fólk íslendinga, hermenn sem hefðu verið á Islandi og fólk sem af einhverjum öðrum ástæðum, svo sem bókmenntaáhuga, vill vinna að málefnum varðandi Is- land. Aðspurð um hvaða málefni fé- lagið myndi láta til sín taka sagði Guðrún að hvalamálið væri á döf- inni núna og hefði félagið verið komið á skrið hefði verið hægt að gera mikið til að bæta ímynd íslands. „Annars látum við okkur skipta allt sem við kemur íslandi, innflutning á fiski menningarmál og listir," sagði Guðrún. Frá aðalfundi Ungmennafélags Selfoss. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Selfoss: Ungmennafélagið kannar byggingu nýs íþróttahúss 16.719 iðkendur á 8 mánuðum og færri komast að en vilja Selfossi. MIKILL áhugi er fyrir því að nýtt íþróttahús risi á Selfossi. íþróttahús það sem fyrir er ann- ar ekki þeirri miklu íþrótta- starfsemi sem er á staðnum yfir vetrartímann. Þetta kom fram í máli manna á aðalfundi Ung- mennafélags Selfoss sem nýlega var haldinn. Tölur yfir notkun íþróttasalar Gagnfræðaskólans sýna, eins og fram kom á aðalfundinum, að þar er á ferðinni stærsta og besta fé- lagsmiðstöðin sem völ er á. Á síðasta ári, þá átta mánuði sem salurinn er opinn, komu 16.719 iðkendur í salinn í 2.086 tíma, á kvöldin og um helgar. Margar íþróttadeildir eru með eins fáa tíma og þær mögulega geta komist af með. í fyrra hóf fímleikadeild starfsemi og þá bættust strax við 100 iðkendur. Ungmennafélagið hefur skipað neftid til að kanna möguleika á byggingu íþróttahúss, byggingar- máta og rekstrarmöguleika. Skóla- nefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur sýnt málinu mikinn áhuga og skipað einn af fulltrúum sínum til að fylgjast með gangi mála, ep skólinn þarfnast fleiri íþróttatíma fyrir nemenduma. í ársskýrslu félagsins kemur meðal annars fram að félagið átti 18 landsliðsmenn á síðasta ári og hefur alls átt 60 menn sem valdir hafa verið til keppni með landsliði í íþróttum. Á aðalfundinum var meðal ann- ars skorað á bæjaryfírvöld að hraða framkvæmdum á íþrótta- vallasvæði, ályktað um byggingu félagsheimilis við íþróttavöllinn og skorað á íslenska getspá að setja upp Lottókassa í Vöruhúsi KÁ. Þijár viðurkenningar voru af- hentar á fundinum. Handknatt- leiksdeild hlaut Hafsteinsbikarinn fyrir mesta félagsstarfíð, gefandi er Hafsteinn Þorvaldsson, Gísli Magnússon hlaut Trimmtarínu fé- lagsins fyrir áberandi mesta _al- menningstrimmið og Sveinn Ár- mann Sigurðsson hlaut Björns Blöndals bikarinn sem eru heiðurs- verðlaun fyrir störf að félagsmál- um. Bjöm Gíslason var endurkjörinn formaður félagsins, Gunnar Gunn- arsson er gjaldkeri, Elínborg Gunnarsdóttir og Þórður Ámason meðstjómendur og í varastjóm em Bárður Guðmundsson og Sumarliði Guðbjartsson. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.