Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 31
HðfAíia IdtJÖflOM RRCt flAÚflflFT-l ?.‘S fltJOAÍIUTMMtra ,<■ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 31 Reuter Þessi mynd sem tekin var fyrr í mánuðinum í Waren í Austur-Þýskalandi sýnir sovéska hermenn búa SS-12 flaugar undir brottflutning til Sovétríkjanna. Austur-Þýskaland: Sovétmenn hefja brott- flutning SS-12 flauganna Austur-Berlín, Reuter. Sovétmenn ætla í dag að hefja brottflutning á kjarnorkuflaug- um frá Austur-Þýskalandi í sam- ræmi við samkomulag risaveld- anna frá því i desember um upp- rætingu meðal- og skamm- drægra flauga á landi (INF-sátt- málinn). Wolfgang Meyer, tals- maður austur-þýska utanríkis- ráðuneytisins, sagði í gær að byijað væri á brottflutningnum þrátt fyrir að samningurinn hefði ekki enn verið staðfestur til að „skapa gagnkvæmt traust" og til að knýja á um að hann verði staðfestur á Bandaríkja- þingi. Einnig sagðist hann vonast til að Bandaríkjamenn færu að dæmi Sovétmanna og tækju nið- ur sinar flaugar þótt ekki sé búið að staðfesta samninginn. í dag mun sovéskt herlið, þjálfað í meðferð kjamorkuvopna, fylgja fyrsta flaugafarminum heim með Iest frá tveimur stöðum í Austur- Þýskalandi, Waren í norðri og Bischofswerda í suðri. Nú verða teknar niður samtals 30 SS-12 flaugar. Þá eru eftir samtals 63 SS-12 flaugar í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu. Stjómvöld í Moskvu segja að flaugamar verði geymdar í Sov- étríkjunum í sérstökum eyðingar- stöðvum uns INF-sáttmálinn hefur verið staðfestur. Búist er við að Bandaríkjaþing greiði atkvæði um sáttmálann í vor og að hann verði staðfestur um svipað leyti í Moskvu. Vestrænir stjórnarerindrekar í Austur-Þýskalandi sögðu í gær um ákvörðun Sovétmanna að hún bæri góðum vilja vitni en greinilega ætti að beita Bandaríkjastjóm þrýstingi. Erlendum blaðamönnum hefur ver- ið boðið að fylgjast með er lestimar renna á braut með flaugarnar inn- byrðis en þeim verður ekki leyft að skoða skotpa'uana sjálfa þar sem flaugamar hafa verið frá árinu 1983. Á sínum tíma rökstuddu Sovét- menn uppsetningu SS-12 flauganna með því að benda á að NATO-ríki hefðu komið. fyrir bandarískum Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Pershing-2 flaugum og stýriflaug- um í Vestur-Evrópu. Þeim var á hinn bóginn fyrir komið, að sögn NATO-ríkja, til að svara fyrir upp- setningu sovéskra SS-20 flauga í Austur-Evrópu. Nú eru um það bil 380.000 sov- éskir hermenn í Austur-Þýskalandi. Um leið og meðaldrægu flaugamar hverfa fylgja þeim hermenn sem þjálfaðir em í meðferð kjamorku- vopna. Meyer, talsmaður austur- þýskra stjómvalda, sagði að brott- flutningur sovésku hermannanna nú væri „enn eitt dæmið um friðar- vilja Austur-Evrópuríkja". Tékkóslóvakía: Hátíðahöld í til- efni valdatöku kommúnista Prag. Reuter. Hátíðahöld hófust í Tékkóslóvakíu á þriðjudag í tilefni þess að í gær voru 40 ár liðin frá þvi kommúnistar náðu öllum völdum í landinu með myndun kommúnistastjórnar Klements Gottwalds. Við valdatöku kommúnista var Tékkóslóvakía eitt af sjö fremstu ríkjum heims á sviði iðnaðar og menningarlíf var í miklum blóma. í þeim efnum var um afturför að ræða eftir að landsmenn komust undir vemdarvæng Sovétríkjanna og í dag einkennir mikii stöðnun tékkneskt efnahagslíf. Þrátt fyrir það era lífsgæði meiri í Tékkóslóvakíu en flest- um fylgirílq'a Sovétríkjanna. Landsmenn hafa engu að síður langflestir ótrú á stjómmála- mönnum eftir að umbótaöfl vora brotin á bak aftur með innrás sovézka hersins fyrir 20 áram. Víða í höfuðborginni Prag blakta rauð flögg við hlið þjóð- fánans sem er blár, hvítur og rauður. Reistur hefur verið gríðarmikill pallur á aðaltorginu þar sem Milos Jakes aðalritari kommúnistaflokksins mun halda ávarp í dag. Tveir mánuð- ir er síðan Jakes hófst til valda. Hann hefur gert víðreist um verksmiðjur landsins og skipst á orðum við almenning. Að sögn vestrænna stjómarerindreka í landinu hafa orð hans ekki hri- nið á kaldhæðni almennings þegar stjómmál era annars veg- ar: „Ég fæ ekki séð hvers vegna almenningur ætti að fagna," sagði einn innfæddur viðmæl- andi fréttamanns Reuters, og bætti við að þrátt fyrir mikið tal um umbætur hefði fátt breyst frá árinu 1968 er „Vorið í Prag" var kæft í fæðingu. „Fólk er uppgefið og inn- hverft," sagði hann. „Það vill búa í haginn fyrir sjálft sig og halda yfirvöldum í hæfilegri fjarlægð." 3 vikur frá 6. júní. 1 A < ♦ ♦♦ ♦ ♦♦ ♦__ ♦ 45* P V V V V V V ♦ _♦ •*• ePjiidiijaAg .*. STÓRKOSTLEGT LAND, FRAMANDI ÞJÓÐ. í ferðinni verður dvalið 4 daga í Istanbul og 2 daga í Bursa og Ankara. 4 dögum síðan varið til skoðunar og skemmtunar í Cappadocia en loks hvíld og hressing við sól og sjó í Antalya sem er þekktur ferðamannabær á miðjarðarhafsströndinni. Flogið heim um Istanbul og London. Verð á mann í tvíbýli ef pantað er tímanlega, aðeins Kr. 87.500.- MíNNINUKRKWk lldiandi Vesturgötu 5. Reykjavík simi 622420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.