Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 TROLL-LÁSAR SKRÚFLÁSAR GALV. PATENT-LÁSAR VÍRKLEMMUR KÓSSAR SIGURNAGLAR BAUJUSTANGIR ál, bambus, plast BAUJULUKTIR EN DURSKINSBORÐAR • FLATNINGSHNÍFAR BEITUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR íkassaoglausir ÍSSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÁLSKÓFLUR SNJÓÝTUR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRNOG FULLORÐNA NÆRFÖTÚR KANÍNUULL SOKKARMEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI ULLARLEISTAR • LOÐFÓÐRARIR SAMFESTINGAR KAPPKLÆÐNAÐUR ULLARPEYSUR SKYRTUR SÍMI 28855 Opið laugardag 9—12 IrVWI Hljóðeinangrandi loftplötur til límingar í loft. ISLEMZKA VERZLUriARFELAGIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERZLUN . Bíldshöfða 16, sími 687550. SIEMENS SIEMENS uppþvottavél LADY SN 4520 með Aqua- Stop vatnsöryggi. Vandvirk og hljóAlðt. 0 5 þvottakerfi. • Fjórföld vöm gegn vatnsleka. • Óvenjulega hljóólát og spameytin. Smith og Norland, Nóatúni4, s. 28300. iÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS 14., 15. og Loftrœsti- og hitakerfi. Námskeiöið er ætlað mönnum sem 16. mars annast uppsetningu og smíði kerfanna. 20-25 kennslustundir. MÁLMTÆKNIDEILD 7.-11. mars 14., 15., og 16. mars 21.-25. mars Hlífðargassuða. Ætlað starfandi iðnaðarmönnum. Ryðfrítt stál og smíðastál: Flokkun og eiglnlelkar, tæring, suðuaö- ferðiro.fl. Ál: Flokkun og eiginleikar, suöuaðferöir, suðugall- aro.fl.40stundir. Suða með duftfylltum vír. Notkunarsviö, kostir og gallar. Afköst, fjárhagsleg atriði. Flokkun suðuvira og helstu eigin- leikar. Verklegar æfingar og sýnikennsla. 24 stundir. Rafsuða/stúfsuða á rörum,- Útfærsla og frágangur suðu. Gallar og orsakir þeirra. Flokkun og meðferð rafsuðuvíra. 40stundir. REKSTRARTÆKNIDEILD 14.-19. mars 17. mars 7., 8. og 9. mars Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Stofnáætlun og frumkvöðull fyrirtækis. Viðskiptahugmynd og markaðs- mál. Fjármál, félagsmál og reglugerðir. Öflun upplýsinga og reynsla annarra. Strikamerki II. Hvað er strikamerki, notkun, staðsetning strikamerkja, stærðir, prenttæknileg atriði, gerð umbúða og eftirlit. 6 kennslustundir. Vöruþróun. Vöruþróun, markaðssókn, leiðtil betri afkomu. Gerð f ramkvæmdaáætlunar, frá hugmynd til framleiðslu. Leiðir til aö fjármagna vöruþróun o.fl. 15 kennslustundir. VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN 29. feb.- 1. mars 29. feb.- 1. mars 18.-19. mars 2. -3. mars 4.-5. mars 7.-8. mars 9.-10. mars 11.-12. mars 14.-15. mars 16.-17. mars 18.-19. mars 2.-10. mars Samstarf og samvinna. Hvað er stjórnun og hvert er hlut- verk verkstjóra, skipulag samstarfs og samvinnu. Öryggismál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórn- enda á öryggismálum. Haldið á Akureyri. Öryggismál. Haldið í Reykjavík. Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. Farið er yfir helstu kenningar í stjórnun og stjórnunarstíl, hvað hvetur menn til vinnu og hvernig eiga góð verkfyrirmæli að vera. Vöruþróun. Helstu þættir vöruþróunar og hlutverk verk- stjóra ivöruþróunarstarfinu, þróun frumgerðarog markaðs- setningu o.fl. Flutningafræði. Farið er yfir ferilgreiningu flutninga utan og innan fyrirtækja, flutninga til og frá o.fl. Stjórnun breytinga. Farið er yfir stjórnun breytinga, hvern- ig er unnið að breytingum. Starfsmannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenn til að leysa vandamál o.fl. Sala og markaðsmól. Farið er yfir helstu atriði í markaðsmál- um og markaðsfærslu, skipulagningu sölu- og dreifileiöa, auglýsingar og kynningaro.fi. Verkefnastjórnun. Undirstaða verkefnastjórnunar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnishópa, vöruþróunarverk- efni o.fl. Að skrifa skýrslur. Farið er yfir hvernig á að skrifa og ganga frá skýrslum, efnisskipan, skipulag og stíl, endurskoðun og frágang. Verktilsögn og vinnutækni. Farið er yfir skipulagöa verktil- sögn, móttöku nýliöa og starfsmannafræðslu, vinnuvist- fræði, líkamsbe'ytingu við vinnu. VINNUVÉLANÁMSKEIÐ Haldiöá Blönduósi. Námskeiö í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntæknistofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í sima (91)68-7000, Fræðslumiöstöö iðnaðarins i sima (91)68-7440 og Verkstjórn- arfræðslunni i sima (91)68-7009. , Geymið auglýsinguna. Samvinna, þar sem hvor heldur sínu en einkennin þurrkast ekki út Rætt við Andreas Schmidt og- Thomas Palm, sem flytja Schubert-lög í Islensku óperunni í kvöld Þegar þeim félögunum, Thom asi Palm og Andreasi Schmidt var sagt á þriðjudags- síðdegi, að miðarnir á Vetrar- ferðina þá um kvöldið fykju út, gaut Palm augunum út í suð- austan strekkinginn og sagði að það væri síst að undra í öðru eins roki. Og Schmidt bætti við að þá væri ráð að loka hurðun- um hið snarasta, svo hugsanleg- ir áheyrendur næðu einhveij- um miðum! Sýnishom af mið- og norður- evrópskum gálgahúmor, sem kemur landanum oft kuldahryss- ingslega fyrir eyru í fyrsta. Marg- ar sögur til um hvernig íslending- um finnst fólk úr þessu húmor- belti vera með stanslausar svívirð- ingar um allt og alla. En andstæð- an við þennan húmor er djúp al- vara þegar kemur að hlutunum í sjálfu sér, dauðans alvara, sem liggur okkur kannski jafn fjarri og gálgahúmorinn. Kannski tæp- lega rétt að segja „andstæða", frekar en að hægri hendin sé and- stæða þeirrar vinstri, heldur sú sem kemur á móti henni. .. en best að tapa sér ekki út í þýska heimspeki í framhjáhlaupi.. . Ætli það sé ekki með þessu hugarfari, sem Þjóðverjarnir Andreas Schmidt barítónsönvari og Thomas Palm píanóleikari, koma að tónlistinni. I henni er auðvitað margt, sem laðar fram bros, ef ekki á varimar þá að minnsta kosti í huganum, en það er grunnt á alvörunni. Árangurinn af slíku hugarfari gat síðast að heyra á mánudags- og þriðjudags- kvöld, þegar þeir félagar fluttu ljóðabálka Schuberts, Malara- stúlkuna fögru og Vetrarferð- ina ... og getur að heyra í kvöld, þegar þeir flytja okkur úrval Ijóða og Svanasönginn hans Schuberts á tónleikum, sem eru haldnir í íslensku ópemnni í samvinnu við styrktarfélag hennar. Ljóðasöngur er í raun grein kammertónlistar, og verður kannski bestur í náinni samvinnu eins og á við um svo margt ann- að. Eiginlega makalaus heillandi fyrirbæri og umhugsunarefni, svona samvinna... En áður en að því kemur, þá fyrst aðeins um hvar og hvemig leiðir þeirra Schmidts og Palms lágu saman. Palm segist lítið hafa hugsað um einleikaraferil í námi sínu, öllu hallari undir kammertónlistina, kannski af því hann er alinn upp í fjölskyldu, þar sem tónlist var mjög um hönd höfð. Leiðir hugann að þessu þýska hugtaki, „Haus- musik“, hústónlist í orðsins fyllstu merkingu. Auk þess að leggja rækt við Guð og góða siði, þótti við hæfí á góðborgaraheimilum, að kenna bömum á hljóðfæri og leggja stund á tónlist innan veggja heimilisins. Og vfðar reyndar, því í listamanna- og vinahópum var gjaman komið saman og spilað og sungið. I þessu umhverfi sprattu einmitt lögin hans Schu- berts. Synd að þessi hefð skuli vera að deyja út, segir Schmidt, því hún vekur áhuga á þessari tónlist. Tónlistarsamvinna eins og gott hjónaband Þegar þýski söngvarinn Di- etrich Fischer-Dieskau tók að halda skipuleg námskeið í ljóða- söng var hann á höttunum eftir píanóleikuram og valdi þá meðal annars Palm. Schmidt tók þátt í einu þeirra, þeim féll samvinnan vel, hafa haldið henni síðan og láta vel af. Palm gerir lítið úr því að það sé erfitt að spila tónlist Schu- berts. Lánist píanóleikaranum að opna sig fyrir tónlistinni, þá hrífi hún hann með sér. „Kammertón- list krefst ákveðins hugarfars. Þar reynir á félagsanda og tillits- semi,“ nefnir Schmidt. „Einleikari verður að loka sig af fyrir öðram, líka þegar hann spilar með hljóm- sveit. I kammertónlist gildir sveigjanleiki, að fylgja og hlusta eftir hinum," bætir Palm við. Og þetta kemur söngvuram stórlega við. „í kammertónlist þarf að leggja við hlustirnar. Ekki bara að hlusta eftir hinum, heldur að heyra í sjálfum sér innan um aðra, hveraig eigin tónlist fer í og með tónlist hinna. Þessu ættu óperasöngvarar einmitt að leggja sig eftir. Því miður hugsa flestir aðeins um hveraig þéir sjálfir taka sig út í tónlistinni, hvort þeir njóti sín nógu vel, en gæta ekki að hvernig söngur þeirra fellur inn í tónlist- ina, sem streymir frá öðram. Og það versta er, að margir stjórn- endur eru orðnir samdauna þess- um slæma vana. Þegar þeir hitta fyrir söngvara, sem veltir fyrir sér ■ hvemig söngur hans falli að, þá segja þeir honum einfaldlega að láta sig aðra engu varða.“ „Einfalt mál,“ segir Palm. „Þama þarf samvinnu eins og í góðu hjónabandi..." „... þar sem báðir halda sínu, en þurrka ekki einkenni hvors annars út,“ botnar Schmidt. „Málamiðlanir, eins og í allri samvinnu.“ Schmidt undirstrikar hve söngvarinn sé í raun á valdi píanó- leikarans í mikilvægum atriðum eins og hraða. „Hraðinn er gefinn í forspilinu og söngvarinn verður að fylgja honum. Ef píanóleikar- inn getur ekki eða eða vill ekki skilja sjónarmið söngvarans, þá getur sá fyrmefndi þrengt mjög að söngvaranum. Samstarf píanó- leikara og söngvara krefst þess að þeir felli sig hvor að öðram og það verður ekki gert til hlítar á æfíngum. Því oftar sem þeir koma 0 fram saman, því betra, ef þeim fellur á annað borð vel við að vinna 0 saman.“ Meiri tími á tónleikum en við æfingar ^ Þetta með að koma fram, kem- ur kannski óinnvígðum lesendum spánskt fyrir sjónir, en þeir Palm og Schmidt era á einu máli um að það sé svo margt, sem ekki || reyni á á æfíngum, heldur komi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.