Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 64
Pykkfakœjm Þar vex sem vel er sáð! FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Á nokkrum vikum hefur Hóladómkirkja verið rústuð að innan I um þessar mundir við að hreinsa ailan múr innan úr kirkjunni, vegna endurreisnarinnar, hvert einasta atriði byggingarinnar er I en þegar er búið að endurnýja hluta loftsins með því að klæða endurskoðað og endurnýjað þar sem þörf er. Starfsmenn vinna I á timburverkið sefgras og kasta kalkmúr i það. Endurreisn Hóladómkirkju í fullum gangi Á NOKKRUM vikum hafa allar innréttingar í Hóladómkirkju verið fjarlægðar, allur múr brotinn innan úr kirkjunni af veggjum og lofti og gólf tekin upp. Eftir standa stein- hlaðnir veggir siðan á miðri 18. öld. Áætlað er að endurreisn Hóladómkirkju innan dyra ijúki í haust, en sumarið 1989 verður Iokið við endurreisnina utan dyra, enda ekki hægt að skipta verkinu. Hóladómkirkja er elsta steinkirkja landsins og verður hún nú múr- húðuð öll á ný, utan sem innan, settir verða trégluggar í upprunalegri mynd í stað járn- giugga, nýjar hurðir, kirkjugólf lækkað í upprunalegt horf um 22 sentimetra og ýmis- legt lagfært og endumýjað sem þörf krefur. Danskur múrarameistari vinnur nú á Hólum við kalkmúrhúðun, en alls vinna um 7 menn fulla vinnu við endurreisnarverkið sem er undir stjóm Hólanefndar. Nýja gólfið í kirkjunni verð- ur lagt úr rauðum sandsteini úr Hólabyrðu, en kirlqan er hlaðin úr því efhi og upprunalega gólfið var úr sandsteini. Auk endumýjunar á múrhúðun er unnið að viðgerðum og endurbótum á tréverki kirkjunnar. Hóladómkirlq'a var byggð úr steini á ámnum 1757-1763, aðallega af einum manni, danska múraranum Sabinsky. Hún var síðan endurbyggð árið 1886 og liðlega 100 ámm síðar er ráðist í tímabæra endurreisn þessa þjóð- ardýrgrips íslendinga, en miklar skemmdir vom komnar fram í kirkjunni. Allir helgigripir kirkj- unnar em í ömggri geymslu, en unnið er að viðgerð á altaristöflunni, Hólabríkinni, sem er frá ámnum 1520-1530 og er talin einn dýrmæt- asti kirkjulistargripur landsins. Möguleikar á samning- um kannaðir til þrautar VINNUVEITENDUR lögðu fyrir Verkamannaaamband íslands hugmyndir sínar að launaliðum kjarasamninga aðila á samninga- fundi sem hófst klukkan 16 í gær. Gert var klukkutfma matarhlé og hófst fundur á nýjan leik klukkan hálf niu. Óljóst var hvert fram- haldið yrði þegar Morgunblaðið hafði sfðast fregnir af um mið- nætti í gærkveldi. Búist var við næturfundi og jafnvel að setið yrði við fram á dag, en brugðið gat til beggja vona. „Ég á frekar von á því að menn sitji áfram. Maður vonar það besta, en allt getur gerst,“ sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveit- endasambands íslands. „Ég á von á næturfundi og jafnvel dagfundi, en það er ómögulegt að segja fyrir um niðurstöðu. Aðilar em að þreifa fyrir sér um hvort hægt sé að nálgast ,hver annan og það er unnið af fullum krafti," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður VMSÍ. Tillögur vinnuveitenda varða starfsaldurshækkanir og hækkun launa við undirritun samnmga. Mik- ill ágreiningur er með aðilum um starfsaldurshækkanir. Óljóst var um tillögur um áfangahækkanir og gert ráð fyrir að verðlagsákvæði samn- ingsins yrðu rædd. Ákveðið var á fundi frystihúsa innan Sambands fslenskra samvinnu- félaga í gær að halda áfram viðræð- um um kjarasamninga, en því beint til Vinnumálasambands samvinnufé- laganna að undirrita ekki samninga fyrr en ljóst væri hveijar aðgerðir stjómvalda yrðu til þess að rétta við hlut fiskvinnslunnar. Trúnaðarmannaráð verkamanna- félagsins Hlífar í Hafnarfirði sam- þykkti á fundi sínum í gær að boða til yfirvinnubanns á félagssvæði Hlífar frá og með föstudeginum 4. mars hafi samningar við vínnuveit- endur ekki tekist fyrir þann tfma. Jón Garðar með V/2 vinning gegn 2 af 3 stigahæstu keppendunum JÓN Garðar Viðarsson vann bandaríska stórmeistarann Larry Christiansen f 2. umferð Reykjavfkurskákmótsins f gær og fyrr um daginn gerði hann jafntefli í biðskák sinni við sov- éska stórmeistarann Mfkhafl Gurevítsj. Jón hefur þvi fengið IV2 vinning gegn 2 af 3 stiga- hæstu mönnum mótsins. Að því undanskildu að Carsten Hei vann Sovétmanninn Dolmatov voru úrslit 2. umferðar nokkum-i veginn eftir bókinni. Margeir Pét- ursson vann Magnús Sólmundar- son eftir að hafa náð jafntefli í biðskákinni við Guðmund Gísla- son. Helgi ólafsson gerði jafntefli við Gausel og Jón L. Ámason og Hannes Hlífar Stefánsson gerðu jafntefli. Karl Þorsteins vann Am- ar Þorsteinsson 0g stórmeistar- amir Walter Browne, Gurevitsj og Polugajevskíj unnu sínar skák- ir svo eitthvað sé nefnt. Sjö skákmenn eru með 2 vinn- inga eftir tvær umferðir og er Karl Þorsteins eini íslendingurinn f þeim hópi. Samkomu- lag innan Gæslunnar SAMKOMULAG hefur tekist í viðræðum til lausnar þeim ágTeiningi sem kom upp milli flugmanna og yfirstjórnar Landhelgisgæslu íslands. Auk áðurnefndra tóku þátt í viðræðunum fulltrúar frá Félagi íslenskra atvinnuflug- manna, dómsmálaráðuneyti og launadeild fjármálaráðu- neytisins. Viðræðumar snerust einkum um skipulagsmál innan flugdeildar Landhelgisgæslunnar, starfsald- urslista flugmanna og afturköllun uppsagna. Samkomulag hefur tek- ist um lausn allra ágreiningsmála. Það er von aðila að samkomulagið verði grundvöllur fyrir betra og nánara samstarfi og geri flug- rekstur Landhelgisgæslunnar enn markvissari, segir í fféttatilkynn- ingu frá Landhelgisgæslunni. Verðkönnun á innlendu sælgæti: Lækkunin rennur í vasa sjoppu- eigenda Matvöruverslanir hafa lækkað verðið VERÐKÖNNUN, sem Verðlags- stofnun hefur gert í nokkrum sjoppum og matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu á innlendu sælgæti, hefur meðal annars leitt í ljós að sjoppur hafa ekki lækk- að söluverð á þvi sælgæti, sem lækkað hefur í innkaupsverði. Vörugjaldslækkunin hefur því ekki komið í hlut neytenda held- ur runnið i vasa sjoppueigenda. Könnunin náði til tæplega 30 tegunda af innlendu sælgæti og höfðu framleiðendur sælgætisins lækkað verðið um 7 til 11% i kjöl- far lækkunar á vörugjaldi, sem varð í byijun ársins. Leiðbeinandi smá- söluálagning frá framleiðendum er 38 til 43%, en könnunin hefur leitt í ljós að smásöluálagning í sjoppum er mun hærri eða að jafnaði 55 til 60% og 70 til 75% þar sem verðið er hæst. Könnunin leiddi ennfremur í ljós að matvöruverslanir verðleggja sælgæti í mörgum tilvikum í sam- ræmi við leiðbeinandi smásöluverð framleiðenda og hefur lækkun vörugjalds á sælgæti því í flestum tilfellum komið fram í verðlækkun í matvöruverslunum. Verð á sæl- gæti er að jafnaði 10% hærra í sjoppum en matvöruverslunum. í þeirri sjoppu sem að jafnaði var með hæsta sælgætisverðið í könn- uninni, Sogaveri, var verð á sæl- gæti að meðaltali 30% dýrara en í matvöruversluninni Fjarðarkaup { Haftiarfírði. Sjá verðkönnun Verðlags- stofnunar á. bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.