Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Ráðstefna um íþrótt- ir og auglýsingar eftirJón Ásgeirsson Góð íþrótt er gulli betri. Þessi málsháttur kemur upp í hugann æ oftar en áður þegar íþróttasíðum dagblaðanna er flett og við blasa myndir af íþróttamönnum sem eru merktir nöfnum og merkjum fyrir- tækja í bak og fyrir. Fréttir berast af því að erlendir íþróttamenn geri auglýsingasamn- inga við fyrirtæki og skipta upp- hæðimar sem þeir fá í sinn hlut tugmilljónum króna, fyrirtæki veita peningaverðlaun í mótum og keppni einnig svo tugmilljónum króna skptir og hér heima eru famar að berast fréttir af auglýs- ingasamningum milli aðila innan íþróttahreyfmgarinnar og fyrir- tækja þar sem verðmætamatið í krónum talið er skrifað með tveggja stafa tölu í milljónum. Fréttir berast líka af því að ein- stökum íþróttamönnum sé boðið gull og grænir skógar vilji þeir skipta um félag og hugsanlega þá líka vilji þeir vera um kyrrt í fé- lagi sínu. íþróttahreyfmgin á Islandi er fjölmenn og íslenskir íþróttamenn hafa oft gert garðinn frægan. íþróttahreyfingin á íslandi er ekk- ert öðruvísi en annars staðar á jörðinni, til reksturs hennar þarf ijármagn. Þess er aflað með ýms- um hætti, mest mun vera um svo- kallað eigið aflafé, einhveijar krunkur fást úr sameiginlegum sjóði okkar landsmanna, þ.e. ríkis- sjóði, og á síðustu árum hefur spilafíkn fólksins bætt Qárhag hreyfingarinnar svo um munar, m.a. vegna þess að fólk nennir ekki einu sinni að ná í vinningana sína. Og svo eru það auglýsingarnar. Alls staðar blasa þær við, á íþróttabúningum leikmanna, á íþróttavöllum, í íþróttahúsum, í sjónvarpinu og bókstaflega út um allt. Mikil lifandis býsn hlýtur íþróttahreyfingin að græða á þess- um auglýsingum alls staðar og skelfing eru þeir örlátir og góðir stjómendur stórfyrirtækjanna sem spandera svona miklu fé í íþróttir. Eða fá þeir eitthvað fyrir sinn snúð? Auglýsingamarkaður íþróttafé- laga og samtaka þeirra hefur breyst mjög á fáum árum og nú er svo komið að þessi markaður er að verða eftirsóttur fyrir aug- lýsendur. Raunar er það svo að frekar lítið er um það vitað á hvem hátt þessi markaður er metinn til fjár þótt fjöldinn allur af auglýs- ingasamningum hafi verið gerður á síðustu ámm. Það er eins og þeir aðilar sem hlut eiga að máli vilji ekki ræða þessi viðskipti. Ég nota orðið viðskipti hér að framan og vek sérstaka athygli á því að það er ekki svo ýkja langt síðan að mönnum var tamara að tala um betl íþróttahreyfingarinn- ar en um viðskipti og það er raun- ar gert enn, en mál er að linni að mínu mati. Það er því vel að boðað hefur verið til ráðstefnu um íþróttir og auglýsingar og á þeirri ráðstefnu munu ræða þessi mál mætustu menn innan íþróttahreyfingarinn- ar og úr atvinnulífínu og ekki síst tveir ráðherrar sem báðir hafa komið auga á það fyrir löngu að góð íþrótt er góð landkynning. Dagskrá ráðstefnunnar er mjög forvitnileg og er ekki vafí á því að rætt verður um efni hennar frá mörgum ólíkum sjónarmiðum og fyrirlesarar eru allir þekktir og þeir þekkja vel til á þessu sviði. Sveinn Björnsson, forseti Iþrótta- sambands íslands, flytur ávarp í upphafí ráðstefnunnar og sem dæmi um einstaka dagskrárliði má nefna að Jón Hjaltalín Magn- ússon, formaður HSI, mun ræða um auglýsingasamninga íþróttafé- laga og fyrirtækja og um sama efni fjallar Bogi Agústsson, blaða- fulltrúi Flugleiða. Einar S. Einars- son, forstjóri Visa-íslands, ræðir um hinn mikla samning sem Visa hefur gert við framkvæmdanefnd Ólympíuleikanna í Seoul og víðar kemur Einar vafalaust við í sínu erindi. Einn dagskrárliðurinn er um sjónvarp og auglýsingar íþróttafélaga og það ræða þeir Rúnar Gunnarsson frá Ríkissjón- varpinu og Sighvatur Blöndahl frá Stöð tvö. Ellert B. Schram, form- aður KSÍ, fjallar um íþróttir og auglýsingar á íslandi og grlendis og Davíð Scheving Thorsteinsson mun tala um hag fyrirtækja af samstarfi við íþróttamenn og íþróttafélög. Þá mun Guðni Hall- dórsson, sem hafði veg og vanda af framkvæmd og undirbúningi síðasta landsmóts UMFÍ sem fram fór á Húsavík, ræða um fjármögn- un íþróttamóta. Um fjármögnun íþróttahúsa ætlar Magnús Oddsson, formaður íþróttabandalags Akraness, að tala en þeir á Skaganum standa í slíkum framkvæmdum um þessar mundir og hafa farið inná ýmsar nýjar brautir til þess að fjármagna þær framkvæmdir og meðal ann- ars leitað eftir samstarfí við aðila atvinnulífsins. Hvaða þýðingu hefur það fyrir höfuðborg á borð við Reykjavík að íþróttamót séu haldin og þau Jón Ásgeirsson „Auglýsingamarkaður íþróttafélaga og sam- taka þeirra hefur breyst mjög á fáum árum og nú er svo kom ið að þessi markaður er að verða eftirsóttur fyrir auglýsendur.“ tengd nafni borgarinnar? Um þetta og fleira í þessu sambandi talar Júlíus Hafstein borgarfulltrúi en hann er jafnframt formaður íþróttabandalags Reykjavíkur. Einn ráðherranna í núverandi ríkisstjóm, Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra, gegnir for- mennsku í sérstakri nefnd sem HSÍ setti á laggimar til þess að vinna að því að Heimsmeistara- keppnin í handknattleik fari fram hér á Iandi árið 1994 og ráðherr- ann hefur oft áður sýnt að hann metur mikils mikilvægi þess að íslenskir íþróttamenn beri hróður lands síns sem víðast. Matthías mun ræða um gildi íþróttamóta fyrir land og þjóð. Annar ráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, sem jafnframt fer með málefni íþróttahreyfingarinnar, hefur einnig sýnt skilning á mikilvægi landkynningarinnar sem felst í góðri frammistöðu íþróttafólks. Hann mun ræða á ráðstefnunni um samstarf stjórnvalda og íþróttahreyfíngarinnar. Af framangreindu má ráða að hér er um að ræða ráðstefnu sem mikils má vænta af, þar koma vafalaust fram margvísleg sjónar- mið, nýjar upplýsingar, ný við- horf, bæði málsvara íþróttahreyf- ingarinnar og fulltrúa atvinnufyr- irtækjanna og stjórnvalda. Ætla má að forystumenn íþróttafélaga muni fjölmenna á ráðstefnuna og einnig og e.t.v. ekki síður forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem nú þegar hafa komið auga á þýðingu auglýsinga- markaðs íþróttahreyfingarinnar og einnig þeir sem vilja kynna sér hann. Þá má gera ráð fyrir að fulltrúar bæjar- og sveitarfélaga muni hafa áhuga á að kynna sér þessi mál, forstöðumenn íþrótta- valla og íþróttahúsa og fleiri. Það er kominn tími til þess að opna umræðuna um þessi mál. Hér er um að ræða viðkvæm mál á margan hátt, t.d. þegar gerðir eru auglýsingasamningar og við- skiptasamningar milli íþróttafé- laga og fyrirtækja og í mörgum tilvikum eru háar fjárhæðir í húfí. Auglýsingamarkaður íþrótta- hreyfingarinnar er úm margt sér- stæður og hann hefur á síðari árum þróast þannig að fyrirtæki og aðrir aðilar sem vilja koma sér og sínu á framfæri og ná til al- mennings sjá sér æ meiri hag í því að nýta þennan markað. Þess vegna kaupa þeir auglýsingar hjá íþróttafélögunum og samtökum þeirra og þau græða fé. Einstakir íþróttamenn fylgja lögmálum markaðarins og selja sig. Góð íþrótt er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Fólk á beit SIEMENS Siwamat5830þvotta- vélin frá Siemens fyrir vandlátt fóik • Frjálsthitaval. •Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott, líka ull. Mesti vindu- hraði 1200 sn./mín. • Sparnaðarkerfi þegar þvegið er í hálffylltri vél. •Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annaö sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. • Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMENS aru gæðl, endlng og fallegt útllt ávallt aett á oddlnn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Ef sögu íslands væri skipt nið- ur í fisk-tímabil, mundu þau vera eitthvað á þennan veg: Skreiðar- eða harðfisk-tímabil, saltfisk- tímabil, ísfisk-timabil, freðfísk- tímabil og gámafisk-tímabil. Af öllum tímabilunum hefír freðfisk- tímabilið verið mikilvægast og hagsælast fyrir þjóðina. Gullöld freðfisksins hófst upp úr seinna stríðinu, og tók við af ísfísk- tímabilinu, sem hámarki náði á stríðsárunum. Þá ísuðu togaramir fískinn og sigldu með hann á markað til Englands. Ég heiðraði gámavini með því að úthluta þeim tímabili. Auðvitað ér ég alls ekki viss um, að þeir eigi það skilið, og að þeirra afrek muni skipa mjög merkan sess í sögunni. Samt verður að viður- kenna, að þeir hafa, á undanföm- um árum, hoggið skarð í vamar- garð freðfískmanna. Breytingam- ar eru hraðar nú á dögum, og í því sambandi er vert að minnast þess, að orðið „gámafískur" er ekki einu sinni til í orðabók Menn- ingarsjóðs 1983. Allt ferskfísk-tímabilið hefír Ameríkumarkaðurinn verið lang mikilvægastur, og fært þjóðinni góðar tekjur og dýrmætan gjald- eyri. Þar sem ýmsar raddir eru nú uppi á Fróni, sem draga vilja í efa mikilvægi þessa markaðar, þykir mér tilhlýða að eyða nokkr- um orðum í uppfræðslu á þessu sviði. Freðfiskmarkaðnum hérna í henni Ameríku er skipt í smásölu- markað og fjölfæðismarkað. ís- lensku fyrirtækin selja mjög lítið á þeim fyrmefnda. Stafar það fyrst og fremst af því, að mat- vörukaupmenn landsins telja, að húsmæður vilji ekki borga hærra verð fyrir góðan físk. Þess vegna bjóða þeir upp á mikið af ódýrum og lélegum físki í búðum sínum. Auðvitað eru undantekningar, en þær eru því miður ekki margar. Fjölfæði kalla ég alla matseld utan heimila, og á fjölfæðismark- að eru seldar allar þær matvörur, sem notaðar eru í að elda og fram- reiða þar matinn. Það getur gerst á mismunandi stöðum, svo sem á veitingahúsum, mötuneytum, sjúkrahúsum, skólum og fangels- um. Það er hérna, sem íslands- menn hafa fundið innkaupastjóra og faglært matreiðslufólk, sem viðurkennir yfírburðagæði íslenzka físksins og greiðir oft hærra verð fyrir hann heldur en annan físk. Spitalar og fangelsi eru stund- um kölluð „fanginn markaður" vegna þess, að þeir sem þar dvelja, eiga ekki margra kosta völ í mat- armálum. í Flórída eru öll fang- elsi að springa utan af sívaxandi flölda afbrotamanna. Fangamir virðast mjög lystugir og oftast er þeim gefinn fískur einu sinni í viku. Gott þykir því að ná viðskipt- um við þessar stofnanir. Við fisk- salar erum mjög andvígir dauðar- efsingunni, því við viljum ekki missa viðskiptavinina! Ef fangelsin eru óftjálsasta tegundin af matstöðum á fjölfæð- ismarkaðanum, eru veitingahúsin auðvitað sú fijálsasta. En þau geta líka verið misjöfn, sérlega hvað form snertir. Sum fara fram á, að fólk panti borð og sitji á meðan það treður í sig matnum. Mjög mörg önnur bjóða upp á óformlegt og ftjálst andrúmsloft þar sem gestimir geta komið hvenær sem þeir vilja og etið hvað sem þeir vilja. Báðir hópar þess- ara veitingahúsa og öll önnur þar í milli nota mikið af físki og em góðir viðskiptavinir íslandsfyrir- tækjanna. Fijálslyndu vertshúsin, sem em í fararbroddi hinna nýju matar- strauma, hafa raskað ýmsum matarvenjum. Allt miðast að því að hafa matarúrval á boðstólum og leyfa sfðan gestunum að velja og borða síðan eins mikið og þeir vilja. Að fá sér svona mat er kall- að að fara á beit (grazing á ensku), eins og rolla og kroppa hér og narta þar. Beitarmatur getur verið allt frá hráu græn- meti og upp í fínustu heita rétti. Fólk, sem er á beit, sezt oft ekki niður, heldr borðar standandi og ráfar milli hlaðinna borða til að bera sig eftir björginni og velja það, sem því best líkar. Maturinn er oft guðsgafflamatur og oft bjóða vínkrár upp á hann ókeypis til þess að hæna að fólk, sem vill koma á beit. Menn geta nartað og kroppað eins og þeim sýnist ef keyptir em áfengir drykkir. Ýmislegt fólk fer á svona staði, sem mætti ef til vill kalla beitar- hús, fær sér einn eða tvo drykki og um leið fylli sína af töðunni og getur þá sparða sér að elda eða kaupa kvöldmat. Um daginn var okkur boðið í feiknarlega gróðursæla beitar- haga. Bamett-bankinn var að vfgja 30 hæða aðalstöðvar í Miami og bauð, í því tilefni 2.000T3.000 manns að koma á beit. í mjög rúmgóðum húsagarði var komið fyrir einum 25 mismunandi veit- ingastúkum, sem buðu upp á alls kyns nartmat. Við slógumst í hóp með hinum rollunum og ráfuðum milli borðanna kroppandi og drekkandi. Þama var að fínna mat upp á ameríska, kínverska, mexíkanska, ftalska, japanska og indónesíska vísu. Þegar búið var að fara hringinn var hægt að kroppa í ostaborðið, sem hlaðið var ostum frá flestum heimshomum. Ekki má gleyma vætunni, allt frá kaffí upp í dýr- ustu vín, öl og áfengi. Áð lokum var gestum boðið að taka lyfturn- ar upp á 30. hæð og fá þar eftir- mat og kaffí. Þar var líka mikið úrval og í viðbót ævintýralegt útsýni yfír Miami. Þegar rambað var heim af þessu fyalli eða afrétt, gátu þessar tvífættu rollur prísað sig sælar yfir því að eiga ekki yfír höfði sér sömu örlög og ferfættar frænkur þeirra á íslandi á haustin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.