Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I iausasölu 55 kr. eintakiö. Fjárhaldsmenn fyrir Dani? Norrænir sérfræðingar í krabbameinslækningum: Mögulegt að fækka dauðsf öllum með sameiginlegri meðf erðaráætlun ÁRIÐ 2000 er búist við að á Norðurlöndunum gTeinist um 110 þúsund ný krabbamein og helmingur þeirra sjúklinga er dauðvona. Um 850 þús- imd manns sem hafa fengið sjúkdóminn verða á lífi. Hlutverk okkar er að finna leiðir til þess að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins og gera þeim sem ekki er hægt að lækna lífið bærilegra. Til þess að geta það verðum við.að sjá til þess að menntun lækna og annarra er starfa að meðferð krabbameins verði alltaf sem best. Þetta sagði dr. Snorri Ingimarsson forstjóri Krabbameinsfélags íslands í viðtali við Morgun- blaðið en hann stjórnaði norrænum fundi sem fjallaði um samræmdar aðgerðir gegn krabbameini á Norðurlöndum og haldinn var í Reykjavík fyrir skömmu. Fundinn sóttu yfir 20 læknar og prófessorar frá öllum Norðurlöndunum en þeir hittast árlega til að ræða ýmis sameiginleg málefni. Norrænir sérfræðingar í krabbameinslækningum þinguðu á íslandi um síðustu helgi. Meðal þeirra voru, frá vinstri: Þórarinn Sveinsson, Lars R. Holsti, Jerzi Einhorn, Helge Johansen og Snorri Ingimarsson. ótt Danir séu rík þjóð, hafa þeir árum saman átt í erfiðleikum með efna- hagsmál sín. Nú er svo kom- ið, að fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins lýsti því yfir opin- berlega í Danmörku, að næðu Danir ekki tökum á viðskiptahalla þjóðarinnar yrði Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn að skipa sérstaka fjár- haldsmenn til þess að stjóma efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Það er óvenjulegt, svo að ekki sé meira sagt, að slík yfirlýsing skuli gefín vegna efnahagsmála þjóðar, sem talin er meðal hinna efnuð- ustu í heimi. Fulltrúi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins sagði jafnframt, að Danir ættu ekki um annað að velja en að færa lífskjör sín aftur í svipað horf og þau voru fyr- ir 10 árum, m.ö.o. hann tel- ur, að Danir lifí langt um efni fram. Schlúter, forsæt- isráðherra Dana, hefur stað- fest, að þjóðin eigi við að etja alvarlega efnahagserfið- leika, en hann segir hins vegar, að ríkisstjómin ætli ekki að draga úr neyzlunni með nýjum sköttum. Þessi staða Dana hlýtur að verða okkur íslendingum nokkurt umhugsunarefni. Við teljumst einnig vera í hópi ríkustu þjóða heims. Það fer hins vegar ekkert á milli mála, að við lifum um efni fram og höfum gert ámm saman. Við höfum safnað miklum skuldum er- lendis, alveg eins og Danir en erlendar skuldir þeirra em með hinum hæstu í heimi, miðað við þjóðarfram- leiðslu. Við höfum að vísu ekki staðið frammi fyrir op- inbemm yfírlýsingum full- trúa Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins af því tagi, sem Danir hafa nú orðið að sætta sig við. Engu að síður hljótum við að veita þessu nokkra athygli. Góðæri síðustu tveggja ára hefur komið sér vel fyrir okkur á margan hátt en við höfum ekki notað það til þess að búa í haginn, ef erf- iðleikar steðja að. Nú liggur í augum uppi, að góðærið er að renna sitt skeið á enda, en framundan geta verið hörð átök milli verkalýðs- hreyfingar og vinnuveit- enda. Það er engum nýjum verðmætum að skipta nú. Hið eina, sem hægt væri að gera, væri að taka frá þeim, sem hafa meira og flytja til hinna, sem hafa minna. Slík aðgerð mundi hins vegar kosta þjóðfélagsleg átök, sem gætu orðið þjóðinni dýr- keypt. Það er til nokkurs að vinna að lenda ekki í sömu stöðu og Danir em nú komn- ir í. Það þarf að nást sam- staða um það meðal þjóðar- innar að hægja á ferðinni og láta duga um skeið það, sem við höfum í dag. Lengra verður ekki komizt í bættum lífskjörum í bili. Atvinnu- leysi á Akranesi Um þessar mundir em á annað hundrað manns skráðir atvinnulausir á Akranesi. - Þetta er afleiðing af erfíðleikum í atvinnulífi bæjarins , þar sem tvö fyrir- tæki hafa lokað. Það er íhug- unarefni af þessu tilefni, að á sama tíma og atvinnuleysi er í þessum nágrannabæ Reykjavíkur vantar fólk til starfa á höfuðborgarsvæð- inu. Erlendis þykir það sjálf- sagt, að ferð á vinnustað taki einn til tvo klukkutíma og heimferðin að kvöldi sömuleiðis. Fram á síðustu ár þótti óhugsandi að sækja vinnu svo langa leið hérlend- is. Nú er orðið algengt, að fólk búi í Hveragerði, Sel- fossi eða á Suðumesjum en sæki vinnu til höfuðborgar- svæðisins. Er fráleitt að leysa tímabundinn atvinnu- vanda Akumesinga með þeim hætti? Að þessu sinni var aðalmál fundar- ins að setja saman tillögur um sameig- inlegt átak Norðurlandanna í barátt- unni við krabbamein. Augu manna hafa meðal annars beinst að því að bæta menntun krabbameinslækna og annarra er vinna að meðferð krabba- meinssjúklinga. -Undirbúningur lækna er vilja sér- hæfa sig í krabbameinslækningum hefur ekki verið nógu markviss og gildir það um öll Norðurlöndin, segir Jerzi Einhom prófessor í Stokkhólmi. -Læknanemar hafa ekki fengið nógu góð námskeið til að geta annast sjúkl- inga og aðstandendur þeirra en við teljum ekki hjá því komist að bæta verulega úr þessu ástandi. Fjöldi krabbameinssjúklinga hefur tvöfald- ast á 25 árum og vitanlega eru gerð- ar auknar kröfur til þess að hægt sé að lækna krabbameins eins og aðra sjúkdóma. Þekkingu hefur vissulega fleygt fram á sviði meðferðar krabba- meins, hvort sem um er að ræða geislameðferð, lyfjameðferð eða skurðaðgerðir en hér er um mjög flóknar lækningar að ræða og þess vegna verður kennslan að vera góð. Besta aðferðin er auðvitað að greina sjúkdóminn á frumstigi og til þess að það megi verða þurfa læknar að hafa góða þekkingu. I þeim tilvik- um sem lækning er ekki möguleg gengur meðferðin út á það að lina þjáningar sjúklinga og að gera þeim lífið eins bærilegt og mögulegt er. Þama koma líka að sjálfsögðu aðrar heilbrigðisstéttir til sögunnar því hér verða margir að vinna saman. Hvers vegna er aukið samstarf milli Norðurlandanna æskilegt? Því svarar Lars R. Holsti prófessor frá Helsingfors: Betri árangur Norðurlöndin eiga svo margt sam- eiginlegt í menningu og menntakerfi að það er talið sjálfsagt að við náum betri árangri í þessum efnum með samstarfi. Frumkvæði í þessum efn- um kemur reyndar frá Islandi því Páll Pétursson þáverandi forseti Norð- urlandaráðs hvatti til þess fyrir tveim- ur árum að löndin kæmu sér saman um sérstaka aðgerðaáætlun. Hópi sérfræðinga í krabbameinsfræðum á Norðurlöndum hefur verið falið af Norrænu ráðherranefndinni að setja saman tillögur um það og þar fjöllum við líka um menntunina. Norðurlöndin geta aukið samstarf sitt á sviði mennt- unar lækna og framhaldsmenntunar þeirra og við eigum hiklaust að vinna saman þar sem kostur er. Sérstök nefnd hittist nú í ársbyrjun og hóf að athuga þessi mál, sem síðan eru rædd hér og nefndin hittist síðar í vetur til að fjalla um það sem hér kom fram og setja saman endanlegar tillögur sem iagðar verða fyrir Norð- urlandaráð í vor. Þama erum við að ræða um hluti eins og fyrirbyggjandi aðgerðir, greiningu á krabbameini, meðferð, menntun og rannsóknir. Helge Johansen yflrlæknir við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn bendir einnig á ýmsa kosti við sam- starf Norðurlandanna: í dag er menntun lækna nokkuð svipuð á Norðurlöndunum en vissu- lega verða til dæmis íslendingar að sækja ýmsa sérfræðiþekkingu út fyrir landsteinana vegna fámennis. En þetta gildir í raun um hin löndin líka. Hvaða vit er til dæmis í því að við skipuleggjum sérstök námskeið fyrir danska krabbameinslækna, kannski fimm í senn, á saina tíma sem Svíar eru að halda nákvæmlega eins nám- skeið? Betri nýting á starfskröftum og fjármunum væri að halda sameig- inleg námskeið. Við höfum fullan hug á að reyna að skipuleggja þessa hluti í miklu nánari samvinnu en verið hef- ur. Við þurfum líka að bæta fram- haldsmenntun lækna. Hún er alls ekki nógu markviss. Nýjungar koma stöð- ugt fram í læknisfræði, ekki síst í krabbameinslækningum og þar verða læknar að fylgjast vel með. Ég tel að við getum stórbætt okkur á þessu sviði. Helge Johansen nefnir líka annað sem hann segir brýnt að bæta hjá læknum sem veita deildum og stofn- unum forstöðu: -Það er menntun í stjómun. Rekst- ur krabbameinslækningadeildar kost- ar tugmilljónir króna og læknar eru að miklu leyti ábyrgir fyrir ákvörðun- um er varða rekstur deildanna. En þeir hafa enga sérstaka menntun hlot- ið í fjárhagshlið málsins. Þeir geta skipulagt meðferð sjúklinga, kennslu stúdenta og vinnu á deild en með síauknum kröfum þjóðfélagsins um rekstrarlega ábyrgð verður líka að koma til meiri undirbúningur á þessu sviði stjómunar. Þetta hefur verið mjög til umræðu í Danmörku og snert- ir allt heilbrigðiskerfíð og þar með krabbameinslækningar. A fundi prófessoranna var sam- staða um að hvetja ríkisstjómir land- anna til sameiginlegra aðgerða og töldu þeir mikla möguleika á ýmsu hagkvæmu samstarfi. Bent var meðal annars á Norræna háskólann í heil- brigðisfræðum í Gautaborg en þar em á hveijum vetri margs konar nám- skeið fyrir heilbrigðisstéttir. Væri vel hugsanlegt að koma þar af stað nám- skeiðaröð er tengdist krabbameins- lækningum. -Við teljum mögulegt að sameigin- leg meðferðaráætlun Norðurlandanna leiði til þess að við getum fækkað dauðsföllum vegna krabbameinssjúk- dóma um 15% fram til ársins 2000, segir Snorri Ingimarsson. Það er stór hópur þegar við erum að tala um tugi þúsund dauðvona krabbameinssjúkl- inga á hveiju ári á Norðurlöndunum en við stefnum líka að því að gera þeim lífið bærilegt sem lifa þurfa með þennan sjúkdóm. Ég vona að löndin geti sameinuð náð þessu markmiði. Hugmyndir um aukin innbyrðis tengsl við EB ekki „aronska“: Nauðsynlegt að hefja brúar- smíð til Evrópubandalagsins - segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármáiaráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra seg- ir að hugmyndir, sem hann hefur lýst um aukið samstarf íslendinga við Evrópubandalagið eigi ekkert skilt við verslun með öryggis- og varaar- mál íslands, eða svokallaða „aronsku" en fjár- málaráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir að viðra slíkar skoðanir. Hann segir hinsvegar nauð- ynlegt að fslendingar byggi brú til Evrópubanda- lagsins og það sé best gert með þvi að skapa aukin innbyrðis tengsl í öryggis- og varaarmál- um. „Það er fullkominn misskilningur ef menn halda að mínar hugmyndir um málabúnað íslendinga gagn- vart EB eigi eitthvað skilt við verslun með öryggis- og vamarmál íslands," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson í samtali við Morgunblaðið. „Það sem gengið hefur undir nafninu „aronska" hér á landi hefur vísað til þess hvort gera eigi vamarsamstarf við Banda- ríkin að féþúfu f einu og öðru formi. Alþýðuflokkur- inn hefur alla tíð frá því þetta samstarf hófst verið mótfallinn því og er það enn. Ég Ieyfi mér hinsvegar að benda á það að það hafa verið aðilar sem standa næst Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki sem óumdeil- anlega hafa verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af vem vamarliðsins hér vegna tengsla sinna við íslenska aðalverktaka. Mínar hugmyndir snúast um allt annað. Evrópu- bandalagið er okkar mikilvægasti markaður og við verðum að tryggja þann markað í framtíðinni. Við eigum þess ekki kost að gerast aðilar að EB, a.m.k. ekki meðan bandalagið gerir þá kröfu að fá aðgang að fiskveiðilögsögunni. Um þetta virðast reyndar flestir vera sammála. Þá er spumingin hverra kosta við eigum völ. Við lifum í alþjóðlegu samfélagi sem fer minnkandi, vegna þróunar í rjarskipta og flutn- ingatækni, og þar sem þjóðríkin verða sífellt háðari hvert öðru vegna fjárfestingar, fjármagnsflæðis og aukinnar verkaskiptingar." Jón Baldvin sagði síðan að þessi innbyrðis tengsl réðu því fyrst og fremst hvort önnur ríki taki tillit til fslendinga og að hve miklu ieyti. Hann sagði að vamarsamningurinn-frá 1951 hefði skapað slík tengsl við Bandaríkin og Bandaríkjamenn myndu ekki hlusta á íslendinga og taka slíkt tillit til okkar í ágreinings- málum, til dæmis um hvali, flutninga fyrir vamarlið- ið eða óska um lendingarleyfl á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum án þess að þessi innbyrðis tengsl væru fyrir hendi. „Ég efast um,“ sagði Jón Baldvin, „að nokkur sem til þekkir myndi neita því að vamarsamstarfíð við Bandaríkin hefur haft veruleg áhrif á alhliða sam- starf okkar við þau. Hingað til hefur enginn leyft sér að kenna þetta við aronsku heldur kennt það við gagnkvæma hagsmuni- og ég gæti nefnt fjölda dæma um samskipti annara ríkja þar sem þessu er eins farið. Það em þessi innbyrðis tengsl sem ég tel nauðsyn- legt að koma á við Evrópuríkin til að við getum tryggt hagsmuni okkar gagnvart þeim í framtíðinni. Þetta verður ekki gert á einum degi heldur er þróun sem getur tekið allangan tíma. Eg get hins vegar ekki séð að við eigum margra kosta völ, svo léngi sem við hvorki getum né viljum veitt EB aðgang að flskiveiðilögsögunni. Ég bendi á þann möguleika að skapa aukin innbyrðis tengsl með auknu samstarfí í öryggis- og vamarmálum. Reyndar er það aðeins ítrekun á þeirri stefnu sem mótuð var í utanríkisráð- herratíð Geirs Hallgrímssonar, það er að segja að auka virkari þáttöku íslands í NATO með þvf m.a. að auka samstarf við Evrópuríkin. í hans utanríkis- ráðherratíð var þessi stefna markviss að þessu leyti en mér virðist nafa verið dregið í land í tíð eftir- manna nans. Með slíkri stefnu værum við að skapa forsendur fyrir samskiptum við Evrópubandalagsríkin sem eru nauðsynlegar í framtíðinni. Ef menn vilja endilega kenna þessi viðhorf ranglega við aronsku þá minni ég á að íslensk utanríkismálasaga eftirstríðsáranna sýnir, að íslenskir stjómmálaleiðtogar hafa alla tíð miðað að því að tengja utanríkisstefnu íslands við hagsmuni okkar á sviði öryggis- og vamarmála, efna- hags- og stjómmála. Þeir hafa reynt að hafa heildar- myndina í huga en ekki einungis einstaka þætti ein- angraða hver frá öðrum. Með Evrópubandalagið sem okkar stærsta markað stöndum við að vissu marki á krossgötum í utanríkis- ínálum. Við stöndum frammi fyrir þeirri spumingu hvemig við getum tryggt hagsmuni okkar gangvart því í framtíðinni. Við höfum byggt tvær brýr í ut- anríkismálum okkar fram til þessa. Annars vegar til Norðurlandanna, hins vegar til Bandaríkjanna. Það er kominn tími til að hefla nýja brúarsmíð í utanríkis- málum og þá til Evrópubandalagsins. Það gerum við best með því að skapa aukin innbyrðis tengsl við Evrópubandalagið í öryggis- og vamarmálum. Og við eigum að taka þá stefnu nú en ekki bíða þar til það kann að vera orðið of seint því við höfum allt að vinna en engu að tapa,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1988 33 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON Hvalveiðíáætlun Japana og hótanir BandarOdamanna TALSMAÐUR japanska utanríkisráðuneytisins skýrði fra þvi a fimmtudag að Japanir hygðust ekki láta af hvalveiðum i vísinda- skyni þrátt fyrir að William Verity, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, hafi lagt fram svonefnda staðfestingarkæru sem heimil- ar Bandaríkjaforseta að grípa til efnahagsþvingana gegn Japön- um sökum þessa. Þá hafa Japanir einnig ákveðið að hundsa til- mæli Alþjóðahvalveiðiráðsins um að þeir dragi áætlunina til baka. Japönsk hvalveiðiskip eru nú við suðurskautið og er áform- að að veiða 300 hrefnur en veiðunum lýkur í næsta mánuði. Japönsku vísindamennirnir vonast til að geta kynnt frumniður- stöður rannsóknanna er Alþjóðahvalveiðiráðið kemur saman til fundar í maimánuði. Ekki verður séð að staðfestingarkæran komi til með að hafa mikil áhrif nema á hinu pólitiska sviði en svo virðist sem Japanir séu ekki manna vinsælastir í Bandaríkjun- um nú um stundir einkum vegna óhagstæðs viðskiptajöfnuðar Bandaríkjamanna við þá. Kæra Veritys er lögð fram á kunnuglegum forsendum sem sé þeim að veiðar Japana í vísindaskyni dragi úr áhrifamætti vemdunaraðgerða Alþjóðahval- veiðiráðsins. Á sínum tíma hótuðu Bandaríkjamenn að leggja fram sambærilega kæru végna hval- veiða íslendinga en til þess kom þó ekki. Er Verity lagði kæruna fram urðu tvenn lagaákvæði, sem samþykkt hafa verið á Banda- ríkjaþingi, virk. Er þar annars vegar um að ræða Packwood- Magnuson-lögin sem kveða á um að stjómvöld skuli takmarka físk- veiðiheimildir Japana innan bandarískrar lögsögu um allt að helming og Pelly-lögin, sem heim- ila stjómvöldum að grípa til efna- hagsþvingana gegn þeim rílqum sem ekki virða samþykktir al- þjóðlegra vemdunarsamtaka. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur nú tæplega 60 daga til að ákveða hvort grípa beri til efna- hagsþvingana. Kemur hann til með að þurfa að skýra þingmönn- um frá ákvörðun sinni og rökstyðja hana. Brian Gorman, talsmaður bandaríska viðskiptaráðuneytis- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið f síðustu viku að Pack- wood-Magnusonlögin kæmu ein- göngu til með að hafa pólitísk áhrif þar eð Japanir stunduðu um þessar mundir ekki veiðar innan 200 mílna lögsögu Banda- nlcjanna. Fram kom f máli tals- mannsins að Bandaríkjamenn hefðu sjö sinnum íhugað að beita refsiákvæðum Pelly-laganna en til þess hefði þó aldrei komið þar sem viðkomandi ríki hefðu gripið til fullnægjandi ráðstafana að mati bandarískra ráðamanna. Hvalveiðar og við- skiptahagsmunir Japanir virðast ósveigjanlegir í þessu máli enda telja Jieir sig hafa komið til móts við vemdunar- sinna er þeir féllust á að tak- marka veiðamar við 300 dýr í stað 825 eins og upprunalega hafði verið :iætlað. Hugsanlegt er að William Verity leggi til að innflutningsbann verði sett á jap- anskar sjávarafurðir í Banda- ríkjunum. Á því stigi málsins verð- ur það í verkahring Bandaríkja- forseta að ákveða framhaldið. Vitað er að hugmyndir um að innflutningur verði heftur hafa fengið byr undir báða vængi á Bandaríkjaþingi að undanfomu ekki síst eftir að menn tóku að beina sjónum sínum að viðskipta- og fjárlagahalla Bandaríkjanna. Lagðar hafa verið fram ályktanir á þingi um að þau ríki sem á undanfömum árum hafa notið góðs af hagstæðum viðskiptajöfn- uði við Bandaríkin verði beitt efnahagsþvingunum fáist þau ekki til að auka innflutning á bandarískum vamingi. Þótt málin séu í eðli sínu óskyld gefst Banda- ríkjamönnum nú tækifæri til að þrýsta enn frekar á Japani um að rétta hallann af hið snarasta. Ef til vill er það af þessum sökum sem stjómvöld { Banda- ríkjunum og málpípur umhverfis- vemdarsinna á þingi virðast ekki hafa ekki sama áhuga og áður á hvalveiðum Islendinga í vísinda- skyni. Talsmaður bandaríska við- skiptaráðuneytisins sagði áætlan- ir Islendinga og Japana um veiðar í vísindaskyni gjörólíkar og því væru engin tengsl á milli stað- festingarkæru Veritys vegna hvalveiða Japana og áætlunar ís- lendinga. Mike Murray, taismaður Donalds Bonkers, sem lagt hefur fram þingsályktunartillögu í full- trúadeild Bandaríkjaþings, jjess efnis að gripið verði til refsi- aðgerða gegn þeim þjóðum sem virða ekki tilmæli Álþjóðahval- veiðiráðsins, lagði á það áherslu í samtali við Morgunbiaðið að til- laga þingmannsins beindist fyrst og fremst gegn Japönum. Tal- maðurinn sagði einnig að Bonker, sem er í framboði í lcosningum til öldungadeildarinnar og stundar af þeim sökum „vinsældaveiðar", iegðist á þessari stundu ekki gegn hugsanlegum breytingum á vísindanefnd Alþjóðahvalveiðir- áðsins, sem íslendingar hafa ba- rist fyrir. Hrefnustof ninn ekki falinn íi Hiættu Japanir hafa þráfaldlega bent á að hvalveiðar f vísindaskyni séu Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur nú tæpa 60 daga Jil að ákveða hvort gripið verði til refisaðgerða gegn Japönum vegna hvalveiða þeirra í vísindaskyni. ekki bannaðar samkvæmt Alþjóða hvalveiðisáttmálanum og að veið- ar á 300 hrefnum við suðurskau- tið setji ekki stofninn í hættu en hann er talinn vera um 150.000 dýr þó um það sé deilt eins og annað sem lýtur að hvalveiðum. Er vísindanefnd Alþjóðahvalveið- iráðsins kom saman í Cambridge í Englandi í desembermánuði voru flestir fulltrúamir sammála því að veiðar Japana ógnuðu ekki hrefnustofninum. Engu að síður ákváðu Bretar að leggja fram til- lögu þar sem áætlun Japana var fordæmd og þeir hvattir til að draga hana til baka. Þessi tillaga var samþykkt í bréflegri atkvæða- greiðslu í síðustu viku. 19 ;iðild- arríki greiddu atkvæði með henni en sex voru á móti. Nokkur ríki þar á meðal ísland tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Tilgangur Japana með veiðun- um við suðurskautið er sá að fá Alþjóðahvalveiðiráðið til að fallá frá banni við veiðum í ábata- skjmi. Það var sett árið 1985 og hættu Japanir hvalveiðum í ábata- skyni tveimur árum síðar vegna brýstings frá Bandaríkjamönnum. Bannið rennur hins vegar ut árið 1990 og vonast Japanir til að nið- urstöður rannsókna jjeirra sýni með ótvíræðum hætti að hrefnu- stofninn sé ekki í útrýmingar- hættu. Mjög ólíklegt er talið að Alþjóðahvalveiðiráðið ákveði að falla frá banninu þar sem þrýsti- hópar í Bretlandi og Bandaríkjun- um hafa mikil ítök í ráðinu. Vönduð áætlun Japönsku vísindamennimir telja að ekki sé unnt að segja til um hvort tiltekinn hvalastofn sé í útrýmingarhættu án þess að rannsaka aldursdreifingu, aldur dýranna og kynþroskaaldur. Segja þeir einu færu leiðina vera þá að rannsaka innra eyra dý- ranna. Inn í eyranu hleðst upp vaxkennt efni, ekki ósvipað og í trjáberki, og með því að telja lög- in má ákvarða aldur dýrsins. Til þess að þetta sé unnt þarf hins vegar að drepa skepnuna. Þess háttar sýnum hyggjast japönsku vísindamennimir safna t suður- höfum. Hvalkjötið verður hins vegar selt til að standa undir kostnaði við rannsóknimar en það þykir veislumatur í Japan. Að mati vemdunarsamtaka ýmissa sýnir þetta að vísindaáætlunin er einungis yflrvarp. Sérfræðingar munu margir (oeirrar skoðunar að áætlun Jap- ana sé mjög vönduð og liafl ótvir- ætt vísindalegt gildi. Þær upplýs- ingar sem fyrir liggja um stærð tiltekinna hvalastofna þykja f ílestum tilfellum öldungis ófull- nægjandi ekki síst vegna (>ess að þau sýni sem fengust er hvalveið- ar voru leyfðar einskorðuðust við stærri dýr, sem gáfu af sér mikið kjöt og þar með meiri arð, og veittu þannig takmarkaða vitn- eskju um aldursdreifíngu innan stofnanna. Heimildir: The Economiat og Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.