Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
Snjáðir Frakkar
Ljósmynd/BS
Rómantík og
steinsteyptur veruleiki
Hafnfirska rokksveitin E-X
heldur tónleika í Duus í kvöld,
en sveitin hefur ekki sést á al-
mennum tónleikum síðan í
haust sem leið.
Það er þó fleira í aðsigi hjá
sveitinni en tónleikar, því í byrjun
næsta mánaðar kemur út lítil
plata með henni og í vor stór
plata. Sú útgáfa og það að hljóm-
sveitin hefur að mestu endurnýj-
að tónleikadagskrá sína þótti til-
efni til viðtals við sveitarmenn.
Eru eru nýju lögin ekki alveg
eins og þau gömlu?
Nei, þau eru miklu rokkaðri og
kraftmeiri. Sumum finnst þau
þyngri en áður, en það er vit-
leysa. Tónlistin er bara rokkaðri
og að sama skapi beinskeyttari.
Er þetta þá ámóta tónlist og
verður á væntanlegri plötu?
Já, það verða á litlu plötunni
tvö eldri lög, en stóra platan
verður unnin úr því sem við verð-
um að spila á fimmtudaginn.
Og heimsfrægð framundan?
Ekki minna. Líklegast aðeins
út fyrir það.
Textarnir eru enn á ensku.
Já, það eru boogie-textar. Eftir
því sem meira er amast við því
að við séum með enska texta,
þeim mun meiri metnaður er fyr-
ir því af okkar hálfu að hafa þá
enska. Besta rokkplata sem
komið hefur út á íslandi, Lifun,
var með enska texta.
Hlustið þíð þá mikið á eldri
íslenska tónlist?
Já, ekki þó á Hljóma, en Trú-
brot, Flowers, Óðmenn og fleira
í þeim dúr. Síðan er töluverð
soultónlist komin inn í tónlistina
hjá okkur, svört tilfinning.
Hverjir verða með ykkur á
Duustónleikunum?
Hljómsveitin Jójó, sem áður
var Rocky frá Skagaströnd.
Þið hafíð ekki spilað á al-
mennum tónleikum lengi og þvf
var fleygt að öllum gömlu lögun-
um hefði verið hent út. Hvað
veldur? Hefur orðið stökkbreyt-
ing á sveitinni?
Það er kanski ekki rétt að
segja að við höfum hætt að spila.
Við spiluðum síðast í nóvember
og síðan komu próf og jólavinna,
þannig að það eru ýmsar ástæð-
ur fyrir því að við höfum ekki
spilað. Hvað varðar tónlistina þá
höldum við að vísu aðeins eftir
tveimur gömlum lögum, en það
er ekki hægt að tala um stökk-
breytingu, þetta er allt þróun.
Við erum líka sjálfstæðari tónlist-
arlega; tónlistin er hætt að vera
afleidd og orðin upprunaleg.
Johnny Cash áhrifin eru á hröðu
undanhaldi. Við tökum þó tvö lög
eftir aðra, Heatvawe sem Diana
Ross og Supremes tóku upp og
lag Everly bræðra Dreams. Það
er bara tekið ef menn eru í miklu
stuði og þá sungið án undirleiks.
Við erum einnig farnir að nota
meira bakraddir, meira bítl, en
það er allt í samræmi við eðlilega
þróun, það er engin stökkbreyt-
ing. Þessi þjóðlagablær sem
greina mátti í tónlistinni áður er
eiginlega horfin og rómantíkin
er á undanhaldi. Það er þó ekki
að við hafi tekið steinsteyptur
veruleiki, við erum enn allir róm-
antískir í okkur.
og Hunangstunglið með konsert
þar. Hvað sem um tónleikana
sjálfa má segja er ánægjulegt til
þess að vita að rokktónleikahald
sé að verða fastur liður í menning-
arlífi höfuðborgarinnar og miðað
við aðsóknina þarna um kvöldið
er fáu að kvíða, sérstaklega þegar
til þess er litið að Sverrir Storm-
sker og Rúnar rimlarokkari voru
með aðra tónleika á Hótel Borg
aðeins steinsnar frá.
Síðan skein sól hóf tónleikana
og fékk áhorfendur þegar á sitt
band. Tónlist sveitarinnar er erfitt
aö lýsa. Það fer ekki á milli mála
að þarna er um rokk að ræða, en
svo vandast málin. Tónlistin er yfir-
leitt melódísk, en hún er þrungn-
ari tilfinningu en svo að melódían
verði einhver burðarás.
Lögin eru flest hver þétt og
grípandi og skilja eftir sig. Þá eru
textar Helga Björnssonar til fyrir-
myndar íslenskum poppurum, þó
svo bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs séu e.t.v. ekki á næstu
grösum.
Helgi (fyrrv. Grafíkmaður) fer
fyrir sveitinni og hefur orðið mun
betra vald á rödd sinni en áður.
Er oft bara þrælmagnaður; þekkir
greinilega takmarkanir sínar og
lætur þá tilfinningu frekar ráða en
tækni. Eyjólfur Jóhannsson, gítar-
leikari, og Jakob Magnússon,
bassaleikari, eru búnir að spila
lengur saman en ég man (frá 2.
eða 3. bekk í gaggó?) og kunna
orðið öll brögðin í bókinni. Sérstak-
lega fannst mér gaman að hlusta
á Eyjólf rifja upp gamla þunga-
rokkstakta í sólóum, án þess að
um nokkur stílbrot væri að ræða.
Trommuleikarinn stóð sig mjög vel
og hélt ágætlega utan um sinn
pakka — ákveðinn án' þess að vera
fyrir, sem vill allt of oft henda
framagjarna trommuleikara. Mað-
ur sem fylgjast þarf með.
Snjáðir Frakkar
Þegar þetta 'fer ritað, tæpri viku
eftir téða tónleika, hef ég ekki enn
þá fengið botn í hvers vegna Frakk-
arnir skipulögðu þetta „come-
back“ sitt. Þó það takist stórslysa-
laust hjá Ríó Trió er ekki þar með
sagt að Frakkarnir eigi erindi inn
á sjónarsviðið að nýju.
I Frökkunum eru núna Björgvin
Gíslason, gítarséní, meðal ann-
arra.
Bjöggi Gísla stóð sig eins og von
var á, æðislega og vel það, en það
gerðu Frakkarnir sem hljómsveit
ekki. Lögin voru óspennandi og lítt
nýtt í þeim að heyra, ef textar
heyrðust voru þeir óeftirtektar-
verðir hvort sem var, samstilling
sveitarinnar ekki upp á marga fiska
og annað eftir þessu. Sorglegt en
satt.
Einhvern veginn fundust mér
Frakkarnir vera hljómsveit í leit að
tilgangi og svo mikiö var víst, að
hann fanns't ekki í sölum Lækjar-
tungls. Það var gaman að heyra
aftur í Bjögga Gísla, en ég vildi að
hann hefði valið sér betri félags-
skap.
Þessari tónleikarýni er þó ekki
hægt að Ijúka án þess að minnast
á Bubba Morthens, því hann heiðr-
aði tónleikana með nærveru sinni
og forláta myndbandsupptökuvél-
ar. Á þessu stigi er ekki vitað hvort
Bubbi vill geta stúderað sam-
keppnina heima í stofu eða hvort
hann er að safna saman sagn-
fræðiheimildum fyrir komandi kyn-
slóðir, en svör óskast send . . .
Andrés Magnússon
Síðan skein sól
Ljósmynd/BS
Síðastliðinn fimmtudag voru
haldnir tónleikar í Lækjartungli
og komu hljómsveitirnar Frakkarn-
ir og Síðan skein sól þar fram.
Húsnæðið hentar ágætlega undir
tónleikahald og er vonandi að
áframhald verði á þessari starf-
semi hússins. Virðist reyndar að
svo sé, því í kvöld verða Geiri Sæm
Morgunblaöið/Börkur Arnarson
Hunangstungl
Eins og fram kemur hér á síðunni
heldur Geiri Sæm sina fyrstu tón-
leika með fullskipaðri hljómsveit
sinni Hunangstungli í Lækjartungli
í kvöld.
Sveitina skipa auk Geira þeir
Kristján Edelstein, Þorsteinn Gunn-
arsson, Kristinn R. Þórisson
Styrmir Sigurðsson.
Geiri gaf út fyrir síðustu jól pli
una Fíllinn og vlsast verður meg
áherslan lögð á efni af þeirri plc
auk þess sem til stendur að kyn
lög sem ekki hafa áður heyrst.