Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
41
Afmæliskveðja:
Sólveig Eyjólfs-
dóttir - Hafnarfirði
Frú Sólveig Eyjólfsdóttir, Brekku-
götu 5, Hafnarfírði, er áttræð í dag.
Hún fæddist 25. febrúar 1908 í Nesi
í Selvogi, þar sem efi hennar, Þor-
björn Guðmundsson, var útvegs-
bóndi. Komung, á öðru aldursári,
flyzt hún með foreldrum sínum, Ey-
jólfí Þorbjömssyni og Vilborgu
Eiríksdóttur, til Hafnarfjarðar og
hefur átt þar heima æ síðan.
Þau Eyjólfur og Vilborg eignuðust
5 böm, þijár dætur og tvo syni. Elzt
þeirra er Sólveig, sem hér verður
getið, og svo Þorbiöm henni næstur,
kunnur borgari hér í Hafnarfírði, en
þijú þeirra eru látin, Guðmunda,
Kristín og Jón Setberg.
Allan sinn aldur, eftir að hún flutt-
ist með foreldrunum úr Selvogi, hef-
ur hún átt heima í námunda og við
rætur Hamarsins í Hafnarfirði, en
þetta fagra náttúmfyrirbæri, Ham-
arinn í hjarta bæjarins, lítur hún á,
sem aðrir Hafnarfirðingar, eins og
helgidóm, heilagt vé, þar sem holl-
vættir hafast við. Hið vinalega og
snotra timburhús hennar að Brekku-
götu 5 stendur einmitt á fallegum
stað undir Hamrinum. Úr því húsi
hyggst hún ekki flytja á meðan henni
endist heilsa og aldur. Við heimili
sitt á þeim stað, í því húsi, em henn-
ar fegurstu minningar bundnar.
Eins og algengt var með fólk á
Sólveigar reki, átti það sjaldnast
kost á lengra námi, eftir að bama-
skólanámi lauk. Að nokkm stóðu þó
Hafnfirðingar betur að vígi í þessum
efnum en ýmiss önnur byggðarlög
þar sem Flensborgarskólinn var, þar
sem tækifæri gáfust til að stunda
góða almenna framhaldsmenntun að
bamaskólanámi loknu. En þó fór svo
að ekki tókst Sólveigu að setjast þar
á skólabekk að skyldunáminu loknu,
þar sem efnahagurinn leyfði það
ekki. Einmitt í þann mund, sem hún
hugðist fara í Flensborgarskóla, að
ráði Ögmundar Sigurðssonar skóla-
stjóra þar, frænda síns, sem hafði
hvatt hana til lengra náms, var
skellt á 90 króna skólagjaldi, sem
hún sá engin tök á að geta greitt.
Þar með var sá draumur úr sögunni.
En þrátt fyrir þetta telur Sólveig
að bamaskólanámið hafi dugað sér
furðuvel. í gamla bamaskólanum við
Suðurgötu í Hafnarfirði voru úrvals-
kennarar og skólastjórinn, Bjami
Bjamason, traustur og ömggur í
starfí, vinsæll og vel virtur af öllum.
Á unglingsámnum vann Sólveig
alla algenga vinnu eins og þá var
títt með unglinga. En tiltölulega
snemma fór hún að vinna í verzlun
og á skrifstofum. Vann lengst hjá
Bmnabótafélagi íslands.
Mesta gæfusporið telur Sólveig sig
hafa stigið, þegar hún giftist 1938,
Haraldi Þórðarsyni, skipstjóra, mikl-
um mannkosta manni, en eftir 13
ára sæluríka sambúð lézt Haraldur,
stóð hún þá ein uppi með son og
dóttur á bamsaldri. Þetta var henni
mikið áfall og reiðarslag og því meir
sem hjónabandið hafði verið mjög
farsælt, enda Haraldur frammúr-
skarandi góður faðir og eiginmaður.
En Sólveigu var ekki og er ekki
fisjað saman. Hún lét ekki bugast,
enda sjálfsbjargarviðleitnin sterk.
Fljótt eftir lát manns síns, hóf hún
að reka matsölu, tók kostgangara,
bæði heima hjá sér og í Sjálfstæðis-
húsinu í Hafnarfirði og sá um mat-
seld um skeið fyrir ýmsa klúbba og
félög, m.a. Lionsmenn og Rotary um
tíma. Hún þótti afbragðs matreiðslu-
kona og var eftirsótt af félögum til
þess að standa fyrir og sjá um mat-
seld, þegar um veizlur og mannfagn-
að var að ræða. Um 13 ára skeið,
frá 1973 til 1986 var hún matráðs-
kona í Lækjarskóla og-Sá um mötu-
neytið þar. Gat hún sér mikilar vin-
sældir í því starfi og rækti það af
mikilli kunnáttu og prýði. Strax frá
upphafi tóku kennarar skólans henni
opnum örmum og var hún aufúsu-
gestur þeirra, er þeir héldu fagnað
eða skemmtikvöld í skólanum eða í
heimahúsum og þurfti hún þá að
sjálfsögðu ekki að sjá um matseld.
Naut hún þessa félagsskapar í ríkum
mæli. Vinsæl var hún líka meðal
nemenda skólans, bæði eldri og
yngri, enda bamgóð að eðlisfari.
Þeir, sem haldnir eru mikilli at-
hafnaþrá og eiga sér margvísleg
áhugamál, sem þeim tekst að rækja,
ná oft háum aldri og eldast seint.
Þetta, m.a., á við um Sólveigu. —
Fáum er það ljóst, nema þeim sem
til þekkja, að enn í dag, orðin átt-
ræð, — sinnir hún ýmiss konar fé-
lagsstarfsemi og gefur hvergi eftir.
— Félagsmálavertíð hennar er orðin
ærið löng. Um eða innan við tvítugt
hófst þessi vertíð með því að hún
gekk í kvenfélagið Hringinn í Hafn-
arfirði. Hún var ein af stofnendum
slysavamadeildarinnar Hraunprýði í
Hafnarfírði (17. des. 1930), sem
unnið hefur mikið og gott starf í
þágu slysavama. Sólveig hefír verið
í stjóm þess frá upphafi. Stendur
þar enn vakt í brúnni sem meðstjóm-
andi og er á „útkikk". Var þar fyrsti
ritari, en Sigríður Snæland var þá
formaður, varð síðan varaformaður
í formannstíð Rannveigar Vigfús-
dóttur, alls 23 ár, og tók við for-
mennsku af henni, — í 9 ár, og er
nú meðstjómandi, eins og fyrr segir.
Fjölmargt annað á félagsmálasviði
hefir Sólveig látið til sín taka. Hún
hefir setið í ótal opinberum nefndum
og ráðum. Var m.a. 16 ár í bama-
vemdamefnd Hafnarfjarðar, sat í
byggðanefnd og gatnanefnd. Sat í
safnaðarstjóm Hafnarfjarðarkirkju í
12 ár. Hefur unnið mikið fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Vann m.a. að stofnun
Vorboðans á sínum tíma og sat þar
lengi í stjóm. Á langa setu í fulltrúa-
ráði flokksins í Hafnarfirði og verið
nokkmm sinnum þar í stjórn. í dag
lætur hún sér mjög annt um Hjarta-
og æðavemdarfélag íslands og hefur
lagt þar hönd á plóginn. Lengra
mætti rekja félagsmálasögu Sólveig-
ar, en hér skal látið staðar numið,
því ekki átti þessi grein, helguð henn-
ar merka afmæli, að vera í neinu
grafskriftardúr.
Þrátt fyrir hinn mikla missi og þá
raun, sem Sólveig varð fyrir, þegar
hún missti mann sinn, eftir aðeins
13 ára sambúð, hefur hún verið
gæfumanneskja. Hún hefur að jafn-
aði verið heilsuhraust allt fram á
sfðustu misseri að heilsa hennar tók
nokkuð að bila, en er nú á batavegi.
Hún eignaðist tvö mannvænleg böm,
sem hafa verið henni afar kær og
þau látið sér mjög annt um hana.
Traust, náið og gott samband hefur
ávallt verið á milli þeirra þriggja og
bömin bæði verið henni einkar eftir-
lát, og það með glöðu geði, sem ekki
er beint tímanna tákn í dag. Sonur
hennar, Eyjólfur, er yfírlæknir á
Heilsugæslustöð Kópavogs og dóttir-
in, Kristín er röntgentæknir á Rönt-
gendeildar Landspítalans. Eyjólfur
er kvæntur Guðbjörgu Eddu Eg-
gertsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau
tvö böm, Eggert 6 ára og Harald
Svein, 2ja ára. Kristín er ekki gift
og býr hjá móður sinni. Auk eigin
bama hefur Sólveig alið upp fóstur-
dóttur, Sveinbjörgu Helgadóttur,
sem kom til hennar 7 ára. Hún er
gift.
Sólveig Eyjólfsdóttir er í hópi þess
fólks sem vex, við nánari kynni. Hún
kemur manni því meir á óvart sem
maður kynnist henni betur. Ókunn-
ugur gæti ætlað við fyrstu kynni,
að hún væri nokkuð tilgerðarleg og
yfirborðskennd en kemst á allt aðra
skoðun við nánari kynni. Hann gerir
sér þá grein fyrir því, að þar sem
Sólveig er, fer kona sem er blátt
áfram, einlæg og hjartahlý, — og
eins og sagt var hér áður fyir: prýði-
lega vel að sér til munns og handa,
vel lesin, víða heima í hlutunum,
hefur yndi af hvers konar list, —
einkum tónlist sígildri og notar hvert
tækifæri sem gefst til að hlýða á
slíka tónlist og sækir þvf mikið söng-
og tónleika. — Sjálfri er henni ýmis-
legt til lista lagt, — og getur látið
hlutina leika í höndum sér, þegar
hún vill það við hafa. Gerir sér það
stundum til dundurs að skreyta og
gylla postulín og gerir það af miklum
hagleik. Hefur oft gaman af því að
senda nánum vinum sínum slíka
handskreytta muni á jólum, — til
skrauts á jólaborðið og jafnframt
eitthvert heimatilbúið góðgæti með.
— Hún er einnig ágætlega ritfær.
Það sýna ýmsar greinar um gömul
minni, sem birst hafa í jólablöðum
Fjarðarfrétta og Hamars í Hafnar-
firði.
Sá, er þetta ritar og fjölskylda
hans, á Sólveigu margt að þakka.
Allt frá fyrstu kynnum, í rösk þijátíu
ár, hefur hún verið mikill heimilisvin-
ur. Við eigum henni mikla þökk að
gjalda fyrir órofa.tryggð og vináttu
og ámum henni heilla á hennar
merka afmæli og vonum í einlægni,
að hún eigi enn góða ævi og langa
fyrir höndum.
Þorgeir Ibsen
Sólveig mun taka á móti gestum
f dag á heimili sonar sfns og tengda-
dóttur á Vallarbarði 13, Hafnarfirði
milli kl. 15 og 19.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar |
Vélritunarkennsla.
Vélritunarskólinn s. 28040.
□Gimli 59882257 = 6
I.O.O.F. 11 = 1692258'/í = 9. II.
I.O.O.F. 5 = 1692258'/;= 9.III
□ St.: St.: 59882257 VII
\-.Vl
ioorjcn
Aðaldéild KFUM
Fundur í kvöld á Anntmannsstig
.2b, kl. 20.30. Verfti hver yftar
fyrri til... Biblíulestur i umsjá
Séra Guðna Gunnarssonar.
Allir karlar velkomnir..
Orð lífsins
Samkoma verður i kvöld kl.
20.30 á Smiðjuvegi 1, Kópavogi
(sama hús og Útvegsbankinn).
Allir velkomnir!
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Félag leiðsögumanna
Munið aöalfundinn á Hótel Sögu
á morgun fimmtudag kl. 20.30.
Stjórnin.
Hjálpræðisherinn,
Kirkjustræti 2.
f kvöld kl. 20.30 veröur almenn
samkoma. Annað kvöld kl. 20.00
bæn og lofgjörö (i Blönduhlíð 3).
Verið velkomin.
Aglow kristileg samtök
kvenna
Fundur veröur nk. laugardag 27.
febníar kl. 16.00 i Gerðubergi.
Gestur fundarins verður Margrét
Hróbjartsdóttir. Vinsamlegast til-
kynnið þátttöku í dag fimmtudag
í síma 38324 (Anna) eða 46423
(Björg).
Allar konur velkomnar.
BJSDí,
| með htutverk
fm li YWAM - fsland
Almenn samkoma i Grensás-
kirkju i kvöld, fimmtudaginn 25.
febrúar, kl. 20.30.
Fólk segir f rá trúarreynslu sinni.
Allir velkomnir.
Aðalfundur
Bandalags íslenskra farfugla
verður haldinn sunnudaginn 28.
febrúar nk. kl. 20.00 á Sund-
laugavegi 34 (nýja Farfuglaheim-
ilið). Dagskrá: Venjuleg
aðatfundarstörf. Lagabreytingar.
Stjórnin.
í kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma i Þribúðum, Hverfisgötu
42. Mikill almennur söngur. Vitn-
isburðir Samhjálparvina. Kórinn
tekur lagiö. Raeðumaöur Kristinn
Ólafsson. Allir velkomnir.
Samhjálp.
AD-KFUK
Kvöldverftur - Miðar
Viö viljum minna á fundinn 1.
mars sem hefst með kvöldverði
kl. 19.00. Ath. að tryggja ykkur
miða fyrir föstudaginn 26. febrúar.
AD-nefndin.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19531
Helgarferð í Botnssúlur
27.-28. febrúar:
Gönguferö og skiðaferð. Gist i
Bratta (tæplega 800 m. hæð)
skála Alpaklúbbsins. Brottför kl.
8.00 aö morgni laugardags. Far-
miöasala og upplýsingar á skrif-
stofu F.í.
Ferðafélag fslands.
ÚTIVISTARFERÐIR
Helgarferðir 4.-6. mars.
1. Þórsmörk, góuferft. Góft glst-
ing i Útivistarskálanum Básum.
Gönguferðir. Stakkholtsgjá í
klakaböndum. Sólarkaffi.
2. Tindofjöll ítunglskini. Göngu-
og skiöaferð. Gist iTindfjallaseli.
Árshátíð Útivistar
veröur laugard. 12. mars i Skiða-
skálanum í Hveradölum. Góð
skemmtun. Rútuferð frá BSf.
Þaö lætur enginn sig vanta.
Pantið timanlega.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, símar: 14606 og 23732.
Þingvellir - Öxarárfoss ( klaka-
böndum á sunnud. 28. febr. kl.
13.00. Sjáumst!
Útivist.
Ungt fólk á Akureyri
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akur-
eyri, gengst fyrir opnum kynnlngarfundi um
starf ungra sjálfstæðismanna, laugardaginn
27. febnir kl. 15.30 í Kaupangi.
Dagskrá:
1. Kynning á fólagsstarfi Varðar. Guft-
mundur Magnússon, formaður.
2. Sjálfstæðisstefnan, orð og efndir. Árni
Sigfússon, formaður SUS.
3. Undirbúningur leshringja. - Kynning á
málefnastarfi SUS.
Allir ungir Akureyringar hvattir til að mæta.
Verslunarmannafélag
Hafnarfjarðar
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör
stjórnar, trúnaöarmannaráös og endurskoðenda i Verslunarmanna-
félagi Hafnarfjarðar fyrir árið 1988. Framboðslistum skal skilað á
skrifstofu félagsins, Strandgötu 33, 2. hæð, eigi síðar en kl. 12.00
laugardaginn 27. febrúar 1988.
Stjómin.
Svör óskast
Nú hefur annað bréf verkefnistjórna SUS veriö sent út til áskrif-
enda. Brýnt er að menn skili sem fyrst. Allra síðasti skiladagur er
1. mars en best væri að þeir sem gætu, komi bréfi sinu i póst fyrir
helgi.
Stjórn Varöar.
Sjóm SUS.
Sjálfstæðisflokkurinn
í Reykjavík
Fundur alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokkslns I
Reykjavik með stjórnum sjálfstæðisfélaganna verður haldinn fimmtu-
daginn 25. febrúar kl. 18.00 I Valhöll (neðri deild).
Páll Gíslason mun ræða um útsýnis- og menningarmiðstöð i
Öskjuhllð.
Hlutaðeigendur eru hvattir til að mæta.
Stjórn fuiltrúaráðs sjáifstæöisféiaganna i Reykjavik.
F.U.S. Baldur
Seltjarnarnesi
Aðalfundur F.U.S. Baldurs á Seltjarnarnesi verður laugardaginn 27.
febrúar n.k. kl. 14.00 i félagsheimili sjálfstæðisfélaganna, Austur-
strönd 3. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
<t..
*