Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 6W Vetrarólympíuleikarnir Reuter Vrenl Schnelder frá Sviss keyrir hér á fleygiferð í brautinni í gær. Hún tryggði sér sigur með glæsilegri frammistöðu. í Calgary 1988 Vestur-þýska sveitin sterkust í norrænni tvíkeppni VESTUR—ÞJ0ÐVERJAR urðu Ólympíumeistarar í sveita- keppninni í norrænni tvíkeppni í gær. Thomas Muller var mað- urinn á bak við sigur Vestur- Þjóðverja, en hann hafði mikla yfirburði í stökkinu. Svisslend- ingar komu mjög á óvart með því að vinna silfurverðlaunin. Vestur-Þjóðverjar höfðu gott forskot eftir stökkið. Muller var þar fremstur í flokki,..stökk 91, 89 og 89,5 metra. Til samanburðar má geta þess að Matti Nykaenen stökk lengst 89,5 metra er hann varð Ólympíumeistari af 70 metra palli fyrir 10 dögum. Svisslendingar, sem voru í sjötta sæti eftir stökkið, komu mjög á óvart í boðgöngunni og voru aðeins 3,4 sekúndum á eftir vestur-þýsku ^ sveitinni. En Svisslendingar stört- uðu 4.52 mínútum á eftir Vestur- Þjóðveijunum í göngunni. Austurríki varð í þriðja sæti og Noregur í fjórða. Sovéska liðið dróg sig út úr keppni þar sem Allar Le- vandi veiktist í stökkinu. Reuter Thomas MUIIer, hetja vestur-þýsku sveitarinnar, er hér fyrir miðju. Félagar hans, Hans Pohl (t.v.) og Hubert Schwarz halda á honum. Vreni Schneider vann fyrstu gullverðlaun svissnesku kvennanna HEIMSMEISTARINN ístórsvigi kvenna, Vreni Schneider frá Sviss, varð í gær Ólympíu- meistari í stórsvigi. Hún hafði fimmta besta tfmann eftir fyrri umferð en náði besta tímanum í seinni umferð. Christa Kins- hofer Guthlein frá Vestur- Þýskalandi varð önnur og Mar- ia Walliser frá Sviss þriðja. Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri féll úr keppni. B lanca Femandez Ochoa frá Spáni, systir Francisco sem varð Ólympíumeistari í svig í Sap- oro 1972, náði besta brautartíman- um í fyrri umferð en datt í síðari ferðinni. Mikið fa.ll var í brautinni og komust aðeins 29 keppendur af 61 klakklaust báðar umferðirnar. Schneider, sem varð heimsmeistari í Crans Montana í fyrra, var 0,85 sekúndum á eftir Ochoa í fyrri umferð. Hún tók síðan á öllu sínu í seinni umferðinni og var sekúndu á undan næsta keppanda saman- lagt. Hún kom í mark á samanlögð- um tíma 2:06.49 mínútum. „Ég var taugaóstyrk í fyrri umferð. í síðari umferð hugsaði ég um það eitt að komast á verðlaunapall, en ég bjóst ekki við að hreppa gullverðlaunin," sagði Schneider. Vestur-Þýska stúlkan, Christa Kinshofer Giithlein, sem varð önnur í svigi á Ólympíuieikunum í Lake Placid 1980, vann önnur silfurverð- laun sín á ólympíuleikum. Hún fékk samanlagðan tíma 2:07.42 mínútur. Maria Walliser frá Sviss varð þriðja og vann þvf önnur bronsverðlaun sín á fjórum dögum. Hún varð einn- ig þriðja í alpatvíkeppninni. Walliser fékk samanlagðan tíma, 2:07.72 mínútur. Anita Wachter frá Austurríki, sem sigraði í alpatvíkeppninni, hafði þriðja besta tímann eftir fyrri ferð en náði sér ekki á strik í síðari ferð- inni og hafnaði í 7. sæti. Stórsvig kvenna: Vreni Schneider, Sviss...........2:06.49 Christ Kinshofer Gutlein, V-Þýskal. .2:07.42 Maria Walliser, Sviss............2:07.72 Mateja Svet, Júgóslavíu...........2:07.0 Christine Meier, V-Þýskalandi....2:07.88 Ulrike Maier, Austurrfki.........2:08.10 Anita Wachter, Austurríki........2:08.38 Catherine Quittet, Frakklandi....2:08.84 Carole Merle, Frakklandi.........2:09.36 Christelle Guignard, Frakklandi..2:09.46 Josee Lacasse, Kanada............2:09.78 Diann Roffe, Bandarflgunum.......2:10.69 Debbie Armstrong, Bandaríkjunum. 2:10.72 Petra Kronberger, Austurríki.... 2:12.31 Katra Zajc, Júgóslavíu...........2:12.48 Katarzyna Szafranska, Póllandi...2:12.83 Kerrin Lee, Kanada...............2:13.32 Mojca Dezman, Júgóslavíu.........2:14.36 Sveitakeppni f stökki af 90 m palli: 1. Finnland (Ari Pekka Nikkola 110.5/ 108.5.meter8, Matti Nykaenen 115.5/114.5, Tuomo Ylipulli 105.5/102.0. Jari Puikkonen 104.0/105.5)..................... 634.4 2. Júgóslavía (Primoz Yug Ulaga 102.0/110.0, Matjaz Zupan 109.5/108.5, Matjaz Debelak 110.5/110.0, Miran Tepes, 103.0/102.0).......................625.5 3. Noregur (Ole Nor Eidhammer 102.0/96.5, Jon Kjorum 78.0/101.0, Ole Fidjestol 104.5/107.0, Erik Johnsen 109.5/111.5).......:...............596.1 4. Tékkóslóvakía...................586.8 5. Austurríki......................577.6 6. V-Þýskaland......................559.0 Munurinn á finnsku sveitinni og hinum var Matti Nykaenen Finninn fljúgandi hefur unnið þrenn gullverðlaun WIATTI Nykaenen vann þriöju gullverölaun sín á Ólympíuleik- unum í Calgary f gær er Finnar unnu sveitakeppnina í stökki af 90 metra palli. Nykaenen atökk 116,5 og 114,5 metra og sýndi enn einu sinni yfirburði aína í skíðastökkinu. Nykaenen, sem varð fyrstur til að vinna gullverðlaun I stökki af 70 metra palli og 90 metra palli á sömu leikum, var ánægður með stökk sín í g*r. „Ég er mun ánægð- ari með stökkin í þessari keppni en á þriðjudaginn. Bæði stökkin voru næstum fullkomin." Jens Weissflog, sem tapaði Ólym- píutitlinum af 70 metra palli til Nykaenen fyrir 11 dögum sagði: „Munurinn á finnsku sveitinni og hinum var Nykaenen. Það er enginn sem kemst nálægt honum". Finnar fengu samtals 634,4 stig og voru 8,9 stigum á undan Júgós- lövum sem urðu í öðru sæti. í sveit Finna voru: Matti Nykaenen, Ari Pekka Nikkola, Tuomo Ylipulli og Jari Puikkonen. Norrœn tvfkeppnl, sveitakeppni, (stökk Aschenwald, Klaus Sulzenbacher) af 70 m palll og 3 x 10 km gonga); 626.6/1:21.00,9 1. V-Þýskaland (Hans Pohl, Hubert 4. Noregur 596.6/1:18.48,4 Schwarz, Thomas Mdlle) 629.8/1:20.46,0 5. A-Þýskaland 571.6/1:18.13,5 2. Sviss (Andreas Schaad, Hippolyt Kempf, 6. Tékkóslóvakla 573.6/1:19.02,1 Predy Glanzmann) 571.4/1:15.57,4 7.Finnland 561.3/1:19.56,3 3. Austurríki (Gilenther Csar, Hans Jörg 8. Frakkland 541.0/1:19.45,4 Firrn- og félagshópa- keppni KR1988 Hin árlega firma- og félagshópakeppni KR i innanhúss- knattspyrnu hefst laugardaginn 5. mars. Skráning í sima 27181 eða á skrifstofu knattspyrnudeildar í KR hetmiltnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.