Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Veikleikar Hrútsins í dag ætla ég að byija á umfjöllun um veikleika raerkjanna tólf. Athygli er vakin á því að hér er einung- is verið að tala um möguiega veikleika, þ.e.a.s. að þó eftir- farandi veikleikar búi í per- sónugerð merkisins er ekki þar með sagt að allir í merk- inu falii í gryfju þeirra. Við getum jú unnið með veikleika okkar og önnur merki okkar hafa einnig sitt að segja. í dag er það Hrúturinn (20. mars—19. apríl). Fljótfcerni Eitt af því sem getur háð Hrútum er fljótfæmi og óþol- inmæði. Ef Hrúturinn fær áhuga á einhveiju þá verður hann oft viðþoislaus og verð- ur strax að fá það sem hann viil. Hann getur illa beðið. Að sjálfsögðu getur þetta komið sér ágætlega, því eins og máltækið segir, að hika er sama og að tapa. Hrútur- inn er því oft drífandi, fram- kvæmdasamur og grípur tækifærin áður en aðrir sjá þau. Hið neikvæða er hins vegar það að hann á t.d. til að kaupa fyrsta bílinn sem hann sér, eða teppaleggja fbúðina áður en hann hefur valið rétta litinn á teppin. Úthaldsleysi Hrúturinn hefur gaman af því að byija á nýjum verkum, en honum leiðist vanabinding og það að hanga lengi yfir því sama. Einn veikleiki hans er því sá að eiga erfitt með að ljúka verkum. Hann skort- ir oft úthald. Hrútur sem t.d. hefur áhuga á að vinna við ákveðið starf nennir oft ekki að leggja það á sig að sitja á skólabekk í 6 ár og und- irbúa sig þannig fyrir starfíð. Það að sitja kyrr og hlusta á aðra er ekki ein af sterkari hliðum Hrútsins. Brennurupp Hrúturinn er eldmerki, vill líf, hreyfingu og fjölbreyti- leika. í einstaka tilvikum leið- ir það til þess að hann lifir of hátt og hratt og brennur upp. Með því er átt við að hann gengur á varaorku líkama og tauga og verður hálfur maður á seinni hluta ævinnar. Þar eð þessi um- ijöllun getur ekki talist já- kvæð og er þess eðlis að hún gæti hrætt einhveija er rétt að ítreka að hér er einungis verið að flalla um möguleika eða það sem Hrúturinn þarf að vera á va.-ðbergi gagn- vart. Ekki það sem kemur til með að gerast sjálfkrafa hjá öllum. Agaleysi Það sem einnig getur háð Hrútnum er að hann er ekki sérlega mikið fyrir reglur, höft og aga. Hann á þvf tii að vera hálfgerður sjóræn- ingi og á oft erfítt með að beita sig aga. Þetta sama haftaleysi gerir að hann er oft á tíðum óheflaður, missir stjóm á skapi sínu og öskrar eða jafhvel ræðst á aðra. Hrúturinn á einnig til að vera eigingjam og vaða yfir um- hverfið. Að baki því síðast talda liggur engin sérstök ill- gimi, heldur það að Hrútur- inn gleymir sér oft í ákafa sínum. Deilugirni Að lokum má nefna eitt at- riði. Hrúturinn er kappsfullt merki og hefur gaman af nýjum áskorunum. Það leiðir til þess að hánn hefur gaman af keppnum margskonar. Neikvaeða hlið þess er að hann heldur of oft að aðrir séu að keppa við sig og jafn- vel að ráðast á sig. Hann á því til að leita uppi deilur þar sem engar þyrftu að vera. GARPUR VeroNA, r>AÐ E/Z VERIDAÐ BOÐA /vug- ée veroaðhalda aftlm? HEIM... í/H/NM HE/M! & GRETTIR DONK! \r. E-kiKeier spjlur MArAterí/vwNuv I? /VIEIRA EM HÖR-Ð MÁLMK.ÓI-A cb SEM ÞeVtisT i C3ESNUM Sbashettie> manns nHimTiuiiimiiiiiiinnmninmiiiuiiniiiiiiiumiimnHimiiiiiiuiimim ... ■ ■ ■" .... " DÝRAGLENS VÍPÁTTA HIMIN6e//MSlNS Etz HéeibiT bœöiBG, HEFUZVU HUGLeiTT pAP, PÖPÖ T EKKI HU6LEITT... UÓSKA FERDINAND HOW CAN I TAKE VOUR 5UPPER OUTTOYOU WHEN YOU'VE 60T YOUR N05E PRE55EP A6AIN5T THE UOOR? Hvemig get ég komið matnum út til þín ef þú klessir nefið upp að hurð- inni. Ekkert mál, ég bakka ... I VE REAP TMAT M05T ACCIPENT5 HAPPEN RI6MTAT HOME.. Ég las einhvers staðar að flest slys verði heima- við___og helzt um kvöld- matarleytið. Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Valur Sigurðsson I sveit Flug- leiða er þekktur fyrir annað en kjarkleysi í spilinu. Það kom því áhorfendum í sýningarsal Hótels Loftleiða ekkert á óvart þegar hann skellti sér grimmdarlega í þijú grönd fyrir hindrun Sævars Þorbjömssonar, og sat sem fastast eftir dobl Karls Sigur- hjartarsonar. Þetta var í úrslita- leik við Polaris um Reykjavíkur- homið. Austur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ ÁK102 VÁDG64 ♦ 96 ♦ 108 Norður ♦ 8753 ♦ K1075 ♦ 32 ♦ D72 Áustur ♦ G9 ♦ 832 ♦ KG10754 ♦ K4 Suður ♦ D64 ♦ 9 ♦ ÁD8 ♦ ÁG9653 Veatur Norður Austur Suður K.S. J.B. S.Þ. V.S. — ' — 3 tíglar 3 grönd! Dobl Pass Pass Pass! Karl þóttist vita að þriggja granda sögnin væri byggð á löngum lauflit og fyrirstöðu f tígli. Eftir langa yfirlegu lagði hann niður hjartaásinn og hélt sfðan áfram með drottninguna. Valur drap á kóng blinds, svfnaði laufgosa, tók ásinn og spilaði blindum inn á laufdrottn- inguna. Hann á nú átta slagi og þarf ekki annað en sVfna tíguldrottningu til að fá þann níunda. En nú var komið að Val að hugsa. Hann reiknaði með að Karl ætti ekki bseði ás og kóng f spaða, úr þvf hann lagði ekki niður ásinn í upphafi. Þetta, ásamt tregðu Karis til að spila tfgii, fannst honum benda til að tígulkóngurinn væri annar fyrir aftan. Og nú kom Valur öllum á óvart: Hann spilaði tfgii á ás, og ssetti sig við að fara einn niður. „Er nú Valur hsettur að þora að vinna spilin sin,“ varð einum bridsmeistara að orði. Umsjón Margeir Pétursson í undanrásum heimsmeistara- mótsins í hraðskák í Saint John í Kanada kom þessi staða upp í skák þeirra Karls Þorsteins, sem hafði hvítt og átti leik, og kól- umbíska stórmeistarans Alonso Zapata. Ij lél Á Á 1 * & Á B J>, A. . i f> :-j A A W 1 i 23. Hxe6! - fxe6, 24. Re7+ - KÍ7 Mátstefið er 24. - Rxe7, 25. Bxe6+ - Hf7, 26. Dd8+ - Hxd8, 27. Hxd8 mát. 25. Rxc6 og svartur gafst upp. Karl varð í öðru sæti í sfnum riðli og komst í úrslitin. Þar fékk hann verðugan andstæðing í fyrstu umferð, Gary Kasparov, heimsmeistara. Kasp- arov sigraði 2V2—V2 f viðureign þeirra, en Karl var með vinnings- stöðu í annarri skákinni sem lauk með jafntefli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.