Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 54
*54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 félk f fréttum SIGBJORN KJARTANSSON Islenskt safnhús teiknað í Osló Frá Guöbjörgu R. Guðmundsdóttur í Osló. Homfírðingurinn Sigbjörn Kjartansson er um þessar mundir að ljúka námi í arkitektúr við arkitektaháskólann í Osló. Hann hélt sýningu ásamt sam- nemendum á lokaverkefni sínu í Gallerí Róm fyrr i þessum mán- uði. Útsendari Morgunblaðsins í Osló leit inn á sýninguna, heilsaði upp á Sigbjöm og spurði hvaða verkefni hann legði fram til loka- prófs. Kom í ljós að arkitektinn hafði teiknað safnhús fyrir Horn- fírðinga. Og hvers vegna það? „Ég er fæddur og uppalinn á Höfn í Hornafirði og þess vegna eðlilegt að ég velji verkefni tengt uppeldisstöðvunum," segir Sig- björn. „Annars var það skjala- vörðurinn á staðnum, Gísli Sverrir Amason, sem átti hugmyndina að safnhúsinu," bætir hann við. Blaðamaður skoðar teikningar og líkön af glæsilegu safnhúsi sem á að rúma undir einu þaki bóka- safn, skjalasafn, byggðasafn, lítið náttúru- og listasafn og auk þess heilan tónlistarskóla. Safnhúsið er teiknað í þrem álmum, bersýni- lega með það I huga að húsið megi byggja í einingum. En verð- ur safnhúsið nokkum tíma byggt? „Það er ekki mitt að ákveða það,“ segir Sigbjörn og virðist ekkert sérlega vongóður. Engu að síður fer Sigbjörn bráðlega heim til Hornafjarðar og sýnir sveitungum sínum hvemig safnhús þeir geta eignast. Rokk- amma í Asíu TINA Tumer skart- ar einum hinna skjóllitlu leðurkjóla sinna á meðfylgjandi mynd, en Fólki í frétt- um hefur borist til eyrna að söngkonan eigi allnokkra kjóla í svipuðum stíl. Myndin var tekin á tónleikum Tumer í Jakarta fyrir rúmri viku, þar sem hún söng fyrir 4000 manns. Tónleikamir voru hinir fyrstu í Asíu-áfanga leiðangurs hennar um heiminn þveran og endilangan. COSPER Karólína og Stefano með yngsta soninn, Pierre, á skírnardaginn. MÓNAKÓ Karólína og ómegðin hennar heima hjá sér í La Roche í Mónakó Skemmd * 1 efra skolti Síberíu-tígurinn Míkoff, sem er í dýragarðinum í Jó- hannesarborg í Suð- ur-Afríku, varð að fara til tannlæknis í fyrra- dag til að láta gera við vígtennumar í efra skolti. Astæða þess að vígtennur Míkoffs eru illa famar er sú að hann hefur þann ávana að brýna tenn- umar á rimlum sem loka búri hans í dýra- garðinum, slíkt er ekki gott fyrir tígra-tennur. Morgunblaðið/GRG Sigbjörn Kjartansson bendir á staðsetningu safnhússins í Hornafirði, ef og þegar það verður byggt. í sófanum sitja Andrea, þriggja ára, Charlotte, eins og hálfs árs og Karólína með Pierre í fang- inu. Að baki þeim stendur Stef- ano ásamt foreldrum sinum, Giancarlo og Femöndu Casirag- hi, og lengst til hægri sést Rain- er fursti. Reuter Skírnarkjóll frá Dior Pierre Rainer Stefano var hann skírður, yngsti meðlim- ur furstaQölskyldunnar í Mónakó. Sonur þeirra Ka- rólínu og Stefanos fæddist í september og þremur mánuð- um síðar safnaðist furstafjölskyldan saman við skímina. Stefanía, móðursystir snáðans, lét sig þó vanta á athöfn- ina og hélt sig við hlið kærastans Marios í Ameríku. Fjarvera hennar vakti nokkurt umtal og hneykslan í drau- malandi hinna skattpíndu. Skímarkjóll Pierre litla er hannaður af Marc Bohan hjá Dior tískuhúsinu í París. Kjóllinn mun orðinn allþvældur, enda er Pierre þriðja bamið sem klæðist honum. Áður vom eldri bróðirinn Andrea og systir- in Charlotte færð í kjólinn þann ama á skímardaginn. Líklegt þykir að grípa þurfi til straujámsins í Mónakó á næstunni, því að Karólína segist vilja eignast fímm böm og Dior kjóllinn gæti komið í góðar þarfir enn á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.