Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Suður-Kórea: Háskólanemar mótmæla valda- töku forsetans Seoul, Reuter. RÓTTÆKIR háskólanemar lögðu bandarísku upplýsinga- þjónustuna í Seoul undir sig í gær til að mótmæla stuðningi Bandaríkjastjómar við suður-kóresku stjórnina. Lögreglunni tókst þó fljótlega að fjarlægja þá. Þúsundir stúdenta börð- ust síðan við lögreglumenn í miðborginni í gærkvöld, þegar Chun Doo Hwan, forseti, hélt kveðjuhóf í hóteli í Seoul. Fyrirhugað er að fyrrum starfsfélagi hans í heraum, Roh Tae-woo, taki við völdum í dag. Um tólf stúdentar komust inn í bandarísku upplýsingaþjón- ustuna með því að sýna nemend- askírteini sín, veifuðu síðan eld- sprengjum, og vöfðu utan um sig fána Suður-Kóreu. Þeir fordæmdu stuðning Bandaríkjastjómar við suður-kóresku ríkisstjómina og kröfðust þess að Bandaríkjamenn hættu að beita viðskiptaþvingun- um. Þúsundir háskólanema hrópuðu vígorð gegn Chun forseta og vænt- anlegum eftirmanni hans, Roh á götum borgarinnar um kvöldið. Þeir fordæmdu einnig stuðning Bandaríkjastjómar við „einræðis- stjóm hersins", eins og þeir nefndu ríkisstjómina. Sjónarvottar sögðu að fjölmenn óeirðalögregla hefði kastað táragassprengjum að stúd- entunum. Þá hafa borist fréttir um að háskólanemamir hafi kast- að steinum og bensínsprengjum að Iögreglunni. Þeir fordæmdu suður-kóresk stjómvöld og kölluðu Roh, sem mun sveija embættiseið í dag, „kosningasvikara. “ Talsmaður lögreglunnar sagði að allir lögreglumenn landsins, 140.000 að tölu, hefðu verið kall- aðir út. Hætta væri talin á að rót- tæklingar reyndu að ná vopnum úr vopnabúrum lögreglunnar til að efna til harðvítugra mótmæla. Suður-kóreskir stúdentar standa við glugga bandarísku upplýsingaþjónustunnar í Seo- ul, þar sem þeir mótmæltu stuðningi Bandaríkjastjómar við ríkisstjóra Suður-Kóreu. Moskva: Mótmæli á degi hersins Moskvu, Reuter. UM 100 manns söfnuðust saman við höfuðstöðvar sovéska komm- únistaflokksins i Moskvu á þriðju- dagskvöld til að mótmæla veru sovéska innrásarliðsins i Afganist- an. Fólkið mótmælti einnig lengd herskyldu f Sovétríkjunum en á þriðjudag voru 70 ár liðin frá því að Rauða heraum var formlega komið á fót. Sveitir lögreglumanna brutu mót- mælin á bak aftur og handtóku um 30 manns. Flestum var sleppt eftir nokkrar klukkustundir. Að sögn Níkolajs Khramovs, talsmanns sam- taka sem stóðu fyrir mótmælunum og beijast fyrir auknu trausti í sam- skiptum Bandarfkjanna og Sovétríkj- anna, voru þrír menn handteknir í Leníngrad eftir sambærilegt andóf og voru þeir dæmdir til 15 daga fang- elsisvistar fyrir „skrílslæti". Á þriðjudag var þess minnst með hátíðlegum hætti í Sovétríkjkunum að 70 eru liðin frá því að Rauði her- inn var stofnaður sem og floti Sovét- manna. Að sögn Khramovs reyndi fólkið að halda á lofti borðum þar sem þess var krafist að sovéska innr- ásarliðið í Afganistan yrði kallað heim auk þess sem lengd herskyldu í Sovétríkjunum var mótmælt en hún er tvö ár. Þrír þeirra sem þátt tóku í mótmælunum við höfuðstöðvar kommúnistaflokksins voru sektaðir á þeim forsendum að stjómvöld hefðu ekki veitt leyfi fyrir flöldafundi þess- um. Reuter Forkosningar í tveimur ríkjum Bandaríkjanna: Dole sigraðí en sjónvarps- prédikarinn kom á óvart Dukakis og Gephardt sigruðu í kosningum Demókrataf lokksins Washington, Reuter. gott og hann ræður yfir mestu fjár- magni frambjóðenda. ERLENT ROBERT Dole öldungadeildar- þingmaður vann öraggan sigur í forkosningum Repúblikana- flokksins í Suður-Dakóta og Minn- esota, sem fram fóra á þriðjudag. Kosningar þesar fara fram vegna forsetakosninganna i Banda- ríkjunum í haust. Sigur Doles kom ekki sérlega á óvart en meiri at- hygli vakti að sjónvarpsprédikar- Austurríki: Stjórnin ætti að huga að eftirmanni Waldheims - segir Ferdinand Lacina, fjármálaráðherra Vínarborg, Reuter. FERDINAND Lacina, fjármálaráðherra Austurrikis úr flokki sósíalista, hefur beint þeim orðum til félaga sinna í ríkisstjórn landsins að tíma- bært sé að ieita að eftirmanni Kurts Waldheims forseta landsins. inn Pat Ro- bertson náði öðra sæti á báðum ríkjun- um og náði að skjóta George Bush, varafor- seta Banda- ríkjanna, aft- ur fyrir sig. Richard Gep- hardt sigraði í forkosningum Demókrata- ' flokksins { Suður-Dakóta Robert Dole Uldunga- deUdarþingmaður fagnar sigri Lacina varð þar með fyrstur valda- meiri ráðherra innan ríkisstjómarinn- ar til að gagnrýna setu Waldheims í forsetastóli síðan skýrsla alþjóðlegrar sagnfræðinganefndar var birt fyrr í mánuðinum. „Við verðum að leita að sameigin- legum frambjóðanda til að taka við af (Waldheim)," sagði Lacina í við- tali við dagblaðið Kurier. „Við getum ekki haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist." Aðspurður um álit sitt á því hvort Waldheim ætti að segja af sér fyrir 11. mars en þá verður þess minnst að hálf öld «r liðin síðan Hitler sam- einaði Austurríki Þýska ríkinu, sagði Lacina: Því fyrr sem Waldheim íhug- ar hvemig hann geti orðið þjóð sinni að liði, því betra. Lacina bætti því við að hann myndi sitja heima við minningarathöfnina þann 11. mars ef Waldheim héldi ræðu við það tæki- færi. Leopold Gratz, forseti þingsins, hefur hvatt til umræðna um það hvort yfirleitt sé rétt að minnast 50 ára afmælisins. Jörg Haider, hinn ungi og að- sópsmikli leiðtogi Fijálslynda flokks- ins (FPÖ) sem er f stjómarandstöðu, hvatti ríkisstjómina í gær til að taka af skarið og gera upp hug sinn til Waldheims. „Annað hvort á stjómin að lýsa yfir stuðningi við Waldheim og binda þar með enda á umræðuna eða hefja tafarlaust ráðstafanir til að setja hann af,“ sagði Haider. „Vilj- um við ekki setja forsetann af þá ættum við heldur ekki að fela hann eða múlbinda." Eina leiðin til að setja Waldheim af gegn vilja hans er að tveir þriðju hlutar þingmanna krefjist þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Franz Vranitzky, kansíari Austurríkis, segir í viðtali við vestur-þýska tímaritið Stem að hann sé á móti slíkri þjóðar- atkvæðagreiðslu. Slíkt væri stjóm- skipulega mjög erfítt og myndi auk þess kljúfa þjóðina í tvær fylkingar. en Michael Dukakis fór með sigur af hólmi i Minnesota. Dole hlaut 57 prósent atkvæða í Suður-Dakóta og rúm 40 prósent í Minnesota. Frammistaða Robertsons vakti öllu meiri athygli. Talningu atkvæða var ekki lokið í í Minnesota en allt benti til þess að hann myndi gjörsigra Bush í keppninni um annað sætið. Robertson hafði hlotið 28 pró- sent atkvæða gegn 11 prósentum Bush, sem var f fjórða sæti á eftir Jack Kemp, þingmanni frá New York. Munurinn varð hins vegar minni í Suður-Dakóta en þar fékk Robertson 19 prósent atkvæða en varaforsetinn 18. Þetta er í annað skiptið í forkosningunum sem sjón- varpsprédikarinn nær að bera sigur- orð af Bush. Bush lagði litla áherslu á kosning- amar sem fram fóm á þriðjudag en frambjóðendur leggja nú kapp á að undirbúa sig sem best fyrir forkosn- ingar f 20 ríkjum sem fram fara samtímis þriðjudaginn 8. mars. Fréttaskýrendur bandarískir telja að frammistaða Robertsons á þriðjudag geti sett strik t reikninginn fyrir Bush, einkum I suðurríkjunum en kosið verður í 12 þeirra 8. mars. Þrátt fyrir ósigurinn er almennt talið að Bush eigi mesta möguleika í suð- urríkjunum einkum vegna þess að skipulag kosningabaráttu hans þykir Robertsons kveðst bjartsýnn á úrslit í suðurríkjunum, sem hann talar gjaman um sem „garðinn" sinn í framboðsræðum og bindur hann vonir við að sigra Bush í kosningum í Suður-Karólínu 5. mars þremur dögum áður en stóra stundin rennur upp. Robertson veittist að Bush og aðstoðarmönnum hans á blaða- mannafundi á þriðjudag og vændi hann varaforsetann um að vilja tengja framboð sitt hneykslismáli sjóvarpsprédikarans Jimmy Swagg- art, sem á dögunum játaði að hafa átt vingott við portkonu eina. „Ég veit hvers konar fólki Bush hefur safnað í kringum sig og ég trúi því til alls," sagði Robertson en Bush vísaði áökunum þessum á bug og sagði þær „fráleitar". Því er almennt spáð að Robert Dole muni eiga erfitt uppdráttar í suðurríkjunum. Richard Gephardt, þingmaður frá Missouri, sigraði í kosningunum í Suður-Dakóta og hlaut 45 prósent atkvæða gegn 30 prósentum Mich- aels Dukakis, ríkisstjóra Massachu- setts. Dæmið snerist hins vegar við í Minnesota en þar vann Dukakis öruggan sigur en Jesse Jackson og Poul Simon, þingmaður frá Illinois, voru jafnir í öðru sæti. Talningu at- kvæða var enn ekki lokið en ljóst þótti að Gephardt hlyti §órða sætið. Bandarísk vísindaráðstefna: Japanir í fararbroddi á tæknisviði um aldamót New Orleans. Reuter. MINNA en helmingur vísindamanna, sem sátu visindaráðstefnu i New Orleans í þessari viku, telur, að Bandaríkin séu i fararbroddi á sviði visindarannsókna, og meirihluti vfsindamannanna telur, að Japan taki við forystuhlutverki á þessu sviði um aldamótin. Þetta kom fram í skoðanakönn- „Niðurstöður könnunarinnar un, sem gerð var á vegum vísinda- benda til, að bandarískir vísinda- tlmaritsins Research and Develop- ment, meðan á ráðstefnunni stóð. Þátttakendur voru 500 talsins og þar á meðal margir af fremstu vÍBÍndamönnum Bandaríkjanna. Aðeins 48% þeirra töldu, að Banda- ríkin væru nú fremst í flokki í vísindum og tækni, og 46% settu Japan í fyrsta sæti. Meirihluti vísindamannanna, eða 52%, töldu, að Japan tæki við for- ystuhlutverkinu á þessu sviði um aldamótin, en aðeins 38% töldu, að Bandaríkin mundu halda foryst- unni. menn séu mjög svartsýnir á mögu- leika Bandaríkjanna á að halda forystuhlutverki sínu á tæknisvið- inu,“ sagði Tim Kelly, útgefandi tímaritsins. Hann bætti við, að sú skoðun vfsindamannanna, að Bandaríkin væru að dragast aftur úr í vísinda- rannsóknum væri „áhyggjueftii". Vfsindamennimir kenna Reag- an-stjóminni og menntakerfi lands- ins um siælega frammistöðu Bandaríkjamanna í hinu aiþjóðiega tæknikapphlaupi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.