Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 36
Haraldur Ingi sýn- ir í Glugganum Morgunblaðið/GSV Sex stúlkur taka þátt í keppninni um titilinn „Ungfrú Norðurland 1988“. Frá vinstri: Kamilla Rún Jóhannsdóttir, Rósa Berglind Amardóttir, Þóra Jósefsdóttir, Sigríður Haraldsdóttir, Harpa Hlín Jónsdóttir og Fjóla Díana Gunnarsdóttir. Sex stúlkur keppa um titiliim „Ungfrú Norðurland 1988“ Úrslit ráðast í kvöld UNGFRÚ Norðurland 1988 verð- ur valin í kvöld í Sjallanum á Akureyri. Sex stúlkur taka þátt í keppninni, sem haldin er af Sjall- anum, Fegurðarsamkeppni ís- lands og Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Formaður dóm- nefndar er Ólafur Laufdal og aðr- ir dómnefndarmenn em: Þráinn Lámsson veitingamaður, María Einarsdóttir verslunarstjóri, Erla Haraldsdóttir danskennari og Friðþjófur Helgason ljósmyndari. Kynnir verður Jóhann Steinsson. Sigurvegarinn fær þátttökurétt í Ungfrú ísland-keppninni sem haldin verður á Hótel íslandi í maí. Þá fær sigurvegarinn utanlandsferð með Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, vöruút- tekt í versluninni Perfect, ljósatíma og snyrtivörur frá Stjömusól, skart- gripi frá Kompunni, gullkeðju frá Skart, baðlínu frá Van Cleef Arpels frá Vörusölunni, gallery-mynd frá AB-búðinni, granítúr frá Jóni Bjamasyni úrsmið, matarúttekt í Smiðjunni og 10.000 króna úttekt í Skótískunni. Auk þessara vinninga fá allar stúlkumar ýmsa aðra vinn- inga. Kamilla Rún Jóhannsdóttir er 18 ára Akureyringur í 2. bekk MA. Hennar áhugamál em líkamsrækt, tónlist og félagslíf yfirleitt. Hún stefnir annaðhvort á sálfræði- eða félagsfræðinám. Rósa Berglind Amardóttir er 20 ára Akureyringur. Áhugamál Rósu eru skíði, líkamsrækt og ferðalög og stefnir hún á fóstmnám í framtíðinni. Þóra Jósefsdóttir er 18 ára Akur- eyringur. Hún er { 2. bekk MA. Ahugamál Þóm em fyrst og fremst leiklist, en hún hefur starfað með leikklúbbnum Sögu í tæp 5 ár. Þóra stefnir á að ljúka stúdentsprófi og fara síðan í mannfélagsfræðinám. NÝOG BETRISÓSA Dreifingaraðili: Heildverslun Valdimars Baldvinssonar h/f, Akureyri. Sími 96-21344. Fæst í öllum betri matvöruverslunum. Sigríður Haraldsdóttir er 18 ára Dalvíkingur. Hún er í 2. bekk MA og áhugamál em útilíf og líkams- rækt auk þess sem hún hefur mikinn áhuga á hestum og reyndar öllum dýmm. Sigríður stefnir á nám erlend- is í fjölmiðlafræðum. Harpa Hlín Jónsdóttir er 20 ára Ólafsfirðingur, sjúkraliði að mennt og vinnur á lyfjadeild Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar. Áhugamál hennar em fyrst og fremst íþróttir auk þess sem henni finnst gaman að ferðalögum. Hún stefnir á lyfja- fræðinám. Fjóla Díana Gunnarsdóttir er 19 ára Ólafsfirðingur og starfar á barnaheimili. Áhugamál Fjólu em íþróttir og almenn líkamsrækt. Hún saumar mikið sjálf og hefur starfað við tískusýningar. Hún stefnir á fóstmnám. FOSTUDAGSKVOLDIÐ 26. febrúar kl. 21 mun Haraldur Ingi Haraldsson opna sýningu á nýjum akrylmálverkum og pastelmyndum i Glugganum Glerárgötu 34. Haraldur Ingi sýndi síðast í Nýló 1987. Hann hefur áður sýnt á Akureyri bæði í Rauða húsinu og Bjargi, Listsýningasal Mynd- listaskólans og erlendis. Haraldur lauk prófi úr Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1982 og stundaði síðan framhaldsnám í Enschede og Amsterdam. Haraldur er fædd- ur á Akureyri 1955. Tvö síðastlið- in ár hefur Haraldur átt hér heima og málað af krafti í ágætri vinnu- stofu sem hann hefur í Gamla bamaskólanum og fáum við nú að sjá afrakstur þeirrar vinnu. Sýningunni lýkur sunnudaginn 6. mars. Glugginn er opinn dag- lega frá kl. 14 til 18, en lokað er á mánudögum. Opnunarkvöldið kl. 21.30 mun Kristján Pétur Sig- urðsson skemmta sýningargest- um með söng og hljóðfæraslætti. Haraldur Ingi Úrslit kunn í samkeppni um hönnun Ráðhústorgs og Skátagils: Sameinaðir verði kostir beggja verðlaunatillagna - segir í bókun dómnefndar ÚRSLIT eru nú kunn í samkeppninni um hönnun Ráðhústorgs og Skátagils og voru verðlaun afhent í Gamla Lundi á Akureyri í fyrra- kvöld. Alls bárust fjórtán tillögur í samkeppnina og verða þær allar almenningi til sýnis í Gamla Lundi fram yfir næstu helgi. Formaður dómnefndar var Finnur Birgisson skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, en aðrir í stjóm vom Sigríður Sigþórsdóttir og Bjöm Kristleifsson skipuð af AÍ og Ámi Steinar Jóhannsson og Tómas Ingi Olrich skipaðir af Akureyrarbæ. Tvær tillögur voru verðlaunaðar. Fyrstu verðlaun, 500.000 krónur, hlutu þeir Jón Ólafur Ólafsson arki- tekt, Sigurður Einarsson arkitekt og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt, en þeir þremenningamir unnu að til- lögunni sameiginlega. Um tillöguna segir dómnefnd: „Tillagan er vönduð og heilsteypt og tengir Skátagil við göngusvæði í miðbæ á glæsilegan hátt. Tijákrans á torgi er nokkuð yfirþyrmandi og gengur of nærri húsum. Á þeim stöðum, þar sem bæði þarf að gera ráð fyrir ökutækj- um og gangandi fólki, verða þrengsli of mikil, jafnvel þótt gert yrði ráð fyrir einstefnu á Skipagötu, eins og höfundar leggja til. Yfirborð torgsins er meðhöndlað á vandaðan og áhuga- verðan hátt. Mótun neðsta hluta Skátagils er mjög vel af hendi leyst. Mannvirki eru að vísu umfangsmikil, en myndu gefa miðbænum aukið gildi og skapa möguleika til ýmissa athafna. Gildi efsta hluta gilsins, með tilliti til útsýnis og útivistar, er undirstrikað með mannvirkjum, sem laga sig vel að núverandi landslagi. Hugmyndir höfundar um gróðursetn- ingu eru athyglisverðar." Ónnur verðlaun, 400.000 krónur hlaut Þorsteinn Helgason arkitekta- nemi í Kaupmannahöfn, sem skilar lokaverkefni sínu við skólann þann 3. mars nk. Samstarfsmaður hans var Palle Lindgaard arkitektanemi óg aðstoð veittu þeir Finnur Kristins- son og Ragnar Kristjánsson, báðir nemar við landbúnaðarháskóla og Lene Rahbech arkitekt. Um tillöguna segir dómnefnd: „Tillagan hefur sterkan heildarsvip og er ágætlega rökstudd. Helsti styrkur hennar felst í snjallri mótun Ráðhústorgs. Ein- faldleiki torgsins krefst þess að um- gjörð þess verði fullgerð, og eru ábendingar höfundar um útlit húsa umhverfis torgið því gagnlegar. Steinveggur, sem umlykur Skátagil, og aðkomuleiðir gegn um hann, eru aðlaðandi. Útfærsla gilsins er látlaus en lauslega unnin. Áningarstaðir í gilinu eru áhugaverðir. Lausn á neðsta hluta Skátagils er ekki sann- færandi. Baksvæði húss norðan við Amaro verður óaðlaðandi og ekki er séð fyrir almenningslyftu eins og skipulag gerir ráð fyrir.“ I niðurlagi dómsorðsins segir m.a;.- „Það er mat dómnefndar að munur sé ekki mikill á verðlaunatillögunum. Báðar hafa þær mikla kosti, en nokkra galla. Sameiginlega bæta þær hvor aðra upp. Dómnefnd leggur því til við útbjóðanda að í úrvinnslu verði leitast við að sameina kosti beggja tillagna." Dómnefnd ákvað að kaupa þijár tillagnanna. Fyrstu til önnur inn- kaup, 80.000 krónur hvor, hlutu Bjöm Johannessen landslagsarkitekt og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt. Þriðju innkaup, 40.000 krónur, hlaut tillaga Ævars Harðarsonar arkitektar. Þremenningamir, er fengu fyrstu verðlau'n, eru allir um þrítugt. Þeir hafa allir lokið námi í Kaupmanna- höfn. Þeir eru þó engir nýgræðingar í slíkum samkeppnum. Sigurður sigr- aði í samkeppninni um hönnun Al- þingishúss og allir fengu þeir inn- kaupsverðlaun í hönnun ráðhúss. Þá fékk Þráinn fyrstu verðlaun í hönnun Víðistaðasvæðisins í Hafnarfirði í samvinnu við aðra. Þeir félagar sögðu að slíkum samkeppnum færi fjölgandi og jafnframt ykjust gæði þeirra. „Vegur arkitektúrs á íslandi er rísandi og þurfum við síður en svo að skammast okkar í samkeppni við aðrar þjóðir," sagði Sigurður. Þráinn sagði að landslagsarkitektúr væri mjög ung atvinnugrein hérlendis, en landslagsarkitektar væru auðvitað sífellt að reyna að vekja á sér at- hygli sem faghópi. Slíkar samkeppn- ir gefa arkitektum á hinum ýmsu sviðum skemmtileg tækifæri til að leiða saman hesta sína og gekk sam- starfíð til dæmis mjög vel hjá þeim.“ Þeir sögðust taka þátt í samkeppnum til að sigra, líkt og fólk spilar í happ- drættum til að fá vinning. Einnig væri þátttaka í samkeppnum félags- leg skylda á meðal arkitekta. „Þetta er spennandi og gefur faginu mikið og gott gildi. Það er mjög athygíi- svert að sjá í lokin hvernig aðrir í faginu fara að því að leysa sama verkefnið," sagði Jón. á Höfundar tillögunnar, sem fékk Ólafsson, Sigurður Einarsson og fyrstu verðlaun, þeir Jón Ólafur Þráinn Hauksson. Lambagangan á laugardag LAMBAGANGAN, þáttur í ís- landsgöngunni, fek fram á laugardag. Gangan hefst frá Súlumýrum klukkan 11.00. Kl. 10.00 verður farín hópferð undir stjórn fararstjóra frá öskuhaugunum inn í „Lamba“. Ætla má að ferðin fram og til baka taki um fjórar klukkustund- ir, en leiðin öll er 24 km. Hjálpar- sveit skáta sér um gæslu með brautinni og veitir hressingu á leiðinni. Skráning er í síma 22722 milli kl. 8 og 16. Þá fer hið árlega bamamót „pepsimótið" fram á laugardag- inn þar sem koma í heimsókn Siglfirðingar og Dalvíkingar í flokki 12 ára og yngri. Mótið hefst kl. 12 í alpagreinum og kl. 14 í skíðagöngu. Þama verður tímataka og einnig verða opnar hindrana- og leikjabrautir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.