Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 53
svipminna án hennar. Ég hefði gjaman kosið að við ættum eftir að eiga fleiri stundir saman. En ég veit að hún er' komin þangað sem við öll hittumst á ný. Verði Guðs vilji. Mig langar að gera að lokaorðum vísur eftir föður hennar, Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum er að fínna í „Nokkrar stökur“, sem kom út 1924: Vertu sæl og vonin þín vaxi ofar ljöllum. Berðu kveðju blíðan min blómunum þínum öllum. Öllum ástvinum hennar votta ég samúð mína. Fari hún í Guðs friði. Hugrún Með þessu ljóði eftir föður okk- ar, Gísla Ólafsson, og birt er í Erfi- ljóð, sem út kom 1933, sendi ég og böm mín Guðrúnu systur minni hinstu kveðjur og þakkir fyrir liðin ár og daga: Gleðinnar geisla gafstu oft í bæinn, bömunum ljósið, sem ljetti harm. Nú ertu horfin, hjartað er-stansað í þínum kærleiks blíða barm. Blikna og falla blóm á hverjum degi, enginn fær skynjað sitt æfi-haust. Ungir og aldnir allir verða’ að hlýða, er hljómar dauðans helga raust. Launi þjer Drottinn Ijúfúst vina kynni, hjartkærar þakkir í hinsta sinn. Ljósið er slokknað, litlu bömin rjetta þessi lauf á legstað þinn. Hulda Gísladóttir og börn Síðan ég frétti af skyndilegu andláti móðursystur minnar hafa minningamar leitað á hugann. Fram að fermingu ólst ég upp í húsi frænku minnar á Sauðárkróki. Alltaf var líflegt í kringum Gunnu og því eftirsótt að fá að vera hjá henni. Ekki man ég eftir nema hlýj- um móttökum þrátt fyrir tíðar heimsóknir. Gunna átti fallegt hús á Sauðárkróki. Garðurinn var henni mikils virði og bar þess augljós merki að Gunna hlúði vel að blóm- unum sínum. Gunna var vel greind og listræn á margan hátt, þótt þar hafi skáldskaparlistin átt stærstan sess. Hún orti sína fyrstu vísu áður en hún varð altalandi. Gunna hafði alla tíð yndi af skáldskap og orti jafnan sjálf. Hún var mjög mannblendin og tók virkan þátt í skemmtanalífínu á Sauðárkróki þar sem hennar list- rænu hæfíleikar nutu sín vel. Oft var leitað til Gunnu ef halda átti skemmtun og lagði hún á sig mikið erfíði í þeim efnum. Launin held ég að hafí einungis verið ánægjan af þessu starfí. Arið 1963 fluttu Gunna og Ingi Sveinsson, fyrri maðurinn hennar, til Reykjavíkur, en þau skildu árið 1968. Þau eignuðust fjögur böm sem öll eru á lífí og búsett á höfuð- borgarsvæðinu. Gunna kynntist líka ýmsum erf- iðleikum í lífínu. Ég tel að hin mikla viðkvæmni og næmni, sem svo vel skilar sér í ljóðum hennar, hafí oft gert henni erfítt fyrir í straumróti. lífsins. Árið 1981 giftist Gunna eftirlif- andi eiginmanni sínum Þórði Þor- kelssyni og bjuggu þau síðustu árin í Þórufelli 8 í Reykjavík. Vel fór á með þeim og voru þau dugleg að byggja upp heimilið og undirbúa sig fyrir ellina. Þau ætluðu m.a. að skipta um íbúð til að fá aðra hentugri fyrir Gunnu. Gunna sagði mér að sig dreymdi um að fá lítið hús með garði. Gunna og Þórður virtu hvort annað og Þórður var Gunnu mjög hjálpsamur og góður. Allir sem þekktu Gunnu vissu að hún hefði kosið að fá að fara með þessum hætti og ekki kært sig um mikla sorg né sút. I dag fínnst manni þó 69 ár ekki hár aldur til að kveðja þegar vel gengur og fólk er sæmilega heilsuhraust. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR -25. FEBRÚAR 1988 53 Aðstandendum og eiginmanni sendi ég samúðarkveðjur. Fari frænka mín í friði. Hún mun lifa í fallegu ljóðunum sínum. Sigurlína Hún var fædd þann 26. desem- ber 1918 á Bergstöðum í Svartárd- al í Húnavatnssýslu, dóttir hjón- anna Jakobínu Þorleifsdóttur og Gísla Ólafssonar, sem þá voru í húsmennsku hjá séra Birni Stefáns- syni og konu hans Sigríði. Hún var þriðja og yngsta barn Jakobínu og Gísla, en elst systkinanna var Hulda og Ólafur í miðið. Hún var skírð Guðrún Sigriður og var Sigríðar nafnið nafn húsfreyjunnar á staðn- um. Þau hjónin Björn og Sigríður voru henni afar kær og börn þeirra líka, sem Guðrún leit á sem sína aðra foreldra og uppeldissystkin. Hjónin voru henni svo kær, að alla tíð hafði hún mynd af þeim í svefn- herbergi sínu. Ér Guðrún eignaðist seinasta barn sitt, sagði hún að Björn heitinn hefði viljað nafns og drengurinn hlaut nafnið Bjöm Ingi. Á Bergstöðum liðu fyrstu bemskuárin, en síðan var flutt í Hólabæ í Langadal þar sem hún undi sér vel í faðmi foreldranna og við leik að leggjum og hornum sem böm léku scr að í þá tíð. Um æsku- ár sín í Langadal orti Guðrún kvæði og birtist það í Húnvetningaljóðum: Þah em þessi erindi: Ég fæddist á Bergstöðum foreldrar sögðu, frostharðan vetur, jólunum á. En þaðan í burtu þau leið sína lögðu með litlu krakkana sína þijá. Mér finnst eins og það hafí.skeð fyrir skömmu, er skúfbatt og gleym-mér-ei, töfrandi blá. Mér þótti svo gaman að gleðja hana mömmu og gefa henni blóm til að horfa á. Ég gleymi ekki fallegum fuglanna ungum, er fundum við stirðnaða hér og hvar. Við jarðarfór héldum og sálmalög sungum, og systir mín oftast nær prestur var. Frá Hólabæ fór Guðrún oft með mömmu sinni að Auðkúlu til séra Bjöms Stefánssonar sem þá hafði misst konu sína, en Jakobína fór þangað til að hjálpa til með bömin og heimilið. Frá Hólabæ fluttu hjónin með bömin sín til Blönduóss og bjuggu þar nokkur ár en 1928 fluttu þau til Sauðárkróks og var Guðrún þá 10 ára gömul. Hún gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, sem þá var undir stjórn Jóns Bjöms- sonar. Henni fannst mjög gaman að læra, átti auðvelt með það og saknaði þess alla tíð að hafa ekki haft aðstæður til að mennta sig enn frekar. Á Sauðárkróki byggði faðir hennar húsið Eiríksstaði, sem síðar var Suðurgata llb, og þar bjó Guðrún unglingsárin. Á sumrin var farið til Sigluíjarðar til að saíta síld og bjó hún þá hjá Huldu systur sinni, sem þangað hafði gifst og stofnað heimili. Guðrún átti góðar minningar frá gullárunum á Siglu- íírði og höfðu þær systur verið undrafljótar að salta ofan í tunnum- ar. Þegar Guðrún var 18 ára gömul fór hún til Reykjavíkur og réð sig í vist til að byija með. Síðan vann hún í Hampiðjunni. Þar var hún á næturvakt nóttina sem landið var hertekið og minntist hún þess oft þegar hún horfði út á flóann og sá skipin við sjóndeildarhring. Þegar hún kom heim af vaktinni vom hermenn á hveiju götuhomi. 5. nóvember 1941 giftist Guðrún Inga Sveinssyni og ári seinna eign- uðust þau sitt fyrsta bam Jakobínu. Árið 1945 er svo haldið til Norð- fjarðar, en þangað hafði Ingi ráðið sig til að setja upp dráttarbraut Neskaupstaðar. Guðrún tók fljótt þátt í félagslífí staðarins, var meðal annars í Slysavamarfélagi kvenna og var kosin formaður félagsins á sínum fyrsta fundi þar, einnig var hún í Samkór Neskaupstaðar, en hún hafði mikið yndi af söng og hljóðfæraslætti og lærði hún að leika á gítar, en á orgel og píanó lék hún allt eftir eyranu. Guðrún var mjög félagslynd og hagmælt. Hún kom fram á skemmtunum, söng og spilaði bragi sem hún hafði ort um bæjarbúa. Á Neskaupstað árið 1947 bættist fyrsti sonurinn í fjölskylduna það var Sveinn Birgir. Árið 1947 flytja svo hjónin með börnin sír. til Sauðárkróks og búa um skeið hjá foreldrum Guðrúnar, Jakobínu og Gísla, en þótt þar væri þröngt, máttu þar alltaf sáttir sitja og- gestrisnin með afbrigðum góð. Á meðan þau bjuggu þar bættist í bamahópinn Gylfi. Þarna var dvalið þar til húsið þeirra, Skagfirðinga- braut 35 var fullgert, en þangað var flutt 1949, og árinu seinna fæddist yngsti sonurinn Björn. Heimilið var fallegt og þangað voru allir alltaf velkomnir. Guðrún tók mikinn þátt í fé- lagslífínu á Sauðárkróki og vann mikið fyrir Kvenfélag Sauðárkróks. Hún var einn af frumkvöðlum þess að Kvenfélag Sauðárkróks réðst í að halda danslagakeppni ár hvert á nýársdag og mörg lögin bjó hún til í þá keppni og enn fleiri text- ana. Hún var alltaf boðin og búin til að rétta hjálparhönd ef hún var einhvers beðin og ekki var hún lengi að yrkja vísumar ef þess þurfti. Henni var margt til lista lagt, hún teiknaði og málaði myndir og gat alltaf fundið sér eitthvað til að föndra við, Sá hún alltaf eitthvað fallegt og skemmtilegt í umhverfi sínu. Guðrún og Ingi fluttu frá Sauðár- króki árið 1963 til Reykjavíkur. Þar vann Guðrún ýmiss störf, rak sölu- tum um tíma og vann svo á veit- ingahúsum við matargerð, sem hún var mjög lagin við. Guðrún varð með afbrigðum dugleg við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hjónin slitu samvistir árið 1968. Árið 1981 giftist Guðrún eftirlif- andi eiginmanni sínum Þórði Þor- kelssyni og höfðu þau búið sér lítið og fallegt heimili að Þórufelli 8 í Reykjavík. Guðrún vann úti, þar til sl. tvö ár, en hafði átt við nokkurt heilsuleysi að stríða um tíma, en alltaf hafði hún eitthvað fyrir stafni heima við og ekki kvartaði hún. Hún sá alltaf björtu hliðamar. Þau Þórður voru mjög samrýnd og var hann henni mjög hjálplegur í veik- indum hennar. En kallið kom svo skyndilega þann 17. febrúar. Hjartans þakkir fyrir allar góðu stundimar og ljósu punktana sem Guðrún sá alltaf þegar myrkvaði. Vinur Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið (*kur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 8. Iiæð £ Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins £ Hafnar- stræti 85, Akureyri. " 1 1 t Eiginkona mín, móðir, tengdamófiir, amma og langamma, FRIÐSEMD BÖÐVARSDÓTTIR, Sætúni, Eyrarbakka, sem andaðist að kvöldi 18. febrúar verður jarðsungin frá Eyrar- bakkakirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Kjartan Einarsson Jónína Kjartansdóttir, Gestur Karlsson, Einar Kjartansson, Þórhildur Gísladóttir, Bryndis Kjartansdóttir, Guðlaugur Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Föðursystir okkar og uppeldissystir min, GUÐRÚN KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR frá Suðurkoti, Vogum, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Særún Jónsdóttir, Ólafur Þ. Jónsson, Sigríður S. Jónsdóttir, Guðmundur M. Jónsson. t Sambýlismaður minn og faðir, ÁRNI KRISTINSSON prentari, Hlíðarbraut 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Litiu-Kapellunni í Fossvogi föstudaginn 26. febrúar kl. 10.30. Þuriður Jóna Árnadóttir, Halldóra Árnadóttir. t GUÐMUNDUR JÓNSSON frá Borgarhöfn verður jarðsunginn frá Kálfafellsstaðarkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á dvalarheimiliö Skjólgarð. Sigríður Guðmundsdóttir, Ari Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, VALGERÐAR PÉTURSDÓTTUR, Vallargötu 18, Keflavfk. Bragi Halldórsson, Fjóla Bragadóttir, George Bookasta, Baldur Bragason, Valgerður Óladóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, GUNNARS L. GUÐMUNDSSONAR, Steinsstöðum, Akranesi. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og fjölskyldna þeirra, Guðríður Guðmundsdóttir. t Innilega þökkum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS GUÐMUNDSSONAR frá Molastöðum. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnaböm og barnabarna- barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, RAGNHEIÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR NORÐDAHL. Lífshamingja okkar var starfsemi sjúkrahúsanna að þakka. GrímurS. Norðdahl, Úlfarsfelli. t Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, BJÖRNS SVEINBJÖRNSSONAR hæstaréttardómara. Rósa Loftsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.